Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.2001, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. JÚNÍ 2001
I
MPRESSJÓNISTARNIR eru þeir lista-
menn í bandrískri listasögu sem taldir
eru hafa verið best menntaðir, þeir víð-
sýnustu og mestu heimsborgararnir.
Þeir voru aðeins seinna á ferðinni en
evrópsku impressjónistarnir en flestir
þeirra lærðu í Evrópu, aðallega í París,
þótt nokkrir færu til München.
Þegar Bandaríkin náðu alþjóðlegu pólitísku
og efnahagslegu forskoti eftir borgarastyrjöld-
ina 1861-65, ferðuðust bandarískir listaverka-
safnarar – aðallega norðurríkjamenn sem
höfðu grætt fúlgu fjár á stríðinu – til útlanda og
drukku í sig evrópska menningu. Til þess að
sýna ríkidæmi sitt, byggðu þeir hús sem gáfu
evrópskum höfuðbólum ekkert eftir og fylltu
þau af evrópskum listaverkum, helst málverk-
um eftir gömlu meistarana og frönsku sam-
tímamálarana. Bandarískir listamenn sáu að ef
þeir ætluðu að koma verkum sínum á framfæri
við listunnendur í sínu heimalandi, yrðu þeir að
fara til Evrópu til að fullnema sig í list sinni.
Þetta átti jafnt við málara, arkitekta og mynd-
höggvara. Heimsvæðing bandarískrar listar
sem fylgdi í kjölfarið varð því til, annarsvegar
vegna þess mikla álits sem safnarar höfðu á er-
lendum stíl og hefðum og hins vegar löngun
listamanna til að ná valdi á stíl og hefðum. Hún
endurspeglaði líka þá afstöðu að Bandaríkin
ættu rétt á, bæri jafnvel skylda til að eignast,
tileinka sér og laga sig að því besta sem heim-
urinn hefði að bjóða.
Íhaldssemi og hefðbundin skólun
Margir bandarískir listanemar héldu til
München en enn fleiri flykktust til Parísar sem
var orðin listamiðstöð heimsins, annáluð fyrir
listasýningar sem nutu opinberra styrkja,
ákafar umræður um listir og frábæra lista-
skóla. Hvort sem nemendur sóttu Ecole de
Beaux-Arts eða einkaskóla, fengu þeir harða
þjálfun í grundvallarreglum myndlistarinnar.
Þeir teiknuðu og máluðu nakin módel, gerðu
stílæfingar, lærðu um líkamsbyggingu, sjónar-
horn, lærðu að fága myndir sínar og fínpússa
og fleira sem gerir mynd að góðu málverki.
Markmiðið var að ná að túlka huglæg efni, eins
og sannleika og fegurð, nota bókmennta- og
sagnfræðitexta sem kveikju að myndefni og
mála stórbrotnar byggingar og sögulega at-
burði. Portrett, hvunndagslífið, landslag og
kyrralífsmyndir voru í minni metum. Læri-
meistarar þeirra voru listamenn sem aðhylltust
gömlu meistarana, allt frá grísku myndhöggv-
urunum til Raphaels, Poussins og Jacq-
ues-Louis David. Lærimeistararnir höfðu sjálf-
ir verið nemendur nemenda Davids, eða
máluðu eins og þeir hefðu verið það.
Bandaríski impressjónisminn blómstraði
undir lok evrópska tímabilsins, stóð hæst á síð-
asta áratug 20. aldar og var ríkjandi stefna um
aldamótin. Meðal þeirra málara sem þekktastir
urðu, voru John Singer Sargent, sem fæddist
að vísu í Evrópu, Mary Cassatt, sem settist að í
Frakklandi eftir námsdvöl þar, Frederick Carl
Frieseke, William Merritt Chase og Theodore
Robinson, sem voru með annan fótinn í Evrópu
og Edward Willis Redfield, sem segja má að
hafi verið að mestu heimaalinn.
Einkaskólar mikill fengur fyrir konur
Til að byrja með lærðu flestir bandarísku im-
pressjónistanna í Ecole des Beaux-Arts en
fljótlega fóru þeir einnig að sækja einkaskóla
sem voru í samkeppni við hina opinberu akad-
emíu. Þeir kröfðust skólagjalda og döfnuðu
hratt vegna þess að þangað flykktust nemend-
ur frá öllum heimshornum. Það voru engin tak-
mörk fyrir því hversu mörgum nemendum
einkaskólarnir gátu tekið við, vegna þess að
þegar fleiri bættust við, leigðu þeir einfaldlega
fleiri stúdíó og réðu fleiri prófessora sem gáfu
kennurunum í Ecolinu ekkert eftir. Sjálfstæðu
akademíurnar voru einkum mikill fengur fyrir
konur sem ekki fengu inngöngu í ríkisskólann
fyrr en 1897. Þeir hentuðu líka nemendum sem
vildu fá meiri fjölbreytni og sveigjanleika út úr
náminu, jafnvel þótt það kostaði meiri peninga.
Académie Julian, stofnaður 1868, var sá skóli
sem náði mestum metum af einkaskólunum og
þangað sóttu bandarísku impressjónistarnir.
Strax á 9. áratug 20. aldarinnar voru Frannk
W. Benson, Edmund C. Tarbell, Willard Met-
calf og Childe Hassam þar við nám og á eftir
þeim komu Charles H. Davis. Ruger Donoho,
Frieseke, Philip L. Hale, Louis Kronberg, Ern-
est Lawson, Arthur Frank Mathews, Redfield,
John H. Twachtman og Robert Vonnoh.
Eins og áður segir, sóttu bandarískir mynd-
listarnemendur einnig til München og er Chase
líklega frægasti impressjónistinn sem þar
stundaði nám sitt. Hann sagðist hafa farið til
München vegna þess að þar gat hann höggvið
við í stað þess að sólunda tíma sínum í hring-
ekju Latínuhverfisins. Hann átti þó eftir að
staldra við í París um tíma eins og aðrir mynd-
listarnemendur á þessum árum.
Uppreisn gegn hefðunum
Frönsku impressjónistarnir héldu sína
fyrstu sýningu í París í apríl 1874 þegar hópur
listamanna tók sig saman til að kynna verk sín
og hélt sá hópur áfram að sýna til 1886 og hélt
alls átta sýningar. Róttækar aðferðir þeirra
voru á skjön við þær reglur sem bandarísku
nemendurnir höfðu lært í listaskólum heima
áður en þeir héldu til Evrópu til að ná enn
meira valdi á þeim reglum. Stefna impressjón-
istanna var uppreisn gegn áherslu skólanna á
sagnfræðilegt myndefni og stranga tækni. Þeir
héldu því fram að reynsla listamannsins og sýn
á samtímann væri eina raunhæfa viðfangsefnið
og að sýna ætti hversdagslega atburði með
óhefðbundinni myndbyggingu, snöggum,
ójöfnum pensilstrokum og litum sem næðu
fram áhrifum birtunnar.
Impressjónisminn vakti lítinn áhuga meðal
bandarísku myndlistarnemanna sem voru við
nám í París á blómaskeiði hans, jafnvel þeim
sem síðar urðu sjálfir impressjónistar. Flestir
þeirra voru staurblankir, höfðu skrapað saman
fáeinum aurum úr hinum og þessum sjóðum
sem til voru og fylgdu ráðum kennara sinna um
að skoða Louvre og Lúxemborgarsafnið og
eyða ekki tímanum í verk uppreisnarseggja.
Einn þeirra, að nafni Weir, sem laumaðist á
þriðju sýningu impressjónistanna árið 1877,
skrifaði heim og sagði: „Ég sá sýningu hóps
sem kallar sig impressjónista. Ég hef aldrei á
ævinni séð neitt hræðilegra … Þeir virða
hvorki teikningu né form, heldur mála hughrif
sín af því sem þeir kalla náttúru. Þetta var
verra en pyntingarklefi.“ Þótt ekki séu til fleiri
tilvitninanir í viðbrögð bandarískra myndlist-
arnema við impressjónismanum, eru viðbrögð
Weirs talin dæmigerð.
En ekki hryllti alla bandaríska myndlistar-
nema við impressjónismanum. Undantekning-
arnar voru þau Cassatt og Sargent, sem voru
fljót að átta sig á anda nýja franska málverks-
ins á 8. áratugnum. Öfugt við hina bandarísku
impressjónista framtíðarinnar, ákvað Cassatt
að setjast að í París 1874, rétt eftir að hún varð
þrítug og þangað fluttu síðan foreldrar hennar
og systir árið 1877. Sargent var aðeins átján
ára að aldri þegar hann fluttist með fjölskyldu
sinni til Parísar 1874 og virðist aldrei hafa
hugsað sér búsetu annars staðar en í Evrópu.
Hvorki Cassatt né Sargent áttu því fjölskyldur
sem biðu þess spenntar í Bandaríkjunum að
frétta að þau hefðu slegið í gegn. Þau voru laus
við slíkar væntingar og gátu gert tilraunir að
vild.
Portrett sem Cassatt sýndi árið 1874 fangaði
athygli Edgars Degas sem árið 1877 bauð
henni að sýna með impressjónistunum. Hún
þáði það og tók fjórum sinnum þátt í sýningum
þeirra á tímabilinu 1879 til 1886, auk þess sem
hún tók þátt í að skipuleggja sýningarnar. Mál-
verk hennar, teikningar og pastelverk bera
vitni um næma tilfinningu fyrir hvunndagsleg-
um atburðum, djarfa myndbyggingu og kraft-
mikla sköpunarþrá. Hún var skilningsríkur, en
hlutlaus, áhorfandi að lífi kvenna á tímum þar
sem hefðbundin kynjahlutverk voru að breyt-
ast. Frá 1890 og fram að aldamótum málaði
hún þær myndir sem hún varð frægust fyrir;
mæður og fóstrur ásamt börnum. Frá aldamót-
um sérhæfði hún sig síðan í myndum af börn-
um, eins og til dæmis Portrait of a Young Girl
og hafði nóg að gera, því ekki skorti viðskipta-
vini sem vildu láta mála konur sínar og börn.
Sveitasælan í Cotswolds
Um það bil sem Sargent var að ljúka sínu
námi árið 1878 var hann þegar orðinn þekktur
vegna þess sérstæða og líflega stíls sem hann
tileinkaði sér í portrettum. Á námsárunum
varð hann fyrir miklum áhrifum af Monet sem
hann hitti á 2. sýningu impressjónistanna árið
1876. Hann fór fljótlega að mála myndir af
hversdagslegum atburðum úr borgarlífinu í
ætt við Monet, Manet, Renoir og Caillebotte.
Þótt hann hefði ærið nóg að gera í portrett-
málverum fram yfir 1880, notaði hann hvert
tækifæri til að komast út úr stúdíóinu, endur-
næra sig úti í náttúrunni og komast í snertingu
við fólk og nýja staði – sem urðu honum að
myndefni. Árið 1884 ákvað Sargent að flytja frá
París til Lundúna. Sumrin 1885 og 1886 dvaldi
hann í Broadway, litlu þorpi í Cotswoldshéraði
og hafði þar nægan tíma og orku til að mála og
þar varð eitt frægasta verkið hans til, Reapers
Resting in a Wheat Field, þar sem hann beitir
penslinum á snöggan og fjörlegan hátt til þess
að fanga andrúmsloft sveitarinnar og þá gullnu
sólarbirtu sem laðaði fólk til Cotswolds. Á ár-
unum í Englandi málaði Sargent aðallega im-
pressjónísk málverk, kannski vegna þess að
þar var hann laus við alla þá veislugleði og hefð-
bundnar kröfur sem einkenndi nýlendu banda-
rískra listamanna í París á þessum tíma og
hann var ekki að stefna að sýningu.
Bandarískir listaverkasafnarar
og impressjónisminn
Bandarískir málarar áttuðu sig smám saman
á vægi franska impressjónismans, aðallega
vegna þess að sýningar á verkum þeirra urðu
fljótlega mjög vinsælar í Bandaríkjunum og
listaverkasafnarar þar höfðu mikinn áhuga á
þeim. Árið 1877 keypti Louisine nokkur Elder
pastelverk eftir Degas samkvæmt ráðleggingu
Cassatts og nokkrum árum seinna naut Weir –
sem upphaflega hryllti við impressjónismanum
– hjálpar Chase við að útvega safnara í New
York tvö verk eftir Manet. Á níunda áratugn-
um voru haldnar nokkrar stórar sýningar á
frönsku impressjónistunum í Bandaríkjunum
og var Chase mikilvægur milliliður og ráðgjafi
þegar kom að því að velja listamenn og verk
þeirra. Fljótlega eftir að Chase fór að flytja
verk frönsku impressjónistanna til New York,
varð hann sjálfur fyrsti stóri listamaðurinn til
að mála verk í impressjónískum stíl í Banda-
ríkjunum. Hann málaði þekkta staði og bygg-
ingar, sem segja má að hafi verið hluti af þjóð-
arstoltinu og voru hliðstæður við þá staði sem
Manet, Degas og Sargent höfðu verið að mála í
París.
Afkastamaðurinn
William Merritt Chase
Chase átti ekki í eins miklu basli með að hella
sér út í impressjónismann og félagar hans sem
höfðu lært í París. Hann kynntist aldrei akad-
emískum fordómum franskra lærimeistara og
var yfir sig hrifinn af verkum uppreisnarseggja
á borð við Leibls og Manets. Þótt skólun hans í
München hefði aðallega byggst á aðferðum
Rubens, Hals og Rembrandts, var hann svo
heppinn að kynnast belgíska málaranum
Alfred Stevens stuttu eftir að hann lauk námi.
Stevens hvatti hann til að nýta sér það sem
hann hafði lært til að brjóta hefðirnar og finna
sína eigin persónulegu nálgun.
Á þeim árum sem impressjónistar framtíð-
arinnar voru við nám í Evrópu, unnu þeir að
mestu í eins konar listamannanýlendum. Vin-
sældir þessara samfélaga báru vott um hið
dvínandi vald sem akademíski strangleikinn
hafði haft og aukinn áhuga á hversdagslegu
myndefni. Listamennirnir voru að losa sig und-
an oki sagnfræðimálverkanna og sóttu í nýja
reynslu til þess að viðhalda tilraunum sínum til
að tjá þær á nýjan og ferskan hátt – og oftar en
ekki, úti í guðsgrænni náttúrunni. Staðir og
fólk sem varð á vegi þeirra endurspeglaði það
sem þeir álitu einfaldari lífshætti og voru mót-
vægi við kröfur og vandamál borganna þar sem
iðnvæðingin var stöðugt að aukast. Með því að
stofna samfélög og vinna í hópum úti á lands-
byggðinni, nutu listamennirnir samvista hver
við annan, gátu skipst á skoðunum, lifað ódýrt,
höfðu óþrjótandi myndefni fyrir augunum og
nóg af heimamönnum sem höfðu gaman af
þeim og voru meira en til í að sitja fyrir hjá
þeim.
Á 9. áratugnum flykktust bandarísku mál-
ararnir til Giverny sem er um sextíu kílómetra
norður af París. Þar er mikil náttúrufegurð og
svo hafði Monet flutt þangað frá Vétheuil árið
1883. Robinson fór í stutta heimsókn til Monets
1885 og sneri aftur þangað 1887 með hóp af
bandarískum vinum sem undu sér við að mála
þar sumarlangt. Robinson átti oft eftir að vera
langdvölum í Giverny eftir það, þótt það tæki
hann tíma að gangast algerlega inn á impressj-
ónismann.
Í einu þekktasta verki Robinsons, The Old
Mill, frá 1892, má sjá átök á milli akademísku
og impressjónísku hefðanna. Það er ljóst að
MÁLVERK Á TÍMUM
RÓTTÆKRA BREYTINGA
Bandarísku impressjónistarnir höfðu ekki síður áhrif
á samtíma sinn en félagar þeirra í Evrópu.
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR hefur kynnt sér
sögu þeirra, áhrifin sem mótuðu þá og hvers vegna
þeir aðhylltust þá listastefnu sem þeim fannst „verri
en pyntingarklefi“ til að byrja með.
John Singer Sargent, Reapers Resting in a Wheat Field, olía á striga frá 1885.