Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001
NÝLEGA kom út ævisaga rithöf-
undarins Terry Southern. Bókin
nefnist A Grand Guy: The Art
and Life of Terry Southern (Góð-
ur gaur: Líf og list Terry South-
ern) og höfundur hennar er Lee
Hill. Southern var lífsnautnamað-
ur, lifði villtu lífi og skáldsögur
hans eru vitnisburður um kald-
hæðnisleg lífsviðhorf hans. Segja
má að Southern hafi fullmótað
ímynd töffarans á sjötta og sjö-
unda áratugnum, ádeilukenndar
skáldsögur hans, líkt og Candy og
The Magic Christian, hittu full-
komlega í mark á þessum rót-
tæku tímum en gott dæmi um það
er að andlit hans má sjá nokkru
fyrir ofan hægri öxl John Lennon
á kápu Bítlaplötunnar „Sgt.
Peppers Lonely Hearts Club
Band“ frá 1967. Þá skrifaði
Southern fjölmörg kvikmynda-
handrit, m.a. að kvikmynd Stan-
ley Kubricks Dr. Strangelove og
var einnig einn af höfundum Easy
Rider. Síðan hann lést árið 1995
hefur hans aðallega verið minnst
sem „költ“-höfundar en í ævisögu
sinni grennslast Lee Hill fyrir um
það lykilhlutverk sem Southern
gegndi í hippamenningunni.
Ný skáldsaga frá Theroux
Í SÍÐASTA mánuði kom út ný
skáldsaga eftir bandaríska rithöf-
undinn Paul Theroux. Ber hún
heitið Hotel Hon-
olulu (Hótel Hon-
olulu) og segir frá
uppgjafarithöf-
undi sem flyst til
Hawaii, og tekur
við rekstri þriðja
flokks hótels –
Hótel Honolulu.
Aðalpersónan er
jafnframt nafn-
laus sögumaður frásagnarinnar
sem hittir fyrir ýmsar skraut-
legar og andlega óstaðfastar per-
sónur.
Paul Theroux þykir einn orð-
snjallasti rithöfundur sinnar kyn-
slóðar í Bandaríkjunum, og er
hann sérstakur snillingur í að
skapa sögupersónur sem eru
vandræðagripir. Theroux beitir
þó margvíslegum stílum í skrifum
sínum og spanna skáldverk hans
allt frá satírum til vísindaskáld-
sagna og frá þroskaskáldsögum
til kynferðislegra fantasía.
Theroux á skrautlega ævi að baki
og hefur ritað fjölmargar for-
vitnilegar skáldsögur og ferða-
bækur um ýmsar hliðar heims-
menningarinnar. Þekktasta
skáldsaga höfundarins er þó lík-
legast Mosquito Coast, en eftir
henni var gerð kvikmynd með
Harrison Ford í aðalhlutverki.
Söngur og hryðjuverk
BANDARÍSKA skáldkonan Ann
Pratchett hefur gefið út skáld-
söguna Bel Canto (Söngurinn),
sem hlotið hefur góða dóma í
dagblöðum vestra. Þar segir frá
virtri bandarískri sópransöng-
konu, Roxane Cross, sem er stödd
í heimsókn hjá varaforseta fá-
tæks suður-amerísks ríkis, þegar
hryðjuverkamenn ráðast til inn-
göngu og hneppa viðstadda í gísl-
ingu. Söngkonan fær brátt sér-
kennilegt hlutverk í hinu andlega
þungbæra ástandi gíslatökunnar.
Ann Pratchett hefur áður sent
frá sér þrjár skáldsögur, The
Patron Saint of Liars, sem valin
var áhugaverðasta bók ársins hjá
New York Times, Taft, sem vann
til Janet Heidinger Kafka verð-
launanna, og The Magician’s As-
sistant. Pratchett hefur jafnframt
starfað sem greinahöfundur fyrir
fjölda þekktra dagblaða og tíma-
rita, s.s. New York Time Magaz-
ine, Chicago Tribune, Village
Voice og Vouge.
ERLENDAR
BÆKUR
Táknmynd
hippatímans
Paul Theroux
H
ALLDÓR Laxness sagði um
leikritun að hvert orð stæði
þar „í ábyrgð fyrir veruleik
þess sem gerist á sviðinu“ og
bætti við: „ef ekki, standa orð-
in í ábyrgð fyrir aungu og
leikritið er útí bláinn.“ Þessi
orð má hafa um önnur skrif
sem láta sem þau standi í ábyrgð fyrir veru-
leikann. Að minnsta kosti leituðu þau á mig þegar
tímaritsbleðill og sjónvarpsefni í sama dúr vakti
mér angur nýverið. Ég á við þá fjölmiðlun sem
farþegar Flugleiða njóta meðan sigld er loftsigl-
ing yfir hafið.
Starfsfólk Flugleiða hefur þýtt viðmót og þjón-
ustan er hlýleg. Það fær íslenskan flugfarþega til
að gleyma fákeppninni og þeirri móðgun að Am-
eríkaninn við hliðina á honum borgar aðeins brot
af fargjaldi útá það eitt að búa í Ameríku. Nú er
hins vegar sem þjónustan sé að dragast saman og
fátítt að flugfreyjur hafi eintök af íslenskum dag-
blöðum fyrir fleiri en tíu farþega. Þá er ráð að
hafa eigið lesefni eða láta sér lynda tímaritið Atl-
antica, sem er á ensku.
Flugtímarit eru yfirborðskennd og veruleika-
firrt, erindi þeirra að auka ferðaþrá farþega og
sporna þannig gegn flughræðslu. Efni þeirra er
rýrt, auglýsingar fyrirferðarmiklar, meðal ann-
ars um tóbak og áfengi! Þessi rit eru reyndar
býsna meinlítil í sínu fágaða látleysi og merkilegt
hvað þeim svipar saman. Þannig er naumast
tungumálamunur á Atlantica og tímaritum ann-
arrra flugfélaga. Það er sama hvað flugfélagið
heitir, tímaritin eru svotil eins þó sum séu tví-
tyngd. Þau eru ögn sótthreinsuð og agnarögn
fágaðri en hégómapressa eins og Vikan, Líf eða
Heimsmynd. Orðin standa ekki í ábyrgð fyrir
nokkrum sköpuðum hlut og skrifin eru útí bláinn,
rétt eins og farþeginn sem fer útí bláinn til að
flýja sinn veruleika.
Íslenska sjónvarpsefnið í fluginu er eðlisskylt
flugtímaritum og ætlað erlendum ferðamönnum.
Flugleiðir hafa blessunarlega hætt að sýna hina
skelfilegu sjálfshólsmynd um íslenskt ágæti frá
því fyrir fáum árum, en sú ræma var beinlínis
berrassandi (þ.e. „embarrassing“). Hinar nýju
landkynningarmyndir í flugsjónvarpinu eru
smekklegri og koma upplýsingum til skila. Þær
vekja þó hugleiðingar um heimóttarlegt sam-
band okkar við ensku.
Öll íslensk nöfn sem koma fyrir í textanum eru
borin fram eins og samkvæmt tilskipun frá ein-
hverri amerískri málstöð. Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar er kennd við einhvern Líef Erikkson, fræg
gangtegund íslenska hestsins er nefnd tault en
ekki tölt o.s.frv. Nýr veruleiki verður til, skáld-
aður veruleiki, nafngiftirnar eins og fengnar úr
sögum eftir Borges. Og kannski er tilgangurinn
sá að miðla Íslandi sem skáldskap fremur en
veruleika.
Ástralska skáldkonan Alison Croggon sagði að
hverskyns skrif væru dans þar sem margþætt
vitund skrifarans tæki spor með áunnum sjálfs-
blekkingum hans og meðvituðum ranghugmynd-
um. Og dansinn væri mótsögn; meðvitaður, for-
vitinn dansari gæti ekki stigið sporið nema
tileinka sér notadrjúga blindu.
Augnatillit skáldsins Orfeifs breytir veru-
leikanum svo hann hverfur, hvað sem hver segir.
Gildir þetta jafnt um skáldskap og fjölmiðlun?
Þetta gildir alténd um efni flugfjölmiðla.
FJÖLMIÐLAR
Í ÁBYRGÐ FYRIR AUNGU
Flugleiðir hafa blessunarlega
hætt að sýna hina skelfilegu
sjálfshólsmynd um íslenskt
ágæti frá því fyrir fáum árum,
en sú ræma var beinlínis ber-
rassandi (þ.e. „embarrassing“).
Á R N I I B S E N
Ég hef haldið hér stíft við fjórar myndir
þessara tveggja herferða. Verðugt
verfefni í auglýsingagagnrýni er síðan
að kanna hvort hægt sé að rekja birt-
ingamyndir kynjanna í auglýsingunum
til goiðsagna eða arfmynda hugans.
Arfmynd Salómear (eða Ishtar) kemur
sterklega til greina, en hún er tálkvend-
ið sem þarf að nota líkama sinn til að
ná athygli karla, fá þá til að hlusta á
sig og gera eitthvað fyrir sig. Salóme
dansaði fyrir karlmennina við bumbu-
slátt og felldi slæðurnar sínar sjö þar til
hún stóð kviknakin. Aðeins eftior
Sjöslæðudansinn færðu karlmennirnir
henni það sem hún vildi. Vald hennar
var því ávallt skilyrt og háð vilja karls-
ins. Algengt er að konan í auglýsingum
þurfi einnig að dansa þennan dans. Á
þessu ári hef ég oftast borið kennsl á
konuna sem gæs eða flennu í auglýs-
ingum og tískublöðum. Karlinn hef ég
þekkt sem hetjuna eða glaumgosann,
sem ekki er gæfulegt fyrir unga sveina.
Gunnar Hersveinn
19. júní
Klisjurnar í Berlín
Þegar maður er búinn að ganga af
sér klisjurnar er Berlín skemmtileg
borg, full af afar ljótum byggingum þar
sem arkítektar kommúnisma og kapít-
alisma kepptust við að slá hverjir aðra
út í smekkleysum og ekki bætir úr skák
þegar póstmódernistar bætast í hóp-
inn. En það er góður bragur á fólkinu
hér og garðurinn er stór og góður. Hér
er meira að segja hægt að fara á söfn
sem maður fær strax í bakið við að
skoða. Og eflaust hægt að fara á fót-
bolta.
Guðmundur Andri Thorsson
Strik.is
www.strik.is
Kassovitz bregst
Nei, Kassovitz getur gert betur en
þetta. Maður fær ekki Jean Reno og
Vincent Cassel og frábæra fagmenn á
öllum sviðum en gleymir svo að klára
handritið eða misþyrmir einhverri
skáldsögu sem ég trúi ekki að hafi ver-
ið svona heimskuleg. Eins og maðurinn
sagði: Svona gera menn ekki.
Ármann Jakobsson
Múrinn
www.murinn.is
Rushdie og U2
Ef maður ætlar að halda því fram að
þetta sé raunveruleg hljómsveit, og
mjög góð hljómsveit, felst aðaláhættan
í því að segja: „Hérna eru textarnir!“
En málin hafa tekið óvænta stefnu – ég
sendi vini mínum Bono, úr U2, bókina
og spurði hann hvað honum fyndist
[svo]. Og viti menn, hann er búinn að
semja tvö lög. Hann sagði að annað
þeirra væri eitt af fallegustu lögum sem
þeir hefðu nokkurn tímann samið. Svo
nú virðist vera til lag sem heitir The
Ground Beneath Her Feet. Þetta er
skáldsaga með titillagi.
Salman Rushdie
tmm
Morgunblaðið/Þorkell
Handverkið lifir.
KYNJAMYNDIR
AUGLÝSINGA
I Rithöfundar hafa sett sig í ólíklegustu stellingarvið ritun verka sinna í gegnum tíðina og ýmislegt
hefur verið reynt til þess að vekja athygli á ritverkum
og boðskap þeirra. Bandaríska ljóðskáldið Allen
Ginsberg var kunnur fyrir að flytja ljóð sín nakinn.
Það var hluti af uppreisninni sem ljóð hans voru í
gegn ríkjandi menningu og valdastofnunum. Breski
höfundurinn Will Self fór óvenjulega leið er hann
skrifaði skáldsögu í listagalleríi í Sohohverfi í Lond-
on. Gestir og gangandi gátu fylgst náið með vinnu
rithöfundarins en vinnulag rithöfunda hefur ávallt
þótt hnýsilegt athugunarefni. Hvort þessar óvenju-
legu aðstæður hafi haft einhver áhrif á skrif höfund-
arins fylgdi ekki sögunni en sjálfsagt hefur hann vak-
ið talsverða athygli með uppátækinu. Margir
höfundar hafa nýtt sér fjölmiðla til þess að vekja á
sér athygli. Gagnrýnendur hafa gengið svo langt að
segja að sumir höfundar hafi verið skapaðir af fjöl-
miðlum. Gagnrýnandi Morgunblaðsins talaði um
að „rithöfundurinn Hallgrímur Helgason hafi orðið
til í fjölmiðlum.“ Netið býður upp á nýja möguleika í
þessum efnum. Netið er útbreiddasti og sennilega öfl-
ugasti fjölmiðill samtímans. Þar getur höfundur
skapað sitt eigið gallerí og verið endalaust í beinni
útsendingu – hömluleysið er algjört.
Þetta hefur breska skáldkonan Carol Muskoron
nýtt sér til hins ýtrasta. Hún situr nú nakin við að
rita skáldsögu í beinni útsendingu á Netinu. Eins og
fram kemur í viðtali við Muskoron í The Sunday
Times hefur markaðssetning vefsíðunnar (sem er
auðvitað á slóðinni www.nakednovelist.com) gengið
ákaflega vel. Muskoron hefur þegar sagt upp blaða-
mannsstarfi sínu og snúið sér alfarið að bókmennta-
skrifum en hún hafði áður birt eina smásögu.
II Annað tiltæki í breskum bókmenntaheimi hefurvakið heljarinnar athygli síðastliðnar vikur.
Skáldsagan Yeats is Dead var skrifuð af fimmtán
þekktum írskum rithöfundum, þeirra á meðal Roddy
Doyle sem skrifaði fyrsta kaflann og Frank McCourt
sem skrifaði þann síðasta. Samstarf höfundanna
var allháskalegt þar sem hver höfundurinn á fætur
öðrum gekkst upp í því að skrifa gegn fyrri höf-
undum, skrumskæla það sem hafði gerst í fyrri köfl-
um og helst ganga frá öllum persónum dauðum og
skapa nýjar. Þegar bókin var um það bil hálfnuð gaf
McCourt, sem hafði umsjón með verkinu, út til-
skipun um að höfundar mættu ekki „drepa“ fleiri
persónur í bókinni. Í lokakaflanum þykir hann svo
hafa hnýtt lausa enda eins og hægt var. En þrátt fyrir
óreiðukennda byggingu og óljóst umfjöllunarefni hef-
ur bókin selst fyrir sjötíu milljónir króna. Ágóðinn
rennur til Amnesty International sem hefur senni-
lega ýmislegt að athuga við framgang mála í sög-
unni þótt peningarnir séu vel þegnir.
III Á 17. júní var sýndur þátturinn „Það erukomnir gestir“ í Ríkissjónvarpinu þar sem Óm-
ar Valdimarsson tók á móti Megasi, Böðvari Guð-
mundssyni og Erni Bjarnasyni vísnasöngvurum.
Þátturinn var tekinn upp árið 1974 en aldrei send-
ur út vegna þess að Megas söng þar lag sitt „Vertu
mér samferða inní blómalandið amma“, eins og
greint var frá í fréttatíma Sjónvarpsins daginn eftir
útsendinguna, en textinn við lagið þótti fela í sér
guðlast. Útsending þáttarins nú 27 árum eftir upp-
töku hans vekur hnýsilegar spurningar um viðhorfs-
breytingu innan Ríkisútvarpsins og kannski í sam-
félaginu sjálfu.
NEÐANMÁLS