Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Side 7
Erró, 1990: „Tölvunum kennt“ (109x71).
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001 7
Aðsókn á sýningu Errós á Kjarvalsstöðum
var með eindæmum góð og má segja að
gjöfin hafi hleypt lífi í myndlistarumræðuna
í landinu sem margir töldu einkennast af
nokkurri ládeyðu. Fullkomið listaverkasafn,
frá svo eftirsóttum og þekktum listamanni á
alþjóðavísu, varð jafnframt mörgum list-
áhugamönnum tilefni til umræðna um ófull-
nægjandi tengsl íslensks myndlistarlífs við
erlenda strauma og vona um að slík tengsl
mættu styrkjast í kjölfar þessa viðburðar.
Errósafn á Korpúlfsstöðum?
Borgaryfirvöld stóðu nú frammi fyrir því
verkefni að finna safni Errós tilhlýðilegan
stað sem tryggði örugga varðveislu og veitti
almenningi aðgang að þeim. Borgaryfirvöld
létu ekki á sér standa með ákvörðun og til-
kynnti Davíð Oddsson, þegar hann veitti
gjöfinni viðtöku fyrir hönd borgarinnar, að
safn Errós yrði gert að kjarnanum í fyr-
irhugaðri listamiðstöð að Korpúlfsstöðum,
fyrrum stórbýli Thors Jensens sem borgin
hafði eignast árið 1942 og var í nokkurri
niðurníðslu. Var hugmyndin sú að auk þess
að vera Errósafn yrði listamiðstöðin vett-
vangur fyrir fjölbreytta menningarstarf-
semi, svo sem höggmyndalist, ritlist og tón-
list. Átti uppbygging listamiðstöðvarinnar
að verða langtímaverkefni og næsta stór-
verkefni borgarinnar í menningarmálum á
eftir Viðeyjarstofu og Borgarleikhúsinu.
Sérstök nefnd var skipuð til að meta og
undirbúa framkvæmdir en eftir úttekt á
ástandi hússins kom í ljós að afar kostn-
aðarsamt yrði að gera upp húsið. Áætlaður
kostnaður við endurbyggingu var talinn
mundu nema 1400 milljónum króna og var
áformum um endurbyggingu Korpúlfsstaða
því frestað, ekki síst í ljósi efnahagslegrar
lægðar í samfélaginu að sögn borgaryfir-
valda. Meðan á umræðunni um Korpúlfs-
staði stóð, létu ófáir í sér heyra og var ekki
aðeins rætt um kostnað heldur einnig stað-
setningu, auk þess sem margir minntu á
vægi þess að hlúa að listinni.
Stefnan tekin á Hafnarhús
Þegar R-listinn, undir forystu Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, náði kjöri í borgar-
stjórnarkosningum árið 1994 kom það í hans
hlut að skapa Listasafni Reykjavíkur að-
stöðu sem hýst gæti Errósafnið. Kom þá
fram sú hugmynd að leita samkomulags við
Reykjavíkurhöfn um að Listasafn Reykja-
víkur og Errósafn fengi aðstöðu í Hafn-
arhúsinu við Tryggvagötu. Eftir að komist
var að niðurstöðu um það verkefni var boð-
að til samkeppni um útfærslu listasafnsins á
tveimur hæðum í hluta Hafnarhússins. Til-
laga Studio Granda sem Margrét Harð-
ardóttir og Steve Christer arkitektar stóðu
að varð fyrir valinu og skömmu síðar hófust
framkvæmdir. Listasafn Reykjavíkur í
Hafnarhúsinu var síðan opnað í apríl á síð-
asta ári, eins og mörgum er eflaust í fersku
minni.
Sýningar á verkum Erró
Á opnunarsýningunni í Hafnarhúsinu um
helgina verða til sýnis í kringum 200 verk
úr Errósafninu og er leitast við að gefa yf-
irlit yfir feril listamannsins. Er þar aðeins
um brot af safninu að ræða en það hefur
vaxið jafnt og þétt frá árinu 1989 og telur
nú alls 3039 skráð listaverk. Hefur safnið
keypt 27 verk til viðbótar en sjálfur hefur
Erró bætt um 550 verkum í safnið og árið
1992 var safninu ánafnað 192 verkum frá
æsku- og námsárum listamannsins úr dán-
arbúi Guðmundu S. Kristinsdóttur móður-
systur Erró. Skjala- og gagnasafnið hefur
einnig stækkað óðfluga enda hefur Erró
verið ötull við að senda safninu aukið efni.
Frá árinu 1991 hefur verið unnið að því á
vegum safnsins að skrá þessi gögn og vinna
úr þeim fræðilega. Í framtíðinni verða
reglulega settar upp nýjar sýningar og seg-
ir Eiríkur Þorláksson forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur möguleikana á því að
sýna sífellt nýjar hliðar á listamanninum
Erró vera óþrjótandi. Frá árinu 1999 hefur
Errósýning á vegum Jeu de Paume-lista-
safnsins í París verið á ferð um Evrópu og
eru nokkur lykilverk á þeirri sýningu úr
safni Listasafns Reykjavíkur. Að sögn Ei-
ríks væri hægur leikur að setja upp aðra
jafnveglega yfirlitssýningu og opnuð er nú.
Þær sýningar sem settar verða upp í nán-
ustu framtíð verða margar hverjar unnar út
frá ákveðnum þemum, völdum t.d. eftir
tímabilum, vinnuaðferðum eða hugmynda-
fræði. Auk þess verður miðlað nýju og
gömlu fræði- og heimildarefni um lista-
manninn. Þannig verður sýningin um
helgina einungis upphafið að því aðgengi
sem gestir Listasafns Reykjavíkur munu
hafa að Errósafninu sem beðið hefur þess
að fá fastan samastað í rúman áratug.
Í fyrstu hugðist borgin byggja upp veglega listamiðstöð á Korpúlfsstöðum, þar sem Errósafnið yrði kjarninn.
heida@mbl.is
EIRÍKUR Þorláksson, forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur, segir formlega opnun
Errósafns í Hafn-
arhúsinu hafa
mikla þýðingu fyr-
ir listasafnið og
listalífið á Íslandi
almennt. „Í mínum
huga er starfsemi
viðamikils Erró-
safns í Reykjavík
ekki síst mikilvæg
vegna þess að um
er að ræða fyrsta
safn íslensks lista-
manns í eigu ís-
lenskra aðila sem
á sér sterkt al-
þjóðlegt sam-
hengi. Því fylgja
mikilvæg tengsl
við þær hræringar
sem eiga sér stað í listum á alþjóðavettvangi.
Það má nú kannski sjá dæmi um þessi tengsl
nú þegar, þar sem mörg af okkar verkum eru
nú í láni á alþjóðlegri sýningu sem er sett upp
á vegum Jeu de Paume-listasafnsins í París
og er núna í Helsinki, en á eftir að fara þaðan
til fleiri staða og enda í Barcelona. Verk úr
Errósafni Listasafns Reykavíkur eru meðal
lykilverka á þeirri sýningu.“
Eiríkur bendir jafnframt á að ætla megi að
í framtíðinni verði list Errós ómissandi hluti
af umfjöllun um þróun frásagnarmálverksins
og popplistarinnar í heiminum og þá má
vænta þess að leitað verði hingað til rann-
sókna á verkum Errós og heimilda um hann.
„Það kann að opna okkur ýmsar dyr varð-
andi samskipti við söfn í öðrum löndum, með
gagnkvæm samskipti í huga,“ bendir Eiríkur
á. „Fyrir Listasafn Reykjavíkur er þetta því
ómetanlegt, því það gerir hvort tveggja í
senn, að setja safnið í alþjóðlegt samhengi og
að styrkja þann grundvöll sem safnið hefur
nú þegar á grundvelli íslenskrar myndlistar.
Þessi styrkur safnins liggur ekki síst í sér-
söfnum Kjarvals og Ásmundar Sveinssonar.
Og nú bætist þetta alþjóðlega samhengi við
og á eflaust eftir að reynast okkur mikill
fengur í samstarfi við söfn og í tengslum við
listalíf bæði erlendis og hér heima.“ Eiríkur
segir að í því samhengi megi benda á að safn-
ið hafi nú þegar skipulagt sýningar á verkum
Erró vítt og breitt um landið. Haldnar hafi
verið sýningar á Ólafsvík, á Vopnafirði og á
Akureyri, auk þess sem listasafnið hafi staðið
fyrir sýningum í nágrannalöndunum, s.s. í
Nuuk á Grænlandi, í Færeyjum, í Skandinav-
íu og suður um alla Evrópu, ýmist með bein-
um eða óbeinum hætti. „Þetta er okkur
hvatning til að halda uppi fjölbreyttri starf-
semi á vegum safnsins áfram í framtíðinni og
reyna að gera alltaf betur,“ segir Eiríkur að
lokum.
„KANN
AÐ OPNA
OKKUR
ÝMSAR DYR“
Eiríkur
Þorláksson