Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.2001, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. JÚNÍ 2001 15
B
ÓKMENNTALÍFIÐ er svo
nátengt íslensku þjóðinni að
aldrei hefur komið til mála að
gefa íslenskum höfundum
frelsi til að láta eins og þeim
listir. Opinber íhlutun í fjár-
mál höfunda á síðustu tveim-
ur áratugum eða svo hefur
enn hert aðhaldið um að íslenskir rithöfund-
ar reynist til þess hæfir að veita kynslóð sinni
samfylgd í leit hennar að lífshamingju. Og fá-
ist til að gera það. Af þessu leiðir að íslenskar
bókmenntir eru samtíðarspegill líklega frem-
ur en bókmenntir flestra annarra þjóða sem
kunna á hinn bóginn að lúta akademískum
þörfum eða sérvisku rithöfunda sjálfra frem-
ur en öðru.
Að flytja
að heiman
Leit þjóðarinnar allrar að efnalegu sjálf-
stæði á 20. öldinni setur mjög svip á bók-
menntirnar á sama tímabili. Allt frá sam-
fylgd þeirra við flokkaskipun og
stéttabaráttu alþýðunnar á þriðja áratugn-
um og áfram, til höfnunar eftirstríðsárakyn-
slóðanna á hverskonar andlegri handleiðslu
og þar með á slíkri leiðsögn skáldanna. Síð-
ustu áratugi aldarinnar einkenndi bók-
menntirnar eftirgjöf við þessa kröfu um af-
skiptaleysi, þar með formhyggja og
ígrundunarlitlar stílfærslur eins og Sigurðar
Pálssonar.
Megas er persónugervingur þessara um-
breytinga í bókmenntalífi þjóðarinnar, frá
því að höfundarnir kváðust á við frömuði
verkalýðsbaráttunnar til þess er þjóðin sner-
ist gegn menningarvitunum í viðleitni sinni
að koma sér upp borgaralegum lifnaðarhátt-
um þótt væru á kostnað fyrri tíða hugsjóna-
mennsku til vinstri eða hægri. Kynslóð sem
ekki vill rithöfunda eignast einnig sína mál-
flutningsmenn á þeim vettvangi; höfunda
með neikvæðu formerki, spegla fyrir grót-
eskt sálarlíf. Á þessu sviði hefur Megasi tek-
ist að þrífast og þróa list sem kemst næst því
sem erlendis hefur verið kallað „dekadens“ í
listum og einkennt hefur umskiptaskeið með
öðru, t.d. breskra og franskra bókmennta
áratugina fyrir aldamótin 1900. List Megas-
ar er þó svo rammíslensk sem nokkur list
getur verið. Eins og íslensk skaphöfn frá
fornu fari felur hún í sér höfnun á efnisþátt-
um sínum, list hans haltrar um ljóð, sögu,
hljóðfæraleik og söng án þess almennilega að
koma fyrir sig fæti nokkurs staðar en nær þó
úr bágindunum útkomu á borð við Guðmund-
ar dúllara, Ingimundar fiðlu, Æra-Tobba og
annarra rammíslenskra listamanna á hið
ósegjanlega í þjóðarsálinni. Við sem vorum
samtíma Megasi í menntaskóla kennum í list
hans geðveikislegrar heimtufrekju kennar-
anna í MR afturgenginnar; um að nemendum
skólans bæri að tileinka sér steindautt mál-
far þeirra og kennslubókanna. Andi meistara
Megasar blæs lífi í þessar klisjur íslenskrar
bændamenningar sem fyrir löngu er komin
af fótum fram. Og jafnvel setningagerð 19.
aldar rómantíkur Ingvars þýskukennara!
Erlendir róttæklingar kröfðust raunsæis
af höfundum og kölluðu módernísk stílbrögð
í skáldskap borgaralega úrkynjun. Umræð-
an hérlendis náði ekki slíku hugmyndalegu
flugi en varð fremur að deilu um kæki
bændamenningar sem stýrt hafði bókmennt-
unum og neitaði að sleppa þótt sjálf væri hún
á góðri leið með að hefja nýtt líf á suðvest-
urhorni landsins. Tímabilið frá því um miðja
öldina og fram á áttunda áratuginn, tímabil
módernismans, er vissulega við hæfi að
kenna við dekadens þótt ekki sé á þeim for-
sendum sem róttæklingarnir gáfu sér þegar
þeir hugðust frelsa heiminn frá hremming-
um sjálfselskunnar. Á þessu tímabili var
samband skáldskapar og lesenda neikvætt
fyrir réttlætingu sem skáldskapurinn sjálfur
fól í sér. Á þessum þriðja fjórðungi aldarinn-
ar óx upp kynslóð óbókhneigðs fólks í land-
inu. Fólks sem var í óvissu um félagslegt
hlutverk sitt, þótti klisjur fortíðarinnar um
menningarmál óviðfelldnar í ljósi breyttra
tíma en hafði fátt til málanna að leggja. Höf-
unda sína gerði hún að píslarvottum málstað-
ar sem engan hljómgrunn fann meðal hennar
eða annarsstaðar.
Íslenski módernisminn var einskonar
blindauga slíks vitnis um áraun sem aldrei
varð. Hugmyndapælingar í bókmenntum á
þriðja aldarfjórðungnum náðu ekki lengra en
vitna um geðveikislegt ósamræmi í sálarlífi
höfundanna milli rökvits þeirra og tilfinn-
inga. Flestir þeirra dóu í andanum áður en
þeir vöknuðu til vits síns sem rithöfundar,
hurfu af sjónarsviðinu og inn á hinn breiða
vettvang atvinnusögunnar. Megas dó líklega
líka, en gekk þá aftur í krafti þeirrar kyngi
sem síðan hefur gert hann að einum helsta
listamanni þjóðarinnar á öldinni.
Myrkrið sem eftir varð
Nú þegar hið borgaralega þjóðfélag hefur
sniðið sér eigin stakk og hverjum manni er
áskilinn réttur til að vera hann sjálfur, óháð
öðru en landslögum, er auðvelt að skilja að
ljóð þeirra módernista, Jóns Óskars og Sig-
fúsar Daðasonar og allra hinna uppreisnar-
skáldanna vitna um þróun til borgaralegra
lifnaðarhátta sem setja sjálfið í öndvegi. Þótt
íslensku módernistarnir stæðu með þeim
pólitískt róttæku var það sviplíking fremur
en annað. Raunsæishefðin var svo sterk að
viðurkenning módernistanna gat ekki farið
fram með öðrum hætti en í tómarúmi.
Þörfin fyrir miðlun fróðleiks og upplýsinga
með bókmenntum, þessi réttlæting þeirra,
hefur farið minnkandi með aukinni fyrirferð
skólanáms og fjölmiðla. Að sama skapi hefur
svigrúm aukist fyrir sjálfsleit. Vísindarit,
sem miðla þekkingu ópersónulega, úthýstu
mælskulist úr orðræðum um menningarmál
og mælska varð um tíma listgrein án heim-
ilisfangs en fékk svo inni í ljóðagerð sam-
tímaskáldanna. Þannig hefur sjálfsleit og
mælska orðið að höfuðeinkennum nútíma-
ljóða án þess að geta fyllilega sammælst um
það með vitrænum hætti. Öllu fremur að
þessar mótstæður skipi ljóðagerðinni hárs-
breidd frá orðafari geðklofasjúklinga. Nú-
tímaskáldin lágu því vel við höggi raunsæis-
sinna sem fjölluðu um hnignun í því
sambandi og jafnvel úrkynjun.
Orðið hnignun um bókmenntir sem annað
vísar til þess að einhverju fari aftur. Sé ekki
gætt fullrar umhirðu um fyrirmynd við sköp-
un ritverks vitnar það um afturför með hlið-
sjón af þessari fyrirmynd. En skáldverk hæf-
ir einnig að meta á eigin forsendum. Í því
sambandi kann að vera við hæfi að ræða um
framfarir. Bókmenntaverk getur því í senn
reynst gott og slæmt eftir því hvernig á það
er litið – eins og önnur mannanna verk.
Reynist skáldverk í uppreisn gegn fyrir-
mynd sinni og jafnframt bera sjálfstætt svip-
mót kann að vera ástæða til að tala um hnign-
un í því sambandi sé gerð skáldverksins og
framsetning efnis þess með ákveðnum hætti.
Megas er helstur fulltrúi íslenskra rithöf-
unda fyrir slíka listsköpun. Fyrirrennarar
skáldsins kváðust á við verkalýðsforingja
með skeleggum hætti og enginn lét sér detta
annað í hug en vænta mannlegra viðbraga
við skáldskapnum. Megas glímir á hinn bóg-
inn við ofurefli sem birtist honum í síbreyti-
legri mynd, og þá alltaf með því sniði að ekki
verður kveðið niður með ljóðlínum hans, rök-
viti eða tilfinningum heldur sprengja þessir
kraftar af sér mannlegar þarfir hans sem
samtímamanna hans og endursenda í fang
skáldsins eins og forynja úr öðrum heimi.
En einmitt með einstæði þess vanmáttuga
sem hvorki á sér form né festu reynist Megas
málsvari umkomuleysingjans, hinn gildi af-
hjúpandi afstyrmisháttar í garð lítilmagna í
hvaða mynd sem er. Jafnt meðal kennaraliðs
MR frammi fyrir hinum bljúga nemanda sem
umskiptinganna í hlandportum borgarinnar.
Að finna púkum ný heimkynni
Kynslóð fraus inni með hugsjónir úr þjóð-
arfortíðinni sem hafði verið bannað í uppeld-
inu að sýna af sér aðrar kenndir en jákvæðar
hversu lognar sem þær væru. Afleiðingin
varð sambandsleysi milli almennings af þess-
ari kynslóð og þeirra listamanna sem reynd-
ust búa yfir mestri sköpunargáfu. Vandinn
var ærinn og flestum óbærilegur til lengdar.
Megas hefur hlýtt rökum listsköpunar sinn-
ar til þrautar, búið til samtalsform milli kyn-
slóðar sinnar og sjálfs sín með verkum sínum
innan þeirra marka sem þjóðin setur lista-
mönnum, að þeir vaki yfir andlegri velferð
hennar.
Vandinn er að skilja að sjálfslygar margra
manna á löngu tímabili geti orðið að púkum
sem mikinn listamann þarf til að fjötra á öðr-
um stað, við annað ástand, en í sálarlífi þessa
fólks og afkomenda þess. Fáist ekki maður til
verksins endar það með allsherjardeyfð eða,
sem skárra er, allt fer til helvítis illvirkja, of-
beldis, allsherjarófriðar.
Það er því enn full ástæða til að veita Meg-
asi athygli, manni sem afhjúpar hræsni sam-
tíðar sinnar með sérstæðri list sinni.
MEGAS
E F T I R Þ O R S T E I N A N T O N S S O N
„Vandinn er að skilja að
sjálfslygar margra
manna á löngu tímabili
geti orðið að púkum sem
mikinn listamann þarf til
að fjötra á öðrum stað,
við annað ástand, en í
sálarlífi þessa fólks og
afkomenda þess. Fáist
ekki maður til verksins
endar það með allsherj-
ardeyfð eða, sem skárra
er, allt fer til helvítis ill-
virkja, ofbeldis, allsherj-
arófriðar.“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Megas
Höfundur er rithöfundur.
MYNDLIST
Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá
býli til borgar. Til 31.8.
Árnastofnun, Árnagarði: Handrita-
sýning opin 11-16 mánudaga-laugar-
daga. Til 25.8.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug
vígaferli og götulíf víkinganna í York.
Til 1. okt.
Fella- og Hólakirkja: Samræmd
heildarmynd. Til 8.7.
Galleri@hlemmur.is: Unnar Örn
Auðarson. Til 15.7.
Gallerí Reykjavík: Olga Pálsdóttir.
Til 30.6.
Gallerí Sævars Karls: Victor Guð-
mundur Cilia. Til 12.7. Bragi Ásgeirs-
son. Til 26.6.
Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn-
skólanema. Til 17.8.
Hafnarborg: Werner Möll og Andr-
eas Green. Til 2.7.
Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars-
son. Til 31.8.
Handverk og hönnun, Aðalstræti 12:
Djásn og dýrðleg sjöl. Til 8.7.
Hulduhólar, Mosfellsbæ: Steinunn
Marteinsdóttir. Til 24.6.
Íslensk grafík: Stella Sigurgeirsdótt-
ir. Til 15.7.
Listasafn Akureyrar: Akureyri í
myndlist. Til 29.7.
Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til
12.8.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14-17.
Höggmyndagarðurinn er alltaf opinn.
Listasafn Íslands: Andspænis nátt-
úrunni. Til 2.9.
Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar-
safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús:
Errósafnið. Til 6.1.
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals-
staðir: Flogið yfir Heklu. Miðrými:
Gretar Reynisson. Til 19.8.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð
og nýsköpun. Til 30.9.
Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi:
Philippe Ricart. Til 1.7.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg:
Margrét Magnúsdóttir. Til 23.6.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar-
húsi: Franski ljósmyndarinn Henri
Cartier-Bresson. Til 29.7.
Man Skólavörðustíg 14: Torfi Jóns-
son.Til 11.7.
Mokkakaffi: Karen Kerstein. Til 14.7.
Norræna húsið: Norrænir hlutir. Til
6.8.
Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna-
myndir Ásgríms. Til 1.9.
Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8,
Hafnarf.: Ásgeir Guðbjartsson. Til
22.7.
Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og
Þorgerður Sigurðardóttir staðarlista-
menn.Til 31. des.
Slunkaríki, Ísafirði: Hjörtur Mar-
teinsson.Til 1.7.
Stöðlakot: Kristín Schmidhauser
Jónsdóttir. Til 24.6.
Þjóðmenningarhúsið:Landafundir og
ragnarök. Upplýsingamiðstöð mynd-
listar: www.umm.is, undir Fréttir.
TÓNLIST
Sunnudagur
Ýmir, Skógarhlíð: Íslensk kammer-
tónlist á Jónsmessu. Flytjendur eru
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó,
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Sig-
rún Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurður
Ingvi Snorrason, klarinetta. Kl. 16.
Þriðjudagur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Signý Sæmundsdóttir sópran og Þóra
Fríða Sæmundsdóttir píanó. Kl.
20:30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af
grjóti, mið. 27. júní. Syngjandi í rign-
ingunni, lau. 23., sun. 24., fim. 28., fös.
29. júní.
Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkun-
um, lau. 23., fim. 28., fös. 29. júní.
Iðnó: Rúm fyrir einn, fim. 28. júni.
Feðgar á ferð, sun. 24. júní.
Upplýsingar um listviðburði sem ósk-
að er eftir að birtar verði í þessum
dálki verða að hafa borist bréflega
eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið-
vikudögum merktar: Morgunblaðið,
menning/listir, Kringlunni 1, 103
Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang:
menning@mbl.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U