Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. JÚLÍ 2001 9 tein stöðu sem einleikari í ar í Düsseldorf og frá 1928- agnrýni. Síðar gerðist hann sem hann lék einnig með á gjakvartett. ns voru bæði gyðingaættar 933 voru þeim allar bjargir arla nokkurt starf sem tón- gar hann hlaut stöðu selló- Ernst Druckers sem var ett var hins vegar eingöngu aðeins leika fyrir aðra gyð- m innan gyðingahverfanna. hrukku hvergi nærri til að um og sonum þeirra tveim- arborða seldi Edelstein því ur milli þess sem hann vann og fjölskyldu sinni í annað ð í huga Edelsteins. Upp- að fara til Bandaríkjanna, ði komist 1936. Þangað var án tilskilinna leyfa; mágur Mexíkó og þess vegna var s hleypt inn í landið. Edel- áritun og reyndi hann því Ameríku. Starfið sem hann tt öðrum og því var ekki um rsta sem bauðst. Hann vissi mt, enda biðu váleg örlög m ekki tókst að forða sér Ida, móðir Edelsteins, var ta (sennilega Auschwitz) og Edelstein biðu sömu örlög. kammdegið stopul hér á landi fram til r að. Fr. Fleischmann hafði ellóleik fyrsta starfsár Tón- u hvarf hann aftur til meg- ans var ekki ráðinn selló- n skólaárið 1936-37 þegar tarfi um eins árs skeið. Það úðvík Guðmundsson, þáver- ólans í Reykjavík, var á erindum að kaupa aðföng ða kennara um leið. Ragnar nn af forvígismönnum Tón- Lúðvík að svipast um eftir efnilegum sellista sem væri reiðubúinn að koma til Ís- lands og taka að sér kennslu í sellóleik og kammertónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík. Haustið 1937 var Edel- stein einnig í Hamborg og hafði af því spurnir að á hóteli í bænum væri Íslendingur á höttunum eftir góðum sel- lista. Hann greip því hljóðfæri sitt ásamt eintaki af dokt- orsritgerðinni og arkaði sem leið lá upp á hótelherbergi Lúðvíks. Þegar þangað var komið horfir Lúðvík á hann fránum augum, mælir hann út frá hvirfli til ilja og segir loks við hann án þess að hafa heyrt hann spila einn ein- asta tón – hvað þá lesið doktorsritgerð hans: „In Or- dnung! Abgemacht!“ Þannig voru örlög Heinz Edel- steins ráðin. Þegar Edelstein kom til Reykjavíkur í desember 1937 hefur honum að öllum líkindum þótt hann vera kominn á ystu mörk veraldarinnar. Að koma úr hásölum þýskrar menningar í fábreytilegt lífið í litlum höfuðstaðnum – og það í svartasta skammdeginu – reyndist honum ekki auðvelt. Enda stóð aldrei til að ílendast hér, því Edel- stein var aðeins ráðinn til skamms tíma við Tónlistar- skólann og að því loknu vonaðist hann til þess að sér tækist að halda áfram ferð sinni vestur á bóginn, eða þá að snúa aftur til Þýskalands tæki ástandið þar að batna. Eftir vetrardvölina hér á landi ákvað Edelstein að halda aftur heim á leið og heimsækja konu sína og syni í Þýskalandi sumarið 1938. Með þessu tók hann gífurlega áhættu því gyðingar áttu í sífellt meiri vandræðum með að fá leyfi til að yfirgefa Þýskaland. Um haustið tókst honum þó að komast aftur til Ís- lands og var þá ekki enn afráðið að Charlotte og börnin myndu fylgja í kjölfarið. En þegar hann var kominn aft- ur til Íslands um haustið bárust fregnir af hernámi nas- ista í Súdetalandi og þá sýndist Edelstein ljóst hvert stefndi. Hann sendi Charlotte skeyti og bað hana að koma sér og börnunum í skip hið snarasta. Ragnar í Smára má tvímælalaust kalla lífgjafa Edel- stein-fjölskyldunnar. Eftir komuna hingað til lands var hann fjölskyldunni innan handar með öll framkvæmda- leg atriði og átti aðstoð hans vafalaust ríkan þátt í að Edelstein fór smám saman að taka ástfóstri við land og þjóð. Fyrsta árið sem fjölskyldan dvaldist í Reykjavík bjó hún í íbúð sem Ragnar átti á Bergstaðastræti 48. Þar voru engin húsgögn og fjárráð fjölskyldunnar voru afar tæp en Ragnar kom þangað með nokkra smjörlíkiskassa og úr þeim bjó fjölskyldan sér til borð og fleiri húsgögn eftir þörfum. Þetta var sem betur fer bráðabirgðalausn því á einhvern undraverðan hátt tókst systur Charlotte að koma eigum þeirra í gám í Þýskalandi og senda til Reykjavíkur. Á tónleikapallinum Íslendingar fengu fljótlega að kynnast spilamennsku Edelsteins. Í febrúar og mars hélt Ernst Drucker (fyrr- um kvartettfélagi Edelsteins) fjölda tónleika í Reykjavík ásamt þeim Edelstein og Árna Kristjánssyni píanóleik- ara. Þar fluttu þeir m.a. píanótríó eftir Mozart, Beethov- en, Schubert og Tchaikovsky. Í apríl lék Edelstein svo gömbusónötu eftir Bach með Páli Ísólfssyni á tónleikum Tónlistarfélagsins í Dómkirkjunni og upp frá því var hann ein af meginstoðunum í tónlistarlífi bæjarins. Árið 1938 gekk hann til liðs við Tríó Tónlistarskólans sem var skipað kennurum við skólann. Það hafði starfað í nokkur ár og lék bæði í Ríkisútvarpinu og á tónleikum Tónlistar- félagsins. Upphaflega var tríóið skipað þeim Karl Heller fiðluleikara, Fleischmann sellóleikara og Franz Mixa á píanó, en með Edelstein í tríóinu voru Hans Stephanek (Björn Ólafsson tók við stöðu hans nokkrum árum síðar) og Árni Kristjánsson. Hann starfaði með tríóinu í tíu ár og var á sama tíma einnig sellóleikari í strengjakvartett Ríkisútvarpsins. Er ekki ofsögum sagt að Edelstein hafi lagt fram drjúgan skerf til kynningar á kammertónlist hinna sígildu meistara fyrir Íslendingum vítt og breitt um landið. Edelstein átti einnig stóran þátt í mörgum helstu hljómsveitartónleikum í höfuðstaðnum þau tæpu 20 ár sem hann dvaldist hér. Í fámennri strengjasveit, sem oft var að töluverðu leyti skipuð nemendum og áhugamönnum, mæddi eðli- lega enn meira en ella á þeim sem best kunnu til verka. Edelstein var því ómissandi þátttakandi í öllum helstu tónlistarviðburðum þessara ára, t.d. með hljómsveit Tónlistarfélagsins sem m.a. flutti óratóríuna Júdas Maccabeus eftir Händel 1947 undir stjórn Victors Ur- bancic. Þá leiddi Edelstein sellóleikinn á fyrstu tónleik- um hinnar svonefndu Symfóníuhljómsveitar Reykjavík- ur 1948 (einnig undir stjórn Urbancic), sem og á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars 1950, þá undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Þrátt fyrir að Ísland hafi tæpast verið draumalandið í huga Edelsteins fyrir komuna hingað til lands tók hann engu að síður fljótt ástfóstri við landið og óspillta náttúr- una. Hann fór í löng ferðalög um óbyggðir landsins og kannaði flestar byggðir þess. Páll Ísólfsson sagði síðar að frásagnir Edelsteins af útilegum sínum hefðu verið „eins og að hlusta á ævintýri, og tignarlegt bros færðist upp ásjónu hans er hann lýsti sumarnóttinni íslensku eða litagliti fjallanna og fjörlegum bláma þeirra“. Edelstein náði snemma góðum tökum á íslensku máli og öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt 1948. Hann hafði fullan hug á að dveljast hér ævilangt, þótt örlögin ættu síðar eftir að grípa í taumana. Nýr skóli Edelstein hafði á sínum yngri árum orðið fyrir áhrif- um frá þýsku tónlistar-uppeldishreyfingunni, sem nas- istahreyfingin yfirtók síðar og innlimaði í Hitlers-æsk- una. Þegar Edelstein kom hingað til lands tók hann strax að kynna fyrir landsmönnum þær skoðanir sínar að tónlistarkennsla ætti ekki að vera njörvuð niður í hið hefðbundna „konservatorium“-form, heldur byggð upp á alþýðlegum grunni þar sem börn byrjuðu yngri í tón- listarnámi og meiri áhersla væri lögð á samspil og leik- gleði en áður hafði tíðkast. Tónlistarfélagið kynnti hinn nýja starfskraft sinn með stuttu æviágripi í tímariti félagsins. Í sama hefti var einnig að finna grein Edel- steins um tónlistaruppeldi í íslenskri þýðingu. Í henni segir m.a.: „Tónlistin er frumkraftur, – í raun og veru hvers manns –, en getur aðeins þroskast gegnum eigið starf eða iðkun. Markmið þessarar iðkunar er ekki það, að stæla leikni snillinganna, heldur með henni að finna og efla ánægjuna af að tileinka sér lifandi tónlist: Orðið „Dilettant“, sem hefir fengið niðrandi merkingu (fúsk- ari), er nú aftur að ná sinni fyrri virðingu. Dilettant er sá, er ber virðingu fyrir og ást til þess, er hann með starfi sínu reynir að gera að veruleika og efla þannig þroska sinn og þekkingu. Slíkir leitendur ná sérstaklega æfingu í að hlusta á réttan hátt. Hjá þeim finna tónlistarmennirnir hljóm- grunn eftirtektar og skilnings, geta sameinast með þeim í þeirri ást til tónlistarinnar, sem einmitt byggist á þessu og gerir hið fullkomnara nálægara.“ Edelstein stofnaði barnadeild í Tónlistarskólanum þar sem hann kenndi m.a. yngstu nemendum skólans blokkflautuleik. Deildin starfaði í nokkur ár en aðsóknin varð of mikil til að hægt væri að halda starfinu áfram innan veggja stofnunarinnar. Honum fannst því skyn- samlegt að stofna nýjan skóla og tóku forráðamenn Tón- listarfélagsins vel í hugmyndina. Aðalstuðningsmaður Edelsteins þá sem oft áður var Ragnar í Smára sem styrkti hann til að ferðast um Þýskaland og Sviss um nokkurra mánaða skeið í því augnamiði að kynna sér það sem efst væri á baugi í tón- listaruppeldi í þeim löndum. Auk Ragnars átti Edelstein trausta bakhjarla í þeim Helga Elíassyni, þáverandi fræðslumálastjóra, og Jónasi B. Jónssyni, fræðslustjóra í Reykjavík, og árið 1952 var Barnamúsíkskólinn stofnaður með um 100 nemendur. Þótt skólastarfið sé nú viðamikið byrjaði starfsemin smátt. Fyrsta árið störfuðu eingöngu tveir kennarar við skólann, Edelstein og Róbert Abraham Ottósson; síðar bættist Ingibjörg Blöndal í hópinn og enn fleiri upp frá því. Skólaráð starfaði við skólann frá upphafi, og áttu þar sæti Ragnar í Smára, Páll Ísólfsson, Róbert Abraham og Ingólfur Guðbrandsson. Í byrjun var aðallega kennt í hóptímum, í samræmi við þær kennsluaðferðir sem Edel- stein hafði kynnst á meginlandinu, og kenndi Róbert Abraham t.d. 3–4 nemendum á píanó í einu. Þannig gat hver nemandi fylgst með tilsögn og framförum hinna. Auk þess kynnti Edelstein nýjar kennsluaðferðir í tónfræði og kynnti ný hljóðfæri fyrir byrjendur í hljóðfæranámi. Með- al nýjunganna var „Tónika-Do“-kerfið við tónheyrnar- kennslu og Dalcroze-aðferðin (kennd við svissneska tón- listarkennarann Émile Jacques-Dalcroze) sem miðar að því að samhæfa líkamlega hreyfingu og hrynræna skynj- un nemandans. Auk þess var nemendum gefinn kostur á að hefja tónlistariðkun með því að læra á blokkflautu eða gígju og leggja þannig grunninn að síðara námi með því að ná fyrst valdi á tiltölulega einföldum hljóðfærum. Ekki reyndist auðvelt að útvega hinum nýja tónlistar- skóla þak yfir starfsemi sína fyrst um sinn. Upphaflega stóð til að skólinn yrði til húsa í Melaskólanum en að lok- um fór svo að hann fékk inni í Valsheimilinu við Hlíð- arenda og starfaði þar fyrst um sinn. Síðar fluttist hann í JL-húsið við Hringbraut og átti síðar athvarf bæði á háa- loftinu í Austurbæjarskólanum og í Iðnskólanum á Skóla- vörðuholti. Á 25 ára afmæli skólans 1977 flutti hann í Franska spítalann við Lindargötu, þar sem hann hefur verið til húsa æ síðan. Við sama tækifæri var skipt um nafn á skólanum sem heitir nú Tónmenntaskóli Reykja- víkur og hefur starfað undir stjórn Stefáns Edelsteins í tæp 40 ár. Í ávarpi Edelsteins við skólaslit 1955 komst hann m.a. svo að orði: „Sá, sem ekki getur á neinn hátt tjáð sig með músík fær ekki notið sín til fulls. Músíkuppeldi þarf að vera snar þáttur almenns uppeldis, og e.t.v. er enginn þáttur betur fallinn til að stuðla að lausn þeirra uppeldislegu vandamála sem steðja að okkur nú á dögum. Öll tónlist byggist á samstarfi tveggja frumafla: hreyfingar og forms – eða frelsis og aga. Hver sá sem iðk- ar tónlist með öðrum verður þessa tvenns aðnjótandi: hann nýtur frelsisins með því að tjá sig í söng eða leik, en er um leið bundinn af lögmáli þeirrar heildar sem hann heyrir til. Ég get ekki hugsað mér betri undirbúning und- ir þátttöku í lífi í frjálsu landi.“ Aftur til Þýskalands Edelstein veitti hinni nýju uppeldisstofnun sinni aðeins forstöðu í fjögur ár. Hann kenndi sér lasleika fyrir hjarta 1956 og ráðlögðu læknar honum að setjast að í mildara loftslagi. Hann hélt því aftur til Þýskalands og tók að kenna sellóleik og tónmennt við Odenwaldschule nálægt Frankfurt. Þar var skólastjóri Kurt Zier, sem hafði áður verið kennari og síðar skólastjóri Handíðaskólans í Reykjavík og var áhrifavaldur í lífi margra íslenskra myndlistarmanna sem stunduðu nám undir leiðsögn hans. Það tók Edelstein þungt að þurfa að hverfa frá Íslandi og þeim góðu vinum sem hann hafði eignast hér. Í bréfi til Páls Ísólfssonar ári fyrir lát sitt sagði hann m.a.: „Maður bindur ekki léttum huga endi á tuttugu ára æviskeið. Því síður, þegar maður er bundinn tryggðarkennd gagnvart landi, sem veitti manni skjól, þegar lífið lá við, og gaf manni starfsmöguleika, sem kölluðu í manni fram hina beztu krafta. En enginn má sköpum renna.“ Edelstein kom síðast í heimsókn til Íslands 1957 en hélt því næst aftur til Þýskalands og hóf störf að nýju við Odenwaldschule. Síðustu æviárin lét hann sig þó dreyma um að söðla alveg um og hugleiddi m.a. að flytjasttil Ísr- aels. Af því varð þó ekki, þar sem Heinz Edelstein lést í Þýskalandi af völdum kransæðastíflu 5. október 1959. Charlotte lifði mann sinn og lést í hárri elli árið 1997. Starf Edelsteins hér á landi var kannski að mörgu leyti ósýnilegra en starf þeirra Urbancic og Róberts Abra- hams. Kór- og hljómsveitarstörf hinna síðarnefndu voru iðulega í sviðsljósinu, auk þess sem tónsmíðar Urbancic héldu nafni hans að nokkru leyti á lofti meðan hann sjálfur lifði og Róbert ávann sér mikla virðingu sem fræðimaður, jafnt innanlands sem utan. Edelstein fékkst aftur á móti fyrst og fremst við hið hljóðláta – og oft vanmetna – starf kennslu og uppeldis. Starf hans sem sellóleikara er auð- veldara að meta þar sem margar hljóðritanir af leik hans hafa varðveist, og eru þær ómetanleg heimild um þátt hans í tónlistarflutningi hér á landi. Um störf hans sem kennara og frumkvöðuls í tónlistar- uppeldi ungra Íslendinga er hins vegar tæpast hægt að hugsa sér betri minnisvarða en þann sem hann reisti sjálf- um sér með stofnun Barnamúsíkskólans og þær mörgu þúsundir tónlistarmanna og -unnenda sem hafa gengið sín fyrstu spor í tónlistarnámi innan veggja þeirrar stofn- unar. Heimildir: Heinz Edelstein: „Tónlistaruppeldi“, Tímarit Tónlistarfélagsins, 2. hefti 1938, 18-22. Heinz Edelstein: bréf til Páls Ísólfssonar, Oberwaldschule 22. júlí 1958 (úr safni Þuríðar Pálsdóttur) Ingólfur Guðbrandsson: „Uppeldi og tónlist“, Morgunblaðið, 24. nóv- ember 1955. „Tónlistarnámið á að vera nemandanum eðlileg tjáning“, viðtal við Heinz Edelstein, Morgunblaðið, 17. maí 1953. Páll Ísólfsson: „Heinz Edelstein in memoriam“, Morgunblaðið, 8. nóv- ember 1959. Viðtal við Stefán Edelstein, 15. júní 2001. Dr. Charlotte Edelstein Dr. Heinz Edelstein Höfundur stundar doktorsnám í tónvísindum við Harvardháskóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.