Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 3 T ÍSKUORÐ samtímans tengjast sjálfstæði, sjálfræði og frelsi. Reyndar heyrist á stundum sagt að þetta megi rekja til hippaáranna, rétt eins og um- ræðuna um umhverfismál. Út koma bækur sem fjalla um það að fólk eigi að bera mikla virð- ingu fyrir sjálfu sér, elska sig sjálft o.s.frv. Er ekki sjálfselska ein af erfðasynd- unum sjö? Þetta tengist svo hugsuninni um einstaklingshyggju og það að einbeita sér fyrst og fremst að því að ná því fram sem manni hentar sjálfum. Þannig verða til söluhringir og netfyr- irtæki sem beita slíkum rökum mjög sterk- lega. Neytendatryggð verður hallærisleg. Tryggð vinnuveitenda við starfsmenn hef- ur minna vægi og sama gildir um tryggð starfsmanna við fyrirtækin. Hlutabréfin ganga kaupum og sölum sem í sjálfu sér er ágætt en ekki endilega neitt sérstaklega hagkvæmt efnahagslega. Þessi einstaklingshyggja getur gengið út í öfgar. Það er vitaskuld mjög til bóta að fólk beri virðingu fyrir sjálfu sér. Það þarf líka að bera virðingu fyrir öðrum. Sjálfs- elskan er ekki sjálfsvirðing og má ekki fara inn á þá braut að fólk eða hlutir verði eins og skítur undir skóm hvert annars. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að sá sem hefur mikla og raunverulega sjálfsvirðingu beri einnig virðingu fyrir öðru og öðrum. Líklega var það skynsamlegt – sam- félagslega – að skilgreina sjálfselsku sem erfðasynd. En það eru fleiri hliðar málsins. Nýverið sat ég undir auglýsingu í kvik- myndahúsi og fylltist hryllingi uns ég sá hver tilgangur hennar var. Á skjánum birt- ust andlit nokkurra ungra manna sem tjáðu sig um bílbeltanotkun, hrað- og ölv- unarakstur. Einum fannst það sitt mál að spenna á sig beltið. Ekki einhverra kerlinga úti í bæ. Öðrum að það væri sitt mál hvort hann æki ölvaður og þeim þriðja fannst ekki annarra að hafa áhyggjur af því hvort hann færi hratt yfir. Síðan komu skilaboð frá trygg- ingarfélagi um að menn ættu ekki að drepa sig á töffaraskap. Auglýsingin var góð fyrir þá sem horfðu á frá upphafi til enda. Hins vegar fannst mér algjörlega vanta hliðarlínur málsins. Töffarinn sem ekki spennir á sig beltið og lendir í slysi er ekki einn. Hann á ættmenni sem þjást með honum og ef slysið er alvarlegt þá þýðir það mikið álag á hans nánustu vegna umönnunar. Hann veldur tjóni á sínum bíl sem veldur því að minni töffarar þurfa að greiða hærri iðgjöld í tryggingum, skemmdum á um- ferðarmannvirkjum sem greiðast af skött- um o.s.frv. Sjúkrahúskostnaður með öllu hinu fer líklega langt fram úr því sem budda tvítugs manns ræður við. Ef ekki kæmi til samfélagshugsun velferðarkerf- isins yrði ungi maðurinn skuldum vafinn og hugsanlega lítt vinnufær til að vinna þær af sér. Síðan er líklegt að hann lendi á öðrum bíl, manneskju eða að í bílnum séu farþeg- ar. Og hver er þá ábyrgð hans gagnvart þeim, sjúkrakostnaði þeirra og sársauka aðstandenda annarra sem slasast? Sama má segja um hraðakstursgæjann og þann sem finnst það ekki vera annarra að hafa áhyggjur af því hvort hann ekur ölvaður. Hversu margir eiga um sárt að binda vegna þess að þeir voru í bíl með drukkn- um ökumanni eða urðu fyrir bíl sem var ekið af slíkum? Þar sem við búum í sam- félagi sem gerir okkur kleift að leggja vegi, standa í uppbyggingu skemmtistaða og þjónustu þá er óþarft að nýta sér kosti samfélagsins að fullu en haga sér eins og maður sem býr einn og utan þess. Það eru mýmörg dæmi sem taka má til viðbótar á þessum nótum. Þannig gilda svipuð sjónarmið með þá sem brjóta reglur t.d. í fíkniefnamálum. Fíkillinn hefur í sjálfu sér fullt leyfi til að fara sínu fram eða hvað? Hvað kemur það öðrum við þótt hann missi heilsuna, sam- band við sína nánustu, sjálfsvirðinguna, haldi ekki vinnu, verði óþrifalegur, utan við sig svo nokkuð sé nefnt? Hvað kemur það öðrum við þótt hann haldi ekki lengur uppi þeim tekjum sem þarf til að standa undir neyslunni með venjubundnum hætti? Stúlkur leita út í vændi til að standa undir því og strákarnir fara að stela. Er það ann- arra mál? Hvað kemur það fólki við þótt þeir steli úr verslunum og opinberum stofnunum, fyrirtækjum eða setji allt á annan endann heima hjá sér? Allt þetta snertir samfélagið, eykur kostnað þess, ýt- ir undir það að menn gangi á snið við venj- ur og reglur og veldur gríðarlegum sárs- auka. Hve lengi helst mönnum uppi með þetta? Ekki heldur vændiskona í dópi lengi blóma sínum og fegurð til að komast áfram á því sviðinu. Rán og gripdeildir eru sjaldnast langtímastarf. Sögur af fólki sem er í neyslu en heldur sér samt á strikinu eru ávallt mjög orðum auknar og einungis til þess fallnar að etja öðrum út í fen. En, segja ungir menn stundum, hvað með fíklana sem ná sér á strik og verða nýtir þegnar á nýjan leik? Er þá ekki allt í lagi þótt menn droppi sýru í nokkur ár, þefi af kóki eða kíki í pípu? Það er vita- skuld gaman að sjá gamla fíkla koma upp úr kafinu og segja frá reynslu sinni – yf- irleitt alltaf öðrum til varnaðar. Sumir snú- ast meira að segja harkalega gegn frelsinu. Á hinn bóginn má spyrja hvort það var þess virði að eyða árunum svona. Hvernig má bæta þann skaða sem orð- inn er á samskiptum við aðra, líkamanum sem dópaður var eða á þeim sem lumbrað var á til að kreista út úr þeim pening fyrir dópi? Hver á svo að rétta fíkilinn við – þeg- ar hann er búinn að dæla fjármunum fram hjá skattkerfinu til sölumanna dauðans? Það má ekki gleyma því að fíkillinn, sem oftast er búið að þurrka með ærnum sam- félagslegum kostnaði, á slóð að baki sem hann þarf að vinna sig frá og sættast við. Öðlast sjálfsvirðinguna á nýjan leik. Og samfélaginu ber skylda til að sinna því, þó svo hann hafi sagt sig úr lögum við það og brotið allar reglur þess, þá er það svo. Ef samfélagið sendi honum reikninginn þá er ekki víst að hann ætti afturkvæmt. Ég held reyndar að sá sem sekkur í þau fen sem að framan er lýst – notar ekki ör- yggisbelti, ekur ölvaður, sekkur í dópfenið – vanti sjálfsvirðingu, sem er allt annað en sjálfselska og allt annað en töffaraháttur. Töffarar lifa af. Það er samspil manna á milli sem veldur því að ýmislegt stórkostlegt á sér stað. Einstein eða Michaelangelo voru það sem þeir voru vegna þess samfélags sem ól þá af sér. Örn Arnarson og Ian Thorpe geta það sem þeir geta í lauginni vegna þess samfélags sem að þeim hefur hlúð og þeirra sem með þeim hafa unnið. Ég er það sem ég er vegna þess fólks sem ég vinn með – bý með. Það sem er kannski verst er það að þú lesandi góður ert líklega ekki sá sem þarft mest á þessari lesningu að halda. Þeir sem það þurfa eru líklega að gera annað á laug- ardagsmorgni. EINLEIKUR Á SAMSPIL RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N ÚR HÁVAMÁLUM Meðalsnotur skyli manna hver, æva til snotur sé. Þeim er fyrða fegurst að lifa er vel margt vitu. Meðalsnotur skyli manna hver, æva til snotur sé, því að snoturs manns hjarta verður sjaldan glatt ef sá er alsnotur er á. Meðalsnotur skyli manna hver, æva til snotur sé. Örlög sín viti engi fyrir, þeim er sorglausastur sefi. Hávamál geymir fornan siðalærdóm sem lagður er í munn Óðni og gerir mest úr mikilvægi einstaklingsins, visku, hófsemi og vináttu manna, en auður og völd teljast hverfulir vinir. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI Arthur C. Danto er einn áhrifamesti listheimspekingur sam- tímans. Þröstur Helgason ræddi við hann fyrir skömmu um hugmyndir hans um list- heiminn, endalok listarinnar og ríkjandi ástand. Í viðtalinu lýsir Danto meðal annars skoðun sinni á stöðunni í hugvísindunum og hlutverki listgagnrýnandans sem hann tel- ur hafa breyst á undanförnum áratugum. Per Kirkeby er danskur málari, myndhöggvari, rithöf- undur, skáld, kvikmyndaleikstjóri, jarð- fræðingur og landkönnuður sem opnar sýn- ingu í Listasafni Akureyrar í dag. Halldór Björn Runólfsson fjallar um kynni sín af Kirkeby og list hans. Möguleikar málverksins eru kannaðir á tveimur sýningum sem voru opnaðar í i8 fyrr í vikunni. Í efri salnum sýnir Max Cole málverk sín en bygging þeirra endurspeglar siðferðisleg gildi þar sem áhersla er lögð á samhljóm á milli manns og náttúru. Í neðra rými i8 sýnir Thomas Ruppel málverk og grafíkverk, en Íslandsferð hans árið 1991 varð til þess að hann fór að rannsaka þá möguleika sem liggja í litum. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við þau í vikunni. Skáld og áfengi nefnist grein Jóhanns Hjálmarssonar um finnska skáldið Pentti Saarikoski sem kom til Íslands á sjöunda áratugnum og orti í framhaldi kunnan ljóðaflokk sem birtist í bókinni Ég horfi út yfir höfuð Stalíns. Jó- hann gluggar í tvær nýjar bækur með dag- bókarefni eftir Pentti. FORSÍÐUMYNDIN er af hluta verks eftir bandarísku listakonuna Max Cole.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.