Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 15 ÞAÐ er einkenni flestra menningarþjóða að í minni manna hafa varðveist sögur sem síðar hafa verið skráðar í letur. Íslendingar eiga þannig gífurlegan og raunar ótrúlegan fjársjóð slíkra sagna, bæði hetjusagna og goðsagna, auk gamansagna af ýmsu tagi. Grikkir og Rómverj- ar til forna varðveittu slíkar sagnir í ýmsu formi og ein þeirra hefur nú komið út á íslensku, Gull- asninn eftir Lucius Apuleius, í þýðingu Bjarka Bjarnasonar. Gullasninn er snilldarverk fullt af kerskni, erótík og óvæntum uppákomum, sagt af manni sem augljóslega var góður sagnamaður. Sagan segir frá ungum manni sem tekur hamskiptum og breytist í asna og flækist eftir það víða um Grikkland við mikinn barning og hörmungar en fær að lokum guðlega lausn. Inn í sögu hans fléttast hin ótrúlegustu ævintýri og sumar sög- urnar, eins og t.a.m. sagan af Amor og Psyche, eru klassískar og hafa orðið höfundum á borð við Boccaccio og Cerevantes að fyrirmynd. Í „Asnalegum formála“ þýðanda er þess getið að Gullasninn sé „ein fyrsta skáldsaga bók- menntasögunnar.“ Hér er vitaskuld óvarlega farið með orð eins og skáldsögu. Þótt sagan sé heildstæð hefði þýðanda verið nær að fara eftir skilgreiningu höfundar sjálfs sem segist í upp- hafi segja okkur „nokkrar gleðisögur“ (anek- dótur) og raunar þarf ekki lengi að lesa til að átta sig á því að Gullasninn er í reynd einhvers konar dæmisaga eða táknsaga (allegóría). Þjóðfélagsmynd verksins er ákaflega stétt- skipt. Þetta er saga sögð frá sjónarhorni höfð- ingja. Litið er niður á þræla og konur og verstu óbermi sögunnar eru úr þeim þjóðfélagshópum. Sögumaður syndgar á tvennan hátt með því í senn að leggjast með ambátt og reyna að fá am- báttina til að raska lögmálum náttúrunnar með galdrakukli en eigandi hennar var norn. Laun þeirra synda eru hamskiptin. Það er ekki fyrr en sögumaður snýr sér að gyðju himinsins, hverju nafni sem hún nefnist, einkum þó Isis, að hann fær lausn sinna mála og losnar úr hamn- um með því að þjóna guðdóminum. Af þessu má sjá að þrátt fyrir gamansagnayfirbragð og oft á tíðum allt að því klámfengnar sögur er verk Apuleiusar fágað og hlaðið siðferðislegum boð- skap. Stíll Apuleiusar er á margan hátt háðsádeilu- stíll. Robert Graves, sem þýddi söguna á sínum tíma yfir á ensku, taldi hann nota alþýðlegt orð- færi milesískra sagnamanna á paródískan hátt og vefja þannig heimspeki og háfleyga umræðu inn í alþýðlegt orðfæri. Það vill svo til að svipuð hefð er einnig til á Íslandi og birtist m.a. í verk- um Jónasar Hallgrímssonar og Benedikts Gröndals. Til þess háttar stíls grípur þýðandi blessunarlega og nær með því hressilegum anda verksins á kjarngóðu máli: „Til Þessalíu var för minni heitið í viðskiptaerindum, en það- an er móðir mín komin og ekki af verri heið- ursmönnum en þeim fræga Plútark og Sextusi heimspekingi. Þegar ég hafði lagt að baki mér brött fjöll, djúpa dali, döggvuð engi og karga- þýfða móa sté ég af baki honum Þessalíu-Grána sem orðinn var jafnlúinn og ég. Ég hristi af mér drungann, teygði úr býfunum, þerraði svita hestsins með laufvisk og klóraði honum bak við eyrun. Síðan spretti ég af honum og teymdi hann áfram á fetgangi þar til búkur hans fann einfalda og eðlilega lausn til að létta á sér.“ Ekki er þó ávallt nákvæmt þýtt. Ég á að vísu erfitt með samanburð því að ekki er ég latínu- fróður maður. En Gullasninn var lengi vel þyrn- ir í augum kirkjunnar vegna þess að bókin þótti óguðleg, ekki einungis vegna dýrkunar Isisar og galdratals heldur ekki síður vegna þess að einn alversti kvenskúrkur sögunnar var ekki einungis „ráðrík, heimskuleg, vergjörn, drykk- felld, þrætugjörn, þrjósk, ágjörn, nísk, svikul og siðspillt!“ heldur fyrirleit hún einnig hina heil- ögu guði, hæddist að þeim og samkvæmt kirkjufeðrum og þýðingu Roberts Graves var hún höll undir „fjarstæðukennda og guðlastandi trú á einn guð,“ en í þýðingu Bjarka tók hún „upp skurðgoðadýrkun í staðinn fyrir trú feðra sinna.“ Ég segi nú bara: Bitti nú! eins og víða má sjá í þýðingu Bjarka þegar tjáð eru undur og stórmerki. Þrátt fyrir slíka og þvílíka ónákvæmni hafði ég stórgaman af lestri bókarinnar. Hún er klassískt bókmenntaverk rituð af mikilli stíl- kunnáttu og fjörlega þýdd. Stytta af óþekktum rómverskum öldungi frá Otricoli 75–80 f. Kr. ASNASKAPUR BÆKUR S a g n a l i s t Eftir Apuleius í íslenskri þýðingu Bjarka Bjarnasonar. Bókaútgáfan Frá hvirfli til ilja. 2001 – 205 bls. GULLASNINN Skaft i Þ. Halldórsson LJÓÐABÓKIN „Ást og frelsi“, eftir Sölva Sigurðarson, er nokkuð óvenjuleg í útliti og frágangi. Töluvert hefur verið lagt í útgáfuna, sem höfundur sér um sjálfur, því öll eintök upplagsins eru handgerð og kápurnar eru þar að auki handmálaðar. Þessi litla bók, sem ein- ungis kom út í 80 tölusettum eintökum, hefur því yfir sér afar persónulegan blæ, sem óneit- anlega gefur lesandanum sérstaka tilfinningu fyrir ljóðunum og þeirri alúð sem í þau hefur verið lögð. Flest ljóðanna í bókinni tengjast að nokkru leyti hvað efnistökin varðar. Tónninn er settur í „Fyrsta ljóðinu“, sem eins og nafnið bendir til birtist fremst í bókinni: Á akri drauma minna vex aðeins eitt blómstur. Að undanskildum fáeinum ljóðum hverfast þau sem á eftir koma um ástina og/eða ein- manaleikann, og sem dæmi um slík ljóð má nefna „Ástarkvæði“, „Þú blóm í Ballarhafi“ og „Ást og frelsi“. Þessi ljóð, en bókin dregur nafn sitt af því síðastnefnda, eru falleg og einlæg ástarljóð þar sem ljóðmælandinn talar til ein- hvers sem vissulega gæti verið þetta eina blómstur á akri hans; tákn ástar, væntinga og söknuðar, sem þrá hans, sæla og harmur teng- ist á órjúfanlegan máta. Í þeim er víða að finna hnitmiðað myndmál af hefðbundnum róman- tískum toga, svo sem í „Þú blóm í Ballarhafi“: Því hvað er auður, hallir, heimsins ljómi og hringaraf, ef líf manns allt er bundið einu blómi við Ballarhaf? – en jafnframt nýstárlegra og ferskara myndmál, svo sem eins og í „Ást og frelsi“ sem ber með sér tvíræðnar og glettnislegar vísanir í samskiptamáta farsímakynslóða nútímans: ó við elskendur geimþjóða örtungla brenna þau himintákn sem tengja okkur fljúgandi engla á framtíðarhimni stjarna í þráðlausri eilífð elskumst og veljum frelsi Tálsýnir veraldlegs vafsturs, hverfulleiki lífsins og tilgangslaus leit að merkingu mann- lífsins eru einnig rannsóknarefni í ljóðum þess- arar bókar, þótt ljóðmælandinn sé þess vel meðvitandi að ekki er að vænta lausnar í þeirri umfjöllun, sem fylgt hefur manninum allt frá því að honum gafst fyrst ráðrúm til að velta andlegum veruleika fyrir sér. Sum ljóðanna í bókinni eru nokkuð drama- tísk og á stundum er eins og þau missi flugið vegna þess hve kunnuglega þau hljóma. Þann- ig er t.d. með ljóðið „Ferðalag“, sem þrátt fyrir að vera haglega sett saman missir marks vegna þess að líkingarnar og myndmálið er af þeim toga að engu er líkara en lesandinn hafi séð það oft áður í líku samhengi. Ef til vill er það helsti ágalli þessarar mjög svo persónulegu bókar, að í ljóðunum, sem eru sett saman af lipurð, skortir nokkuð á frum- leika í myndmáli og úrvinnslu. Í bókinni sem heild ríkir þó athyglisvert innsæi og næm til- finning fyrir mannlegu hlutskipti, sem í þeim fallega búningi sem henni hefur verið búinn gerir hana að ánægjulegri en átakalausri lesn- ingu. Í ÞRÁÐLAUSRI EILÍFÐ BÆKUR L j ó ð a b ó k Eftir Sölva Sigurðarson. Gefin út af höfundi. Reykjavík 2000. 32 bls. ÁST OG FRELSI MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar. Til 31.8. Árnastofnun: Handritasýning opin 11–16 mánudaga–laugardaga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Galleri@hlemmur.is: Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Til 12.8. Gallerí Reykjavík: Marijo Murillo. Til 7.8. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir. Til 12.8. Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn- skólanema. Til 17.8. Hafnarborg: Skotskífur. Hans Malm- berg ljósmyndari. Til 6.8. Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars- son. Til 31.8. i8, Klapparstíg 33: Max Cole og Thomas Ruppel. Max Cole. Til 15.8. Íslensk grafík: Ólöf Björk Bragadótt- ir. Til 12.8. Listasafn Akureyrar: Per Kirkeby. Hekla Dögg Jónsdóttir. Til 16.9. Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til 12.8. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2.9. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Yfirlitssýning á verkum Errós. Til 6.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Flogið yfir Heklu. Miðrými: Gretar Reynisson. Til 19.8. Austursalur: Jó- hannes S. Kjarval. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Úrval verka Sigurjóns Ólafssonar. Til 30.9. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Guðjón Þ. Kristjánsson og Björgvin Guðjónsson. Til 12.8. Ljósaklif, Hafnarfirði: Paul-Armand Gette. Til 6.8. Norræna húsið: Norrænir hlutir. Til 12.8. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna- myndir Ásgríms. Til 1.9. Sjóminjasafn Íslands: Grænlenskur tréskurður. Til 31. des. Þjóðarbókhlaða: Magnea Ásmunds- dóttir. Til 1.9. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. – Skjöl frá Þjóðfundinum. Til 15. okt. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Helgi Hrafn Jónsson og Hörður Áskelsson. Kl. 12. Skálholtskirkja: Henry Purcell. Jaap Schröder, Svava Bernharðsdóttir, Sig- urður Halldórsson, Kee de Wijskl. Kl. 15 og kl. 21. Johann Sebastian Bach. Helga Ingólfsdóttir og Elín Guð- mundsdóttir. Kl. 17. Reykjahlíðarkirkja: Jazzkvartett Andrésar Þórs Gunn- laugssonar. Kl. 21. Sunnudagur Akureyrarkirkja: Manuela Wiesler. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Helgi Hrafn Jónsson og Hörður Áskelsson. Kl. 20. Skálholtskirkja: Henry Purcell. Sjá laugard. Kl. 15. Steingrímur Þórhalls- son organisti. Kl. 16.40. Mánudagur Skálholtskirkja: Johann Sebastian Bach. Sjá laugardag. Kl. 15. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Berg- lind María Tómasdóttir og Arne Jørg- en Fæø. Kl. 20.30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Einar Jóhannesson og Pavel Manacek. Kl. 12. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Wake me up, 9.8. Nýlistasafnið: Heimildaleikurinn Venjulega kona, 9.8., 10.8. Iðnó: Light Nights (flutt á ensku), 5.8, 6.8. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, menning/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569 1222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Fríða Björk Ingvarsdótt ir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.