Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.2001, Blaðsíða 7
sem gerist á augnabliki geta verið afar kraft-
mikil eða afdrifarík, jafnvel skilið á milli lífs og
dauða, eins og maður verður svo oft var í New
York þar sem ég bý og ofbeldi er mikið.“
Hin hljóðláta rödd hefur
sterkasta hljóminn
Max Cole er af indíánaættum í föðurætt og
sýn hennar á umhverfið, víðáttur sléttunnar
þar sem hún bjó í bernsku, hefur sett mark sitt
á verk hennar. Arfleifð indíánanna kemur þar
glöggt fram, ekki síst í viðhorfum hennar til
vinnunnar. „Ég reyni að forðast umgengni við
neikvætt fólk,“ segir Cole alvarleg í bragði.
„Slíkt neikvæði smitar alltaf út frá sér. Hvað
varðar umhverfið sem heild skiptir viðhorf
manns mjög miklu máli. Ég lærði strax á
barnsaldri að ég yrði að skoða minn innri mann
til þess að takast á við umhverfið. Það var hluti
af þeirri menningu sem ég fékk í arf frá föður
mínum sem ólst upp á verndarsvæði indíána.
Margir álíta heimspeki indíánanna hlutlausa
og óvirka, en það er einungis vegna þess að
þeir skilja ekki um hvað hún snýst. Tengsl indí-
ánanna við landið eru af öðru tagi en þau sem
við eigum að venjast í vestrænni menningu,
forgangsröðunin hvað náttúruna varðar er
einnig önnur vegna þess að þeir líta á náttúr-
una sem myndhverfingu fyrir guðdóminn. Yfir
henni ríkir helgi.“
„Annað sem ég lærði mjög snemma,“ heldur
hún áfram, „var mikilvægi ákveðinnar auð-
mýktar. Auðmýkt er oft skilgreind sem veik-
leiki, en á þó meira skylt við einhvers konar
æðruleysi að mínu mati. Báðir þessir þættir,
hvað varða helgi náttúrunnar og æðruleysið,
eru lykilatriði í verkunum mínum. Með tím-
anum verður mér það æ ljósara að hinn hljóð-
láta rödd getur haft sterkasta hljóminn og ver-
ið djúpsærri en sú rödd er hæst glymur.“
Viðhorf Cole til listsköpunarinnar móta
einnig lífssýn hennar að öðru leyti. Þegar það
er borið undir hana hvort þau viðhorf séu ekki í
andstöðu við þá einstaklingshyggju sem
löngum hefur verið talin undirstaða banda-
rísks samfélags, játar hún því. „Þeir tímar sem
við lifum í Bandaríkjunum nú eru reyndar afar
áhugaverðir í því samhengi vegna þess að eitt-
hvað verður undan að láta. Við búum við lát-
lausar árásir á umhverfið, sem munu að lokum
eyðileggja samfélag okkar og menningu ef
ekkert er að gert. Þeir sem standa með um-
hverfi sínu verða fyrir stöðugum árásum
markaðsaflanna og það virðist ljóst að þetta
tvennt geti ekki átt samleið. Grundvallarmis-
skilningur okkar felst í því að við setjum sama-
semmerki á milli kapítalisma og lýðræðis, sem
er alrangt. Við megum heldur ekki horfa
framhjá þeirri þversögn sem felst í einstak-
lingshyggju í markaðsþjóðfélagi, því markaðs-
þjóðfélagið leiðir til þess að allir eru eins og
steyptir í sama mót. Ég er enginn kommún-
isti,“ segir Cole og hlær, „en ég á bágt með að
sjá að frumþörfum mannsins sé svalað bara ef
hann á gervihnattadisk, sjónvarp og sófa.
Verðum við ekki fyrst að sjá öllum fyrir hús-
næði, fæði og læknisþjónustu? Hver einasti
meðlimur mannkynsins á réttmætt tilkall til
þessara lífsgæða en við gerum lítið til að koma
því til leiðar.“
Ekki hægt að nota málamiðlanir
í listsköpun
Þótt Max Cole hafi kosið að fara aðrar leiðir í
sinni listsköpun en margir þeirra sem þekkt-
astir urðu fyrir pólitíska ádeilulist sjöunda og
áttunda áratugarins, leynir sér ekki hvar sann-
færing hennar liggur. Hún segist þó aldrei
hafa viljað laga list sína að tískubylgjum, jafn-
vel þó hún hafi verið sammála þeirri hug-
myndafræði sem þær spruttu upp úr. „Í byrjun
áttunda áratugarins var ég þess fullviss að ég
myndi aldrei nokkurn tíma sjá abstrakt mál-
verk í sýningarsal á nýjan leik. Margir lista-
menn reyndu að finna milliveg í verkum sínum
á þessum tíma, en ég gat ekki hugsað mér það.
Ég man t.d. eftir þekktum abstraktmálara sem
allt í einu fór að mála það sem ég kalla „Bug’s
bunny-isma“ – án allrar háðsádeilu – og í mín-
um huga varð það að eins konar menningar-
vændi. Það er ekki hægt að gera svona nokkuð
og hverfa svo aftur til baka að sannfæringu
sinni. Ef maður á annað borð freistast til mála-
miðlunar í listsköpun, þá er maður um leið bú-
inn að grafa undan trúverðugleika sínum sem
listamaður. Ég hélt því ótrauð áfram, jafnvel
þótt ég vissi að enginn hefði áhuga á því sem ég
var að gera. Á einhvern máta fólst í því frelsun,
því ég hætti alveg að velta því fyrir mér hvað
öðrum fannst eða hvort ég gæti selt verkin.
Það undarlega var svo að allt sem ég málaði á
þessum tíma seldist svo að lokum og hefur ver-
ið sýnt víða um heim. Ég er þess því fullviss að
maður verður að leyfa tilfinningu sinni fyrir
því hver maður er og hvað maður vill að ráða –
annars er listsköpun einskis virði,“ segir Max
Cole, trú þeirri sannfæringu sinni að eina
skylda listamannsins sé að sýna ekkert nema
það sem hann trúir fullkomlega á.
fbi@mbl.is
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. ÁGÚST 2001 7
Í
NEÐRA rými i8 eru nú til sýnis verk
þýska listamannsins Thomas Ruppel,
en hann kom fyrst til Íslands árið 1991
og vann þá að list sinni og kenndi hér
á landi um nokkurt skeið. Hann segist
tengjast Íslandi í gegnum samstarf
sitt við Dieter Roth, sem hann vann
þrykk fyrir um langt skeið. Það er
heldur engin tilviljun að sýningar þeirra Max
Cole og Ruppel ber að á sama tíma, því hann
hefur lengi þrykkt fyrir hana, auk þess sem
þau sýna bæði hjá sama galleríi í Þýskalandi,
Galerie Michael Sturm í Stuttgart, sem hefur
verið samstarfsaðili Eddu Jónsdóttur í i8.
Hinn alþjóðlegi myndlistarheimur teygir því
anga sína víða og ljóst er að það þéttriðna net
er einnig farið að teygja sig hingað til lands.
Auk tveggja grafíkmynda sýnir Thomas
fjölda málverka á þessari sýningu. Þau eiga
um margt skylt við málverk sem hann vann
eftir Íslandsdvöl sína á síðasta áratug, en þá
skipti hann myndfletinum upp í litafleti þar
sem litirnir sem heild endurómuðu óræða
minningu hans frá ákveðnum stöðum, eða
jafnvel um persónur svo sem Dieter Roth.
Hefur mestan áhuga á
eiginleikum litarins sjálfs
Thomas segir þó að í upphafi ferils síns
hafi hann einbeitt sér að fígúratívum mál-
verkum. „Ég málaði svo ekkert í nærri tíu ár
og vann eingöngu við grafíkverk. Þrykkin
mín voru alltaf mjög geometrísk og segja má
að ég hafi fjarlægt allt af myndfletinum nema
það allra nauðsynlegasta. Ég vann mest með
ýmiskonar innra rými bygginga, og oft var
ekkert eftir í endanlegu úrvinnslunni nema
t.d. glugginn. Í málverkunum má segja að ég
hafi fært mig frá byggingarlistinni yfir í það
að byggja upp annars konar rými. Þar kemur
fram ákveðið viðhorf sem kannski má rekja
til kyrralífsmynda – því að mínu mati felur
málverkið alltaf í sér ákveðna kyrrstöðu. Það
sem ég sækist fyrst og fremst eftir er tilfinn-
ing fyrir kyrrð og ró.“ Ruppel hlær og segir
það að sjálfsögðu augljóst að í málverkunum
sjálfum felist hlutlægt rými, „en það sem í
þeim býr og ég reyni að nálgast á miklu
meira skylt við andlegt rými.“
Verkin sem við blasa í i8 eiga greinilegar
rætur í naumhyggju, þar sem einfaldir geo-
metrískir litafletir, sem byggðir eru upp á
ýmsan máta, mynda hvert verk. Litirnir eru
flestir frekar óræðir og gruggugir, svo áhorf-
andanum reynist erfitt að skilgreina þá. „Það
er þó ekki svo að ég hafi meðvitað reynt að
einbeita mér að einfaldleikanum þótt það hafi
vissulega orðið þróunin í verkunum mínum
svona eftir á að hyggja,“ segir Ruppel. „Ég
veit að ef einhver hefði fyrir tíu árum sýnt
mér myndir eins og ég mála í dag þá hefði ég
orðið mjög hissa. Þá var ég fyrst og fremst að
vinna við verk sem endurspegluðu þekkjan-
legan veruleika. Samt sem áður er það svo,
að núna hugsa ég sífellt minna um mynd-
byggingu, það sem ég hef mestan áhuga á
eru hreinlega eiginleikar litarins sjálfs.“
Ljósið og tærleikinn hér
á landi opnaði nýjan farveg
Thomas viðurkennir fúslega að ein ástæða
þess að hann missti áhugann á að gera graf-
íkmyndir hafi verið sú að hann var búinn að
tæma þá möguleika sem hann eygði þar. „Ég
sneri mér að grafík af því að ég vissi ekkert
um málverk – hvað ég ætti að mála og hvern-
ig. Mig langaði þó alltaf til að mála. Ég komst
frekar langt með grafíkina sem miðil og sú
vinna leiddi að lokum til þess að ég gerði mér
grein fyrir þeim takmörkunum sem há henni.
Um leið urðu mér ljósir möguleikar mál-
verksins, sem að mínu mati liggja fyrst og
fremst í litunum. Ég saknaði litanna.“
„Í rauninni er óhætt að segja að litirnir
hafi komið aftur til mín í Íslandsferðinni,“
segir Ruppel og brosir. „Dieter Roth bauð
mér að koma til Íslands og þegar ég fékk
styrk stuttu seinna þá notaði ég hann til að
koma hingað. Litirnir hér voru svo ólíkir því
sem ég hafði kynnst. Ljósið, tærleikinn og
samspilið við litaskalann sem hér ríkir, opn-
aði farveg fyrir nýjar hugmyndir sem ég
hafði ekki eygt fyrr og ég upplifði miklar til-
finningalegar breytingar. Þessar víðáttu-
miklu auðnir höfðu mikil áhrif á mig, tómið
sem er svo áberandi og einmanaleikinn sem
maður upplifir. Annað sem kom mér á óvart
var hversu ólík tilfinning manns er fyrir fjar-
lægðum hér á landi því tærleikinn er svo
blekkjandi. Ætli það megi ekki segja að ég
hafi fallið fyrir því hversu það er „svalt“
hérna, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu“
segir Thomas Ruppel og hlær dátt. „Lands-
lagið er svo „svalt“ og þegar viðhorf manns
til þess að mótast af sterkum tilfinningum,
eins og í mínu tilfelli, þá verður sú reynsla
megindrifkrafturinn í sköpuninni. Það sem
skiptir höfuðmáli varðandi verkin mín er þó
það að þau tengjast ætíð einhverju sem ég
hef séð utan heims málaralistarinnar og í
þeim skilningi endurspegla þau einhvern ytri
veruleika.“
ÓVÆNTIR EIGIN-
LEIKAR LITA
Thomas Ruppel, sem nú sýnir verk sín í i8, segist hafa skorið sig úr hópi samnem-
enda sinna í skóla því hann hafi alltaf haft mestan áhuga á list gömlu meistar-
anna. Þrátt fyrir það líta málverk hans fremur út fyrir að hafa sprottið úr farvegi
abstraktlistar eða naumhyggju.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Thomas Ruppel við verk sín í i8, en þau segir hann endurspegla það sem hann hefur séð utan heims málaralistarinnar.
fbi@mbl.is