Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 5 pressjónisma, fauvisma, kúbisma og expressj- ónisma. Það er greinilegt að brautryðjendur íslenskrar myndlistar hafa í námi sínu og ferða- lögum erlendis tileinkað sér margt úr erlendri samtímalist. Þegar heim til Íslands var komið virðast síðan áhrif af litaspjaldi og listviðhorfum meginlandsins finna sér eðlilegan farveg í ís- lenskri náttúru. Engu að síður varð það fljótt að útbreiddri goðsögn að listamennirnir hefðu ekki menntast af öðru en náttúru landsins, væru heimaalin náttúrubörn sem ekki höfðu orðið fyrir áhrifum af öðru en landinu sjálfu, ættjörðinni. Kjarval er sjálfsagt skýrasta dæm- ið um þess háttar listsöguskilning og skipti þá engu máli hversu hámenntaður hann var á myndlistarlega og veraldlega vísu. Með abstraktlistinni upp úr miðri öldinni hef- ur almennt verið litið svo á að blómadagar landslagsmálverksins væru taldir. Í hugum margra var abstrakt málverk útlenskt listform, öfugt við hina þjóðlegu hefð landslagsins. Fjöldamörg dæmi eru um að viðtökur verka og gagnrýni ráðist af hlut „náttúru“ í sköpunar- verkinu. Abstrakt listamenn voru hiklaust spurðir að því í viðtölum hvers vegna þeir mál- uðu ekki landslag, jafnframt má greina vissa pressu á myndlistarmanninn að hann gangist við „náttúrunni“ í verkum sínum. Vísanir í land- ið geta haft margar ásjónur í heimi myndlist- arinnar og þegar ljóst var að abstraktlistin var komin til að vera, sameinuðust menn um að samsama ljóðræna abstraktsjón náttúruupplif- un og þar með þjóðlegri, íslenskri myndlistar- arfleifð, ólíkt strangflatarlistinni. Ljóðræn abstraklist var náttúruvakin, hún var hugleið- ing um landið, að sama skapi var hún talin til- finningatengdari en geómetrían og var í sam- ræmi við það ýmist talað um tilfinningar af landslagi eða tilfinningabundna upplifun um- hverfis. Það er athyglisvert að víða í svoköll- uðum ljóðrænum eða náttúruvöktum abstrakt- sjónum gætir enn að nokkru leyti hinnar gömlu tvískiptingar í form og bakgrunn, þar sem formin sitja á bakgrunni sínum. Þetta má glöggt sjá í verkum Nínu Tryggva- dóttiur sem talaði gjarnan um hughrif náttúr- unnar og áhrif af íslensku veðurfari sem kveikju verka sinna. Í verkum Nínu má einnig víða greina, líkt og í hefðbundnum landslagsmál- verkum, sjónarrönd ofarlega á myndfletinum. IV. Fyrsta fráhvarfið í íslenskum myndlistar- heimi frá hefðbundnu olíumálverki og klassískri höggmyndalist er að finna meðal ungra mynd- listarmanna upp úr miðjum sjöunda áratugn- um. Flúxusblöndnum konseptverkum þeirra var fyrst og fremst stefnt gegn abstraktmál- verkinu, íslenska „sófastykkinu“ og fagurfræði- legum gildum þess. Landslagsarfleifðin og þjóðleg gildi henni tengd var heldur ekki und- anskilið gagnrýni. Um það vitna verk á borð við Landslag með pönnukökum, landslagslágmynd í ramma með pönnukökum á fjallstoppum í stað jökla, og verkið Landslag í anda land- art verka tímabilsins; tveir metrar af náttúrulegum mosa í kassa. Bæði verkin eru eftir Sigurð Guð- mundsson. Verkum þessum var ekki hvað síst beint gegn „dauðans alvöru listarinnar“. Landslag var því ekki lengur landslag nema með hálfkæringi, kaldhæðni og húmor. En jafn- vel í konseptlist sjöunda og áttunda áratugarins var rúm fyrir rómantíska afstöðu til náttúrunn- ar og listarinnar, það kann að hafa verið eðlilegt í ljósi vaxandi efnishyggju í heiminum að sækja í 19. aldar fagurfræði. Sigurður Guðmundsson sem settist að í Hollandi árið 1970 skapaði sér strax nokkra sérstöðu þar í landi með ljóðræn- um konseptverkum sem byggðust í grundvall- aratriðum á rómantískri afstöðu til náttúrunnar og áherslu á mikilvægi tilfinninga í sköpunar- ferlinu. Það má vera að íslenskir myndlistar- menn þurfi að vera búsettir erlendis til að fá verulegan áhuga á hafinu, í það minnsta eiga margir sviðsettir ljósmyndagjörningar lista- mannsins frá áttunda áratugnum sér stað á strönd út við haf. Í síðustu ljósmyndasviðsetn- ingu sinni; Fjall sem Sigurður vann á árunum 1980–82 leiðir hann margar hugmyndir saman í eina. Líkt og í flestum ljósmyndagjörningunum er það samspil manns, náttúru og menningar sem er inntakið en að auki skírskotar hann aug- ljóslega til eins helsta leiðarminnis íslenskrar landslagslistar, fjallsins. Í nokkrum skilningi er listamaðurinn þar kominn aftur til upprunans, til íslenskrar landslagsarfleifðar. Ljósmyndin Fjall er byggð upp á þremur lögum; neðst er grjót með torfhleðslu ofan á, en torf og grjót var helsta byggingarefni Íslendinga fram á 20. öld. Þar ofan á liggur listamaðurinn endilangur undir táknmyndum menningar; stafli af brauð- um á maganum, haugur af skóm á fótum og bækur á höfði og bringu. Náttúran er augljós- lega orðin „undir“, siðmenningin ofan á. Staða listamannsins er hins vegar engan veginn ein- hlít í þeim veruleikaskilningi. Þótt hugtakið „Ísland“ sem ímynd þjóðlegs rýmis, sé í meðförum ungra myndlistarmanna mun stærra en sem nemur náttúru landsins einni og táknmyndum hennar, þá hefur lands- lag sem viðfangsefni aldrei alveg horfið úr ís- lenskum myndlistarheimi. Ímyndir náttúru hafa þó breyst í samræmi við alþjóðlegan hug- myndaheim ungra myndlistarmanna og yngsta kynslóðin er sér meðvituð um að það má nálgast náttúruminnið út frá ýmsum sjónarhornum; á formrænum nótum, hugmyndafræðilega, eða á tilfinningabundinn hátt til að miðla hugsýn af landslagi. Dæmi um huglæga eða tilfinninga- bundna nálgun náttúrunnar eru málverk Georgs Guðna Haukssonar sem átti stóran þátt í endurnýjun íslenska landslagsmálverksins um miðjan 9. áratuginn. Georg Guðni hóf landslags- feril sinn með erkitípum íslenska landslagsmál- verksins, fjöllum, en í seinni tíð samsamar hann verk sín á symbólskan hátt þeim stöðum sem „enginn tekur eftir“, þeim sem er að finna á milli pittoreskra ferðamannastaða gömlu mál- aranna, þeim stöðum sem eru í raun ekki til nema í vitund listamannsins. Hrein landslags- málverk eru þó fremur sjaldgæf meðal yngri myndlistarmanna, miklu algengara er að skír- skotun í íslenskt landslag sé notuð sem bak- grunnur frásagnarlegra sviðsetninga og nú- tímagoðsagna, líkt og í verkum Helga Þorgils Friðjónssonar. Skyldurækni við landið í anda brautryðjendanna er horfin, nú sinna menn ein- ungis skyldu sinni við listina. Í öllum verkum sem byggjast á náttúru er rómantískur strengur og skiptir þá litlu hversu vitsmunaleg og „sundurgreinandi“ verkin eru að öðru leyti. Tilfinningin ein dugir hins vegar ekki til að gera grein fyrir verki. Ekki fremur en myndlistarverk er bara sjónræn upplifun. Þróun náttúrusýnar í íslenskri myndlist á 20. öld er að mörgu leyti endurspeglun á breyttu inntaki raunsæishugtaksins, á sambandi listar og veruleika. Í því samhengi er vissulega nær- tækt að nota landslagsnatúralisma til að gera skil tilvistarlegum vangaveltum um stöðu og eðli málaralistarinnar, til að mynda ímynd tví- víddarrýmisins. Þannig hefur Sigurður Árni Sigurðsson farið þá leið að nota náttúruskír- skotun í málverki til að velta upp spurningum um þá mótsögn sem felst í hinu óendanlega stóra rými sem staðsett er í skilunum milli forms og bakgrunns á tvívíðum fleti. Þannig verða landslagsform bara form á meðal forma sem má leika sér með á ýmsa vegu. Um leið er áhorfandinn minntur á að landslag á lérefti geti aldrei verið landslag – ekki einu sinni draumur um landslag líkt og hjá súrrealistunum. V. Hvort sem við kennum það við einlægni, inni- leika, nánd, munúð eða nýrómantíska einstak- lingshyggju, þá hafa margir myndlistarmenn mætt hröðuninni í heiminum með því að hægja á tímanum í listinni. Að sama skapi hefur nátt- úrusýn myndlistarmanna þróast frá heildarsýn, yfirlitssýn aldamótaverkanna sem birta okkur veruleikann á táknrænan hátt í heild sinni, yfir í smápartasýn eða smásjárskoðun veruleikans, merki þess að samtímamaðurinn hefur misst yf- irsýn yfir veruleikann sem er hvorki endanleg- ur né fanganlegur. Breiðlinsan er orðin að að- dráttarlinsu, fjarlægð að nálægð, blátt að grænu. Líkt og landslagsmálverk gömlu meist- aranna eiga sér að mörgu leyti samsvörun í náttúrugildum rómantísku skáldanna, þá má finna vissar hliðstæður milli landslagsmálverka yngri kynslóðar íslenskra myndlistarmanna og íslenskra samtímabókmennta. Þar má nefna ljóðrænt flug hversdagslegra smáatriða í skáld- sögunni, tilhneigingu til að upphefja augnablik- ið og nándina. Því hefur verið haldið fram að „nútímatexti dvelji meira við að búa til ástand, stemningu, andrúm, heldur en frásögn. Frá- sögnin sé komin yfir í kvikmyndina“.5) Mörg ís- lensk samtímamyndlistarverk endurspegla á táknrænan hátt áhuga á sambandinu milli fjar- veru og nándar, mikilvægis og lítilvægis, hins stóra og hins smáa. Í því sambandi mætti gera greinarmun á notkun og inntaki hugtakanna „náttúra“ og „landslag“. Landslagshugmyndin tæki þá til yfirlitsmyndar brautryðjendanna, hún tengist rökrænni, kerfisbundinni hugsun heildarsýnarinnar, sem stundum er kennd við hið karlmannlega. Náttúruhugtakið aftur á móti tengist þrengra sjónarhorni, nándinni, áhuga á hinu smátæka, því sem stendur nær gróðurmoldinni og stendur að sama skapi fyrir hið kvenlega. Þá tengist náttúruhugtakið frem- ur tilfinningabundinni afstöðu til listarinnar. Verk Rögnu Róbertsdóttur snúast ekki hvað síst um stærðarhlutföll og smækkun/stækkun veruleikans á táknrænan hátt. Ragna hefur m.a. unnið skúlptúra úr náttúrulegum efnum á borð við grjót og torf, í nýrri verkum vinnur hún innsetningar úr agnarsmáum hraunmolum sem hún límir beint á vegg. Þannig vegur einföld minimalísk framsetning hins ferhyrnda ramma upp á móti óreiðu náttúrunnar. Hraunmolar hennar fela á táknrænan hátt í sér alla víðáttu lands, jafnframt búa hraunbreiður hennar yfir skýrum menningarsögulegum skírskotunum. Sambærilegar hugmyndir um hlutföll og stærðir er að finna í verkum Katrínar Sigurð- ardóttur sem líkt og margir ungir myndlistar- menn vinna með tengsl borgarmenningar og náttúru. Náttúra Katrínar er ekki villt, ósnortin náttúra hins fyrsta dags, heldur náttúra sem maðurinn hefur komið böndum á, skipulagt og kortlagt í þaula. „Dæmigert“ landslag hennar er þó hvergi til frekar en landslagið í verkum annarra myndlistarmanna af hennar kynslóð. Dæmi um það hvernig hún leikur sér að því að gera hið smáa stórt er ljósmyndir af fæðing- arblettum sem hún hefur stækkað margfalt upp og sett fram eins og landakort á þann máta að þau kalla fram í hugann eyjalandslög. En mörg verka hennar byggjast einmitt á samspili lík- ama, náttúru og menningar. Önnur verk, ekki hvað síst þrívíddarmódelin, ganga út á það að smækka það sem er í rauninni mjög stórt, a.m.k. stærra en svo að maðurinn geti haft yfir það yfirsýn. Viðmiðunin er eftir sem áður mannlæg. Táknræn samsömun milli náttúru lands og náttúru manns, kemur vel fram í vega- kortum eða þrívíddarmódelum af grænleitum akvegum sem listakonan kemur fyrir á gólfi; vegvísar mannsins skírskota á táknrænan hátt til hugans, taugakerfisins og blóðrásarkerfis- ins. Það vekur athygli að sjónarhorn unga myndlistarmannsins á náttúruna er ekki sjón- arhorn gömlu yfirlitsmyndarinnar heldur frem- ur fuglsins fljúgandi. Sjónarhornið mætti þó allt eins kenna við þann sem kemur frá útlöndum í flugvél og horfir ofan á landið, jafnsmágert og líkan af landi. Þótt Ólafur Elíasson hafi verið búsettur alla tíð erlendis hefur hann engu að síður kosið að gera íslenska náttúru að útgangspunkti rann- sókna sinna. „Ég gæti svosem einnig notað tónlist eða kvikmyndir, en ég nota Ísland, því það þekki ég og þaðan kemur mitt persónulega inntak. Ann- ars væri ég bara eins og eðlisfræðingur að rann- saka náttúrufyrirbæri.“(6) Það er að mörgu leyti táknrænt fyrir það hversu langt að komin „sýn“ Ólafs er á landið, að landslag hefur í með- förum hans glatað allri sértækri vísun til ein- stakra staða. Í staðinn snúast innsetningar hans, umhverfisverk, gjörningar og ljósmynda- verk um óhlutbundin náttúrufyrirbæri á borð við ljós, vatn, loft, þoku, hitastig, þyngd o.fl. Með því hefur hann gert náttúruna og huglæg fyrirbæri hennar að mun stærra rými en sem nemur landslagi í íslenskri myndlistarsögu. Ólafur er tæknilega sinnaður listamaður og meðhöndlar náttúruna samkvæmt því. Náttúra hans er því ekki „náttúruleg“ náttúra, heldur sviðsett náttúra, tilbúin veröld; þoka er t.d. búin til með ljósi og reykvélum, regnbogi er búinn til með fínum regnúða og varpað á hann ljósi. Við- fangsefni Ólafs er samspil skynjunar og nátt- úru, m.a. hvað stjórni skynjun mannsins og hvaða áhrif umhverfið hafi á hana. Hugmynd hans gengur út á það að náttúran sé ekki til í „hreinleik“ sínum, hún er ekki fyrirbæri per se, heldur aðeins til í gegnum skynjun eða auga þess sem upplifir hér og nú, þ.e. nútímamannsins. Landslag er því „nú- tímaupplifun“ svo vísað sé til orða listamanns- ins. Tíminn er fyrir honum hugtak bundið skynjun og veruleika áhorfanda og með því að tímatengja náttúruna – hún er ekki það sem hún var og ekki heldur það sem hún verður – er Ólafur kominn víðsfjarri symbólskri táknmynd náttúru í verkum brautryðjendanna. Það er ekki tilfinningin gagnvart mikilfengleika nátt- úrunnar sem hann leitast við að vekja líkt og í rómantískri náttúruskynjun í eina tíð, heldur tilfinning áhorfanda gagnvart eigin upplifun. Tæknibrellurnar mega því aldrei vera svo full- komnar að áhorfandi finni ekki fyrir blekking- unni. Greinin er úrdráttur úr grein sem birtist á ensku í sýningarskrá Corcoran-sýningarinnar. Tilvitnanir: 1) Jóhannes Sveinsson Kjarval. Inngangsorð eftir Hall- dór Kiljan Laxness. Helgafell, 1950. Bls. 26. 2) Björn Th. Björnsson: Íslensk myndlist á 19. og 20. öld. Helgafell, 1964. Bls. 76. 3) Hrafnhildur Schram í Ásgrímur Jónsson. Listasafn ASÍ, 1986. Bls. 5. 4) Júlíana Sveinsdóttir í viðtali við Morgunblaðið 11.9 1957. Í Júlíana Sveinsdóttir. Landslagsmyndir. Listasafn Íslands. 1989. Bls. 10–11. 5) Pétur Gunnarsson: Aldarför. Bjartur – Reykjavík 1999. Bls. 38. 6) Ólafur Elíasson í viðtali við Morgunblaðið 3. maí 1997. Höfundur er listfræðingur. Sigurður Guðmundsson: Fjall, 1980–82. Sigurður kominn aftur til upprunans, til fjallsins. Steina Vasulka: Mosi og hraun. Náttúra í stað landslags, smápartasýn veruleikans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.