Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing opin þri.–fös. kl. 14–16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Hildur Bjarna- dóttir. Til 4. nóv. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorfinnur Sigurgeirsson. Til 28. okt. Gallerí List, Skipholti 50: Elísabet Ás- berg. Til 27. okt. Gallerí Reykjavík: Vera Sörensen. Til 27. okt. Gallerí Skugga: Hver með sínu nefi. Til 21. okt. Gerðarsafn: Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrím- ur Eyfjörð. Til 4. nóv. Hafnarborg: Sigurbjörn Jónsson. Til 15. okt. Hallgrímskirkja: Detel Aurand. Til 26. okt. i8, Klapparstíg 33: Kristján Davíðsson. Rósa Sigrún Jónsdóttir. Til 27. okt. Listasafn Akureyrar: Frumherjar í byrjun 20. aldar. Til 4. nóv. Listasafn ASÍ: Harpa Árnadóttir, Sai Maarit Cedergren. Til 14. okt. Listasafn Borgarness: Sigrid Østerby. Til 2. nóv. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Naumhyggja. Til 14. okt. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna.Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró. Til 6.1. Einar Már Guðvarðarson og Bjarne Lönnroos. Til 25. nóv. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Kristján Guðmundsson. Til 16. nóv. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Helgi Gíslason myndhöggvari: Til 28. okt. Listasalurinn Man: Fríða S. Kristins- dóttir vefari. Til 20. nóv. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Vignir Jóhannsson. Til 14. okt. Listhús Ófeigs: Bubbi, Guðbjörn Gunn- arsson. Til 20. okt. Mokkakaffi: Karl Jóhann Jóns og Óm- ar Smári Kristins. Til 16. okt. Skaftfell, Seyðisfirði: Haustsýning. Til 18. nóv. Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor- gerður Sigurðard. Til 31. des. Slunkaríki, Ísafirði: Vignir Jóhanns- son. Til 28. okt. Straumur, Hafnarfirði: Marisa Nav- arro Arason. Til 14. okt. Stöðlakot: Margrét Margeirsdóttir, ljósmyndir. Til 28. okt. Þjóðarbókhlaða: Kristín Reynisdóttir. Til 3. nóv. Þjóðmenningarhúsið: Skjöl frá Þjóð- fundinum. Til 15. okt. Þjóðskjalasafn Íslands: Skjöl Einars Laxness. Til 1. des. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Fjölbrautaskólinn í Garðabæ: Vínar- drengjakórinn. Kl. 17. Hafnarborg: Norðurljós, Tónlistarhá- tíð Musica Antiqua. Kl. 18. Íslenska óperan: Töfrafl. Kl. 19. Sunnudagur Bústaðak.: Camerarctica. Kl. 20. Íslenska óperan: Töfrafl. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Kammerhópur Salarins. Mozart. Kl. 16:30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Guðrún Birgis- dóttir og Peter Máté. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Blásarakvintett Reykjavíkur. Kl. 19:30. Föstudagur Háskólabíó: SÍ. Blásarakvintett Reykjavíkur. Kl. 19:30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, 13., 17. okt. Vatn lífsins, 14., 18. okt. Blái hnöttur- inn, 14. okt. Hver er hræddur við Virg- iníu Woolf? 13., 17., 18. okt. Vilji Emmu, 13. okt. Borgarleikhúsið: Kristnihald undir Jökli. 13., 14., 18., 19. okt. Beðið eftir Godot, 14., 18., 19.okt. Píkusögur, 13., 18., 19. okt. Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn, 13. okt. Leikfélag Akureyrar: Blessað barnalán, frums. 19. okt. Möguleikhúsið: Skuggaleikur, 21. okt. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U ÞAÐ var Erla Þórarinsdóttir sem áttihugmyndina að því að myndlistar-mennirnir fjórir héldu saman sýninguen þau eru öll af sömu kynslóð og eru góðir vinir. Hver um sig sýnir verk sem hann hefur verið að fást við undanfarið og eru þau unnin með ólíkum aðferðum og efnum. Hulda Hákon segir að skilja megi sýninguna sem fjórar einkasýningar, þar sem ekki sé unnið út frá heildarþema og sýningarhlutarnir séu skýrt að greindir. „En um leið eiga sýning- arnar vel saman því öll vinnum við með manneskjuna og tengsl út frá henni á ein- hvern hátt,“ segir Hulda. Það er einmitt út frá samgangi vinanna sem eitt verka Steingríms Eyfjörð, Vörpun, er sprottið. Steingrímur sýnir þrjú verk á neðri hæð safnsins, Ljóðaljóðin á Miklubraut- inni, vatnslitamyndir um súkkulaðineyslu, auk fyrrnefndrar Vörpunar sem unnin er í kjölfar dularfullrar uppgötvunar Erlu Þór- arinsdóttur á fatadræsum í gömlum skáp í vinnustofu sinni. Um er að ræða rifinn kven- undirkjól, rifnar kvenmannsnærbuxur og blúndudulu, sem líklega hefur verið gardína, með óljósum blettum í. „Erla fann nærfötin í kuðli inni í skáp sem falinn hafði verið bak við eldhúsinnréttingu og neglt fyrir hann. Hann hafði líklega ekki verið opnaður í ára- tugi og fékk Erla á tilfinninguna að þarna hefði eitthvað óvenjulegt, jafnvel glæpsam- legt átt sér stað. Hún sagði mér frá þessu þegar ég kom í heimsókn skömmu síðar. Ég fékk strax áhuga á að athuga þetta nánar og fór með fötin til fjögurra miðla og fékk þá til að segja mér hvað hefði gerst.“ Á sýningunni geta gestir sett sig inn í málið, með því að skoða sjálfa hlutina, lýsingu á samskiptum þeirra Erlu og Steingríms og mynd af skápn- um, myndbandsupptökur af frásögnum miðl- anna og úrvinnslu Steingríms á brotakenndri frásögn þeirra. „Ég er ekki síður að velta fyrir mér þeirri vörpun sem á sér stað þegar fólk reynir að túlka atburði og geta í eyður. Niðurstöðurnar eru alltaf háðar vitundar- ramma manneskjunnar sjálfrar, sem varpar einhverju frá sjálfri sér yfir á ráðgátuna sem fyrir er. Ég víkka þessa tilraun út með því að bjóða sýningargestum að ganga inn í þetta túlkunarferli.“ Steingrímur heldur áfram að vinna að því sem skilja má sem sem kortlagningu hins ímyndaða, skynjaða, ósýnilega í hinum tveim- ur verkum sýningarinnar. Fjórar vatnslita- myndir um konfektát skrásetja á myndrænan hátt skynjaða reynslu Steingríms allt frá því að súkkulaðimoli er borinn upp að munninum og þar til hann hefur verið innbyrtur. Ljóða- ljóðin á Miklubrautinni eru unnin út frá verk- efni, þar sem Steingrímur gaf nokkrum karl- mönnum það verkefni að lýsa hinni fullkomnu konu, á skipulegan hátt og nota líkingar til að lýsa hverjum líkamshluta fyrir sig. Tímasetningar úr silfri Erla Þórinsdóttir sýnir syrpu málverka sem hún nefnir Tímasetningar. Um er að ræða fjórtán málverk sem unnin eru í olíulit og blaðsilfur á striga, og leitast Erla þar við að fanga birtingarform tímans með því að gera tilurðartíma verkanna sýnilegan. Verkin bera undirtitla á borð við „6 sinnum fullt tungl, desember 2000 – maí 20001“, „vorjafn- dægur 2001“ og „apríl 2000“. „Ég vann verk- in markvisst út frá tíma, og miða ég þá við þær tímasetningar sem manneskjan þekkir og hefur alla tíð tekið mið af. Sá tími sem manneskjan hefur búið sér til tengist gangi sólar og tungls, hann endurtekur sig, er hringrænn,“ segir Erla. „En um leið er þessi tími mennskur því við mótum hann og skynj- um út frá okkar stutta lífi og út frá lífsklukku líkamans. Þessi mennsku hlutföll nota ég jafnframt í formum verkanna.“ Í verkunum kannar Erla það mark sem ljósið setur á efni í tímanum og notar til þess ljósnæma eiginleika blaðsilfurs. Um leið og myndflöturinn er þakinn silfrinu hefst ox- unarferli, sem greina má í breytingum á áferð silfursins, sem heldur áfram allt þar til það er stöðvað með lökkun. Erla hefur notað nokkuð birtingu tímans í efninu í myndlist sinni. Hún bendir t.d. á að á tjöldunum í Tjarnarsal Ráðhússins, sem hún gerði með Gerlu Geirsdóttur, séu stjörnur sem lýsist upp við ákveðna afstöðu birtunnar á ákveðn- um árstíma og birti því hringrás tímans og eilífð hans. Verkin sem hún sýnir nú í Gerð- arsafni eru hins vegar njörvuð niður í tíma og mynda fastar „Tímasetningar.“ Sundurleitar heildir Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar hafa ekki haldið saman sýningu áður hér á landi. Hulda sýnir frásagnarkenndar lágmyndir sem steyptar eru í gifs og sýna mannsandlit, eld- og blómahaf. Í miðju hverrar lágmyndar er óræður texti sem engin augljós tengsl hef- ur við sjálfa myndina. Hulda segir heildir myndanna unnar út frá óljósum tengingum, sem hún kunni ekki skýringu á, en vilji þvert á móti eftirláta áhorfendum verksins að lesa í „Þó ganga ákveðnir þættir í gegnum verkin sem gefa áhorfendum vísbendingar til að vinna eftir. Mótasagnir og andstæður birtast í bláu draumkenndu blómahafinu annars veg- ar og rauðum eldtungunum hins vegar. Sömuleiðis finnur áhorfandinn ef til vill tog- streitu í að samræma textann við myndina. Í lágmyndunum af andlitum nota ég tilfinningu fyrir mannmergð og návígi annars vegar og einstaklingsvitund og frjálsa ferð hins veg- ar.“ Lágmyndir af andlitum vann Hulda á þessu ári og segir hún ákveðnar hugleiðingar hafa verið ráðandi í vinnslu þeirra. „Þótt Ís- land sé strjálbýlt upplifum við ef til vill veruna hér sem mikið nábýli, vegna þess að hér þekkja allir alla. Kannski fela myndinar líka í sér spurningar um múgmennsku og einsleitni,“ segir Hulda. Verk Jóns Óskars á sýningunni eru unnin með blandaðri tækni, út frá veggfóðri, ljós- myndum, tölvugrafík, málverkum og ýmsu öðru. Hér segist Jón Óskar nota mynstur og endurtekningar sem verið hafa áberandi við- fangsefni í málverkum hans. „Mynstur skipa gjarnan einhvers konar bakgrunnsskreytingu í umhverfi okkar, sem við gefum engan sér- stakan gaum. Myndirnar sem ég sýni hér vann ég að grunninum til út frá ólíkum gerð- um veggfóðurs sem ég keypti í Berlín fyrir nokkrum árum. Framhaldið er síðan nokkurs konar bræðingur ólíkra hluta og miðla sem ég hef fengist við í mínu starfi, ekki eingöngu sem myndlistarmaður heldur einnig á sviði hönnunar og tölvutækni. Þarna er um að ræða ólíka hluti sem ég hef komið að, en eiga ekkert sameiginlegt. Á þessari sýningu ákvað ég að dengja þessu öllu saman. Þarna eru því mynstur, skissur, persónur og textar úr tölvuleiknum „Counter Strike“ og fleira. Þannig reyni ég að mála þessi ólíku viðfangs- efni saman og mála mig um leið út úr þeim.“ Myndum Jóns Óskars er raðað saman í nokkurs konar fleka sem þekja hluta veggja sýningarsalarins. Vegna þess úr hversu ólík- um áttum viðfangefnin koma leitaðist hann við að steypa þeim í sama formið. „Mynd- irnar eru allar af sömu stærð, og hjúpaðar með gleri sem límt er fast við þær. Þannig er ég á vissan hátt að sterilísera myndirnar, drepa þær.“ Jón segist hafa lagt áherslu á hratt og tilraunakennt vinnuferli, hann prófi sig þar áfram og skapi sér þannig nýja vídd til að vinna áfram með. Sýningunni lýkur sunnudaginn 4. nóvem- ber og er jafnframt hægt að skoða hana á veraldarvefnum á slóðinni www.jesh.org, á sýningartímanum. SKYNJAÐAR HEILDIR FJÖG- URRA MYNDLISTARMANNA Morgunblaðið/Kristinn Erla Þórarinsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Jón Óskar og Hulda Hákon sýna í Gerðarsafni. Þau Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð opna í dag kl. 15 sýningu í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR brá sér í Gerðarsafn, skoðaði sýninguna og ræddi við listamennina. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.