Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 H INN 15. febrúar 1953 skrifar Sigfús Daðason skáld Elíasi Mar rithöfundi frá París en heimsfrumsýning á Beðið eftir Godot hafði þá verið 5. janúar. Í bréfinu segir hann m.a.: „Ég sá merkilegt leikrit í gær eftir Samuel nokkurn Beckett. Ég býst varla við þú kannist við hann því hann hefur verið lítt þekktur. Hann var secrétaire Joyces, er írskur, um fimmtugt, býr í úthverfi og kemur sjaldan í bæinn. Byrjaði að skrifa á ensku án þess að nokkur tæki eftir því. Verteraði yfir í frönsku: tveir rómanar, þetta leikrit sem er með því interessantasta sem ég hef séð hér enda af- arvel fært upp. Jean Louis Barrault og Made- laine voru í leikhúsinu.“ Framhaldið er flestum kunnugt og Beðið eft- ir Godot er nú talið eitt merkasta leikrit sem fram kom á 20. öldinni; stöðug uppspretta nýs innblásturs nýjum kynslóðum. Það hefur vafist fyrir mörgum að lýsa inni- haldi þessa margslungna verks og má helst líkja því við laukinn hans Péturs Gauts en undir hverju lagi leynist nýtt lag án þess að innihaldið láti beinlínis á sér kræla. Í sem stystu máli þá segir Beðið eftir Godot frá þeim Estragon og Vladimir sem bíða við vegamót eftir Godot, sem hefur lofað að koma. Þeir hafa aldrei séð hann og þekkja hann ekki neitt en eru samt sann- færðir um að hann láti sjá sig á endanum. Þeir stytta sér stundir með ýmsum hætti meðan á biðinni stendur, spjalla, rífast og leika sér; tvisv- ar birtist lítill drengur með þau skilaboð að Godot sé á leiðinni. Í millitíðinni kemur náung- inn Pozzo með þræl sinn Lucky í bandi en hverf- ur á brott jafnskjótt. Ekki löngu síðar birtast þeir aftur en þá hafa orðið hlutverkaskipti hjá þeim, Lucky teymir nú Pozzo. Margir hafa lagt sig fram við að útskýra hvað í þessari atburðarás felist, hlutskipti mannsins í veröldinni, eilíf bið eftir lausnaranum í ein- hverri mynd; að lífið sé þegar allt kemur til alls ekkert annað en bið á vegamótum og stærsta blekking mannskepnunnar sé að neita að horf- ast í augu við raunverulegt hlutskipti sitt, al- gjöra einsemd í alheiminum. Þetta er hin myrk- ari sýn á merkingu þessa margræða leikrits því að jafnauðvelt er að finna jákvæða hlið á efni þess. Ef maðurinn er einn og yfirgefinn í veröld- inni þá hefur honum hlotnast sú náðargáfa að geta lifað í voninni og haft óbilandi trú á því að framundan sé eitthvað annað og betra, að trúin og vonin séu sterkustu haldreipi mannsandans. Fyrsta uppfærsla á Godot hérlendis var rúm- um 7 árum eftir frumsýninguna í París, Baldvin Halldórsson stýrði þeim Brynjólfi Jóhannes- syni og Árna Tryggvasyni í sýningu Leikfélags Reykjavíkur í mars 1960 og urðu sýningar alls 7. Rúmum 20 árum síðar lék Árni aftur í Godot í uppfærslu Odds Björnssonar á Akureyri. Önnur tuttugu ár hafa nú liðið og hillir undir tvenn tímamót í Borgarleikhúsinu. Beðið eftir Godot verður frumsýnt á morgun og með því verður nýtt leiksvið, Nýjasviðið, opnað með við- höfn. Sænski leikstjórinn Peter Engkvist er ekki beinlínis nýgræðingur í íslensku leikhúsi. Hann kom hingað fyrst á Listahátíð 1992 með rómaða og óborganlega fyndna sýningu á Hamlet þar sem einn leikari fór með öll hlutverkin en kom verkinu eigi að síður dásamlega vel til skila. Engkvist stofnaði þremur árum síðar til sam- starfs við Benedikt Erlingsson og leikstýrði honum ásamt Halldóru Geirharðsdóttur í einni af vinsælustu íslenskum sýningum síðasta ára- tugar, Ormstungu – ástarsögu. Þriðja verkefnið sem Engkvist hefur leikstýrt var uppfærsla á eigin barnaleikriti Lofthræddi örninn, hann Örvar í Þjóðleikhúsinu. Þar fór Björn Ingi Hilmarsson með eina hlutverkið og mætti af þessu ráða að Engkvist sérhæfi sig í uppfærslu einleikja. Svo er þó ekki, enda hefur hann á heimavelli sínum, Pero-leikhúsinu í Stokkhólmi, fært upp alls kyns leikverk sem flest eiga þó sameiginlegt að vera unnin frá grunni af Eng- kvist og leikhópi hans. Hann lýsir ánægju sinni með samstarfið við íslenskt leikhúsfólk og segir það opið og tilbúið að láta reyna á nýjar hugmyndir. Hann lýsir því hvernig sænskir leikarar séu varkárari í vinnu sinni og vilji helst fá staðfestingar fyrirfram á gildi hugmyndanna áður en fallist er á þær. Hann segir að lykilatriðið í allri leikhúsvinnu í sínum huga sé samvinna og árangur samvinn- unnar sé samspil trausts og trúnaðar innan hópsins. „Það er því betra að þekkja það fólk sem maður vinnur með, vita hvað það getur og hvort það er tilbúið að takast á við eitthvað nýtt. Læra saman.“ Engkvist býr að þeirri sérstöku reynslu að eiga nú þátt í því að opna leiksvið á Íslandi í ann- að sinn. Hið fyrra var þegar Skemmtihúsið við Laufásveg var vígt með frumsýningu á Orms- tungu – ástarsögu. „Þetta er mjög skemmtileg tilviljun. Nýja sviðið í Borgarleikhúsinu er mjög skemmtilegur salur og ég þekki varla aðrar vinnuaðstæður í íslensku leikhúsi en eilíf ham- arshögg og bið eftir að leikhúsið verði tilbúið.“ Beðið eftir Godot hefur verið talið eitt af helstu verkum þeirrar stefnu sem kennd er við fáránleikann, absúrdleikhúsið. „Ég hef aldrei skilið hvað er fáránlegt við þetta leikrit. Þetta er mjög skiljanlegt verk en um leið er það frá- bært leikhúsverk. Þetta er óumdeilanlega eitt af merkustu leikhúsverkum sem heimurinn hef- ur eignast.“ Beðið eftir Godot er draumaverkefni, að mati Engkvists. „Þegar ég las þetta leikrit sem tán- ingur var það eins konar opinberun fyrir mig. Ég vissi ekki hægt væri að skrifa leikrit á þenn- an hátt. Textinn er eins og tónlist, hljómfallið er sterkt og svo er það óborganlega fyndið um leið og það er einstaklega dapurlegt. Það er freist- andi að draga samlíkingu milli þess umbrota- tíma sem Beckett skrifar verkið á – í kjölfar heimsstyrjaldarinnar – og þeirra tíma sem við lifum á nú. Atburðirnir í haust hafa skapað óör- yggi og jafnvel ótta hjá fólki við framtíðina. Spurningarnar sem verkið leggur fyrir okkur eru einfaldar en rista djúpt. Til hvers lifi ég? Hverju er ég að bíða eftir? Þetta er nútíma- leikrit eins og þau gerast best og gæti hafa verið skrifað í gær. Þetta er leikrit sem afhjúpar okk- ur sem þau börn sem við erum. Líf okkar er hlaðið alls kyns þörfum sem okkur hefur verið talin trú um að við höfum. Öll þessi tæki og tól sem við söfnum í kringum okkur. Öll neyslan. En Beckett sýnir okkur að við erum í rauninni ósköp lítil og hrædd og vonum bara að allt verði gott.“ EILÍF VON OG ÓBILANDI TRÚ Nýtt leiksvið, Nýja sviðið, verður opnað í Borgar- leikhúsinu á morgun með frumsýningu á Beðið eftir Godot. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við leikstjórann Peter Engkvist. havar@mbl.is ... og segja hvor öðrum sögur og brandara ... Morgunblaðið/Jim Smart ... rífast og þrasa svolítið ... Vladimir og Estragon drepa tímann með því að leika sér ... Beðið eftir Godot eftir Samuel L. Beck- ett. Þýðandi: Árni Ibsen. Leikendur: Benedikt Erlingsson, Hilmir Snær Guðnason, Björn Ingi Hilmarsson og Halldór Gylfason. Börn: Arnmundur Ernst Björnsson og Haraldur Ari Stefánsson. Leikstjóri: Peter Engkvist. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Ögmundur Jóhannsson. Tónlist: Sten Sandell. Leikarar og listrænir stjórnendur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.