Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 „Sérkenni fegurðarinnar í nytjamunum er nándin (intemacy). Þar sem nytjamunir eru hluti af daglegu lífi okkar verður þessi nánd okkur nauðsynleg.“ – Soetsu Yanagi. S Ú umbylting sem á sér stað í leir- listakennslu innan Listaháskóla Íslands hefur valdið mér nokkr- um heilabrotum og kveikja eft- irfarandi skrifa minna. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan ég flutti til landsins árið 1980 og tók við stöðu umsjónarkennara leirlistardeildar Myndlista- og handíðaskólans, sem ég síðan sinnti í 4–5 ár. Þetta voru talsverð umskipti fyrir mig þar sem ég kom frá „Skolen for Brugskunst“ í Kaupmannahöfn (SFB), þar sem ég hafði kennt í níu ár. Skólinn var bæði í rýmisþröng og fremur illa tækjum búinn, en MHÍ þó enn verr á vegi staddur í þeim efnum. Aðeins einn rafmagnsofn til, sem reyndar var í lamasessi, ein tegund af leir og nær engin hrá- efni til glerjungagerðar. Engin kennsluáætlun finnanleg – í stuttu máli afleit aðkoma. Til að auka skilning á faginu og mikilvægi kennslunnar langar mig til þess að gera stutta grein fyrir ferli leirmunagerðar. Þegar ég nam leirlist við SFB var okkur sagt að leirinn væri það fyrsta sem huga skyldi að. Leirinn grund- völlur verksins, þar sem leirtegundir eru bæði fjölmargar og afar ólíkar, og því er mikilvægt að velja þá gerð sem hentar. Við lærðum að fram- leiða okkar eigin leir og með því fengu gripir okkar persónulegra yfirbragð. Ekki aðeins út- bjuggum við rennsluleir, heldur einnig leir til steypingar, sem oft þurfti að stilla saman við rennsluleirinn þannig að þessar leirtegundir yrðu sem líkastar eftir brennslu, t.d. ef unnið var með stellvöru sem bæði þurfti að steypa í gifsform og innrenna. Leirinn er gömlu leir- kerasmiðunum heilagur hlutur og hann skyldi helst mjög gamall – þroskaður (líkt og gamall ostur) eins og það hét hjá gömlu leirkerasmið- unum í Danmörku, er unnu með rauð- eða blá- leir sem þeir grófu úr jörðu. Leirinn var lagður í leirgröf í nánd við verkstæðið og geymdur þar í mörg ár. Sagan segir hafa verið til siðs að kasta vatni á leirinn þar sem þvagsýran gerir hann betri meðferðar – þjálli. Góðum dönskum vini mínum, sem skrifað hefur margar bækur um leirlist og leirvinnsluaðferðir, var fyrir mörgum árum boðið í heimsókn til þekkts Raku-meistara í Japan. Meistarinn var að vinna með leir sem grafinn hafði verið úr leirgröf fjölskyldunnar og vinur minn spurði hann: „Þegar þú gerir þinn eigin leir – hvenær er hann þá tilbúinn til notk- unar?“ Rakumeistarinn svaraði: „Ég nota ekki minn eigin leir – heldur barnabarn. Leirinn sem ég nota var unninn af afa mínum.“ Steinleirsnámur fara minnkandi Í okkar heimshluta finnst aðeins jarðleir og steinleir í jörðu. Reyndar fara steinleirsnámur minnkandi og er þessi leirtegund því oftast blönduð úr hráefnum, ýmist á verksmiðjum, minni verkstæðum, eða, eins og ég kenndi nem- um mínum, á verkstæðum skólanna. Það skal einnig tekið fram að náttúrulegt postulín finnst einnig í Asíu, að því er ég best veit. Af þeim sök- um er postulín oftast samsett úr hráefnum og þarf að geymast lengi. Mótun leirsins tekur við þegar hann hefur veri hnoðaður. Mótunin er að sjálfsögðu grund- vallaratriði og möguleikarnir nær ótæmandi. Aðeins einn hluti hennar – rennslan – er heilt fagnám og sama gildir um gifsformagerð. Frjáls mótun krefst einnig langrar æfingar svo og módelgerð fyrir gifs. Gifs er að mörgu leyti spennandi hjálpartæki við mótun og gefur möguleika á allt öðrum útfærslum en rennslan. Unnt er að renna og draga form í gifs en hið síð- arnefnda gefur m.a. möguleika á sívalnings- og ferhyrndum formum. Kunnátta við gerð gifs- forma er hagnýt þegar neminn er kominn með eigið verkstæði og góð að grípa til í einstaka til- fellum – jafnvel þótt hann framleiði ekki steypta muni. Glerjungafræðin er heilt sérnám, en eigi að síður fengum við talsverða innsýn í hana á mín- um skólaárum. Hér er enn um haf möguleika að velja. Við lærðum um nauðsyn þess að gera glerjung í samræmi við leirtegundina, þar sem leirinn minnkar í brennslu og glerjungurinn þarf að geta hreyfst með. Glerjungurinn skyldi einnig valinn með tilliti til hvaða hlutverki grip- urinn átti að þjóna og miklar kröfur til hans á nytjavöru. Má nefna að skreytimöguleikarnir eru heill heimur út af fyrir sig, s.s. undir- og yfirglerj- ungslitir, leirlitir, málmsölt o.s.frv. Svo er það brennsla leirsins, sem krefst ekki síður menntunar og reynslu. Í verksmiðjunum og stærri verkstæðum sjá brennslumeistarar alfarið um þá hlið. Brennsla postulíns er vanda- sömust, þar sem postulínið á helst að vera þunnt og hálfgegnsætt – eitt af aðalsmerkjum þess- arar leirtegundar. Vandinn er sá að við brennsl- una – oft nær 1.320–1.350°C – verður postulínið mjúkt og krefst því að notuð séu stuðningsform sem kemur í veg fyrir að leirinn falli saman. Iðu- lega eru bollar brenndir á haus svo þeir verði ekki skakkir og þannig má lengi telja. Svo finnast einnig fleiri brennsluaðferðir og þar með mismunandi ofnar. Ein gerðin er kolaofninn sem Guð- mundur frá Miðdal notaði á sínum tíma, en er sjaldan notaður. Að því er ég best veit á Den Kongelige Porcel- ænsfabrik í Kaup- mannahöfn aðeins einn slíkan. Hann aðeins notaður til brennslu á sérstæðum munum. Eldiviðarofninn spennandi ferli Eldiviðarofninn býð- ur upp á spennandi vinnuferli, brennir miklum viði, en á móti kemur að mögulegt er að gera ótrúlega hluti í slíkum ofni. Ef ekki er ætlunin að fá svokallaðan öskuglerjung á grip- ina er nauðsynlegt að brenna þá í leirköppum, þar sem sálf viðaraskan sest á yfirborðið og myndar glerjung. Gasofnar eru mikið notaðir enda góðir og ein- faldir í notkun. Aðalkostur gasofnsins er sá að auðvelt er að breyta ferli brennslunnar, t.d. að brenna í afoxandi lofti (mikið gas – lítið súrefni) og hafa þannig áhrif á lit glerjungsins – jafnvel breyta honum í andstæðu sína. Þetta á sér stað varðandi hinn fræga Uxablóðsglerjung, en hann er fenginn með því að brenna koparglerjung – sem alla jafna verður grænn í rafofni – þannig að hann verður blóðrauður í afoxandi brennslu. Mér hefur verið sagt, að járnglerjungur sem brenndur var afoxandi í tvær vikur hafi orðið dökkblár, en verður annars rauðbrúnn í rafofni, sannarlega spennandi heimur. Á námsárum mínum í SFB fengum við innsýn í alla þessa hluti á fyrri hluta námstímans, en síðan valdi nemandinn sitt fagsvið. Námið var á þeim tíma fjögur ár, en skólaárið var talsvert lengra og samfelldara en hér tíðkast. Mögulegt var að framlengja námið um eitt ár ef að baki umsókninni lá verðugt verkefni. Á kennsluár- unum við MHÍ taldist mér til að á fjórum árum lærðu nemendur ámóta í handverki og tækni og nemendur í SFB á tveimur árum. Þó skal tekið fram að listasaga var stór þáttur námsins í MHÍ en vantaði illu heilli á SFB. Ekki er óraunhæft að draga þá ályktun af ofanskráðu að skólaárin þyrftu að vera sex. Ég ber mikla virðingu fyrir myndlist og reyni eftir megni að fjárfesta í henni, fegra og prýða með heimili mitt. Hins vegar lít ég ekki á sjálfan mig sem myndlistarmann, heldur listhand- verksmann, sem ég tel fullgilt og jafn spenn- andi. Er menntaður sem keramikhönnuður – með alhliða menntun eins og að ofan getur – en því miður finn ég ekki mikinn skilning á þessari menntun hér á Íslandi, sem e.t.v. er skiljanlegt þar sem fagið er ungt. Hins vegar vekur það hjá mér furðu að frumherjarnir skuli ennþá vera þeir jarðtengdustu í greininni. Guðmundur frá Miðdal, Gestur og Rúna í Laugarnesi og Ragn- ar Kjartansson, sem stofnaði keramikverk- smiðjuna Glit ásamt fleira góðu fólki, hugs- uðu stórt og höfðu mik- inn metnað í faginu. Því miður varð þróunin ekki í sömu veru og listrænn metnaður hvarf fyrir öðrum minna háleitum sjón- armiðum. Litið til þróunar leir- listar á Íslandi er eng- inn vafi á því að Guð- mundur frá Miðdal og fólk hans í Listvina- húsinu var langt á und- an sinni samtíð – eða jafnvel fremur í takt við sína samtíð. Þar má greina djúpstæðan áhuga á efninu og þá einkum leirnum, enda gerði Guðmundur allt sem í hans valdi stóð til þess að unnt væri að nýta íslenska leirinn í framleiðslu. Ekki fæ ég séð að aðrir hafi stofnsett ker- amikverkstæði með viðlíka eldmóði og hugsjón- um hvað varðar meðferð og úrvinnslu á leirnum og þessir frumherjar. Veggur milli deilda Þegar ég kenndi við MHÍ tjáði ég þáverandi skólastjóra, Einari Hákonarsyni, að það besta sem hann gæti gert fyrir listhandverksfögin væri að steypa hurðarlausan 30 cm þykkan vegg milli þessara deilda, þ.e. listhandverksdeildanna annars vegar og myndlistardeildanna hins veg- ar, þar sem grundvöllurinn fyrir hönnun og frjálsa listsköpun er af mjög ólíkum toga og mér fannst nálægðin við myndlistina rugla nemend- ur mína. Ég kom því á að nemendur leirlist- ardeildar fengju fríhandarteikningu, sem ann- ars stóð aðeins til boða í grunnnámsdeildum. Sú er nefnilega trúa mín að aldrei sé of mikið gert af slíku þar sem hin fyrsta og upprunalega formtilfinning fæðist gjarna á pappír. Ég fékk til kennslunnar ungan myndlistarmann og tók skýrt fram að nemendurnir ættu að fá æfingu í fríhandarteikningu og hlutateikningu (þ.m.t. líf- rænir hlutir, greinar, blóm o.þ.h.). Þegar ég leit inn í þriðju kennslustund voru nemendur byrj- aðir að mála með vatnslitum og teikna með krít (!), sem sagt æfa sig í að verða myndlistarmenn. Eins og fram kemur er ég uggandi um fram- tíðina varðandi sjálft fagið – hvað er á döfinni? Þá má geta þess, að mínum gamla skóla, SFB, hefur einnig verið breytt, ekki í listaskóla heldur í hreinan hönnunarskóla, þar sem deild- irnar (keramik/gler, textíll, grafík) hafa verið leystar upp og neminn getur – að því er mér skilst – unnið á verkstæði sem hentar hinu markaða verkefni hverju sinni. Leyfi mér að efast um ágæti þessarar þróun- ar þar sem ég er einn þeirra sem enn trúa – og þora að viðurkenna – að innsýn í efnið og með- ferð þess geri menn að betri hönnuðum. Sem dæmi má nefna að áður fyrr var sú krafa gerð á SFB að allir sem komu inn á húsgagnahönn- unardeild skólans væru menntaðir húsgagna- smiðir. Þetta er ekki lengur þannig, en hér skal engan veginn fullyrt að hinir eldri hafi verið betri hinum yngri – kemur fram í fyllingu tím- ans. Trúlega tekið stórt upp í sig að fullyrða nauð- syn þess að hafa tök á efninu áður en unnt sé að skapa í því og er mér ljóst að mögulegt er að gera svokallaða teikniborðshönnun – oft í plast eða gerviefni – en þegar um er að ræða nátt- úruleg efni eins og keramik, gler, textíl og járn eru reglurnar aðrar. Sonur minn, sem er eld- smiður að mennt, segir til að mynda dapurlegt að upplifa hve arkitektar hafi takmarkaðan skilning á sérkennum járnsins og möguleikum þess. Mér skilst að á SFB sé ákveðið fyrirkomulag við lýði þannig að er nemendur hafa komið hug- myndum sínum endanlega á blað geti þeir farið á gler-, keramik-, járn- eða tréverkstæðin og fengið þar aðstoð fagfólks til þess að útfæra hugmyndirnar. Ef skólinn getur hins vegar ekki veitt þessa þjónustu er sótt aðstoð út fyrir veggi hans. Þetta vekur áleitnar spurningar þess eðlis hvort hönnunardeild Listaháskólans muni í framtíðinni hafa yfir að ráða fólki sem valdið geti hinum ýmsu verkefnum sem upp koma. Ég veit að á leirlistardeildinni hafa komist á tengsl við leirlistarmiðstöð í Ungverjalandi þar sem nemendur hafa m.a. átt þess kost að kynnast að- skiljanlegustu brennsluaðferðum. Einnig að þeir hafa fengið í heimsókn gestakennara frá mínum gamla skóla SFB, m.a. mann sem veit nánast allt um glerjung og brennslu. Mun þessi þróun halda áfram og hafa verið gerðar áætlanir til þess að halda utan um og auka þá grundvall- arþekkingu sem fengist hefur til þessa og þarf að vera fyrir hendi hjá fólki innan skólans eða í tengslum við hann? Engin launung er á að ég hef ætíð undrast áhugaleysi ráðamanna MHÍ (nú LHÍ) á starf- semi okkar Sigrúnar hér í Bergvík. Við höfum sett á fót og starfrækjum fyrsta heit-glerverk- stæði, glerbrennslu, á Íslandi, en fagið er sem kunnugt er 4000 ára gamalt. Það er fjarri því að ég sé að bera lof á framleiðslu okkar er ég segi að við búum yfir viðamikilli þekkingu á meðferð glers, ekki aðeins blásins (brædds – heitunnins) heldur einnig ofnsteypts og kaldunnins (slíp- aðs). Á þessum 19 árum sem við höfum starf- rækt verkstæðið hafa aðeins tveir skólastjórar heimsótt Bergvík, skoðað aðstöðu okkar og um- svif. Þetta hefur ekki raskað nætursvefni, en hins vegar hafa margir nemendur leitað hingað í gegnum tíðina og reynt að sækja sér upplýs- ingar um gler og glergerð. Á stundum höfum við ekki getað sinnt þessum einstaklingum sem hafa komið í missmáum, dreifðum hópum, oft án þess að gera boð á undan sér, og mikil synd að þeir fái ekki innsýn í þennan spennandi heim sem glerið er. Einnig hefur gerst, nú þegar hönnunardeild hefur verið stofnuð, að nemend- ur hafa hringt til okkar og beðið okkur að blása fyrir sig glös. Hrópandi sönnun fáfræðinnar Mér skilst að kennari hafi gefið nemendum það verkefni að hanna glasasett, sem er að mín- um dómi hrópandi sönnun fáfræðinnar hvað glerblástur og glerhönnun varðar. Það krefst ómældrar vinnu og undirbúnings að hanna glös og móta, og það læðist að mér sá grunur að kennari sem lætur nemendur fá slík verkefni hafi mjög takmarkaða innsýn í handverk. Er nú einu sinni svo, að ef kunnátta í einni handverks- grein er fyrir hendi vekur það oftar en ekki skilning og virðingu á fleiri handverksgreinum. Ef til vill gamaldags hugsunarháttur að mér er fyrirmunað að skilja hvað hönnunardeildin gengur eiginlega út á. Bið forláts ef ég stuða ein- hverja, en ég skil ekki hvers vegna við ættum að gefa upp á bátinn þessa árþúsundagömlu þekk- ingu sem keramikið er, einmitt nú þegar hinn ungi angi hennar var einmitt að skjóta rótum hér á Íslandi, – aðeins nokkurn veginn 65 ár að baki. Við munum alltaf nota nytjamuni í okkar daglega lífi. Hvers vegna veitum við ekki öllum þeim sem hafa hæfileika, löngun og metnað möguleika á að læra fagið og þróa það áfram? Hvaða leið skyldi svo farsælust til þess að halda kennslu í leirlist á því stigi sem er for- senda þess að greinin fái áfram að þróast og dafna? Trú mín, að nauðsynlegt sé að stofna nýjan skóla yfir gömlu listhandverksfögin, til að mynda textíl, grafík, leirlist og jafnvel gler. Á Borgundarhólmi hefur slíkur skóli verið stofn- aður, reyndar aðeins fyrir keramik og gler, – rökrétt svar við hreinum hönnunarskóla. Til þarf að vera stofnun þar sem þekking og reynsla gömlu faggreinanna er varðveitt og þróuð. Stofnun og rekstur slíks skóla er alla jafna auð- veldari í framkvæmd í stærri samfélögum, en á móti vaknar sú spurning hvaða möguleika allir hinir mörgu hönnunarnemendur hafi að námi loknu hérlendis. Reyndar mun hönnunarnám nýtast víða í öðrum störfum, en skyldi það markmiðið? Ég skora á þá sem ákvarðanirnar taka að skoða vandlega hina stuttu sögu leirlistar á Ís- landi og koma í veg fyrir að alt það sem þegar hefur áunnist glatist, ekki og nefnilega ekki sjálfgefið að það verði endurheimt. HUGRENNINGAR UM LISTHANDVERK E F T I R S Ø R E N S TA U N S A G E R L A R S E N Höfundur er listhandverksmaður. Richard Kjærgaard: Teketill 1945. Glittaður rauðleir. Birgitte & Hans Börjeson: Krukka 1993. Saltglerjungur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.