Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 13 TÖLUVERÐAR deilur virðast nú ríkja um starfsemi Lincoln Center-menningarmiðstöðv- arinnar í New York. Gerist þetta á sama tíma og óvíssa rík- ir um framhald endurbóta á húsnæði miðstöðvarinnar, sem metnar eru á milljarða dollara, og afsögn Gordon J. Davis, yf- irmanns Lincoln Center, er yf- irvofandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ósætti ríkir um listgreinar Lincoln Center, en Metropolit- an-óperan og New York City- balletinn virðast nú hafa fylkt liði gegn Fílharmóníusveit New York-borgar, New York- óperunni og Lincoln Center. Er það staðsetning á nýju húsi New York-óperunnar í Lincoln Cent- er, sem er í næsta nágrenni við Metropolitan-óperuna, sem valdið hefur fjaðrafokinu að því er greint var frá í dagblaðinu New York Times á dögunum. Stjórn Metropolitan-óperunnar er alfarið mótfallinn þessari nýju staðsetningu keppinaut- arins, sem og hvelfingunni sem rísa á yfir torgi Lincoln Center. Eru deilurnar orðnar það ákaf- ar að Robert W. Wilson, fyrrver- andi stjórnarformaður New York-óperunnar og einn helsti stuðningsmaður hennar, en hann hefur m.a. heitið 50 millj- óna dollara fjárveitingu til óp- eruhússins, sagði nýlega í við- tali: „Ég held að það besta sem borgaróperan gerði væri að koma sér sem lengst frá Lincoln Center.“ Menningarnótt í Kaupmannahöfn KAUPMANNAHAFNARBÚAR héldu í gær menningarnótt há- tíðlega í níunda skipti. Ein 300 söfn, kirkjur, leikhús og aðrar stofnanir buðu borgarbúum að kynnast starfsemi sinni þetta árið, en eitthvað var um að hætt væri við viðburði vegna árás- anna á Afganistan. Meðal þeirra sem þó opnuðu dyr sínar að þessu sinni voru hins vegar þinghúsið, herforingjaskólinn í Fredriksberg, og freigátan Ped- er Skram. Einnig var þá boðið upp á heimsóknir í Riddarasal Christians-borgar og rústirnar sem eru undir höllinni. Líkt og á menningarnótt hér á landi voru flestir viðburðanna ókeypis en hægt var að kaupa menningarpassa sem veitti að- gang að öllum öðrum við- burðum. Sotheby’s segir upp starfsmönnum UPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ Sotheby’s tilkynnti í gær að það hygðist segja upp tæplega 300 starfsmönnum til að draga úr kostnaði. Uppsagnirnar fækka starfsmönnum fyrirtækisins um 14%, að því er greint var frá í breska dagblaðinu Daily Tele- graph í gær, en með því móti hyggst fyrirtækið spara um 35 milljónir punda árlega, eða rúma fimm milljarða króna. „Eftir þessar breytingar telj- um við að eftir standi sterkara og hagkvæmara fyrirtæki,“ sagði Bill Ruprecht, forstjóri Sotheby’s, en rekstur fyrirtæk- isins skilaði um 21 milljarðs króna tapi á síðasta ári í kjölfar málaferla vegna meints verð- lagssamráðs Christie’s og Sotheby’s. Starfsemi Sotheby’s, sem fyrst var stofnað 1744, er nú að finna í 38 löndum þó stærstur hluti starfseminnar fari fram í New York og London. Deilt um Lincoln Center ERLENT ÞAÐ verður stiginn dans á tón- leikum Norðurljósahátíðar Musica Antiqua í Hafnarborg í dag. Klukkan 18.00 stíga þar á svið ekki bara hljóðfæraleikarar og söngvarar heldur einnig dansarar. Camilla Söderberg, blokkflautu- leikari Musica Antiqua og skipu- leggjandi tónleikanna, segir að hugmynd um þetta hafi komið upp í fyrra, eftir aðra tónleika hópsins þar sem boðið var upp á dans- atriði með tónlistinni. „Mig langaði að fá hingað sér- fræðing á þessu sviði, og það varð úr að við fengum Véronique Dan- iels, franskan dansara og dansa- höfund, sem heldur námskeið út um allan heim. Mér fannst spennandi að leyfa fleirum en tónlistarfólkinu að njóta þess. Mér datt í hug að þetta gæti nýst listdönsurum og jafnvel leikurum, og svo einnig tónlistarmönn- um. Ég fór að hringja í listaskólana og úr varð samstarf þeirra um námskeið sem nú hefur staðið í viku, þar sem nemendur skólanna hafa verið að læra nokkra vinsælustu dansa ítölsku endurreisnarinnar. Þessir dansar verða dans- aðir á tónleikunum, með tónlist- inni sem við leikum.“ Musica Antiqua er skipað sjö hljóðfæraleikurum, en að auki tekur sönghópurinn Gríma þátt í flutningi tónlistarinnar. Tónlistin er öll frá lokum sextándu aldar og upphafi þeirrar sautjándu, bæði eftir tvo þekktustu dans- ahöfunda þess tíma, Fabrizio Caroso og Cesare Negri, en einn- ig eftir Gastoldi, Monteverdi og fleiri. „Dansarnir sem Véronique hef- ur verið að kenna eru úr dans- abókum þessara tíma, þar sem skrefin eru nákvæmlega útskýrð og við hvaða tónlist á að dansa hvern dans. Í tónleikalok leikum við svo Ball- etto eftir Monteverdi, sem enginn dans var til við, en Véronique samdi dans með krökkunum við þetta verk byggt á þessum gömlu hefðum. Við verðum flest í búningum og uppáklædd í anda tónlistarinnar, – Véronique kom meira að segja með sex hatta með sér til Íslands og kraga frá þessum tíma til að gera þetta lif- andi.“ Með sex hatta í farteskinu Morgunblaðið/Kristinn Véronique Daniels kennir listnemum það heitasta í dansi endurreisnarinnar. Camilla Söderberg DOUGLAS A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, er á tónleikaferð í Þýzka- landi og Ungverja- landi en honum var boðið að spila á tón- leikum í Suður- Þýzkalandi og í þremur borgum í Ungverjalandi, þar á meðal í Búdapest. Á efnisskránni er meðal annars að finna sýnishorn ís- lenskrar orgeltónlist- ar frá tuttugustu öld með verkum eftir Pál Ísólfsson, Jón Nordal og Jón Þórarinsson. Orgeltónleikarnir í Vaihingen /Enz verða sér- stakir styrktartónleikar, þar sem allur ágóði rennur til helminga til orgelviðgerðarsjóðs stað- arkirkjunnar, svo og nýstofnaðs orgelsjóðs Há- teigskirkju. Douglas A. Brotchie Organisti á tónleikaferð JÓHANN Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari verur einn af gestum Smáralindar á sunnudag og syngur þar með píanóleikara sínum, Ólafi Vigni Albertssyni, í Vetrargarðin- um kl. 14.00. Á tónleikunum syngur hann lög af geisladiski sem er að koma út með söng hans, en einnig ýmislegt annað. Á geisladiskinum, sem Edda – miðlun gefur út, er tón- list af ýmsum toga. „Þetta eru lög sem sýna allar hliðar tenórsins,“ segir Jóhann Friðgeir. „Það verða ekki bara þessi sterku tenóröskur heldur líka þetta milda. Og sumt af þessu er erfitt að syngja. Þarna verða sex lög eftir Kaldalóns, þar á meðal Leitin, Þú eina hjartans ynd- ið mitt og Hamraborgin, Vor hinsti dagur er liðinn eftir Jón Ásgeirsson, Hríslan og lækurinn eftir Inga T. Lárusson, ítölsk lög eftir Tosti og fleiri, og svo nokkrar óperuaríur; flestar eftir Puccini, þar á meðal tvær úr Toscu, Recond- ita armonia og E lucevan le stelle.“ Jóhann Friðgeir segir að það hafi verið lengi í deiglunni að gera þessa plötu. „Ég byrjaði að vinna að þessu 1998, en fannst ég ekki alveg tilbú- inn þannig að þetta hefur dregist aðeins; sumt tók ég upp árið 1999 um það leyti sem ég var með tónleika í Óperunni, en kláraði þetta á þessu ári.“ Jóhann Friðgeir er ekki búinn að prófa hljómburðinn í Smáralindinni, en kveðst hlakka mikið til þess. „Þetta verður með tónleikasniði og gert ráð fyrir því að fólk tylli sér niður og hlusti. Þetta verður skemmtileg dagskrá og ég reyni að hugsa tónleikana þannig að það verði frekar létt yfir þeim.“ Eins og endranær er Jóhann Friðgeir með mörg járn í eldinum. Fyrir dyrum standa tónleikar á Ak- ureyri og í Skagafirði með Sigurjóni Jóhannssyni, sem hefur verið að læra söng og syngja á Ítalíu í ára- tug. Hann syngur á tónleikum með Diddú í Salnum, þar sem þau syngja lög eftir Sig- valda Kaldalóns, og þegar nær dregur jólum syngur hann á jólatónleikum Mótettukórsins og á Þorláksmessu gerir hann ráð fyrir því að standa á svölum Húss málarans í Bankastræti með fleiri tenórum og syngja aríur og jólalög fyrir fólk í jólaskapi. „Þessi tími ársins er orðinn eins og síldarvertíðin hér áður fyrr, það er mikið að gera.“ Allar hliðar tenórsins Jóhann Friðgeir Valdimarsson „TIL heiðurs og hugbótar. Hlutverk trúarkvæða á fyrri tíð“ nefnist málþing í Snorrastofu sem hefst í dag kl. 10. Á málþinginu verður sjónum einkum beint að því umhverfi sem trúarkvæði á fyrri tíð spruttu úr og hlutverki þeirra í trúarlífi og samfélagi. Fjallað verður um trúarkveðskap allt frá Geisla Einars Skúlasonar til kvæða Hall- gríms Péturssonar. Stjórnendur málþingsins eru Svanhildur Ósk- arsdóttir og Anna Guðmundsdóttir. Geir Waage setur málþingið. Erindi flytja Martin Chase, Gunnar Guðmundsson, Sverrir Tómasson, Mar- garet Cormack, Guðrún Nordal, Einar Sigur- björnsson, Kristján Valur Ingólfsson og Margrét Eggertsdóttir. Þorbjörn Hlynur Árnason slítur málþinginu. Að lokum verður Náttsöngur kl. 17.15. Trúarkveð- skapur í Snorrastofu BJARNI Björgvinsson opnar sýninguna Stefnu- mót í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu, í dag kl. 16. Bjarni útskrifaðist frá Listaháskóla Ís- lands í fyrra og er þetta hans fyrsta einkasýn- ing.Verkin á sýningunni eru unnin með olíu á pappír á þessu ári. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18 og lýkur 4. nóvember. Stefnumót í sal Ís- lenskrar grafíkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.