Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. OKTÓBER 2001 Ö LL ævintýri eiga það sammerkt að leika frjáls í tíma og rúmi. Veröld þeirra snertir jafnt börn sem full- orðna; þar getur allt gerst. Þótt þau láti lít- ið yfir sér má túlka þau á mismunandi vegu; þau búa jafnvel yfir visku sem borist hefur mann fram af manni, frá einni kynslóð til annarrar um þúsundir ára. Töfraflauta Mozarts er í senn einfalt ævintýri og táknræn frásögn. Líkt og í öll- um góðum ævintýrum mætast þar ólík öfl ljóss og skugga, persónurnar eru ýmist góð- ar eða vondar, þær skipa sér í andstæðar fylkingar og enginn veit hvernig viðureign þeirra fer fyrr en undir blálokin. Í grófum dráttum fjallar Töfraflautan um björgun prinsessunnar Pamínu úr óvina- höndum. Ungur prins er sendur út af örk- inni til þess að frelsa hana. Í fyrstu er reiði hans mikil í garð reglubræðra sem hneppt hafa stúlkuna í varðhald en eftir því sem hann kynnist hugmyndum þeirra betur sef- ast hugurinn og að endingu gengur hann í raðir þeirra ásamt stúlkunni. Tvær persónur berjast um völdin í Töfra- flautunni, Sarastró og næturdrottningin. Þau eru aflvaki alls þess sem fram fer á sviðinu, tákngervingar góðs og ills. Eðli þeirra sýnist í fyrstu allt annað en það í rauninni er. Í upphafi er Sarastró sagður miskunnarlaust illmenni en reynist alvitur mannvinur; næturdrottningin sýnist fyrst vera umhyggjusöm móðir en breytist í valdasjúka norn sem svífst einskis til þess að koma Sarastró og félögum hans á kné. Þrjár meyjar eru henni til fylgilags. Þær víla hvorki fyrir sér að drepa ókindur né taka þátt í aðförinni að Sarastró og reglu hans. För Tamínós á vit Sarastrós er þroska- saga ungs manns. Til þess að ná settu marki þarf hann að breyta hugsun sinni, virða dyggðir og réttlæti, sýna staðfestu, góðvild og vera þagmælskur, standast freistingar í mat og drykk. Tamínó hlýtur Pamínu að launum en hinn raunverulegi ávinningur far- arinnar er að hafa fetað úr myrkri fávisku og fordóma í ljós visku og göfuglyndis. Papagenó er fylgisveinn Tamínós, nátt- úrubarn sem lætur sig boð og bönn engu varða. Eðlisávísunin stjórnar öllum hans gerðum. Hann talar ef eitthvað er til mál- anna að leggja, borðar þegar hann er svang- ur. Hjartað er stórt en hugurinn lítill. Að- eins vonin um Papagenu, stúlkuna sem hann veit að honum er ætluð, knýr hann til að þrauka þrautina á enda. Að lokum hlýtur hann stúlkuna langþráðu að launum og læt- ur sér neitun um inngöngu í bræðralag Sarastrós í léttu rúmi liggja; þá kýs hann heldur glas af góðu víni. Ástir Tamínós og Pamínu lúta lögmálum ævintýrisins. Hann er prins og hún prins- essa. Því er ást þeirra sjálfsögð. Þótt Papa- genó leggi jafnmikið til frelsunar stúlkunnar og Tamínó er allt nánara vinfengi milli fuglafangarans og prinsessunnar óhugsandi; þau eru af of ólíku sauðahúsi. Mónóstatos, svartur þrælahaldari Sarastrós, gerir sér einnig dælt við stúlkuna en hún hafnar hon- um, vegna hörundslitar að því er hann telur. Sarastró rænir Pamínu en upphaflegar ástæður þess eru ekki ljósar. Var henni að- eins ætlað að ganga veginn til aukins þroska eða hafði hann í hyggju að ganga að eiga hana? Allar fyrirætlanir um nánara sam- neyti þeirra Sarastrós renna út í sandinn þegar Tamínó birtist. Sarastró sér að þar er kominn maður henni samboðinn og segist ekki vilja neyða hana til ásta. Pamína fetar reynsluveginn með Tamínó og hlýtur vígslu líkt og hann. Hún er orðin fullvaxta, slítur öll tengsl við móður sína og gengur að eiga prinsinn undir gæskuríkum verndarvæng Sarastrós. Aðdragandi Töfraflautunnar Áður en Mozart hóf að semja Töfraflaut- una árið 1791 átti hann að baki þrjár stórar ítalskar óperur í samvinnu við Lorenzo da Ponte: Brúðkaup Fígarós, Don Giovanni og Cosi fan tutte. Tvennt varð til þess að binda enda á samstarf þeirra: Ítalinn komst upp á kant við Jósef II. keisara og varð að yf- irgefa Vínarborg og Mozart fékk tilboð um að semja óperu fyrir gamlan kunningja, Emanuel Schikaneder að nafni. Emanuel Schikaneder þessi var ótrúlegt leikhússljón. Hann vann fyrir sér á ung- lingsaldri sem söngvari og fiðlari á götum úti og varð snemma félagi í farandleikflokki. Þar reyndi á hæfileika hans á öllum sviðum leikhússins; bæði sem leikari, leikstjóri, tón- skáld og dansari. Frægastur var hann fyrir stórbrotnar uppsetningar undir beru lofti með fleiri hundruð statistum þar sem heilu orusturnar voru settar á svið. Jósef II. keis- ari réð þennan stórhuga leikhússmann til Vínarborgar árið 1784. Þar varð hann upp- vís að alvarlegu framhjáhaldi svo kona hans skildi við hann og tók saman við stjórnanda Fríhúsleikhússins í Vínarborg. Öllum að óvörum lést sá ágæti maður skyndilega og eiginkonan fyrrverandi stóð uppi með heilt leikhús í höndunum. Hún sættist þá við Schikaneder á ný og saman settu þau á fót nýjan leikflokk í Fríhúsleikhúsinu árið 1789. Fríhúsleikhúsið var í gríðarstórum sam- byggðum íbúða- og verslunarkjarna í útjaðri Vínarborgar. Íbúarnir voru undanþegnir skatti og því var byggingin nefnd Fríhúsið. Fríhúsleikhúsið var sannkallað alþýðuleik- hús þar sem andrúmsloft á sýningum minnti stundum meira á fjölleikahús en alvarlega sjónleiki. Áheyrendur heimtuðu sífellt ný uppátæki, kátlegar brúður og eldspúandi dreka, töfrabrögð og -brellur. Ítalskar óp- erur voru í uppáhaldi þeirra sem sóttu keis- araóperuna en það voru einkum aðalsmenn og betri borgarar. Fríhúsleikhúsið sótti all- ur almenningur og þar voru svökölluð Singspiel eða „söngleikir“ í miklu uppáhaldi. Öfugt við óperur sem sungnar voru á ítölsku voru Singspiel sungin á móðurmálinu auk þess sem talað var á milli söngatriða. Frímúrarareglan Mozart og Schikaneder þekktust frá fornu fari. Schikaneder hafði verið heimagangur um tíma hjá Mozartfjölskyldunni í Salzburg og báðir höfðu þeir brennandi áhuga á leik- húsi. En þeir áttu fleira sameiginlegt. Moz- art og Schikaneder voru frímúrarar. Frí- múrarastéttin var afar fjölmenn í Austurríki um 1785 en varð fyrir mikilli blóðtöku í kjöl- far frönsku byltingarinnar 1789. Hugmynda- fræði hennar var sett í samband við hug- sjónir byltingarmanna um frelsi, jafnrétti og bræðralag og þannig talin pólitísk hreyfing. Þetta latti marga til að sækja fundi frímúr- ara, einkum menn af efri stigum sem ekki Þagnarbindindið. Tamínó og Papagenó mega ekki segja orð og Pamína er furðu lostin. „Elskar þú mig ekki lengur?“ Mynd eftir óþekktan höfund frá árinu 1793. TÖFRAFLAUTA MOZARTS – FRÁ VÍNARBORG 1791 TIL REYKJAVÍKUR 2001 AÐ KOMA PRINS- ESSUM TIL HJÁLPAR Þessa dagana er Töfraflautan eftir W. A. Mozart sýnd á fjölum Íslensku óperunnar. Á yfirborðinu virðist hún einfalt ævintýri en við nánari skoðun kemur í ljós að bæði heimsviðburðir í stjórnmálum og dægurþras í Vínarborg höfðu mikil áhrif á tilurð verksins. Hér er fjallað um uppsprettu Töfra- flautunnar, sem frumsýnd var í Vínarborg 30. september 1791, fyrir réttum 210 árum. E F T I R G U N N S T E I N Ó L A F S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.