Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001 CLIVE Barker er breskur hroll- vekjuhöfundur sem hefur átt fylgi að fagna um árabil og ný- verið kom út eftir hann skáld- sagan Coldheart Canyon (Kalda- gil). Sagan gerist í Hollywood og leiðir saman ýmsar goðsagnir hvíta tjaldsins og hryllilega at- burði í nútímanum. Barker hef- ur löngum þótt gróteskur höf- undur sem hvergi hefur hikað við lýsingar á innviðum mann- skepnunnar, jafnvel gert blóð og líkamsparta að aðalsöguhetjum smásagna og bóka sinna. Þykir hann sýna að hann hefur engu gleymt í sinni nýjustu bók sem að mestu leyti hefur fengið já- kvæða dóma, enda þótt sumir gagnrýnendur telji hann ekki leiða verkið nægilega vel til lykta. Því má bæta við að þegar Barker steig fyrst fram á sjón- arsviðið mærði hryllingskóng- urinn Stephen King hann óspart, kallaði Barker „framtíð hryll- ingsbókmennta“. Hringadróttinssaga rokselst Nú fer að styttast í að tvær ást- sælustu fantasíuraðir allra tíma, bækurnar um Harry Potter og Hringadróttinssaga (Lord of the Rings), birtist bókmenntaunn- endum á hvíta tjaldinu. Sú fyrr- nefnda var tekin til sýninga í Bandaríkjunum í gær en það styttist mjög í frumsýningu kvik- myndarinnar um Harry Potter í Bretlandi. Óhætt er að fullyrða að marg- ir bíða kvikmyndanna með eft- irvæntingu og eins og svo oft vill verða eykur kvikmyndaaðlögun bóka við sölu þeirra. Hringadróttinssaga hefur til dæmis selst grimmt í net- bókaversluninni Amazon síðustu vikur og mánuði, nýlegar öskjur með öllum þremur bókunum hafa slegið í gegn meðal nýrrar kynslóðar lesenda. Þessi áhugi á ekki síður við hér heima, allar Harry Potter bækurnar í ís- lenskri þýðingu prýða nú met- sölulista yfir bækur á Íslandi. Reðurinn fyrr og nú Blaðamaðurinn David M. Fried- man hefur gefið út bók sem er nokkurs konar menning- arfræðileg athugun á sögu lims- ins. Ber hún heitið A Mind of Its Own: A Cultural History of the Penis (Stendur á sínu: Menning- arsaga limsins). Þar fjallar Friedman um þær hugmyndir sem tengdar hafa verið limnum á ólíkum tímabilum, og hvernig þær hugmyndir hafa sett mark sitt á heimssöguna og þróun vestrænnar siðmenningar. Í bókinni hefur hann viðað að sér miklum fróðleik um ólíkar birtingarmyndir og viðhorf til þessa æxlunarfæris karlskepn- unnar. Byrjar bókin á því að gera grein fyrir viðhorfum í Grikklandi til forna, en þar var limurinn tengdur goðatrúnni á jákvæðan hátt. Friedman bendir hins vegar á að með kristninni hafi limurinn öðlast neikvæða ímynd, orðið nokkurs konar táknmynd djöfulsins, allt þar til að vísindi endurreisnartímans tóku að kryfja líffærið og end- urskilgreina. Friedman fjallar jafnframt um tákngervingu limsins í samhengi við kynþát- taátök og þrælahald, um „pólitík limsins“ og um ýmiskonar upp- finningar og tískusveiflur tengd- ar líffærinu. Heill kafli er síðan helgaður sálgreiningarkenn- ingum og reðurskilningi Freuds. Í umsögnum um bók Friedmans á bókavef Amazon segir að verk- ið sé í senn fræðilega metn- aðarfullt, kankvíst og aðgengi- legt. ERLENDAR BÆKUR Myrkar hliðar HollywoodF YRIR daga gervihnattasjónvarps á hverjum bæ hófst hinn framsækni þáttur Nýjasta tækni og vísindi á ískrandi stefi og mynd af flókinni stjörnuþoku. Myndavélinni var síðan beint að Örnólfi Thorlacius, sem pírði augun og kynnti áhuga- verðar vísindauppgötvanir um heim allan með sinni sérstöku rödd. Áhuga- menn (lesist: nördar) á öllum aldri límdust við skjáinn og fylgdust andaktugir með nýjustu fréttum sem ýmist komu úr innstu leynum mannslíkamans eða utan úr geimnum og horfðu opinmynntir á skeggjaða vísinda- og uppfinn- ingamenn fást við smitandi veirur, örsmáar frumur og stökkbreyttar mýs. Fyrir mörgum árum tók Sigurður H. Richter við þáttarstjórninni og mætir einu sinni í viku með hlýlegt bros á vör, í köflóttum jakka með doppótt bindi, til að kynna fyrir áhorfendum stuttar myndir um furður veraldar. Oftast eru myndirnar á frönsku (frá e=m6) og eru sýndar með íslensku tali, texta og staðfærslu. Bygging þáttarins hefur alltaf verið eins: spurningu er varpað fram eða áhugi vakinn á annan hátt, síð- an er áhorfandinn dreginn inn í sameiginlega þekkingarleit með þáttarstjórnanda og vísinda- mönnum. Rannsóknir á einhverju fyrirbæri eða aðsteðjandi vanda eru settar á svið, áhorfendur fá t.d. að skyggnast yfir öxlina á François sem grúfir sig yfir smásjána eða hlusta á viðtal við heimsfrægan prófessor á einkaskrifstofu hans. Vísindamennirnir, sem unnið hafa að tilteknu verkefni undanfarna áratugi eða jafnvel alla ævi, skeggræða svo niðurstöður sínar og gera tilraunir sínar glaðir í bragði. Leitin að svarinu vekur ekki minni ánægju en niðurstaðan sjálf. Margt fróðlegt kemur upp úr kafinu í þætt- inum Nýjasta tækni og vísindi. Um daginn var t.d. hægt að fá að vita að mannsfótur vegur sjö kíló, að yfirgripsmiklar rannsóknir á steingerð- um skordýrum í rafi standa yfir og að draumar eru aðeins myndbrot eða einskonar myndagát- ur úr raunveruleikanum en alls engin táknræn framtíðarspá. Síðastliðið mánudagskvöld var t.d. þáttur um þjarka (vélmenni) sem líkir eftir hreyfingum gibbon-apa (getur sveiflað sér á milli greina en það getur víst komið sér mjög vel í framtíðinni) og stutt mynd um andlits- förðun Egypta til forna. Nú bjóða sjónvarps- rásir eins og National Geographic og Discovery Channel upp á þætti um nýjustu tækni og vís- indi allan sólarhringinn. Ríkissjónvarpið er íhaldssöm stofnun í eðli sínu; þátturinn hefur haldið göngu sinni áfram lítt breyttur hvað sem öllum breytingum á sjónvarpsnotkun og tölum úr áhorfskönnunum líður. Það eina sem breyst hefur er að nú er þátturinn í boði Skýrr og í lokin má sjá póstfangið ntov@ruv.is. Stöðug- leikinn gerir þennan þátt einstaklega heim- ilislegan og notalegan (og nostalgískan). Sig- urður H. Richter er fastapunktur í tilverunni, kurteislegt ávarp hans til áhorfenda og vinaleg kveðjan eru gamlir kunningjar. Í þættinum er skemmtileg þversögn á ferð: í örri hringiðu framfara nýjustu tækni og vísinda, þar sem öllu fleygir fram og allt er breytingum háð, er þessi þáttur eins og klappaður í stein. Traustur, tryggur og öruggur. Hann virkar þótt póst- fangið virki reyndar ekki. „Og þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni. Veriði sæl.“ FJÖLMIÐLAR ntov@ruv.is S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R Í þ æ t t i n u m e r s k e m m t i l e g þ v e r s ö g n á f e r ð : í ö r r i h r i n g i ð u f r a m f a r a n ý j u s t u t æ k n i o g v í s i n d a , þ a r s e m ö l l u f l e y g i r f r a m o g a l l t e r b r e y t i n g u m h á ð , e r þ e s s i þ á t t u r e i n s o g k l a p p a ð u r í s t e i n . IÞjóðarímyndin sem varð til með sjálfstæðisbarátt-unni lætur ekki svo auðveldlega undan tímanum. Hún byggðist vitanlega á sögunni, tungunni, bók- menntunum og hrikalegri og óvæginni náttúrunni. Allt voru þetta yrkisefni rómantískra skálda allt fram til loka síðustu aldar. Og sennilega eru þetta enn rauðir þræðir í þjóðarímynd og þjóðern- istilfinningu Íslendinga. Sumir segja að náttúran hafi verið sett í öndvegi eða þjóðernisleg nátt- úruvernd, þjóðernisleg vegna þess að Íslendingum virðist fyrst og fremst vera umhugað um eigið land. IISitthvað hefur þó breyst á undanförnum árum.Sífellt dregur úr einangrun þessa eylands. Sam- skipti hafa aukist og með þeim hafa flætt yfir erlend áhrif. Fólk hreyfir sig líka meira en áður. Útlend- ingar koma því hingað í meira mæli en nokkru sinni fyrr, flestir sem ferðamenn en aðrir til þess að setjast að. Úr þessu hefur orðið fjörleg, frjó og skap- andi samræða sem enginn veit enn hvert mun leiða. IIIÍslendingar hafa ætíð farið út þegar þeir hafafarið heim. Ísland hefur í vissum skilningi allt- af verið útland, landfræðilegt útsker. Þetta hefur vafalítið haft áhrif á sjálfsmynd Íslendinga. En heimurinn er alltaf að minnka og Ísland að færast innar á kortið. Af skrifum í erlendum blöðum og tímaritum að dæma mætti jafnvel telja Ísland til hinna eftirsóttu „inn“-landa. IVÍ það minnsta má telja víst að íslensk þjóðern-istilfinning og þjóðarímynd mótist nú meir og meir af margþættri samræðu og auknu samneyti við útlönd og útlendinga. Mótþrói við þessa þróun er sem fyrr til staðar og kannski hefur hann aldrei verið meiri. Skemmst er að minnast þess að Íslend- ingur var dæmdur fyrir að fara niðrandi orðum um menn af öðrum kynþætti í fjölmiðli. Og það var kannski táknrænt að á þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn, sló í brýnu milli manna af ólíkum uppruna í miðbæ Reykjavíkur. Fleiri slíkar uppá- komur, sem tengja má kynþáttaerjum, hafa orðið hérlendis upp á síðkastið þótt þær séu ekki algeng- ar. VAlþjóðavæðingin hefur sótt Íslendinga heim.Hnattvæðing amerískrar fjöldamenningar hef- ur til dæmis breytt Íslandi í menningarlegt útland – Evrópa er orðin að menningarlegu útlandi, hún er orðin að eftirmynd afleiðingar sinnar eins og Guð- bergur Bergsson segir í nýrri ljóðabók sinni. Íslend- ingar streitast á móti í nafni þjóðernisstefnu nítjándu aldar, réttilega, að mati margra, vonleys- islega, að mati annarra. Á sömu forsendum streit- ast þeir á móti Evrópu, réttilega og/eða vonleys- islega. Fyrir vikið er Ísland Evrópupólitískt útland þótt hugmyndafræði þess og stjórnkerfi séu evrópsk. VIÍ Lesbók í dag hefst greinaflokkur undir yf-irskriftinni Ísland – Útland. Þar verður reynt að fjalla um nokkrar spurningar sem vaknað hafa í togstreitunni milli þessara meginandstæðna í þjóð- lífi Íslendinga í byrjun nýrrar aldar. Á forsíðu er mynd af verki eftir Birgi Andrésson, bandaríski fáninn prjónaður úr íslenskri ull; írónískt tákn um (menningar)pólitísk samskipti þjóðanna eða áskorun um samræðu. NEÐANMÁLS ÉG hafði aldrei horfið algerlega frá ljóðagerð byggðri á ljóðlínum en með Flateyjar-Frey sneri ég mér að tungumáli sálarinnar, heiðinnar til- beiðslu og hugleiðinga. Ljóðagerð af þessu tagi fæst við und- irstöðuatriði lífsins og tilverunnar. Þannig liggur leiðin í ljóðagerð minni ekki til baka heldur leitar hún til þess staðar sem ég veit að er til, fyrir í mér, en einmitt þess vegna verður hann aldrei fundinn. Það eitt finnst sem hefur verið mótað og búið til, en það sem er til í formleysi sínu er aðeins finnanlegt með tilfinning- unum. [...] Leitin að kerfi í ljóðagerð minni hefur komið í veg fyrir að ég hafi birt ljóð. Ég hef haldið að það sé nauðsynlegt fyrir mig að finna kerfi í ljóðagerð minni, þeim sægi ljóða sem ég hef ort, mynda undirstöðu til að ganga út frá. Ég vil ekki vera villuráfandi hugur sem hirðir, tekur inn á sig með „innblæstri“ það sem verður á vegi hans. Ég vil ekki held- ur vera stígur í þeim skilningi sem Machado lagði í orðið: Vegurinn verður til við það að maður gengur áfram. Ég vil byggja á einhverju frá byrjun eins og ég kappkostaði í sagnagerð minni. Þar byggði ég öðru fremur á viðhorfi til manns, heims og skáldskaparins. [...] Öll tungumál eru álíka ljóðræn eða óljóðræn hvað varðar orða- forða eða snið. En sumir hljómar í tungumálum heilla fremur en aðrir. Íslenskan er jafn ljóðræn og önnur tungumál. Vandinn er hins vegar sá að íslensk ljóðskáld eru einangruð og hugsun þeirra ekki í tengslum við hina miklu ljóðlist heimsins. Þess vegna verða ung skáld mun- aðarlaus, hjálparvana, grimm. Þau finna ekkert leiðarljós, ekkert hjá samlöndum sínum sem örvar, ekkert dálítið eins og hálfkveðna vísu, þannig að þau fullgeri hana með sínum hætti og yrki sig frá henni inn í eigin ljóðaheim. Þess vegna er ís- lensk samtímaljóðlist tuggukennd, klifun, sem hefur komið í staðinn fyr- ir stuðla og höfuðstafi. Ljóðskáldin gera sér ekki grein fyrir hvað hefur gerst, að þau eru hefðbundin og heft undir yfirborði „frelsisins“, og að fátækleg klifun er verri fyrir ljóð en „bundið mál“. Guðbergur Bergsson Kistan www.kistan.isMorgunblaðið/Ásdís Dýrasta djásnið. FÁTÆKLEG KLIFUN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.