Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001 13 TENÓRSÖNGVARINN Ro- berto Alagna, sem stundum hefur verið nefndur „fjórði tenórinn“, og kona hans, söng- konan Angela Gheorghiu, munu syngja í uppfærslu Jót- landsóperunnar á La Bohême eftir Puccini. Ásamt þeim Alagna og Gheorghiu sem eru vel þekkt meðal óperuunn- enda mun fjöldi virtra danskra lista- manna, m.a. Bo Boje Skovhus og Inger Dam- Jensen, taka þátt í upp- færslunni. Miðasala vegna La Bohême, sem flutt verður þrisvar sinn- um, hefst í lok næstu viku, en óperan sjálf mun þó ekki sjást á fjölum óperuhússins í Árós- um fyrr en í ágúst 2003. Kostnaður vegna uppfærsl- unnar er talinn nema um 8,5 milljónum danskra króna, eða rúmum 100 milljónum ís- lenskra króna, að því er greint var frá í danska dagblaðinu Berlingske Tidende á dög- unum. Er fjármögnun óp- erunnar jafnt í höndum danskra fyrirtækja sem og rík- is og bæjaryfirvalda. Troels Kold, stjórnandi Jót- landsóperunnar, sem skipu- leggur sýninguna, er hæst- ánægður með listamennina. „Ég dáist að henni meira en orð fá lýst,“ sagði Kold um Gheorghiu. „Hún þorir að nota rödd sína á hádramatískan hátt.“ Alagna vakti þá ekki minni lukku hjá stjórnand- anum en söngkonan, og líkti Kold honum við þá Luciano Pavarotti, Placido Domingo og José Carreras. „Líkt og eig- inkona hans býr Alagna yfir miklum sönghæfileikum,“ sagði Kold og lofaði áheyr- endum stórbrotnum flutningi án þess að hljóðnemar kæmu þar nokkurs staðar nærri. Neue Galleri í New York FYRSTA listasafnið sem opnað var í New York á nýju árþúsundi er stórfengleg upp- lifun að mati bandaríska dag- blaðsins New York Times, sem segir þann áratug sem Neue Galleri hafi verið í undirbún- ingi vera biðarinnar virði. Neue Galleri hýsir þýska og austurríska list, en safnið er hugverk Ronald S. Lauder fyrrum sendiherra Austurríkis í Bandaríkjunum, sem er mikill listasafnari. Lauder hóf að safna austurrískri list á ung- lingsaldri og er fjöldi þeirra verka sem finna má í safninu úr einkasafni hans. Verkin sem Neue Galleri geymir munu flest vera frá árunum 1890- 1940, sem var frjótt tímabil í listsköpun þessara þjóða. Fyrsta sýningin nefnist Nýir heimar: Þýsk og Austurrísk list frá 1890-1940, og verður þar m.a. að finna nekt- arstúdíur eftur Gustav Klimt, Christian Schad og Otto Dix. Auk þess eru einnig á sýning- unni myndir eftir Max Beck- mann og Weimar Berlin mynd- ir George Grosz. Alagna syngur í Árósum ERLENT Roberto Alagna TRÍÓIÐ Guitar Islancio er nýkomið frá Berlín þar sem það lék á Djasshátíð Berliner Fest- spiele. Tríóið er skipað þeim Gunnari Þórð- arsyni og Birni Thoroddsen gítarleikurum og Jóni Rafnssyni bassaleikara og hefur einbeitt sér að því að leika íslensk þjóðlög í eigin útsetn- ingum. Björn segir að tríóið hafi verið talsvert mikið á faraldsfæti undanfarin þrjú ár. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að falast eftir því að fá að koma til að spila, en í seinni tíð hefur þetta verið að snúast við; – og nú er farið að spyrja meira eftir okkur. Við höfum reyndar net úti af fólki til að hjálpa okkur; – meðal annars ágætan mann í Þýskalandi, sem gerði úttekt á Íslandi og vildi fá okkur ásamt Kvintett Tóm- asar R. Einarssonar til að spila á Djasshátíðinni í Berlín.“ Sótt í þjóðlegar rætur Björn segir að Djasshátíðin í Berlín hafi verið stór í sniðum, salirnir þar sem spilað var stærri en þeir eigi að venjast, og skipulagið allt sér- staklega gott og fagmannlegt. Jón Rafnsson segir að Djasshátíðin í Berlín sé hluti af miklu stærri hátíð, Berliner Festspiele, sem hafi undir sínum hatti ýmiss konar listahátíðir. „Djasshá- tíðin fór fram í tónleikahöll sem heitir Haus der Berliner Festspiele. Norðurlöndin voru þema hátíðarinnar í ár og listrænn stjórnandi var Svíi, Nils Landgren básúnuleikari, sem er mjög þekktur og vinsæll í Þýskalandi. Við lékum fyrst á kynningarkvöldi í húsnæði norrænu sendiráð- anna í Berlín ásamt sænskri hljómsveit. Þar voru allir fjölmiðlarnir og mikil stemmning. Að- altónleikarnir okkar voru svo kvöldið eftir í Haus der Festspiele. Það voru fjórar hljóm- sveitir sem léku þetta kvöld, í troðfullum sal, og í efnisvali var svolítið gengið út frá rótum tón- listarinnar. Á norðurlöndunum, – sérstaklega í Svíþjóð, Finnlandi og í Noregi er mjög algengt að tónlistarmenn séu að leika sér að þjóðlegri tónlist, en þessar fjórar hljómsveitir, við, sænsk grúppa og tvær finnskar vorum allar á þessum nótum, þótt forsendur og aðferðir hópanna væru gerólíkar.“ Björn segir að mjög hár stand- ard hafi verið á hátíðinni og þeim listamönnum sem þar komu fram, en ekki síður á þeim sem sáu um hana og skipulögðu. „Starsfólkið var allt svo fagmannlegt í því sem það var að gera, að ég hef bara aldrei kynnst öðru eins.“ Þakka íslenska þjóðlaginu En hvað þýðir það fyrir Guitar Islancio að vera komna í þá stöðu að þeim sé æ oftar boðið að koma að spila á djasshátíðum og tónleikum? „Þetta breytir heilmikið okkar starfsemi,“ segir Björn. „Svona ferðir eru dýrar, en við erum svo heppnir að vera Tónlistarhópur Reykjavíkur- borgar í ár, og það hefur gert okkur kleift að standa straum af ferðakostnaði. En nú er það líka aðeins að breytast sem betur fer að við fáum fleiri boð, því við verðum ekki alltaf á starfslaunum. Þessi hljómsveit er komin til að vera, og hefur alveg hiklaust skapað sér starfs- vettvang.“ Jón segir að Guitar Islancio sé farið að berst æ fleiri spennandi tilboð um að spila á mjög áhugaverðum hátíðum. Í Berlín fengu þeir mörg tilboð um að leika á djasshátíðum, en einnig um annars konar samninga sem þeir geta ekki rætt á þessu stigi málsins. „Næsta verkefni okkar er að fara yfir þessi tilboð og skoða hvað af þessu við getum þegið og hvað ekki. Þetta eru hátíðir um allan heim, – austan hafs og vest- an; í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópulöndum og í Kína, og margar mjög stórar og flottar, og ekki endilega bara djasshátíðir.“ Kanada hefur lengi verið sterkasta vígi tríósins í útlöndum; – þar hafa þeir spilað nokkrum sinnum, og gefið út einn disk. Ferðalögin þangað hafa þó reynst dýr, en með meiri velgengni tríósins eru þó fleiri tilbúnir að taka þátt í þeim kostnaði. „Við erum líka komnir í samstarf við kanadíska tón- listarmenn sem gefst vonandi vel. Þegar við komum til Kanada í annað sinn voru tónleikar okkar auglýstir eins og viðburður sem enginn mætti láta fram hjá sér fara, og það var uppselt þegar við mættum á staðinn. Við vorum auðvit- að montnir yfir þessu og í þessu fólust ákveðin skilaböð sem okkur þótti gaman að fá. Við eig- um reyndar þarna góða að sem eru Vestur- Íslendingarnir og þeir hafa hátt; – mæta með fána og láta í sér heyra, – og þeir draga auðvit- að fleiri Kanadamenn með sér.“ Þeir félagar segjast þakklátir íslenska þjóð- laginu. Það sé nú orðið útflutningsvara í þeirra höndum. „Í Berlín ákváðum við að fara alla leið og spila ekkert nema íslensk þjóðlög. Þetta gerðum við og lékum ekki eitt einasta erlent lag. Og það virðist hafa virkað vel.“ Sendiherrar íslenska þjóðlagsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Guitar Islancio: Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Gunnar Þórðarson. sem hafa sérhæft sig í tónlist þessa tíma. Undir stjórn hans eru Eddukvæðin flutt á forn- íslensku á meðan enskri þýðingu textans er varp- að á skjái sem komið er fyrir í tónleikasalnum. „Við getum verið nokkuð örugg um að þessi ljóð voru „sett á svið,“ líklega sungin eða kveðin við einhvers konar undirleik,“ segir Bagby. Við flutn- ing Eddukvæðanna er notuð sex strengja harpa, eða líra, sem byggist á hljóðfæri sem fannst í þýskri gröf frá 7. öld, en einnig eru notaðar fiðlur sem smíðaðar eru eftir fiðlum frá 12. öld. Tónlistin sem leikin er byggist síðan á getgátum og tón- verkum sem eiga rætur sínar í miðöldum. TÓNVERKIÐ The Edda, sem tónlistarmaðurinn Benjamin Bagby hefur, ásamt tónlistarhópnum Sequentia, sett á svið, var til umfjöllunar hjá bandaríska dagblaðinu Washington Post nú í vik- unni. Var tónverkið flutt í listamiðstöð Maryland- háskóla fyrir viku. Bagby hefur sérhæft sig í miðaldatónlist en semja þurfti sérstaklega tónlistina fyrir flutning hinna íslensku Eddukvæða og líkir hann því við röksemdafærslu, könnunarleiðangur og getgátur. Bagby, sem hefur eytt mörgum árum í að kanna og vekja miðaldatónlist til lífsins, telst að mati Washington Post í hópi hæfileikaríkustu manna „Það er ekki að nóturnar séu týndar, heldur höfum við enga ástæðu til að ætla að þær hafi nokkurn tímann verið til,“ hefur blaðið eftir Bagby og segir nótur ekki hafa verið almennt ritaðar fyrr en á 12. eða 13. öld. Rímurnar sem Bagby kynnti sér ítarlega áður en hann samdi tónverkið njóta nú nokkurs konar endurreisnar að mati Washington Post, sem gerir sér einnig mat úr því að hljómsveitin Sigur Rós hafi unnið með rímur í tónlist sinni. Þessi vinna Bagby borgars sig þó að sögn blaðsins sem segir Sequentia hafa með tónlist sinni fundið góða lausn á ljóðasöng. Eddukvæðum Bagbys hrósað STRENGJAKVARTETT eftir Erik Júlíus Mog- ensen verður frumfluttur á tónlistarhátíðinni Days of Contemporan Music 2001 í Prag á morg- un. Erik samdi verkið sérstaklega til flutnings á hátíðinni og er það hinn þekkti Martinu-strengja- kvartett sem frumflytur tónverkið í Martin Hall- tónleikasalnum við Tónlistarakademíuna í Prag. Verkið nefnist Strengjakvartett nr. 2 – Lilju- lagið og segir Erik það samið undir sterkum áhrifum frá íslenskri þjóðlagahefð. „Ég valdi sem grunninn að verkinu eitt af elstu íslensku þjóðlög- unum sem varðveist hafa, þ.e. upprunalega lagið við Lilju eftir Eystein Ásgrímsson munk. Mörg íslenskt tónskáld hafa vitnað í þetta lag í gegnum tíðina með ýmsum hætti. Einnig sæki ég í annað íslenskt þjóðlag, Hestavísu, sem er allt annars eðlis, síðarnefnt lagið fléttast óbeint inn í tón- verkið á meðan Liljulagið fær að hljóma mjög skýrt.“ Strengjakvartett nr. 1 eftir Erik var fluttur af Stamic-strengjakvartettinum í Martinu Hall í október í fyrra og var tónskáldinu boðið að semja verk fyrir Contemporan-hátíðina í kjölfar þess. Verður strengjakvartett nr. 2 eftir Erik Júlíus fluttur á tónleikum Martinu-kvartettsins, ásamt fjórum öðrum frumfluttum verkum. Erik Júlíus Mogensen lauk MM-gráðu í tón- smíðum frá Boston University árið 1999, en áður hafði hann lagt stund á klassískan gítarleik, m.a. hjá gítarleikaranum Jose Tómas við Conservat- orio Oscar Éspala í Alicante á Spáni. Erik Júlíus er búsettur hér á landi þar sem hann fæst við tón- smíðar og tónlistarkennslu. Íslenskur strengjakvartett frumfluttur í Prag

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.