Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. NÓVEMBER 2001 Þ EGAR Íslendingar héldu upp á þúsund ára afmæli Alþingis og hins íslenska lýðræðis árið 1930 buðu þeir fulltrúum fjölmargra erlendra þjóða til landsins. Ræða eins þessara fulltrúa skar sig frá hinum að því leyti að hann hélt því sérstaklega fram að saga lands síns líktist mjög sögu Íslands. Þetta var tékk- neski þingmaðurinn Jan Malypetr en hann sótti landið heim sem fulltrúi lýðveldisins Tékkóslóv- akíu sem stofnað hafði verið 1918, sama ár og Ís- land varð fullvalda þjóð. Ekki er það markmið mitt hér að skera úr um hvort Malypetr þessi hafði að einhverju leyti rétt fyrir sér varðandi líkindi í sögu þessara þjóða en að sjálfsögðu er þar margt með mjög ólíkum hætti. Hins vegar vil ég halda því fram að þjóðernishugmyndir þjóðanna tveggja séu mjög líkar. Einnig tel ég að þessi líkindi geti kennt okkur margt um tengslin milli „Íslands“ og „útlands“ eða með öðrum orðum, íslensks þjóðernis og erlends þjóðernis. En hvernig má það vera að þjóðernishug- myndir þessara tveggja þjóða séu svo líkar eins og hér er haldið fram, er það ekki einmitt þjóð- ernið sem greinir þjóðirnar að og sem sýnir svart á hvítu að „við“ erum ólík „útlendingum“? Að „Ísland og útland“ er tvennt ólíkt og að þjóð- ernið er einmitt það sem sannar sérstöðu okkar? Þegar þjóðernishugmyndir Íslendinga eru born- ar saman við þjóðernishugmyndir annarra þjóða er þetta þó ekki endilega niðurstaðan. Svo þver- sagnakennt sem það kann að hljóma, þá virðist þjóðernisstefnan einmitt tengja þjóðirnar sam- an, því það sem við drögum sérstaklega fram til að sýna hvað geri okkur sérstök og ólík öllum öðrum virðist oft vera mjög líkt frá þjóð til þjóð- ar. Samanburður á þjóðernisstefnu Tékka og Ís- lendinga sýnir þetta kannski óvenju skýrt en margt af því sem við Íslendingar höfum löngum talið að geri okkur einstök meðal þjóða veraldar nota Tékkar einnig til að sanna sérstöðu sína í heiminum. Í tilfelli Íslendinga og Tékka er mikilvægt að hafa í huga að sögulegur uppruni þjóðríkjanna tveggja á sér ákveðnar hliðstæður. Þjóðirnar tvær eiga það þannig sameiginlegt að hafa mót- að hugmyndir sínar um sjálfar sig í sjálfstæð- isbaráttu gegn gömlu herraveldi á 19. og 20. öld; Íslendingar gegn Dönum og Tékkar gegn þýskumælandi yfirstétt innan Austurríska keis- aradæmisins. Sömuleiðis var hér um að ræða þjóðir sem á 19. öld höfðu tilfinningu fyrir því að vera samfélagslega vanþróaðar samanborið við þau ríki þar sem hugmyndir nútímans um þjóð- ríki og lýðræði urðu til, ríki á borð við Bretland, Frakkland og Ameríku. Þegar Íslendingar og Tékkar áttu í sjálfstæðisbaráttu gegn hinum gömlu herraveldum á 19. öld blómstruðu sagn- fræði-, bókmennta- og málfræðirannsóknir í þjóðernisrómantískum anda um alla Evrópu. En þjóðernishugmyndir beggja þjóðanna eiga ræt- ur sínar í slíkum rannsóknum. Fræðimenn hafa sagt að rannsóknir þessar hafi verið pólitískar fremur en fræðilegar, þær hafi átt að leggja grunninn að sjálfsmynd þeirra þjóðríkja sem voru í mótun um alla álfuna á þessum tíma. Með þeim hafi verið skapaðar þjóðernisgoðsagnir en það hugtak hefur verið skilgreint þannig að í þeim sé fortíðin endurrituð og endursköpuð, ekki með fræðilegt markmið í huga heldur það pólitíska markmið að hún verði fyrirmynd fram- tíðarinnar. Þannig rituðu menntamenn 19. aldar og jafnvel þeirrar 20. mikil fræðirit þar sem raunverulegar heimildir um sögu þjóðanna voru lagaðar að pólitísku markmiði samtímans, því að stofna nútímaþjóðríki og leggja grunninn að þjóðernisvitund þjóðanna. Fræðimenn á borð við breska félagsfræðinginn Anthony D. Smith og ástralska félagsfræðinginn John Hutchinson hafa haldið því fram að það beri að líta á mennta- menn þessa sem pólitíska goðsagnahöfunda fremur en fræðimenn í eiginlegri merkingu því að hlutverk þeirra hafi fyrst og fremst falist í því að gefa þjóðum sínum nútímalega sjálfsmynd. Ennfremur að þeir hafi fengið sérstaka þýðingu meðal ýmissa smærri þjóða Evrópu á borð við t.d. Finna, Íra og Tékka sem mótuðu hugmyndir sínar um sjálfar sig í baráttu gegn gömlum herraveldum. Allt bendir til að Íslendingum megi bæta í þann hóp. Þjóðernisgoðsagnir innihalda almennt nokkr- ar meginhugmyndir og leiðarstef. Grunnhug- mynd þjóðernisgoðsagna er sú að þjóðirnar eigi sér náttúrulegt þjóðareðli og þjóðarsál sem sé einstök og birtist sérstaklega í tungumálinu sem þær tala. Hugmynd þessi hefur verið rakin til þýska heimspekingsins Johanns Gottfried Her- ders (1744–1803) sem skrifaði um hana mikil fræðirit og hafði gríðarleg áhrif um alla Evrópu. Meðal annarra leiðarstefja þjóðernisgoðsagna má nefna hugmyndir um skiptingu sögunnar í gullöld, niðurlægingartímabil og endurreisnar- tímabil sem svo vel er þekkt úr íslenskri sögu. Á gullöld lifði þjóðin í samræmi við sitt sanna eðli, þjóðin var „hún sjálf“. Hins vegar þýðir þetta, að þjóðin sé hún sjálf, gjarnan nokkurn veginn það sama frá þjóð til þjóðar. Það þýðir að hún var sjálfstæð, sterk og glæst, tungumál hennar var óspillt, hetjur riðu um héruð, sterkir konungar réðu ríkjum. Síðan kemur niðurlægingartíma- bilið en það er tengt erlendum yfirráðum. Þá hnignaði tungumáli þjóðanna og þær lágu í eymd og vesöld en síðan kemur endurreisnar- tímabilið þegar þjóðirnar vöknuðu af „löngum svefni“ og hreinsuðust af erlendri afskræmingu. Meginlærdómurinn sem ber að draga af þessari skiptingu er sá að það er frumskylda að þjóð- irnar ráði sér sjálfar og að erlend yfirráð hafi haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Vafa- laust er enginn sem velkist í vafa um hvaða tíma- bil í íslenskri sögu hefur verið álitið gullöld ís- lensku þjóðarinnar. Einn áhrifamesti höfundur íslenskra þjóðernishugmynda, sagnfræðingur- inn Jón Aðils (1869–1920), gaf raunar út bók með heitinu Gullöld Íslendinga sem fjallar eins og hann sjálfur sagði um fornöld Íslands. Í öðru riti hans, Íslenzku þjóðerni, segir einnig á eftirfar- andi leið: „Fyrsti þátturinn eða tímabilið í lífi þjóðarinnar, sem nær yfir rúm 300 ár, frá 930– 1262, er sjálfstjórnar- eða þroskatímabilið ... Hvar sem litið er, blasir við augum þjóðlíf, svo ríkt og fagurt og glæsilegt, að hvergi hefur átt sinn líka á fyrri öldum nema hjá Forn-Grikkjum á þeirra hæsta þroskastigi, en þar hefur fornald- arlífið náð hæstum blóma, svo menn viti til.“ Þessi tilvitnun í Jón er ágætt dæmi um að þegar höfundar þjóðernisgoðsagna voru að „endur- uppgötva“ hina þjóðlegu fortíð þá gerðu þeir það í þeim ákveðna tilgangi að gefa þjóðunum sjálfs- mynd. Þannig enduruppgötvuðu þeir ekki hvað sem er úr sögu sinni heldur völdu þeir úr ákveð- in tímabil og ákveðin tákn sem þeir töldu vel til þess fallin að sýna eins og þeir sögðu hið sanna og rétta eðli þjóðarinnar. Það sem hjá Jóni tákn- ar sérstaklega hið sanna þjóðareðli eru íslensku fornritin og mjög mikilvægt er í hans fræðum að þau eru ávöxtur af hinu rétta eðli íslensku þjóð- arinnar. Í tékknesku þjóðernismýtunni er að finna svipaðar hugmyndir en áður en út í þær er farið vil ég fara örfáum orðum um þjóðernisbaráttu Tékka. Í byrjun 19. aldar áttu Tékkar ekkert eigið ríki og höfðu engin stjórnmálaleg réttindi. Þeir voru hluti hins Austurríska keisaradæmis og lutu stjórn þýskumælandi yfirstéttar. Á mið- öldum var Bæheimur hins vegar konungsríki og hafði tékkneskt ritmál þá blómstrað. Tékknesk „þjóðarvakning“ á fyrri hluta 19. aldar var sam- tvinnuð við sögulegar rannsóknir sem blómstr- uðu í Bæheimi eins og annars staðar á þessum tíma en Tékkar eiga það sameiginlegt með Ís- lendingum að eiga góðar ritaðar heimildir um miðaldasögu sína. Tékkinn Frantisek Palacký (1798–1876) gegndi lykilhlutverki í að skapa tékkneskar þjóðernishugmyndir og þjóðernis- stefnu og er talinn einn áhrifamesti þjóðernis- sinnaði sagnfræðingur Mið-Evrópu. Helsta og þekktasta verk Palackýs sem raunar er ritað á þýsku ber heitið Saga Bæheims (Geschichte von Böhmen) og var gefið út á árunum 1836–65. Tékkar hafa talað um að með því hafi hann leitt tékknesku þjóðina til skilnings á hinni raunveru- legu, tékknesku þjóðarsál en nútímafræðimenn benda hins vegar á að það sé nær sannleikanum að segja að Palacký hafi í verki þessu lagt drögin að eða skapað hina tékknesku þjóðarsál. Há- punktur tékkneskrar gullaldar hjá Palacký er tími hins tékkneska prests og endurbótasinna Jan Huss og hinna svokölluðu Hússíta. Jan Huss var, eins og kunnugt er, trúarlegur leiðtogi sem boðaði siðbót innan kaþólsku kirkjunnar og var fyrir vikið brenndur á báli árið 1415. Hreyfing Hússítanna hefur fengið svipað hlutverk í tékk- neskri þjóðernismýtu og fornbókmenntirnar hafa fengið hjá okkur. Eins og t.d. Jón Aðils áleit að fornbókmenntirnar væru sprottnar úr kjarna þjóðarinnar, hennar innsta eðli, þá leit Palacký svo á að hreyfing Hússítanna sýndi kjarna tékk- nesku þjóðarinnar, þjóðina eins og hún væri í eðli sínu. Og Tékkar kölluðu sig oft Þjóð Húss, svipað og við köllum okkur Söguþjóðina. Á eftir gullöld Íslendinga og Tékka kemur síðan í báð- um tilvikum niðurlægingartímabilið en orsök þess var samkvæmt þjóðernisgoðsögnum beggja þjóðanna ein og aðeins ein, þ.e. þær misstu sjálfstæði sitt. Hjá báðum þjóðunum voru talin lítil takmörk fyrir þeim hörmungum sem þetta leiddi af sér enda er í íslenskri sagna- ritun hefð fyrir því að líta svo á að þetta tímabil, þessi nær 700 ár frá því að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og þar til íslenska lýð- veldið var stofnað árið 1944 hafi verið einn alls- herjarinnar biðtími eftir sjálfstæðinu. Jón Aðils skiptir þessu tímabili í tvennt, hið fyrra byrjar 1262 en þá afsalar þjóðin sér sjálfsforræðinu. Síðara tímabilið hefst samkvæmt Jóni árið 1550 með siðaskiptunum og varir til 1750 en þá „held- ur konungsvaldið, útlenda valdið, innreið sína í landið“. Hvert sem augað leit blasti við hnignun og aft- urför og allt þetta átti þjóðin „að meira eða minna leyti upp á danska konungsvaldið. Það hafði að vísu frelsað hana úr klónum á kirkju- valdinu, en aðeins til að ná sjálft á henni helj- artökunum. Þetta voru álíka umskifti fyrir þjóð- ina eins og að koma úr hreinsunareldinum í helvíti sjálft“. En niðurlægingartímabilið sýnir einnig hvað verður um sjálft tákn íslensku þjóð- arinnar ef hún er ekki sjálfstæð: „Bókmentirnar urðu sífellt ófrumlegri, málið er orðið spilt og dönskuskotið og útlend áhrif ... ryðja sér meir og meir til rúms.“ Upphaf niðurlægingartímabils- ins í þjóðernissinnaðri sagnaritun Tékka er árið 1620 og líkist það stöðu ársins 1262 í íslenskri sagnaritun. Það sem markar upphafið var hinn svokallaði bardagi á Hvítafjalli þegar tékkneskir ÞVERSAGNIR Þ ÍSLAND – ÚTLAND LÍKINDI Í ÞJÓÐERNISHUGMYND- UM ÍSLENDINGA OG TÉKKA E F T I R S I G R Í Ð I M AT T H Í A S D Ó T T U R Hér hefst greinaflokkur Lesbókar um þjóðernishyggju og þjóðarímynd Íslendinga við aldamót. Íslendingar eins og flestar þjóðir sköpuðu sér þjóðarímynd úr sögu sinni. Er þetta að breytast? Eru Íslendingar ekki lengur þjóðernissinnar? Eru þeir meiri þjóðernissinnar? Hverju skipta aukin samskipti við útlönd og útlendinga í því samhengi? Hvað með alþjóðavæðinguna? Hvað með sameiningu Evrópu? Ísland hefur verið eins konar útland í landfræðilegum skilningi. Er það að verða útland í einhverjum öðrum skilningi? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleiri. Íslendingar eins og fle

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.