Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001
F
YRSTA ferð á Kjöl sem sögur eru
af var þegar Eiríkur í Goðdölum í
Skagafirði sendi Rönguð þræl
sinn suður á fjöll í landaleitan.
Segir svo frá þessu í Landnáma-
bók (bls. 232):
Hann kom suður til Blöndu-
kvísla og fór þá upp með á þeirri
er fellur fyrir vestan Hvinverjadal og vestur á
hraunið milli Reykjavalla og Kjalar og kom þar
á manns spor og skildi að þau lágu sunnan að.
Hann hlóð þar vörðu þá er nú heitir Rangaðar-
varða. Þaðan fór hann aftur og gaf Eiríkur hon-
um frelsi fyrir ferð sína, og þaðan af tókust ferð-
ir um fjallið milli Sunnlendingafjórðungs og
Norðlendinga.
Ekki verður með óyggjandi hætti ráðið af frá-
sögn þessari hvar Rönguður hefur farið en ljóst
að hann hefur verið í grennd við Hveravelli. Vel
má gera því skóna að hann hafi farið upp með
Seyðisá og Þegjanda og síðan suður í Kjalhraun
vestan við Hveravelli. Í hrauninu um 4 km suð-
vestur af Hveravöllum er hraundrangur sem
líkist vörðu tilsýndar. Hann er um 4 m á hæð og
ummálið svipað. Þó að ljóst sé að varða þessi sé
ekki gerð af manna höndum má eigna Rönguði
hana enda ekki mögulegt nú um 1100 árum síð-
ar að finna vörðuna sem hann kann að hafa hlað-
ið. Drangur þessi eða varða getur einnig verið
gagnlegur leiðarvísir þegar farið er milli lands-
hluta því hún stendur í um 700 m hæð y.s. og
þegar að henni er komið opnast nokkuð sýn til
norðurs og suðurs. Reisulegur hraundrangur-
inn er ágætur minnisvarði um fyrstu þekkta
ferð á Kjöl og þrælinn sem væntanlega hefur
notið frelsisins á fjöllunum meðan hann var þar
og hlaut síðan að launum það sem hverjum
manni er dýrmætast.
Í sögum er víða getið um ferðir yfir Kjöl á
söguöld og Sturlungaöld en væntanlega hafa
þær verið reglulegastar þegar farið var til al-
þingis á Þingvöllum. Sumar götur sem þá voru
markaðar hafa síðan haldist við og eru enn sjá-
anlegar. Annars staðar, einkum þar sem þær
lágu um grýtt land og mela, hafa þær horfið
þegar hætt var að fara þar um. Svo hafa breyt-
ingar á landi og jöklum máð út minjar um þær.
Ár og lækir grafa farvegi og bera fram möl og
sand og jökulröndin hefur náð misjafnlega langt
niður.
Kjalarferð Daniels Bruuns
Sumarið 1898 fór um Kjöl leiðangur sem
markar nokkur tímamót varðandi ferðaleiðir
um svæðið. Honum stjórnaði Daniel Bruun, f.
1856, d. 1931. Bruun var liðsforingi í danska
hernum að starfi og höfuðsmaður (kapteinn) að
tign, en í Íslandsferðum sínum var hann á eigin
vegum og með hugann mjög við fornleifafræði
og menningarsögu. Hann hafði farið víða um
heim og sumarið áður m.a. rannsakað minjar
um byggð á Hrunamanna- og Biskupstungnaa-
frétti.
Ferð Bruuns um Kjöl virðist a.m.k. öðrum
þræði hafa verið farin til að hvetja ferðamenn til
að fara þessa leið. Frásögn af henni var gefin út í
bók af Íslenska ferðafélaginu í Kaupmannahöfn
1899 og heitir Tværs over Kølen eða Um Kjöl
þveran. Í upphafi frásagnarinnar af ferðinni frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur er þessi kafli:
Þeim ferðamanni sem ekki lætur sér nægja
að fara í eina af hinum hefðbundnu, ég freistast
til að segja, allt of hversdaglegu ferðum sem all-
ir útlendingar dragast inn í – þeim sem er rétt-
nefndur útilífsmaður, óhræddur við að ferðast í
vikutíma um óbyggðir, þeim manni ræð ég til að
ríða þvert í gegnum hálendisauðnir Mið-Íslands
frá norðri til suðurs, eða öndvert.
Sláist í förina yfir „Kjölinn“! Allt sem ein-
kennir svo mjög íslenska náttúru opnast þá fyrir
okkur: Gegnum brosandi, breiðan, þéttbýlan dal
– Skagafjörð – þar sem lífið dafnar í allri sinni
auðlegð og margbreytni, liggur leiðin yfir fjöll
strandhéraðanna upp á hásléttuna miklu, í senn
auðnarlega og náttúruvæna, krýnda hvítum
hvolfum jöklanna með ísnum eilífa.
Sláist í förina yfir eyðisand, yfir stríðar ár, yf-
ir hrafnsvartar hraunbreiður, upp í voldugan
gíg, eða að fjallavötnum með auðugu fuglalífi.
Sláist í förina niður í byggðir Suðurlands – til
Gullfoss, Geysis, Þingvalla og Reykjavíkur.
Sláist í förina einmitt á þessari leið, því að
engin ferðaleið önnur á Íslandi sýnir í einu
svona mikla fjölbreytni í náttúrufari! Engin
önnur býður þvílíka kosti!
Höfundur gefur ýmis ráð viðvíkjandi undir-
búningi ferðarinnar og segir frá ferð sinni um
Skagafjörð og frá Gilhaga suður á Kjöl síðla í
ágúst 1898. Með honum í för voru sex menn og
þeirra á meðal Magnús Vigfússon úr Reykjavík.
Hann merkti vörðustæði á leiðinni frá Blöndu
og suður yfir austanvert Kjalhraun. Magnús
hlóð svo ásamt fleirum vörður á þessari leið árið
eftir (1899).
Þeir eru tvo daga með tjöld sín á Hveravöllum
og skoðar Bruun hverasvæðið, fer suður á
Strýtur og einnig á Beinhól. Síðan liggur leið
þeirra um Þjófadali og með Fúlukvísl suður í
Tjarnheiði, þar sem þeir gista næstu nótt við
tóftirnar sem Daniel Bruun hafði rannsakað
sumarið áður og greint verður frá síðar. Þar
tjalda þeir og eiga náttstað. Inn í ferðasöguna er
víða fléttað lýsingum af töfrum öræfanna.
Þeir fara síðan niður með Hvítárvatni og
Hvítá og lýsir Bruun upptökum hennar og held-
ur svo áfram:
Hvítá er þegar frá upptökum djúp og straum-
hörð elfur, yfirleitt hvergi væð, einnig vegna
þess að botninn, svipað og með aðrar jökulár, er
mjúkur og breytilegur. Fyrrum var býsna erfitt
vað, „Skagfirðingavað“, skammt neðan vatns-
ins. Um margra ára skeið hafði það verið ófært.
Til þess að fjallmenn frá sveitunum kringum
Geysi gætu komist upp til svæðisins fyrir austan
Hvítárvatn, þar sem þeir eiga afrétt þótt und-
arlegt megi virðast, þá hefir timbur verið flutt
uppeftir að útrennsli árinnar úr Hvítárvatni.
Hér voru smíðaðir tveir bátar sem lengi komu í
góðar þarfir. Þegar mr. Howell kom í sumar
neðan frá Geysi og vildi grípa til bátanna reynd-
ust þeir ónothæfir vegna leka. Fylgdarmenn
hans leituðu þá vaðs á gamla staðnum og kom-
ust að því að það var aftur orðið fært. En að vísu
var í ár óvenju lítið vatn í ánum. Einnig við vild-
um reyna þetta vað.
17. ágúst tókum við okkur upp af tjaldstæðinu
við austurbakka Hvítárvatns og riðum yfir
blautt flatlendi, brott frá fögrum, grænum völl-
um, til að ná vaðinu. Eftir hálfs annars tíma reið
bar okkur að sæluhúsi á lágri hæð, rétt við stað-
inn þar sem Hvítá sveigir í austur og bátaferjan
var. Þar sem við vissum ekki nákvæmlega hvar
vaðið var urðum við að hefja leit að því. Fylgd-
armenn okkar, einkum Magnús, voru feikna
röskir og hugaðir. Hvað eftir annað reyndu þeir
fyrir sér án árangurs – það var of djúpt og hest-
arnir sukku í.
Að lokum tókst það!
Um 700 álnum [400 m] suðaustan sæluhúss-
ins er riðið með ánni og niður brekku, út í lítinn
hólma, áfram á annan hólma og þann þriðja –
alltaf skammt frá vinstri árbakka. Frá síðasta
hólmanum er nú haldið þvert á strauminn (frek-
ar lítið eitt upp í strauminn en undan) yfir á
norðurenda lítillar eyju, frá henni móti straumi
á stærri eyju og síðan í land.
Vaðið er alls ekki hættulaust; sé vikið nokkrar
álnir til hliðar er komið á mjúkan botn og sand-
bleytu. Magnús stakkst þannig á höfuðið fram
af hesti sínum af því að framfætur hestsins
sukku skyndilega í. Hvernig Magnús komst
heill frá hættu skil ég eiginlega ekki nú. Einn
tveir þrír, þá var hann kominn uppúr og hest-
urinn líka. Magnús hafði lent framyfir sig í
sandbleytuna svo djúpt að hann var blautur frá
úlnlið og upp að öxlum. Skömmu síðar lenti ég
sjálfur of langt til hliðar, í straumnum miðjum,
og hesturinn tók sundtökin niður á bóginn.
Magnús sá það, keyrði hest sinn sporum og var
allt í einu kominn á hlið við mig en vatnið gus-
aðist í allar áttir. Enda þótt hætta væri engin
gleymi ég ekki, hvað hann var snar í snúningum.
Þetta einkennir hann sem fylgdarmann; hann
hafði hér sem endranær augun hjá sér. Ég
blotnaði og varð að skipta um föt en það rigndi
og því var tjaldað við vaðið. Hér vorum við fram
á næsta dag. Frá brekkunni bak við okkur nut-
um við frábærlega fagurs útsýnis yfir jökulhvel-
ið með skriðjöklum sínum, stöðuvatnið, flat-
neskjuna og Hvítá sjálfa sem rann í
mjólkurhvítum slönguboga út meðfram hinni
dimmu, nærri því svörtu grjótsléttu, Hvítárnesi.
Næsta dag, 18. ágúst, merktum við vaðið og
riðum síðan niður að Geysi. Hér verður án efa,
og að líkindum við fyrsta tækifæri, komið upp
traustri tengingu yfir Hvítá. Bæði yfirvöldin og
Íslenska ferðafélagið hafa heitið því. Vonandi
kemst málið í höfn þegar á árinu 1899.
Þeir halda svo ferðinni áfram niður að Geysi
og verður sú ferðasaga ekki rakin hér en í nið-
urlagi hennar gerir höfundur áætlun um hversu
langan tíma ferð frá Sauðárkróki til Reykjavík-
ur taki. Hann telur að það ætti að taka að
minnsta kosti 6 daga og sé þá 12–14 stunda dag-
leið frá Gilhaga til Biskupsþúfu við Seyðisá,
önnur 9–10 stunda þaðan að Hvítárvatni og svo
þriðja dagleið í óbyggðum, einnig 9–10 stunda,
að Geysi.
Líklega hafa bátarnir verið endurnýjaðir eða
gert við þá fljótlega eftir þetta því að þeir voru
allmikið notaðir á fyrstu áratugum 20. aldarinn-
ar og ekki fer miklum sögum af því að þeir hafi
lekið til baga. Traustri tengingu var hins vegar
ekki komið upp yfir ána fyrr en 37 árum eftir að
Bruun og félagar hans voru þarna á ferð en þá
var brúað rétt fyrir ofan vaðið sem varð þeim
svo erfitt.
Vestan Hvítárvatns
Hér verður fyrst fjallað um þá leið sem næst
liggur Langjökli og eru vart sjáanleg merki um.
Þetta er leiðin vestan við Hvítárvatn. Ljóst virð-
ist af bréfi séra Björns á Torfastöðum frá 1844,
sem greint er frá í kafla um afréttarnytjar, að
þarna hafi verið farið á 18. öld. Þá var jökullinn
miklu minni en síðar og hefur væntanlega verið
unnt að fara fjöruborðið. Þetta er ekki árennileg
leið nú en þegar engir skriðjöklar gengu þarna
niður og vatnsyfirborðið ef til vill lægra gat það
litið allt öðru vísi út. Engar slóðir sjást um
Karlsdrátt en á múlanum milli hans og Fremri-
Fróðárdals má sjá hlaðnar vörður og líkleg
merki þess að grjóti hafi verið velt úr götu, svo
og hleðslu í rás á götu með hlíðinni syðst í Fróð-
árdal. Allt gætu þetta verið handaverk manna
er unnu við lagfæringar á vörðum og götum á
þessu svæði á vegum ríkisins í kringum 1930.
Einn þeirra sagði þeim er þetta ritar að þeir
hefðu lagfært leiðina út í Karlsdrátt.
Ef þessi leið hefur verið á milli landshluta hef-
ur hún legið inn Fremri-Fróðárdal milli árinnar
sem hann er kenndur við og hlíðar Leggja-
brjóts. Hún gæti hafa legið austur yfir Fróðá
neðan við kvíslarnar sem koma í hana austan frá
Hrefnubúð, áfram austur með þær á vinstri
hönd og svo sunnan undir Hrefnubúð, austur yf-
ir Fúlukvísl við suðausturhorn Búðarinnar og er
þá skammt á gamla Kjalveg sem enn er vel sýni-
legur.
Einnig gæti hafa verið farið lengra til norðurs
vestan við Fróðá, upp Innri-Fróðárdal eða aust-
an við Rauðafell, sem lokar honum að austan, og
svo áfram upp vesturjaðar Baldheiðar. Austur-
hlíð Leggjabrjóts er lengst af há og snarbrött á
vinstri hönd en þegar upp fyrir Innri-Fróðárdal
er komið hverfur hlíðin á kafla en kemur svo aft-
ur í ljós hærra á móti austri og liggur þar að
vesturjaðri lítils vatns sem hvorki hefur nafn né
heldur afrennsli. Nú blasir Hrútfell við ferða-
löngum sem eru að koma að sunnan, hátt og
tignarlegt, og gróðurreitur neðst í suðurhlíð
þess. Á melbungu austan vatnsins og suðaustan
gróðurteyginganna má finna rúst af litlum kofa.
Hann gæti hafa verið sæluhús á þessari leið því
að þokkalegan haga fyrir ferðahesta er að hafa í
gróðrinum með lækjarsprænunum í hlíðinni
fyrir ofan. Leið þessi hefur svo legið áfram aust-
ur fyrir Hrútfell, væntanlega austur með Þver-
brekkum, og er það eini staðurinn á þessari leið
neðan úr Fremri-Fróðárdal þar sem sést fyrir
götum sem eru þó ekki greinilegar, enda liggur
hún annars staðar eftir melum sem ekki geyma
fótspor lengi. Svo er farið yfir Fúlukvísl á eyr-
unum við Múlann sem oft er kallaður Kvíslar-
múli til aðgreiningar frá öðrum hæðum á þessu
svæði með sama nafni. Þá er komið á gamla
Kjalveg, sjá næstu kafla. Ef til vill hafa menn
stytt sér leið með því að fara inn með Hrútfelli
að austan og yfir Fúlukvísl og á gamla Kjalveg
öðru hvorum megin við Fremra-Sandfell.
Gamli-Kjalvegur vestri
Næsta lýsing á gamalli leið, Gamla-Kjalvegi
eins og hún er gjarnan nefnd nú, byrjar við
Hvítá 2–3 km neðan við þar sem hún kemur úr
Hvítárvatni. Áin sú var löngum mikill farartálmi
þar til hún var brúuð sumarið 1935. Dágóð vöð
fyrir hesta voru tvö sem notuð voru til að kom-
ast þessa leið. Það neðra heitir Hólmavað og er
úr neðanverðum grasivöxnum hólma við suð-
urbakka árinnar tæpan 1 km neðan brúarinnar.
Það var talið nokkuð gott ef farinn var réttur
sveigur eftir brotinu sem nær alla leið yfir ána
en djúpt ef út af því var farið. Hitt er Skagfirð-
ingavað og er það ofanvert við sandeyri skammt
neðan brúarinnar. Það mun hafa verið nokkuð
djúpt og varasamt eins og fram kemur í frásögn
af ferð Daniels Bruuns hér að framan. Fyrr-
nefnda vaðið var jafnan notað af heimamönnum
áður en brúin kom og hrossin fóru það meðan
þau voru rekin í afrétt. Ferjustaður var um hálf-
um km ofan við brúna. Þar má sjá greinilega
rúst af bátabyrgi sunnan árinnar og vott af vör í
fjöruborðinu. Jafnan voru hafðir tveir bátar við
ána og áttu þeir alltaf að vera sinn hvorum meg-
in hennar. Norðan árinnar eru leifar annars af
síðustu bátunum sem þar voru. Uppi á aust-
anverðri hæðinni norðan ferjustaðarins er rúst
af Tangaverskofa sem var ætlað að veita ferða-
löngum skjól.
Þegar upp á þessa hæð er komið sjást vörð-
urnar í skipulegri röð í norðurátt. Margar
þeirra eru að vísu fallnar því að þarna hefur fok-
ið mikill jarðvegur á síðustu áratugum og öld-
um. Leið þessi liggur fyrst nokkurn veginn
beint í norður, fyrst eftir melum og moldarflög-
um og sést þar hvergi fyrir götum, en þegar fer
að nálgast Svartá koma þær í ljós á torfunum og
eru greinilegar að vaðinu á Svartá yfir hólma í
henni skammt neðan brúarinnar. Aftur er gatan
á melum norðan Svartár enn víða sjáanleg þar
sem lítil hreyfing hefur verið á melunum síðustu
öld. Þessi leið er í landgræðslugirðingum lions-
klúbbanna Baldurs og Freys og er ekki gert ráð
fyrir að unnt sé að fara hana með hesta. Syðst í
Tjarnheiði liggur leiðin um austurjaðar hennar
og er víða ekki nein gata sjáanleg vegna upp-
blásturs en vörður, sums staðar hlaðnar á háa
kletta, sýna hvar hún liggur. Þegar eftir er um 1
km að sæluhúsinu í Hvítárnesi er gatan farin að
liggja nokkuð inni í heiðinni. Þar er stór klettur
vestan götu og á honum minningarskjöldur um
Tryggva Magnússon verslunarstjóra sem var
einn af forustumönnum Ferðafélags Íslands á
fyrstu árum þess. Leið þessi er nú fremur fáfar-
in og því væntanlega ekki margir sem sjá
skjöldinn.
Gamli-Kjalvegur liggur áfram til norðurs eft-
ir Tjarnheiði spölkorn austan við sæluhús FÍ og
er gatan bæði víða auðséð í landinu og rækilega
vörðuð. Hún liggur síðan upp í syðsta tagl Kjal-
hrauns austur af sunnanverðri Hrefnubúð og
yfir Tjarná þar sem hún kemur úr Tjarnárbotn-
um. Suðaustur af Baldheiði nálgast leiðin Fúlu-
kvísl í hlýlegum hvammi við ána þar sem hún
sveigir til vesturs í átt að Hrefnubúð. Næsta
FERÐALEIÐIR Á KILI
Árbók Ferðafélags Íslands 2001 kom út í haust og
nefnist hún að þessu sinni Kjölur og kjalverðir.
Höfundar eru Arnór Karlsson og Oddur Sigurðsson.
Kaflinn sem birtur er hér að neðan er eftir Arnór.
Varða á bjargi. Kerlingarfjöll í baksýn. Hluti myndar eftir Gísla Eiríksson.