Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Blaðsíða 21
síðustu aldar. Skýrustu dæmin eru greinar eftir
Fernando Savater og Jürgen Habermas sem
báðar bera þess merki að hafa orðið fyrir um-
talsverðum áhrifum frá þeirri kröfu að orða
hugsun skýrt, fara skipulega yfir viðfangsefnin
og reyna að komast að niðurstöðu. Sama á við
grein Richards Rortys sem mér finnst bera af í
þessu safni enda er Rorty í hópi merkustu heim-
spekinga þótt hann hafi næstum alltaf rangt
fyrir sér. Það er nefnilega málið að hann hefur
rangt fyrir sér með svo glæsilegum hætti að það
er ekki hægt annað en dást að því. En Rorty er
Bandaríkjamaður og aðhyllist pragmatisma en
er mótaður af þjálfun sinni sem heimspekingur í
rökgreiningarhefðinni, er undantekningarlaust
afar læsilegur og oftast að fást við hin mikilvæg-
ustu efni. En hann er oft að fást við svipuð við-
fangsefni og meginlandsspekingar.
Karl Jaspers og Martin Heidegger eru klass-
ískir fyrirbærafræðingar og bera þess merki og
sömuleiðis Maurice Merleau-Ponty. Það á við
um þann fyrstnefnda og þann þriðja að þeir eru
skiljanlegir og vel hægt að fást við þá með skyn-
samlegu viti. En Heidegger er frekar skáld en
heimspekingur. Kannski ætti frekar að nota
þessa texta hans til söngs en skynsamlegrar
íhugunar. Eric Weil er skyldastur þessum
þremur og mér fannst greinin eftir hann fremur
afslepp. Georg Lukács og Ernst Bloch eru
marxistar og það sem hér er borið á borð er lík-
ara trúboði en raunverulegri heimspeki enda
var trúboðið landlægt í hópi marxista á síðustu
öld. Michel Foucault er síðan með eina grein
sem er á margan hátt merkileg.
Það kennir margra grasa í þessari bók, sumt
merkilegt, annað ekki. Það er þó óheppilegt, svo
ekki sé meira sagt, að ritstjórarnir skuli hafa
bundið sig við ritgerðir um efnið hvað er heim-
speki. Það er ekki sérlega aðlaðandi fyrir þá
sem vilja kynna sér heimspeki, það er miklu
nær að sjá heimspekinga fjalla um önnur við-
fangsefni eins og hvað er geðshræring eða hvað
eru vitsmunir, svo að dæmi séu nefnd, eða hvað
er lýðræði. Heimspekingar að skrifa um eðli
eigin greinar er ekki nema fyrir þá sem eru for-
fallnir í heimspeki og jafnvel fyrir þá getur það
verið nokkur raun að þrælast í gegnum þetta
efni.
Það er vel frá bókinni gengið, kápan smekk-
leg, nánast ekkert um prentvillur. Á undan
hverri þýðingu er stuttur inngangur um höf-
undinn. Í lokin er listi yfir þýðendur og atrið-
isorðaskrá. Þýðingarnar hafa yfirleitt tekist vel
og í þeim er virðingarverð viðleitni til að koma
erfiðum hugsunum í íslenzk orð.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 21
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn-
ing opin þri.- fös. 14-16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Gjörningaklúbb-
urinn. Til 6.1.
Gallerí Reykjavík: Benedikt F. La-
fleur. Til 30. des.
Gallerí Skuggi: Jón Sæmundur Auðar-
son og Páll Banine. Til 23. des.
Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til 20.2.
i8, Klapparstíg 33: Roni Horn. Til 12.1.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14-17.
Listasafn Íslands: Verk úr eigu safns-
ins. Til 15.1.
Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar-
safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús:
Erró. Til 1.1. Guðmundur R. Lúðvíks-
son. Til 20.1.
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað-
ir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5.
Tékknesk glerlist. Til 13.1.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Hús-
taka Meistara Jakobs. Til 31.1.
Norræna húsið: Veflistarmaðurinn
Anne-Mette Holm. Til 13.1.
Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og
Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des.
Slunkaríki, Ísafirði: Hlynur Hallsson.
Til 6.1.
Þjóðarbókhlaða: Bækur og myndir 35
erlendra höfunda. Til 17.2. Ævi og störf
Bjargar C. Þorláksson. Til 1.1.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu.:
Landafundir og ragnarök. Upplýsinga-
miðstöð myndlistar: www.umm.is und-
ir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Langholtskirkja: Jólasöngvar Kórs
Langholtskirkju. Kl. 23.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Cyrano – Skoplegur
hetjuleikur, fim. 27. des. Syngjandi í
rigningunni, fös. 28. des. Vilji Emmu,
fös. 28. des. Karíus og Baktus, lau. 22.
des.
Borgarleikhúsið: Fjandmaður fólksins,
fim 27. des. Kristnihald undir Jökli, fös.
28. des. Beðið eftir Godot, fös. 28. des.
Leikfélag Akureyrar: Blessað barna-
lán, fös. 28. des.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega eða í
tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, menning/listir,
Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Úr Kristnihaldi undir jökli
í Borgarleikhúsinu.
KENNINGAR Hermanns Pálssonar eru
löngu kunnar. Hér er hann enn og aftur að
bera saman forna texta, írska og íslenska.
Hæg eru heimatökin þar sem
hann er menntaður í hvorum
tveggja fræðunum. Lítið gerir
hann með það sem við höfum
löngum trúað að Íslendingasög-
urnar og önnur íslensk fornrit
hafi varðveist í munnlegri
geymd frá söguöld til sagnrit-
unaraldar og séu því sett saman
utan um tiltekinn sannleiks-
kjarna. »Ætla má að sagnasmið-
ir hafi fengið efni í listaverk sín
með því einfalda móti að spyrja
fróða menn og konur spjörunum
úr um horfna tíð,« segir hann að
vísu. En trúgjörnum sendir hann
um leið þetta skeyti: »Hins veg-
ar virðist lítill fótur vera fyrir
þeirri kynlegu kenningu sem
löngum hefur tröllriðið fræðum að höfundar
Íslendinga sagna hafi yfirleitt fengist við að
skrásetja listrænar frásagnir úr söguöld sem
hefðu þrifist öldum saman á vörum fólks áð-
ur en þær komust á bókfell.« Og ekki nóg
með það: »Fundur landsins virðist vera
skröksaga sem síðari kynslóðir ortu til skýr-
ingar. Svipuðu máli gegnir um sagnir af
fundi Vínlands.«
– Svo mörg eru þau orð.
Var Leifur heppni þá aldrei til? Eru frá-
sagnirnar af fundi Vínlands einungis arf-
sagnir, saman settar eftir írskum sögnum
um undralönd í vestri? Flökkusögur sem víð-
förlir Íslendingar þágu af sögufróðum Írum?
Áður en því er svarað er rétt að taka fram að
bók þessi er engin landafræði heldur bók-
menntafræði. Höfundur neitar því hvergi að
Íslendingar hafi komist til Vesturheims.
Þvert á móti má af orðum hans ráða að hann
telji, þrátt fyrir allt, að þangað hafi þeir siglt
og þar hafi þeir stigið á land. En umræðan
snýst ekki um sjóferðir og landaleit heldur
um bókmenntir – sögur þær íslenskar sem
greina frá ferðum þessum, uppruna þeirra
og bakgrunn. Það sem þar segi um vínvið og
sjálfsána akra, svo dæmi sé tekið, kveður
höfundur að fyrirfinnist einnig í írskum
sögnum. Inni í heimsmynd Íra
hafi verið lönd eða eyjar í vestri
sem hafi þá teygt sig allt frá Afr-
íkuströndum til norðurhjara, og
það löngu áður en Leifur heppni
á að hafa fundið Vínland. »Yf-
irleitt eru nafnaskýringar í forn-
ritum mjög vafasamar,« segir
höfundur, »og að því leyti er Vín-
land engin undantekning …« Og
nokkru síðar í sama kafla: »Ærin
ástæða er til að ætla að hug-
myndin um slíkt vildarland sé
komin hingað úr landsuðri, frá
Írum eða Suðureyingum.«
Ritunartími Íslendingasagna
er ekki beint umdeildur lengur
en um þau fræði segir höfundur:
»Ýmsar Íslendinga sögur sem
virðast vera skráðar á þrettándu öld bera
þess glögg merki að höfundar þeirra hag-
nýttu sér ritsmíðar frá hinni tólftu.« Þessi
tilgáta Hermanns Pálssonar er engan veginn
róttæk. Þvert á móti hlýtur hún að teljast
aðgengileg þó seint verði sönnuð. Bókmenn-
ing verður ekki til af engu.
Víst er að sögur þær, sem samdar voru á
tólftu og þrettándu öld en síðar fóru for-
görðum, hafa verið miklu fleiri en hinar sem
varðveist hafa. Meðal hinna fyrr töldu er
Vínlandssaga sem höfundur nefnir svo og
hugsar sér að til hafi verið og yngri höf-
undar hafi síðan farið eftir við ritun þeirra
sagna sem aldirnar leifðu og við höfum enn í
höndum.
En þegar þessi írsk-íslensku arfsagna-
tengsl eru vegin og metin – hvað sannar þá
að Íslendingar hafi í raun fundið Ameríku?
Fáir hafa hingað til efast um það. Rökin fyr-
ir því hljóta þá að vera nokkuð sterk. Til að
mynda sú staðreynd að íslenskir sæfarar
sigldu eftir gangi himintungla og vissu því
hverju sinni hvar þeir voru staddir. Þar með
voru þeir vanir að taka sólarhæð. Það gerðu
þeir á Vínlandi svo sem greint er frá í Græn-
lendinga sögu og höfundur tekur upp í bók
sína: »Sól hafði þar eyktarstað og dagmála-
stað um skammdegi.« Menn hafa ekki verið
á eitt sáttir, að sönnu, hvernig skilja beri
þessi orð. En um þau segir höfundur: »Þessi
vitneskja gefur ekki nákvæma hugmynd um
þverbaug staðar, en sýnir þó að hann geti
verið býsna sunnarlega.«
Niðurstaðan verður sú að textasaman-
burður Hermanns Pálssonar sé að vísu á
traustum rökum reistur en sanni hvergi
beinlínis að sögurnar um landafundi ís-
lenskra og norræna sæfara sé tilbúningur
mestanpart. Írskar sögusagnir – og þá er
miðað við textabrot þau sem Hermann Páls-
son tekur upp í bók sína – hafa yfir sér mun
meiri ævintýrablæ en sögur þær sem Íslend-
ingar sömdu og höfundur tekur til saman-
burðar. Íslensku sögurnar kunna að vera
vafasöm sagnfræði, að vísu. En lítill vafi
leikur á að þær voru samdar sem slíkar.
Ljóst er að Hermann Pálsson hefur lagt
geysimikla vinnu í bók þessa. Heimildaskrár
og aðrir viðaukar fylla fjörutíu síður. Und-
irritaður rakst á prentvillur, fáar að sönnu,
en fleiri en eiga að sjást í háskólaútgáfu. At-
hygli skal og vakin á að nafn Ólafs Halldórs-
sonar vantar í skrá yfir skammstafanir. Út-
gefandinn er sagður hafa séð um umbrotið.
En það – umbrotið – er í raun kapítuli út af
fyrir sig! Engu er líkara en textinn sé að
leka niður af síðunum með blaðsíðutölin á
botni. Ein kaflafyrirsögnin stendur ekki yfir
upphafi kafla eins og sjálfsagt þykir heldur
undir niðurlagi næsta kafla á undan! Sá er
þetta ritar horfði lengi á þau undur og velti
fyrir sér hvernig slíkt og þvílíkt gæti yfirhöf-
uð gerst.
Arfsagnir og landafundir
Erlendur Jónsson
BÆKUR
Bókmenntafræði
og írskar ritningar eftir Hermann Pálsson. 243 bls.
Háskólaútgáfan. Prentumsjón: Gutenberg. 2001.
VÍNLANDIÐ GÓÐA
Hermann Pálsson
ÁRMANN Halldórsson, lengi kennari á
Eiðum, er mörgum að góðu kunnur. Fyrir
utan störf sín sem kennari og síðar safn-
vörður héraðsskjala- og bókasafnsins á Eg-
ilsstöðum hefur hann ritað margar ágætar
bækur, ritstýrt öðrum og verið ritstjóri árs-
ritsins Múlaþings um árabil. Allir, sem til
þekkja, vita að hann er prýðilega ritfær
maður, málhagur vel og fræðabrunnur hinn
mesti.
Nú koma frá hans hendi minningaþættir,
sem ritaðir eru á árunum 1985-1997. Árið
1984 lauk hinni opinberu starfsævi Ármanns
og hóf hann ekki þessa þáttaritun fyrr en
eftir að henni lauk. Hér erum að ræða
stutta þætti og eru flestir þeirra ársettir.
Hægt virðist hann hafa farið af stað. Árið
1887 eru aðeins komnir sex þættir. Síðan
kemur góður sprettur, því að 1988-90 verða
32 til. Þá hægir á og næstu fimm árin verða
þeir aðeins fjórtán, síðan (1995-1997) koma
hinir síðustu, sautján talsins. Þetta er að
vísu ekki nákvæm talning, þar sem nokkrir
þættir eru ekki ársettir.
Ekki eru þættirnir skrifaðir í tímaröð.
Virðist höfundur hafa gripið niður þar sem
honum hentaði best hverju sinni. Síðan hef-
ur þáttunum verið raðað í tímaröð við útgáf-
una.
Þegar á þetta er litið er heldur ólíklegt,
að höfundurinn hafi verið með eiginlega
minningabók í huga, heldur hafi hann gripið
í að stinga niður penna, þegar andinn blés
honum einhverju í brjóst eða gamlar minn-
ingar sóttu á. Gildir þetta raunar fremur um
fyrri hluta bókarinnar, bernsku- og æskuár-
in. Um námsárin og Eiðaárin eru lengri og
samfelldari þættir. En um árin eftir það
koma aftur smáþættir, gjarnan hugleiðing-
ar.
Bókin skiptist í sex aðalkafla, sem bera
þessi heiti: Sögur úr neðra, Með vaxandi
sjóndeildarhring, Námsárin, Árin á Eiðum,
Á Egilsstöðum, Gangverkið og ég. Hver
kafli skiptist svo í smærri þætti, eins og áð-
ur segir.
Fyrsti kaflinn, sem nær fram til 1950
(höf. er fæddur 1916) er langlengstur og er
raunar mestur hluti hans um árin fram að
1930. Smáþættir þessa kafla eru mætavel
skrifaðir. Raunar eru þeir líkt og smámynd-
ir, sem brugðið er upp fyrir sjónir lesand-
ans, einstaklega lifandi og skemmtilega sér-
stæðir. Fjölmargar persónur koma þarna
við sögu, sem höfundur getur gert ljóslif-
andi með fáeinum pennadráttum. Raunar á
þetta við um bókina alla, nema helst síðasta
kaflann. Þar er íhugun í fyrirrúmi og fleiri
ský á lofti. Annars er húmorinn sjaldnast
langt undan og margar spaugilegar sögur
eru sagðar, þar sem list sögumannsins nýt-
ur sín vel.
Minningaþættir Ármanns Halldórssonar
er einkar hugþekk og eiguleg bók. Kafla-
upphöf eru prýdd teikningum eftir bróður
höfundar, Elías B. Halldórsson, listmálara,
sem einnig hannaði kápu. Í miðri bók eru
allmargar svarthvítar myndir frá æsku-
stöðvum, starfsumhverfi, af skyldmennum,
höfundi á ýmsum aldri, eiginkonu hans,
Ingibjörgu Kristmundsdóttur, fósturdóttur
þeirra hjóna og fjölskyldu hennar og starfs-
félögum. Í bókarlok er Nafnaskrá og eru
þar tilgreind nöfn manna, dýra og staða.
Þessi bók er gefin út af nýju forlagi þar
eystra. Gullvör heitir það. Er þetta fyrsta
bók forlagsins. Skilst mér að vinir Ármanns
séu þar í forsvari og sé þeim mikið ánægju-
efni að geta með þessu móti vottað hinum
aldna heiðursmanni vináttu sína og virð-
ingu. Bókin er einkar vel og smekklega út
gefin.
Minningaþættir
merkismanns
Sigurjón Björnsson
BÆKUR
Minningaþættir
eftir Ármann Halldórsson. 191 bls.
Gullvör, Fellabæ, 2001
ÚR STUNDAGLASINU