Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 6
H ELGI Hálfdanarson varð ní- ræður á liðnu ári, nánar til- tekið þann 14. ágúst. Þekkt- astur er Helgi fyrir þau stórvirki sem hann hefur unnið með þýðingum sínum. Prófessor Ástráður Ey- steinsson gerði glögga grein fyrir þýðingum Helga í Lesbók Morgunblaðsins þann 11. ágúst í sumar og gat reyndar um frum- samin rit hans einnig. Af grein Ástráðs má sjá að afköst og afrek Helga á ritvellinum eru æv- intýri líkust þó unnin hafi verið utan daglegs vinnutíma. Ég ætla ekki að bæta neinu við ágæta umfjöllun Ástráðs en nota þetta tækifæri til að þakka Helga marga ánægjustund. Minn- isstæðar og kærar eru mér t.d. fyrstu ljóðaþýð- ingar hans sem út komu í þremur bókum á ár- unum 1953 til 1960, og svo bókin Við sagnabrunninn (1971) sem er safn ævintýra og sagna frá ýmsum löndum. „Ef þú ert fyrirsæta“ Áður en ég kem að efni þessa pistils langar mig reyndar að minnast blaðagreina Helga um málefni líðandi stundar á undanförnum áratug- um, ekki síst um meðferð móðurmálsins. Ég held að þessar málfarsádrepur hafi haft áhrif til góðs. Það virðist ekki beint í tísku að áminna fólk um málvöndun. Þó hefur mér sýnst sem innst inni vilji menn gjarnan láta segja sér til, minna sig á, ýta við sér – ef áminningin er vel fram sett, rökföst og öfgalaus. Það er svo auð- velt að gleyma sér í föstum orðaleppum og hugsanaleti í erli dagsins. Vissulega var til- hlökkunarefni að mega eiga von á grein í Morg- unblaðinu frá Helga Hálfdanarsyni. Ein slík hét „Ef þú ert fyrirsæta“ þar sem á gamansaman hátt en þó í fullri alvöru var vakin athygli á of- notkun orðsins „þú“ í máli manna. Morgun- blaðsgreinum Helga var safnað saman í bók- unum Skynsamleg orð og skætingur (1985) og Molduxa (1998); ég hef stundum vísað nemend- um mínum við Kennaraháskólann á þau góðu rit. Mættum við kannski fá meira að heyra? Fornu fræðin heilla En hér langar mig að staldra við tvær bækur Helga sem ekki hafa fengið þá umfjöllun sem þær eiga skilið þó einkennilegt megi virðast. Samt munu þær hafa fallið í góðan jarðveg hjá lesendum á sínum tíma og nú er önnur þeirra jafnframt er í bókinni mikill fróðleikur um brag- fræði (t.d. um hljóðlengd, sjá 107 o.áfr.) og merkingu orða, ekki síst þá sérkennilegu iðju fornskálda að yrkja ofljóst . Þannig geta orðin gumna fjölð í Arinbjarnarkviðu að áliti Helga þýtt fleira en það sem beinast liggur við, t.d. Firðafylki! (48). Nýjar skýringar við fornar vísur Skáld talar um skáld og les jafnvel hug þess. Um niðurstöðu Helga hverju sinni þarf lesand- inn ekki að vera honum sammála. Ég get að vísu tekið undir margt sem hann ber á borð og undr- ast jafnframt að sumar skýringar hans hafi ekki ratað inn í nýjar útgáfur Íslendingasagna. En jafnvel þó efi læðist að um einstök atriði fer maður af fundi Helga ríkari en áður. Ég sé fyrir mér að kennarar muni í auknum mæli rýna í röksemdir hans og kynna þær nemendum sín- um. Í því sambandi má hafa í huga að þrátt fyrir leiftrandi hugmyndaflug við skýringar á þess- um forna kveðskap fylgir Helgi yfirleitt þeirri reglu að komast sem næst rithætti handrita. Jafnframt varar hann við oftrú á reglur síðari tíma manna, t.d. þær sem sá frægi Eduard Siev- ers setti á sínum tíma og fræðimönnum síðustu aldar hætti til að taka allhátíðlega (sjá t.d. bls. 107 o.áfr.). Því má bæta við að enda þótt Helgi hafi ekki haft handritin sjálf til hliðsjónar nýtir hann sér þekkingu sína á stafagerð þeirra og grípur stundum til leiðréttinga út frá því. Til glöggvunar skal sýnt dæmi af bls. 120-121. Þar eru þessi vísuorð tekin úr Eyrbyggjutexta: es lutviðir létu lækendr, þeirs skil flækja. Helgi nýtir sér líkindi stafanna l og s annars vegar og t og r hins vegar og kallar fram þessa breytingu með hjálp ljóðstafareglunnar: es sarviðar (þ.e. sárviðar) sóru sækendr, þeirs skil flækja, og fær þannig merkingu í vísubrot sem áður Morgunblaðið/Golli „En hvernig sem á er litið eru bækur Helga miklar gersemar. Svona bækur verða aldrei skrifaðar aftur. Einhver mundi kannski tala um fantasíu og skáldskap um skáldskap. Sú umsögn ein hrekkur að vísu skammt því að innan um þessa stílsnilld, leiftrandi ímyndunar- afl og frábærar sérviskur í framsetningu leynast eld- skarpar athugasemdir og skýringar sem fræðimenn þyrftu að sinna betur en þeir hafa gert fram að þessu í umfjöllun sinni og útgáfum á okkar gömlu textum.“ RIFJUÐ UPP KYNNI AF TVEIMUR BÓKUM HANS FRÆÐAÞULURINN HELGI HÁLF- DANARSON E F T I R B A L D U R H A F S TA Ð komin út aftur og hin væntanleg á næsta ári. Og þá er að sjá hvort ný kynslóð sýnir þeim sama áhuga og kynslóðin sem keypti slíkar bækur fyrir nokkrum áratugum. Þetta eru bækurnar Slettireka. Leikmanns- þankar um nokkrar gamlar vísur (1954) og Maddaman með kýrhausinn. Reynd ný leið í leitinni að Völuspá (1964). Í bókunum tveimur ræðst Helgi ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því að hann fjallar þar um fornan skáld- skap og gagnrýnir margt í túlkun fyrri skýr- enda sem þó höfðu getað stundað fræði sín við ákjósanlegar aðstæður. Sjálfur var Helgi lyfsali á Húsavík þegar fyrri bókin kom út og hafði takmarkaðan bókakost og engin ráð til að rýna í handritin sjálf. Og sennilega hafa aðstæður hans við vinnu að síðari bókinni verið litlu betri þó hann væri þá kominn til Reykjavíkur þar sem hann var lengst af kennari í efnafræði við Kennaraskóla Íslands, síðar Kennaraháskól- ann. „Í djarfasta lagi“ Í Slettireku freistar Helgi þess að skýra vísur og kvæði í átta Íslendingasögum og er Egils saga þar fremst í flokki. Ef tala mætti um „heildarhugmynd“ í skrifum Helga þá held ég að hún sé sú að halda í og styrkja þá gömlu trú að kveðskapur sagnanna sé rétt feðraður í flest- um tilvikum. Segja má að þessi „barnatrú“ hafi átt í vök að verjast um sinn, einkum eftir að Jón Helgason hrifsaði Höfuðlausn úr hendi Egils Skalla-Grímssonar í frægri grein í afmælisriti til Einars Ólafs Sveinssonar árið 1969. En það var fimmtán árum eftir að bók Helga birtist og því skyldi engan undra þó hann héldi í gömlu trúna: það gerðu flestir. Nýjar hugmyndir um tímasetningar kveðskaparins breyta þó engu um þá ánægju sem hafa má af Slettireku enda vakti einkum fyrir höfundinum að finna betri skýringar á merkingu vísna en áður hafði tekist. Það sem varðar mestu við lestur bókarinnar er að láta hrífast af ímyndunarafli höfundar sem viðurkennir að hugmyndir hans séu stundum í „djarfasta lagi“. Það er bjartsýni í leitinni að nýrri lausn og sannfæringarkraftur í rök- semdafærslunni. Framsetningin er persónuleg og gildishlaðin ef svo mætti að orði komast (höf- undur er t.d. óhræddur við að nota orð eins og „lágkúrulegur“, „annarlegur“, „skoplegasta af- skræmi“ og „sprenglærður vísdómur“). En 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 sem hefur átt sér stað og bæta þannig ótal nýj- um víddum við einvídd augnabliksins. Maður sem þekkir söguna og hefur hæfileika til að tala við steina og tóttir húsa, öll hans upplifun er margfeldi af hinni venjulegu hversdagslifun. Og það sem Þórbergur harmar sí og æ í Suð- ursveitarbálkinum er hve óheyrilega mikið af sögu hefur farið forgörðum og það stafar allt saman af því hve fólk er tregt að nóta hjá sér og halda dagbók. „Það var skelfilegt hvað fólk var búið að týna miklu af því sem komið hafði fyrir í byggðinni, og ég skildi vel af hverju það var eftir að ég fór að halda dagbók. Það var af því að það hafði aldrei haldið dagbók, aldrei skrifað neitt hjá sér. Þess vegna er allt það fína gleymt, aðeins hrossalegustu viðburðirnir sem hafa varðveist, svona meira eða minna og margt afbakað. Og ég hugsaði oft: „Goðarnir hefðu átt að halda dagbækur yfir það sem kom fyrir í goðorð- unum og síðan prestarnir yfir það sem skeði í prestaköllunum. Og þeir hefðu átt að geyma þær í læstum kistum og vel sterkum svo að þær týndust ekki. Og þeir hefðu átt að skera út framan á kisturnar: Í þessari kistu eru geymd- ar dagbækur lífsins sem aldrei mega glatast. Ef þetta hefi verið gert þá væru nú feiknarleg kynstur af alls konar fróðleik sem nú er týndur og lífið orðið miklu ríkmannlegra og meira gaman að lifa … Það hefði verið fróðlegt að hafa svona dagbækur frá fyrri öldum og ekki aðeins frá goðum og prestum heldur frá sem flestum landsmönnum í staðinn fyrir að glata mestallri sögu sinni og eyða svo tímanum í botnlausar getgátur og „ef til vill“, „gæti ver- ið“, „kringum“, „hér um bil“, „nálægt“, „ekki langt frá“, „að haldið er“, o.s.frv. o.s.frv. Þess háttar tal átti snemma illa við mig. Ég vildi vita nákvæmlega hvenær, hvar og hvernig. En það var ekki hægt nema að skrifa hjá sér, sigta út og mæla.“12 Og eiginlega er Suðursveitarbálkurinn kennslubók í því hvernig mannlífið getur öðlast ævarandi líf í sögu. Blaðsíðu af blaðsíðu, bók af bók vex myndin og dafnar og bætir við sig stórum og fínum dráttum. Á sjöunda hundrað persóna stígur fram á sviðið, flestar samsveit- ungar Þórbergs úr fortíð og samtíð. Sumar reyndar bara nafnið, á bak við aðrar stendur skrítla eða tilsvar. Svo eru enn aðrar sem höf- undur kemur að aftur og aftur og eykur drátt- um við mynd þeirra uns þær standa manni ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Þannig er t.a.m. um Oddnýju gömlu frá Gerði sem kannski var fyrsti og áhrifamesti lærimeistari Þórbergs Þórðarsonar, einhvers staðar á undan Birni M. Ólsen, Stalín, Zamenhoff og Krishnamurti. Hlutverk hennar í Suðursveit virðist hafa verið eins konar ferðaleikhús og færanlegur fjölmenntaskóli. Hún var höfð til að skemmta og fræða. Heimilin kappkostuðu að fá hana í heimsókn til dvalar og heyra hana ausa af óþrotlegum sjóði sagna og ljóða. „Með dauða Oddnýjar slokknaði bjartasta ljós Suðursveit- ar sem þar logaði í minni tíð,“ segir í Fjórðu bók. Það var Oddný gamla á Gerði sem spáði fyrir Þórbergi ungum að hann mundi ekki ala lengi aldur sinn í Suðursveit. Eins og fyrr sagði tengdi Þórbergur brotthvarf sitt við frönsku skúturnar sem hann sá koma upp að ströndinni og vöktu með honum þrá sem hann fann að yrði ekki fullnægt heima. Og það er enn frönsk skúta sem eins og orsakar brottförina þegar að henni kemur. Það er strand. Þórbergur ung- lingur fer á strandstað og drekkur sig fullan í koníaki, deyr, rís upp á næsta degi, kveður og heldur suður. Alfarinn. Steinþór bróðir hans, sem varð eftir og sagði sögu sína löngu seinna í útvarpi og kom á end- anum út undir heitinu Nú-nú, bókin sem aldrei var skrifuð,13 segir af þessu tilefni: „En nú er Þórbergur farinn, hann fer þetta vor, 1906, og þá er ríkið liðið undir lok. Við sem að eftir sátum nú, þegnarnir, við höfum nú kannski ekki svo mjög séð eftir því, þó að ríkið liði undir lok, því alltaf vorum við nú í meiri og minni uppreisnarhug gegn því, en við sáum meira eftir því að Þórbergur var farinn, þetta höfuð æskunnar á Breiðabólstaðarbæjum sem að mótaði stefnu hennar á allan hátt … Og þó að Þórbergur hafi ekki farið með mikil farar- efni úr Suðursveit, þá fór hann samt með það sem hann hefur mulið úr og mun lengst mylja úr og það er sá andlegi arfur sem hann fór með frá liðnum feðrum og mæðrum sínum.“ VII Í samtalsbók Matthíasar Johannessens og Þórbergs Þórðarsonar, Í kompaníi við allífið, spyr Matthías: „Varstu alltaf ákveðinn í því að verða skáld?“ Og Þórbergur svarar: „Ég ætlaði mér aldrei að verða neitt. Jú, það er víst ekki rétt, ég ætlaði mér að verða skip- stjóri á duggu með hvítum seglum þegar ég var austur í Suðursveit. En það datt úr mér undir- eins og ég fann lyktina upp úr lúkarnum á kútt- er Sea-gull. Og hún verkaði á mig eins og dæmisaga. Það er vond lykt af öllu þegar mað- ur er búinn að fá það. Þetta er eina skýra markið eða hugsunin að verða eitthvað í lífinu. Og mér hefur orðið að áhugaleysi mínu. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma orðið neitt. Nei, alls ekkert. Samt er ég orðinn 69 ára gamall. Mér hefur ekki einu sinni tekist að safna ýstru...“ Og um ástæður þess að hann fór að skrifa ber hann fyrir sig peningaleysi, hann hafði sumsé út úr blankheitum tekið saman svolítið Í SUÐURSVEIT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.