Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin þri.–fös. 14–16. Tekið á móti nemendahópum samkv. sam- komulagi. www.am.hi.is. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Gjörninga- klúbburinn. Til 6.1. Gallerí Sævars Karls: Helga Krist- rún Hjálmarsdóttir. Til 24.2. Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til 20.2. i8, Klapparstíg 33: Roni Horn. Til 12.1. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Höggmyndagarðurinn er alltaf opinn. Inngangur í hann frá Freyjugötu. Listasafn Íslands: Verk úr eigu safnsins. Íslensk myndlist á 20. öld. Til 15.1. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Guðmundur R. Lúðvíksson. Til 20.1. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Tékknesk glerlist. Til 31.5. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Hús- taka Meistara Jakobs. Til 31.1. Norræna húsið: Veflistarmaðurinn Anne-Mette Holm. Til 13.1. Slunkaríki, Ísafirði: Hlynur Halls- son. Til 6.1. Þjóðarbókhlaða: Bækur og myndir 35 erlendra höfunda. Til 17.2. Þjóðmenningarhúsið við Hverfis- götu.: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýningarsölum má finna á slóðinni www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Íslenska óperan: Nýárstónleikar: Davíð Ólafsson bassi og Tomislav Muzek tenór. Kl. 17. Sunnudagur Hlégarður, Mosfellsbæ: Veislutríóið: Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigrún Hjálm- týsdóttir og Bergþór Pálsson. Kl. 17. Mánudagur Salurinn, Kópavogi: Söngtónleikar. Vocal group Ars Nova. Kl. 20. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Einleiks- og kammerverk fyrir víólu. Jónína Hilm- arsdóttir víóla, Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanó og Ásgerður Júníus- dóttir, söngur. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Einleikari: Ásdís Valdimars- dóttir. Hljómsveitarstjóri: Alexander Anissimov. Kl. 19:30. Salurinn, Kópavogi: Kaldalónskvöld. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Frið- geir Valdimarsson og Jónas Ingi- mundarson. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Cyrano, miðv. Syngj- andi í rigningunni, lau. Með fulla vasa af grjóti, sun., fim., fös. Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sun., fim. Karíus og Baktus, sun. Borgarleikhúsið: Fjandmaður fólks- ins, laugard. Blíðfinnur, sun. Píku- sögur, sun. Íslenska óperan: Leikur á borði, laugard., fös. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Ásdís Valdimarsdóttir skjólstæðinga listhússins fyrsta áratuginn voru Dewasne, Deyrolle, Vasarely, Magnelli, Jacob- sen og Mortensen. Lestarferðin til Parísar hafði haft mikil áhrifá þá félaga, alls staðar mættu þeim sund-urskotnar borgir og neyð, þeir upplifðuheim sem bæði efnislega og andlega var í rústum, og það framkallaði löngun til að skapa list sem speglaði ástandið og tímana, jafnframt þörfina fyrir reglu skipulag stöðugleika og festu. Ricard Mortensen (1910–1992), sem kom fram í sviðsljósið 1933, hafði þegar haslað sér völl, var vel skólaður og lesinn í heimslistinni, þar að auki í röð hinna framsæknustu í nýsköp- un málverksins og þar mikill áhrifavaldur. Varð í upphafi áratugarins fyrir miklum áhrifum af kenningum surrealistans og áhrifagoðsins, mál- arans Vilhelms Bjerke-Petersens (1909–1957). Hafði löngu snúið baki við þeim er hér var kom- ið sögu, eftir afdrifaríkar deilur um og eftir miðjan áratuginn sem hann sjálfur tók virkan þátt í. Robert Jacobsen (1912–1993), sem kom fyrst fram á Haustsýningunni (Høstudstillingen) 1942 eftir að hafa verið hafnað árið áður, var hins vegar að mestu sjálflærður, faðirinn sótari en móðirin forngripa- og dótasali, marskand- iser. Keypti sína fyrstu grænlenzku dúkku sjö ára gamall og reyndi sem fulltíða maður fyrir sér í mörgum störfum samhliða því að afgreiða í forngripaverslun móðurinnar og dunda þess á milli við að skera út fígúrur í tré. Hvörf urðu er hann skoðaði sýningu á verkum þýskra fram- úrstefnulistamanna á Den Frie 1932, svo sem Kokoshka, Klee, Kandinsky, Nolde, Kirchner, Dix, Karl Scmidt Rottluff og Barlach. Kynnin við verk hins síðastnefnda varð til þess að hann fór í læri hjá fagmönnum í undirstöðuatriðum tréskurðar og steinhöggi. Kynntist og um- gekkst starfandi listamenn eins og myndhöggv- aranum Henry Heerup og málarann Asger Jorn sem leiddu hann inn í veraldir kynjadýra og var í góðu sambandi við Richard Mortensen á árunum 1940–45. Jacobsen mun hafa verið vel virkur í dönsku listlífi áður en hann fór til Par- ísar og það tók hann ekki nema eitt ár að beina athyglinni að sér í heimsborginni. Í árslok 1948 hóf hann að vinna í járn, en það var þó ekki fyrr en 1949 að hann sneri sér af alvöru og fullum krafti að logsuðunni, tók fljótlega stórstígum framförum. Það varð til þess að Denise Réne, sem var strax með á nótunum varðandi hin nýju vinnubrögð stóð fyrir sérsýningu á járnskúlpt- úrum hans 1950 sem mikla athygli vakti. Allt ár- ið 1949 starfaði hann að vísu í Kaupmannahöfn, en Denise René gerði sér ferðir þangað reglu- lega til að fylgjast með framvindunni því henni fannst listamaðurinn í miðri þýðingarmikilli þróun. Enginn vafi á því að Denise René hafði mikil áhrif á þá félaga báða og þeir kynntust fljótlega mörgum helstu núlistamönnum tím- anna í gegnum hana, urðu góðvinir sumra líkt og Dewasne, Deyrolle, Magnelli og Vasarely, og í gegnum þá vinum þeirra. Jean Jaques Deyrolle sem var mestur rökfræðingurinn var t.d. náinn vinur Nicolas de Stäel og hafði mikil áhrif á hann. Menn skiptust á skoðunum um innbyrðis vinnubrögð og gátu rökræður hinna metnaðarfullu og stórhuga listamanna orðið harðar og óvægar. Ekki fór hjá því að Denise René kynntistlistalífi Kaupmannahafnar í heimsókn-um sínum, eyddi jafnvel löngum stund-um í rökræður um fræðikenningar sam- tímalistar við listrýna og listhópa. Daginn eftir mátti lesa um samræðurnar og sýningarnar í dagblöðunum og þá einkum Politiken, sem henni þótti frábært. Allt þetta gerðist fyrir sam- stöðu dugnað og frumkvæði listamannanna sjálfra, og hér gegndu hinir ýtnu og forfrömuðu Jacobsen og Mortensen stóru hlutverki. Denise segir að á þeim tíma hafi í raun ekki verið til nein alvöru listhús í Kaupmannahöfn, sem að sjálfsögðu er rangt, en hún mun hafa meint í stíl við þau alþjóðlegu í París, annað hefur henni fundist ómark. Gleymir hér Galleri (Börge) Birch á Bredgade er var mjög framsækið og var á fullu við að kynna danska framúrstefnu. Einn- ig núlistir Parísarborgar er mig bar að um miðja öldina, til að mynda málara líkt og Atlan, Bazaine, Deyrolle, Dewasne de Stäel o.s.frv., gott ef ekki í samvinnu við valkyrjuna eða þá fé- laga. Frá þessu tímaskeiði virðist Denise hafa verið í sambandi við norræna listamenn og ekki eru nema nokkur ár síðan ég rakst á hana á sýn- ingu í Árósum. Háöldruð lætur hún engan bil- bug á sér sjá, rekur listhús á Boulevard St. Germain des Prés og tekur með miklum glæsi- brag þátt í hinni árlegu FIAC kaupstefnu, sýnir þar bæði verk eldri sem nýrri skjólstæðinga. Hinum miklu umskiptum eftir stríð fygldi óvægin listapólitik, og eitilhörð á velgengnis- tímum strangflatalistarinnar á sjötta áratugn- um, ekki mátti sjást neitt hlutvakið í málverkinu og frávik frá einstefnunni litið illu auga, menn úthrópaðir svikarar. Hér var Denise René eng- in undantekning nema síður væri, þannig þoldi hún ekki frávik Jacobsens í fígúratíva kynjaver- öld með frumstætt brúðuform að leiðistefi, sem hann vann að til hliðar við óhlutlæga járnskúlpt- úrana. Fékk víst óspart að heyra að um svik við hann sjálfan væri að ræða og það mun hafa átt nokkun þátt í að 1957 yfirgaf hann listhúsið til hags fyrir Galerie de France, sem var mun stærra og hið virtasta í París. Það gerðu einnig Deyrolle og Magnelli, sem var mjög mikill áhrifavaldur í hópnum og mun hafa átt frum- kvæðið að umskiptunum, stóð þó einhverra hluta vegna sjálfur ekki lengi við. Í Galerie de France fékk Jacobsen að sýna fígúratívu kynja- skúlptúrana sína, en Denise lét ekki sjá sig, hafði ekki hinn minsta áhuga á þeim, Magnelli ekki heldur og sagan segir að þegar hann kom í heimsókn á vinnustofu Jacobsens hafi sá reynt að fela fígúratívu skúlptúrana! Engu að síður voru þeir báðir mjög hrifnir af frumstæðum skúlptúr og voru iðulega á flóamörkuðum að snudda eftir slíkum. Mortensen fékkst einnig við að teikna fígúratívt, einkum blóm og dýr, en það var einungis hvíld frá hinu óhlutlæga og hann flíkaði því ekki opinberlega. Á þessum árum var mikil umræða í gangi meðal listamanna og listrýna, hvernig skil- greina ætti sértæka list þ.e. óhlutbundna. Menn tóku afstöðu gegn hinu hlutvakta sbr. slagorðið afdrifaríka; fígúran er dauð! Þeir voru mjög uppteknir af orðræðunni og óvægir um öll frá- vik. Gagnrýnandinn Léon Degand sem var sjálfum sér mjög samkvæmur í rýni sinni, sagði t.d. í formála sem hann skrifaði um Mortensen; að þegar skálína væri í mynd væri komin fjar- vídd og hún ekki lengur óhlutlæg! Hann snerist jafnvel gegn hreyfingu í málverkinu og var til að mynda lítið hrifin af þróuninni í málverki Vas- arelys og þá sjálfsagt allri optískri list um leið. Sé litið um öxl, aðeins rúmlega fimmtíu áraftur í tímann, er með ólíkindum hvern-ig hlutirnir hafa þróast. Er leið á sjö-unda áratuginn dofnaði frægðarsól þessara miklu bóga Parísarskólans frá miðbiki aldarinnar og enn frekar á áttunda áratugnum er hugmyndafræðin, ruddi formrænu högg- myndinni út af borðinu, það voru ár sýningar- stjóra og fræðinga sem tæmdu alla sýningarsali og söfn af lífsmögnum, aðsókn á núllpunkti. Á þeim tíma átti Denise René og hennar nótar bágt og við lá að hún færi út af landakortinu. En þá skeði að litir form og málverkið í sjálfu sér birtust aftur á níunda áratugnum sem olli gríð- arlegri sprengingu á listamarkaðnum. Spá- kaupmenn og verðbréfasalar nýttu sé tækifærið og uppgangurinn varaði allan áratuginn, í lok hans voru verk áhrifavalda sjöunda áratugarins orðin að fágæti og meðalstór úrvalsverk sumra áðurnefndra málara og skoðanabræðra þeirra, svo sem Auguste Herbin, Serge Poliakof o.fl., slegin á um og yfir 80 milljónir króna í núgengi á uppboðum. Í heimskreppunni sem skall á í upp- hafi tíunda áratugarins og fylgdi í kjölfar Flóastríðsins fóru margir þessara delikventa fjármagnsmarkaðsins á hausinn, sumir á bak við lás og slá og hrun varð á listaverkamark- aðinum. Rétti þó aftur við á mun heilbrigðari hátt í lok áratugarins og náði viðlíka hæðum á toppnum, var þó öllu óstöðugri eftir því sem neðar dró. Minimalisminn, eða naumhyggjan setti mikinn svip á áratuginn og með fulltingi sýningarstjóra listheimspekinga og fræðinga reis hugmyndafræði áttunda áratugarins upp úr öskustó en á nýjum forsendum, og með sama árangri hvað tóma sýningarsali snertir. Við- horfin á undanhaldi, samfélagshyggja flipp sið- leysi og samruni listgreina tekin við, um leið hefur getspekin og spádómarnir um endimörk og endalok málaralistarinnar aldrei risið hærra. Fullyrðingarnar standast trauðlega tímans tönn frekar en fræðikenningar einangraðrar hugmyndafræði og naumhyggju sem og einsýn- in á blómaskeiði strangflatalistarinnar. Munur- inn er að á árum óhlutlæga myndverksins var um einangrað fyrirbæri listhópa víða um lönd að ræða, en skipulagt hópefli á heimsvísu með fulltingi listaskólanna hvað seinni tíma áhrærir. Þetta þróunarferli, á tímabilinu, er afar tákn- rænt um að þröngar tilbúnar kennisetningar eru dæmdar til að lifa sig og að það eru lista- mennirnir sjálfir sem hafa síðasta orðið, hvar sem þá annars ber niður. Verk stóra Roberts, eins og hann varjafnan nefndur af starfsbræðrum sín-um í Frans, eru skúlptúrar í bak fyrirog út í fingurgóma. Sér til fulltingis þurfa þau engan hávaða né fræðikenningar og þótt þau teljist óhlutlæg, hugsar gerandinn jafnaðarlega í rými ljósi og lofti líkt og grískir myndhöggvarar til forna, rýmið var þeim allt og það er galdurinn að baki þeirrar mögnuðu út- geislan sem frá þeim stafar. Þá eru verk listamannsins í hæsta máta líf- ræn, sem er leyndardómurinn við alla mikla list og þótt hann væri að mestu sjálflærður líkt og Deyrolle, voru þeir hámenntaðir dugnaðarfor- kar í lífi og list. Til að geta betur sinnt list- sköpun sinni hætti Jacobsen jafnvel að umgang- ast áfengi og smakkaði ekki dropa eftir það. Var lengi prófessor við listakademíuna í München og á tímabili einnig við akademíuna í Kaup- mannahöfn, sem segir sitt. Á háskalegum tímum þegar náköld hátæknin hefur tekið völdin eru næm opin skynfæri og líf- rænir hlutir aftur í sviðsljósinu, og hér standa verk Robert Jacobsen sterkt með sína þjálfuðu og inngrónu meðvitund um rými. Það voru svörtu járnskúlptúrarnir sem gerðu Robert Jacobsen frægan í París. Dewasne og Robert í Hvidorve 1949.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.