Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 11 Þekkja íslenskir blaðamenn þjóðfélagið nógu vel til þess að geta tekið þátt í uppbyggilegri gagnrýni á stjórnarfar landsins? SVAR: Til að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að velta fyrir sér merkingu hennar: Hvers konar þekking og hve mikið af henni er nauðsynleg til að geta verið gagnrýninn? Hvers konar gagnrýni er upp- byggileg og hverjir stunda hana? Sérfræðingar eru ekki hæfastir til að gagnrýna það sem þeir eru sérfróðir um. Vísindamenn stunda vísindi en þeir sem stunda vísindagagnrýni eru yfirleitt ekki vísindamenn sjálfir. Á sama hátt er ólíklegt að blaðamaður sem er sérfræðingur í ein- hverri grein þjóðfélagsfræða væri betri þjóðfélagsgagnrýnandi en hinn sem hefur ekki þessa sérfræðiþekkingu. En alveg eins og vísindagagnrýnandinn þarf að þekkja að- ferðir og innviði vísinda, þá þarf blaðamað- urinn helst að kunna eitthvað fyrir sér í fé- lagsvísindum til að geta fjallað af viti um þjóðfélagsmál. Af þessu er hægt að draga almenna ályktun: Blaðamenn eiga að vera vel heima á mörgum sviðum en þeir eiga ekki að vera sérfræðingar. En það má skilja spurninguna á fleiri vegu: Eitt er að hafa góða almenna mennt- un sem gerir blaðamanni kleift að átta sig á efnahagsmálum, pólitík, vísindastarfsemi, löggjöf og dómsmálum, rekstri fyrirtækja, menningu og listum og svo framvegis. Ann- að er að hafa þá reynslu og innsýn í þjóðfé- lagið sem gerir gagnrýna afstöðu til stjórn- arfars og stjórnmála áhugaverða og innihaldsríka. Það má kannski lýsa upp- byggilegri gagnrýni svo að hún sé gagnrýni þess sem hefur slíkan skilning á því sem hann eða hún fjallar um ásamt nægri menntun til að tileinka sér viðhorf hins upp- lýsta leikmanns í mörgum ólíkum málum. Þessi skilyrði – innsýn og undirstöðugóð háskólamenntun – má segja að séu nauð- synleg skilyrði þess að blaðamaður geti tek- ið þátt í uppbyggilegri gagnrýni. En þau eru ekki nægjanleg skilyrði. Það er hægt að búa yfir getunni án þess að notfæra sér hana, vera áhugalaus um gagnrýni, jafnvel á valdi annarlegra sjónarmiða. Gagnrýninn blaðamaður er því líka skapandi og frjór í hugsun, áhugasamur og leitandi. Pólitísk róttækni, hvort sem er hægri, vinstri eða miðjuróttækni, er líka mikilvægur eiginleiki. Hafa íslenskir blaðamenn þessa kosti til að bera? Flestir hafa vafalaust einhverja þeirra, en sennilega hafa fáir þá alla. Það má taka dýpra í árinni: Þessir eiginleikar einkenna ekki íslenska fjölmiðla og ekkert bendir til þess að fjölmiðlarnir sækist eftir eða þjálfi fólk sem hefur þá. Ef íslenskir blaðamenn taka ekki þátt í uppbyggilegri þjóðfélagsgagnrýni má geta sér til að þá skorti annaðhvort skilning og undirstöðuþekkingu eða innsýn og reynslu eða eldmóð og áhuga. Nú getur verið að ástæðan fyrir því að þá skortir einhverja þessara eiginleika sé ekki að öllu leyti þeim sjálfum að kenna, heldur liggi í menning- unni, samfélagsorðræðunni, ef svo má að orði komast. Það getur verið að samfélagið eða fjölmiðlaheimurinn sé ekki móttækileg- ur fyrir uppbyggilegri gagnrýni. Þess vegna má snúa spurningunni við: Væri uppbyggileg gagnrýni á stjórnarfar möguleg ef einhverjir væru færir um að stunda hana? Gallinn á samfélagsorðræð- unni á Íslandi virðist sá að hún er þröng og einhæf. Umfjöllun fjölmiðla er undantekn- ingalítið bundin við aðgerðir og yfirlýsingar stjórnvalda og stórfyrirtækja, fjölmiðlarnir stunda enga sjálfstæða rannsóknarblaða- mennsku. Ljósvakafjölmiðlar, sem hafa gíf- urleg áhrif á alla almenna umræðu í land- inu, hafa að því er virðist einsett sér að hafna faglegum vinnubrögðum við undirbún- ing og úrvinnslu fréttadagskrár. Þannig er iðulega alltof mikil áhersla á viðtöl þar sem viðmælandinn hefur yfirburðaþekkingu á umræðuefninu en fréttamaðurinn hefur varla kynnt sér það. Fjölmiðlar á Íslandi eru oft ófærir um áhugaverða efnisúrvinnslu vegna þess að fréttamennirnir þurfa að láta máls- aðila hverju sinni fræða sig og eru því ekki óháðir þeim. Íslenska blaðamenn skortir ekki menntun eða skilning á þjóðfélaginu til að geta tekið þátt í uppbyggilegri gagnrýni á stjórnarfar. Þá skortir eldmóð og róttækni, þeir eru í fjötrum metnaðarlausrar fjölmiðlamenn- ingar. En hverjir stunda þá þessa gagnrýni hér á landi ef fjölmiðlarnir gera það ekki? Þó að vissulega gerist það að einstaklingar og hópar fólks móti gagnrýna afstöðu í ein- stökum málum og fylgi henni eftir, þá vantar hið stöðuga og virka eftirlit sem í sumum löndum kemur frá háskólum og sjálfstæðum rannsóknastofnunum. Kannski er það vegna þessa skorts sem stjórnmálamenning okkar er talsvert frumstæðari en í nágrannalönd- um, ekki vegna fámennisins. Jón Ólafsson heimspekingur. Hvaða dýrategund er elst? SVAR: Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu tálknfótunga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðar. Teg- und þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum tímabili jarðsögunnar. Það segir okkur að tegundin hefur verið til í rúm 500 miljón ár og lítið breyst í útliti á þeim tíma. Tálknfótungar teljast nú vera um 300 teg- undir en mun fleiri tegundir eru útdauðar og hafa fundist steingerðar, eða allt að 20.000 tegundir. Talið er að áður en hin mikla út- rýmingaralda reið yfir jörðina fyrir 250 milljónum ára, þar sem mörk forlífsaldar og miðlífsaldar liggja, hafi fylkingin verið mun tegundaauðugri. Tálknfótungar finnast í dag aðallega í köldum sjó á heimskautasvæð- unum eða á mjög miklu dýpi. Af þessum sökum er líffræði fylkingarinnar ekki nægi- lega vel þekkt. Tálknfótungar minna mjög á samlokur enda með tvær skeljar. Skyldleikinn við samlokur eða önnur lindýr er þó enginn og eru skyldustu fylkingarnar fornar fylkingar eins og mosadýr (bryozoa.) Önnur tegund sjávarhryggleysingja, skeifukrabbinn (limulus) hefur verið til í nokkur hundruð milljón ár. Í ljósi líffræð- innar er aldur þessara tegunda ákaflega merkilegur miðað við að „meðalaldur“ teg- unda eru einungis fáeinar milljónir ára. Jón Már Halldórsson. ÞEKKJA ÍSLENSKIR BLAÐAMENN ÞJÓÐFÉLAGIÐ NÓGU VEL? Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um eðlisfræði skæra, eitruð spen- dýr, oktantölu bensíns og um hugtakið ‘meðvirkni’ í sálfræði. VÍSINDI KROSSGÁTAN Verðlaun hlutu: 25.000 kr.: Guðný Maren Hjálmarsdóttir, Túngötu 15, 430 Suðureyri. 20.000 kr.: Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Þor- finnsgötu 4, 101 Reykjavík. 15.000 kr.: Guðmunda Friðriksdóttir, Kirkjuvegi 1, 230 Keflavík. Lausn á verðlaunagátum MYNDAGÁTAN Lausnin er: Ný heimsmynd blasir við eftir mesta hryðjuverk sögunnar og grimmilega árás á vestræna siðmenningu. Endurskipu- leggja verður allt varnarkerfi þjóða jarðar frá grunni. Verðlaun hlutu: 25.000 kr.: Steinunn Guðlaugsdóttir, Lækja- smára 8, 201 Kópavogur. 20.000 kr.: Einar Gunnarsson, Þingvalla- stræti 27, 600 Akureyri. 15.000 kr.: Ragnar Hauksson, Tjarnarstíg 2, 170 Seltjarnarnes.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.