Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin þri.–fös. 14–16. Tekið á móti nemenda- hópum samkv. samkomulagi. www.am.hi.is. Til 15.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Inger Hel- ene Bóasson, Hringur Jóhannesson og Magnús Óskar Magnússon. Til 20.1. Gallerí Skuggi: Ljósmyndasýning Orra Jónssonar. Klefinn: Ragna Her- mannsdóttir. Til 3.2. Gallerí Sævars Karls: Helga Kristrún Hjálmarsdóttir. Til 24.2. Gerðarsafn: Leirlistarfélag Íslands. Til 3.2. Gerðuberg: Þýskar tískuljósmyndir, 1945–1995. Til 17.2. Hafnarborg: Inge Jensen. Ásgeir Long. Til 11.2. Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til 20.2. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Stólar Péturs – stólahönnun í 40 ár. Til 29.1. i8, Klapparstíg 33: Helena Hietanen. Til 2.3. Listasafn Akureyrar: Íslensk myndlist 1965–2000. Til 24.2. Listasafn ASÍ: Stólar Péturs – stóla- hönnun í 40 ár. Til 12.2. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Bernd Koberling. Til 3.3. Guðmundur R. Lúð- víksson, veðurteikningar. Til 20.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Hús- taka Meistara Jakobs. Til 31.1. Norræna húsið: Veflistarkonan Ann- ette Holdensen. Til 17.2. Slunkaríki, Ísafirði: Þorbjörg Þor- valdsdóttir. Til 27.1. Vídalínskirkja, Garðabæ: Fimm myndlistarmenn. Til 21.1. Þjóðarbókhlaða: Bækur og myndir 35 erlendra höfunda. Til 17.2. Eygló Harðardóttir. Til 9.2. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Tónleikar í Lista- fléttu. Kl. 17. Salurinn: Kínverskir kammertón- leikar. Kl. 17. Sunnudagur Bústaðakirkja: Kammermúsíkklúbb- urinn. Blásarakvintett Reykjavíkur, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Vovka Ashkenazy, píanó. Kl. 20. Ýmir við Skógarhlíð: Sunnudags-mat- inée – Sigrún Hjálmtýsdóttir og Gerrit Schuil. Kl. 16. Mánudagur Fjölbrautaskólinn í Garðabæ: Vladim- ir Ashkenazy og Kammersveit Reykja- víkur. Kl. 20. Hjallakirkja, Kópavogi: Myrkir mús- íkdagar. Hljómeyki. Kl. 20. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Ashkenazy og Kammersveit Reykjavíkur. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Einsöngvari: Gleb Nikolskíj. Karlakórinn Fóstbræður. Hljómsveit- arstjóri: Jerzy Maksymiuk. Kl. 19:30. Föstudagur Salurinn, Kópavogi: Þúsundþjalakvöld – þjóðlög á þorra. Kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Cyrano, fös. Syngjandi í rigningunni, lau. Með fulla vasa af grjóti, sun., fös. Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sun., fös. Karíus og Baktus, sun. Borgarleikhúsið: Fjandmaður fólks- ins, sun. Blíðfinnur, sun. Með lífið í lúk- unum, lau. Fyrst er að fæðast, fim., fös. Jón Gnarr, lau., frums. Píkusögur, lau. Íslenska óperan: Leikur á borði, lau., fös. Leikfélag Akureyrar: Slava eftir Tony Kushner, frums. fös. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/list- ir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569 1222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U varð seinna fyrir lukkunnar tilviljun nábúi Ove Brusendorff rithöfundar, eins af vinum hans. Áhuginn var stundum meiri en fyrirhyggjan eins og þegar listspíran hjólaði til Hollands og þaðan til Parísar 1930, en það endaði ekki betur en svo að móðir hans varð að senda honum far- miða heim. Brusendorff umgekkst fleiri málara og rithöfunda tímanna þar á meðal Søren Hjort Nielsen, Hans Schervig, Jens August Schade og Otto Gelsted, og gegnum þá vígðist Brockdorff inn í hugarheim vinstrisinnaðra listamanna. Til frásagnar að hinar þröngu vistarverur sem hann varð lengi að láta sér nægja svo og spar- legi kostur náði inn í danskar bókmenntir. Að- alfæðan á tímabili bygggrautur með einni gul- rót, epli og rúsína. Þótti þó kostulegast þegar hann flutti inn í svo litla kompu að hann varð að opna dyrnar fram á gang þegar harmoniku- beddinn skyldi dreginn sundur við náttmál, svaf svo með lappirnar út um dyrnar! En að því kom að hópur ónefndra listamanna aumkaðist yfir hinn áhugasama en fátæka lista- mann og lagði saman í púkk að frumkvæði Ax- els Bentzons. Afraksturinn 50 krónur, sem var drjúgur peningur í þá daga og mikil uppörvun, markaði endalok versta hungursins og fleiri bætiefni í grautinn. En sjálfur sagði Brockdorff að ástandið hefði haft stórum meiri áhrif á aðra en sjálfan sig, þar sem hann var fullkomlega upptekinn af fyrsta stóra takmarki sínu, sem var komast í gegnum nálarauga dómnefndar haustsýningarinnar 1930, allt annað skipti hann harla litlu máli. Það gekk eftir, fimm myndir hlutu náðina og vöktu athygli fyrir miklar nátt- úrugáfur. Gagnrýnendur kváðu upp þann úr- skurð að Brockdorff væri fæddur málari með mjúka ljóðræna og þróaða kennd fyrir litum. Nú lá vegurinn upp hæðina og hagur hins unga manns tók að vænkast. Brockdorff var viðloðandi grafíska skólann á listakademíunni frá 1931–4, einnig 1939–41 og –43, þar voru meðal félaga hans þeir Karl Bovin, Kaj Eistrup og Alfred Simonsen og með nokkr- um öðrum stofnuðu þeir listhópinn Corner. Nafnið einfaldlega dregið af verslunarhúsnæð- inu þar sem hópurinn hélt fyrstu sýninguna, horninu á Studiestræde og Vester Voldgade. Það er ekki einungis að listhópurinn hafi sýnt reglulega alla tíð síðan og fagni 70 ára afmæli sínu á þessu ári, heldur hefur hann verið í mikl- um ham á síðustu árum. Gengi Corner hið mesta allra listhópa í Danmörku og vegur hans jafnvel meiri en Grønningen, sem annars hafði um langt árabil borið ægishjálm yfir aðra. En þannig hefur það verið og á víst að vera, á skiptast skin og skúrir, uppgangur fylgir tíma- bundnum lægðum vis a vis eins og það heitir, meginmáli skiptir að halda hópinn þótt stormar næði og stórsjóir rísi. Fjöldinn allur af framsæknustu listamönnum Danmerkur hefur komið við sögu Corner og reglan hefur verið að bjóða erlendum listabóg- um að taka þátt í hinum árvissu sýningum. Hér gegndi Brockdorff sem alla tíð var í forystusveit miklu hlutverki. Corner var últralýðræðislegur listhópur sem hafði enga afmarkaða stefnuskrá og engan formann, en hefði svo verið er mál manna að Brockdorff hefði helst komið til greina og án efa setið lengi í þeim stól. Á Par- ísarárum sínum 1946–51 var hann sem fyrr ófeiminn að banka upp á hjá nafnkenndum lista- mönnum. Þannig átti hann heiðurinn af að bjóða þeim Eduoard Pignon og Jean-Michel Atlan að vera gestir Corner 1947, sem þáðu það báðir! Var líkast til upphafið að straumi franskra lista- manna til Kaupmannahafnar næstu árin. For- sagan var þó að Brochdorff gerði sér ferð til Berlínar og München þar sem hann kynntist listrýninum Michael Ragon, sem einnig var þar á ferð og sá aðstoðaði hann við að ná sambandi við stjörnur Parísarskólans. Við mig sagði hann eitt sinn; að þessi ferð hefði verið mjög örlaga- rík fyrir sig og gert sig að kommúnista, borg- irnar í rúst og neyðin óskapleg og hann fór að trúa því að sósíalisminn væri eina lausnin. Árin í París voru í senn merkileg og afdrifarík fyrir Brockdorff sem á tímabili var samtíða þeim Mortensen og Jacobsen í danska lista- mannahúsinu í Suresnes. Þeir voru allir fljótir að blanda sér í orðræðuna um samtímalistir, en á þessum árum var hún mjög frjó og alhliða. Brochdorff tók bæði þátt í sýningum Haustsal- arins (Salon d’ Automne) og Sal hinna óháðu (Salon des Indépendants) og vakti nokkra eft- irtekt á hinum síðarnefnda. Sjálfsmynd eftir hann birtist þannig í tímaritinu Art, sem titlaði höfundinn „un Danois d’ énorme talent“ (Dan- ann með miklu hæfileikana). En er fram liðu stundir deildust menn í fylk- ingar og geira með andstæð sjónarmið og upp- hófst eins konar kalt stríð. Þeir sem dýrkuðu óhlutlægt form töldu abstraktið vera frelsið og hið eina rétta, en því var Brockdorf ósamþykk- ur, í grundvallaratriðum gengju báðir út frá því sama. En hann gat einfaldlega ekki samþykkt að mögulegt væri að ryðja fígúrunni út af borð- inu með tilbúnum kennisetningum. Áhrifin af hörmungunum sem hann varð vitni að í Þýska- landi og hið pólitíska andrúm tímanna gerði að verkum að hann hneigðist til sósíalraunsæis og baráttu fyrir nýjum heimi. Þetta var mjög í anda áróðursstílsins úr austurblokkinni, en í raun byggði Brockdorff myndir sínar á strangri myndskipan í anda klassískrar hefðar. Hafði löngum setið á Louvre og eftirgert meistara for- tíðar Rubens, David, nemendur Giotto o.s.frv. Er hann sýndi þessar myndir fyrst á Corner voru viðbrögðin hörð og óvægin jafn framandi og þessi myndheimur var mönnum í vestrinu og fæstir vildu tengja við myndlist. Brockdorff hélt þó sínu striki óhikað þótt tímabilið stæði stutt og hann söðlaði yfi í ljóðrænar hvunndags- myndir upp úr 1956, félögum hans og listrýnum til mikils léttis. Það er einmitt þetta tímabil sem var á dag- skrá í Catrinesminde Teglsværksmuseum í Broager 24. ágúst til 28. október 2001. Og áfram í Verkamannasafninu í Kaupmannahöfn 15. nóvember til 24. febrúar 2002. Vek athygli á því hér en útlista það ekki nán- ar í þessu skrifi rýmisins vegna, en geri mér ljóst að hvernig sem menn líta á hlutina er það einstætt í norrænni listasögu og hér var lista- maðurinn langt á undan hinu pólitíska sósíal- raunsæi sem einkum var sýnilegt í Svíþjóð ára- tug seinna, mikið iðkað í Danmörku og vinstrisinnaðir listrýnar héltu eitilhart fram. Hins vegar hefur Brochdorff alltaf haldið sínu striki og málað eins og honum þóknaðist, þannig var hann frjáls og óháður að mála hvunndags- rausæi þegar það seinna og óforvarandis komst í tísku. Hitt má efast um að Verkamannasafnið sé rétti ramminn utan um sýninguna ásamt upprifjun á pólitískri fortíð og mikil spurning hvort hún nyti sín ekki betur í listsögulegu sam- hengi, stærri og veglegri umgjörð. Ekki mögu- legt að strika með öllu yfir þetta tímabil í list- sögunni, ekki síst í ljósi þess hve opinn og vel menntaður listamaður var á ferð, sem einungis hélt einarðlega fram sínum skoðunum um vett- vang og tilgang listarinnar. Var af þeim háaðli danskrar listar sem alltaf var með græjurnar í vösunum og síteiknandi, gerði hlutina af innri þörf en ekki til að þóknast markaðinum. Brockdorff var öðru fremur húmanisti er vildi mannkyninu vel, skoðanir hans ekki rétt- rúnaður hins fylgispaka og hann var síst af öllu maður öfga og yfirlætis. Hann lokaði ekki að sér dyrunum, þvert á móti var hann galopinn og umburðarlyndur um skoðanir annarra. Fyrsta blaðið sem hann opnaði við morgunverðarborð- ið var þannig Berlingurinn, er hann las af óskiptri athygli, sem hefði jafngilt því að Morg- unblaðið hefði á þessum tímum verið uppáhald íslenzkra róttæklinga! Þegar ég undraðist, sagði hann, Bragi minn, þetta er skilvirkasta fréttablaðið og ég er að lesa innlendar og er- lendar fréttir, ekki pólitík! Það væri efni í aðra grein að segja frá hinum mörgu heimsóknum mínum, félaga minna, konu og barna í húsið að Femvejen 2 í Charlottenlund, þar sem við sát- um dýrlegar veislur, ljúfmeti undir tönn á borð- um, hart og mjúkt, bygggrauturinn góði langt langt fjarri. Gæti sagt margar sögur af þessum lífsglaða manni, óborganlega húmorista og fróð- leiksbrunni um danska fortíð. Søren Hjort Niel- sen náði að koma til Íslands og skoða sig vel um og var sæll af. Því náði Brockdorff aldrei, en í síðustu heimsókn okkar Tryggva Ólafssonar til hans átti hann fáar óskir heitari, vildi koma og mála íslenzkan vettvang og landslag. Hann var þá aldinn að árum og mjög af honum dregið, sögðumst þó gera allt sem í valdi okkar stæði til að úr því gæti orðið, hann þyrfti engar áhyggjur að hafa af gistingu og vinnustofa mín stæði hon- um opin til athafna, en þá átti hann skammt eft- ir. Victor Brockdorff var ekki einungis vinur minn, heldur einnig Íslandsvinur, fyrir kom er ég hafði ekki átt erindi til Kaupmannahafnar lengi, að hann hringdi til Tryggva til að leita frétta, sagði sig vera farið að lengja eftir að hitta Íslending og bauð honum í sinn rann með föru- neyti. Victor Brockdorff rissar í danska stálverkinu árið 1954. Teikning af myndhöggvaranum Robert Jacob- sen, París 1947 eða ’48. Frumgerð að stærra verki, Stokkhólmsávarpið, 1950, olía á léreft 93 x 73 sm. Hús byggingariðnaðarins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.