Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.2002, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JANÚAR 2002 KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN heldur tón- leika annað kvöld kl. 20.00 í Bústaðakirkju. Á efnisskrá eru þrjú verk; Tríó í Es-dúr op. 40, fyrir horn, fiðlu og píanó og Tríó í a-moll op. 114 fyrir klarinettu, selló og píanó eftir Jó- hannes Brahms og Kvintett í Es-dúr op. 16 fyrir óbó, klarinettu, horn, fagott og píanó eftir Ludwig van Beethoven. Þeir sem leika eru félagar út Blásarakvintett Reykjavíkur, þeir Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Joseph Ognibene og Hafsteinn Guðmunds- son; Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum verður píanóleikarinn Vovka Ashkenazy. Þótt Vovka hafi búið bróðurpart ævi sinn- ar fjarri Íslandi, talar hann enn um að koma heim þegar hann kemur hingað, og íslenskan hans er óaðfinnanleg. Það er tilviljun að svo æxlaðist að faðir hans Vladimir verður einnig hér á landi um helgina, en hann stjórnar og leikur á tónleikum með Kammersveit Reykja- víkur eftir helgi. „Væri gaman að koma oftar“ Vovka og bróðir hans Dimitri léku hvor sinn einleikskonsertinn á sinfóníutónleikum hér árið 1998 og í umfjöllun um tónleikana sagði himinlifandi gagnrýnandi að mikið væri gaman að geta fengið að heyra oftar í þeim bræðrum hér. En hvernig tilfinning er það fyrir Vovka að koma til Íslands? „Þetta er auðvitað eins og að koma heim. Það er sterk tilfinning, hitt er ánægjan af því að spila hér. Fyrir mig er það jafnvel meira spennandi að spila með íslenskum tónlist- armönnum en öðrum. Það er alltaf gaman að koma heim og sérstaklega þegar maður fær að spila með Íslendingum sem eru á heims- mælikvarða.“ En þrjú ár, eru það ekki langur tími milli tónleika á Íslandi? „Jú, það væri mjög gaman að geta komið hingað oftar. Reyndar kom ég fyrir tveimur árum að taka upp geisladisk með Blásara- kvintett Reykjavíkur, en hélt enga tónleika í þeirri ferð. Við bræðurnir vorum svo hér fyr- ir þremur árum, og ég hafði nú kannski von- að að Sinfóníuhljómsveitin byði okkur að koma aftur, en þeir hafa ábyggilega notað það tækifæri til þess að fá pabba til baka, eða það hefur bara gleymst að við bræðurnir höf- um eitthvað fram að færa.“ Vovka segir að þeir feðgar spili ekki mikið saman. „Við spilum svolítið saman og mjög sjaldan. Reyndar vorum við að gera upptöku á hluta af píanóumritunum eftir Rakhman- inov. Pabba vantaði einhvern með sér í það fjórhenta, og við spiluðum það saman. Svo höfum við líka tekið upp tvö verk fyrir sex hendur, og þá höfum við spilað með mömmu á milli okkar. Það var mjög spennandi og skemmtilegt. Við spiluðum þetta nýlega í Englandi; það gekk mjög vel og okkur kom mjög vel saman. Diskur með þessu kemur vonandi út nú í haust.“ „Brahms er minn maður“ Á tónleikunum í Kammermúsíkklúbbnum er engin hætta á óvæntum olnbogaskotum því þar fær Vovka að sitja einn við píanóið. Verkin þrjú eru sem fyrr segir eftir Brahms og Beethoven. „Brahms er örugglega minn maður, en Beethoven og Mozart auðvitað líka, þeir eru klassískir. Tónhugsunin hjá Brahms er bara allt öðru vísi; kannski marg- slungnari. Hjá Mozart til dæmis er allt miklu skýrara og opnara og feilnótur heyrast bet- ur.“ Vovka Ashkenazy kennir píanóleik við Gabriel Fauré konservatoríið í Angoulême í Frakklandi. Hann er þó einnig á kafi í spila- mennsku og tónleikahaldi. „Ég er mest í kammermúsík; það er svo gaman að eiga þess konar samskipti við fólk á tónleikasviðinu.“ „Gaman að eiga samskipti við fólk á tónleikasviðinu“ Morgunblaðið/Ásdís Gestir Kammermúsíkklúbbsins á tónleikunum í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20: Joseph Ognibene, Daði Kolbeinsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Vovka Ashkenazy, Einar Jóhannesson og Hafsteinn Guðmundsson. Á KLAPPARSTÍGNUM má um þess-ar mundir sjá margan forvitinn veg-farandann taka á sig krók til aðgaumgæfa betur það sem fyrir augu ber inni í galleríi i8. Um er að ræða loftháan ljósskúlptúr sem lýsir út í janúarskammdegið og láta margir sér nægja að staldra við og horfa inn um gluggann um stund áður en för- inni á vit hversdagsins er haldið áfram. Finnska myndlistarkonan Helena Hietanen er höfundur verksins, en sýning hennar, sem ber yfirskriftina Tækniblúndur, var opnuð í i8 síðastliðinn fimmtudag. Helena er í hópi þeirra samtímalistamanna frá Finnlandi sem vakið hafa athygli í Evrópu undanfarin ár, en hún hefur m.a. verið fulltrúi Finnlands á Feneyja- tvíæringnum og hlaut nýlega ríkisverðlaun Finnlands fyrir list sína. Skúlptúrinnsetningin í i8 er þrískipt, meginverkið er stór skúlptúr sem nær upp í loft og er unninn úr stáli, ljós- kösturum með halógenljósum, glerskífum og ljósleiðurum sem ofnir eru í fíngert mynstur. Hinum verkunum má lýsa sem nokkurs konar „ljóshnöppum“ sem vega upp á móti ljósskynj- uninni af meginverkinu. Helena hefur talsvert notað ljósleiðara undanfarin ár og segist beina þar sjónum að áhrifum ljóss á það hvernig við skynjum veruleika okkar. „Ég hef mikinn áhuga á virkni og áhrifum lýsingar í tilteknu rými og samspili lýsingar við náttúrulega birtu,“ segir Helena. „Þó svo að við leiðum sjaldnast hugann að því, eru birtubrigði mót- andi þáttur í umhverfi okkar og tilveru, ekki síst hér á norðlægum slóðum þar sem birtuskil eru skörp. Hverja innsetningu vinn ég með hliðsjón af þeirri birtu sem fyrir er í tilteknu rými. Innsetningin í i8 verk á sérstaklega vel við birtuna hér á Íslandi. Það dimmir fljótt og þá lifna verkin við á sama hátt og borgin lýsist upp og tekur á sig aðra mynd að næturlagi.“ Var sýningartíminn í i8 þá valinn sérstak- lega með skammdegið í huga? „Já, Edda (Jónsdóttir) sem rekur galleríið stakk upp á þessum tíma fyrir innsetninguna, en hún þekkti verkið frá fyrri sýningum. Ég hef sýnt Tækniblúndurnar víða en hver inn- setning er miðuð við gerð rýmsins. Þannig hef ég þetta verk mjög stórt, læt það ná alveg upp í loft og snúa út að götunni, þannig að fólk geti komið og skoðað verkið í myrkri og séð það inn um gluggann. Sýningin er því opin alla nótt- ina“. Tækniblúndur sýndi Helena fyrst á einka- sýningu í Helsinki, innan sýningarraðar þar sem ólíkir listamenn fjölluðu um samband handverks og hugmyndalistar, kvenna og tækni. „Mér fannst hugmyndin mjög spenn- andi því hún hugar að þáttum sem eru annars vegar ráðandi og hins vegar víkjandi í menn- ingunni. Ég fann þennan efnivið, ljósleiðara, og notaði hann til að vinna hefðbundið finnskt handverk. Þar sótti ég til þekkingar í blúndu- gerð sem m.a. hafði flust frá ömmu minni til móður minnar og er kennd við ákveðið hérað í Finnlandi. Mynstrin í verkinu vann ég að fyr- irmynd þessarar finnsku handverkshefðar og sæki þau í gamlar uppskriftabækur, þar sem ég hef sjálf tapað niður þessari kunnáttu. Með þessu móti reyni ég að miðla hverfandi hefð, sem tilheyrt hefur kvenlegum heimi, í nútíma- legum miðli,“ segir Helena. Auk ljósleiðara, hefur Helena notast við allt frá gúmmíi til mannshára í verkum sínum, þar sem hún sækir jafnt til hefðbundins handverks og samtímalegra aðferða og miðla í viðleitni til þess að sætta andstæða heima. Þegar Helena er spurð að lokum út í viðfangsefni sín í mynd- listinni um þessar mundir, segir hún ljóspæl- ingarnar hafa tekið óhlutbundna stefnu. „Ég er að vinna lýsingu inn í kirkju eftir finnska arkitektinn Aarno Ruusuvuori. Það er verk- efni sem kallar á athugun á samspili birtu og rýmis en kirkjan er hönnuð í mjög sérstökum stíl og vinn ég lýsinguna inn í það samhengi.“ Í verki sem Helena vinnur að fyrir stóra norræna samtímalistasýningu í Kína dregur hún hins vegar fram spurningar um viðhorf til kynþátta og menningarsvæða. „Ég hef verið að sanka að mér hári af höfði ljóshærðra As- íubúa. Það verður efniviður textílinnsetningar sem ég mun vinna að miklu leyti á staðnum. Þannig að leiðin liggur næst til Kína,“ segir Helena Hietanen að lokum. Finnska myndlistarkonan Helena Hietanen er upptekin af áhrifum birtu á umhverfi okkar og hefur skapað vef sjónrænnar ljóshreyfingar í i8-galleríi. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR hitti Helenu að máli. Skúlptúr í skammdeginu Morgunblaðið/Golli Helena Hietanen umvafin ljósvefnaði sínum í i8. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.