Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 8
SÍÐASTA FLUGFERÐ NOWINKA OG FÉLAGA HANS Nýlentir í Bardufoss eftir njósnaflug frá Íslan Feldwebel eða flugvélstjóri, Erich Hoppe, Übe itsch, Unter-offizer eða siglingafræðingur, Josef Ljósmynd úr sa T VÍTUGUR að aldri og árið er 1939. Styrjöld var hafin í Evrópu og fram- tíð Josefs Nowinka ekki björt. Hann var kvaddur í þýska herinn og eftir hefðbundna þjálfun, sendur í fót- göngulið landhersins og á vígstöðv- arnar í Frakklandi. Eftir tveggja ára veru þar, fannst honum tíma sínum betur varið við að skoða heiminn og sótti því um að komast í flugskóla þýska flughersins. Hann var einn margra sem stóðust inntökupróf og tveggja ára flugnám tók við. Að loknu bóklegum fögum, hófst sjálft flugnámið og Josef Nowinka var byrj- aður að sjá heiminn og ferðast til annarra landa. Hann lauk þjálfun sinni og fékk flugmannsvæng- ina í Næstved í Danmörku árið 1943. Þar var hann valinn til að fljúga sprengjuflug- vélum, fékk þjálfun á Dornier Do-17 og sendur í flugsveitina KG-77 þar sem hann í fyrsta sinn hitti væntanlega áhöfn sína. Félagar hans voru einnig að ljúka þjálfun, hver á sínu sviði. Christian Dokt- oritsch var kennd siglingarfræði og tækninám á nýjung sem breytti hernaðarsögunni – ratsjánni. Erich Hoppe var lærður loftskeytafræðingur og Karl-Heinz Reinecke var flugvirki og nam flug- vélstjórn. Eftir að þeir þrír síðastnefndu voru sendir í KG-77 tók við þjálfun í notkun MG-81 7,9mm vélbyssa, sem notaðar voru í flugvélum þýska flughersins. Áhöfnin náði strax mjög vel saman og hófst nú þjálfun í nætur- og lágflugi. Fyrsta hernaðarflugið var farið frá Istres í Frakk- landi 1944 og ráðist á herskip á Miðjarðarhafi. Þeir flugu nánast alltaf næturflug og urðu mjög góðir og færir til þeirra verka sem ætlast var til af þeim. Seinna sama ár voru þeir félagar færðir til og lánaðir flugsveitinni KG-26, sem þá var með bæki- stöðvar í Bardufoss í Norður-Noregi. Þar kynnt- ust þeir nýrri flugvél og fengu þjálfun á fjögurra ára gamla Junkers Ju-88 A4. Þessari flugvél hafði verið breytt. Hohentwiel ratsjártækjum hafði ver- ið komið fyrir í stjórnklefa. Stærri, öflugri og gangvissari Junkers Jumo 211-J2 hreyflum, sem hvor um sig var 1,340 hestöfl, voru settir á vélina og til að auka langdrægni voru aukaeldsneytis- tankar settir í skrokkinn, þar sem sprengjur voru hafðar fyrr og að auki var tveim 900 lítra eldsneyt- istönkum komið fyrir undir vængjum milli mótora og flugvélabolsins. Þremur hreyfanlegum 7,9 mm MG-81 vélbyssum var komið fyrir í stjórnklefa til árása og varnar. Að auki báru áhafnarmeðlimirnir persónuleg handvopn ýmist 9mm Luger eða 9mm P-38 Walther skammbyssur. Þetta voru hættuleg- ir menn í návígi, enda þjálfaðir í sjálfsvörn ef svo bar undir og allir búnir að gegna herþjónustu í þýska landhernum. Eftir þessar breytingar hlaut Junkers flugvélin tegundarnafnið JU-88A6/U. Hún var smíðuð hjá Junkers flugvélaverksmiðjunni í Dassau sama ár og Josef hóf flugnám. Vélin var máluð í stöðluðum litum þýska flughersins, ljós- og dökkgræn. Þar sem ætlast var til að vélinni væri flogið lág- og langflug yfir Norður-Atlantshafi, var hún sprautuð með hvítri málningu óreglulegu mynstri ofaná vængjum og á skrokknum. Að neðan var hún mál- uð svört. Flugsveitarnúmerið 1H+BF var málað á skrokkinn. Með þessari öflugu flugvél fengu þeir enn eitt hlutverkið sem var að mæla loftþrýsting, taka veður og vindstefnu á langflugum sínum, sem oftar en ekki voru frá 6 til 15 klukkustundir. Þessi flugvél varð heimili þeirra félaga næstu mánuði. Hún reyndist afar vel og gerðu þeir árásir á skip, sem talin voru hernaðarskotmörk og breska tundurskeytabáta sem komu annaðhvort frá Shetlands- eða Færeyjum. Jafnframt á skipa- lestir við Norður-Noreg. Þeir voru stundum sendir alls óvopnaðir í njósna- og veðurflug, til að létta flugvélina enn meir og auka drægi hennar, norður fyrir Ísland. Í löngum tilbreytingalausum og þreytandi flugferðum í nær öllum veðrum, misstu þeir félaga sína, sem fórust annaðhvort vegna véla- bilana eða að þeir voru skotnir niður. Skemmtileg- ast þótti þeim að sjá hvalatorfur. Nokkrum sinnum komu upp bilanir í hreyflum vélarinnar og þá tók alvaran við og haldið heim á einum hreyfli í lítilli hæð sem stundum var ekki meir en 20 metrar yfir sjávarmáli. Dæmi var um að félagar þeirra ráku í lágflugi loftskrúfur í hafið og við það tættust loft- skrúfurnar, sem voru úr tré, í sundur. Þá kom sér vel að hafa snöggan flugvélstjóra sem dræpi á rétt- um hreyfli áður en rúmlega 1.300 hestafla mót- orinn rifi sig lausan frá vængnum. Jafnframt þótti þeim lítið gaman að fljúga næturflug í eldingar- veðri. Þá misstu þeir nætursjónina, þegar raf- blossarnir sprungu við gegnsæjan stjórnklefann. Josef og félagar hans nutu ávaxta reynslu sinnar í næturflugunum, en vorin og sumrin þóttu þeim best, því þá var bjart og vænlegra að verða var við skipalestir á leið frá Íslandi til Murmansk, auk þess sem vinnuálag í siglingafræði varð minna vegna dagsbirtunnar. Þegar leið fram á vorið 1945 sótti rússneski her- inn inn í Norður-Noreg og töluðu flugmenn KG-77 og KG-26 um þá ógn sem stafaði af því að verða hugsanlega rússneskir stríðsfangar. Það fannst þeim vera ömurlegt hlutskipti. Í lok fyrsta dags maímánaðar árið 1945 var Jos- ef Nowinka og félögum hans falið að undirbúa njósna-og veðurflug. Þeir áttu að fljúga að Jan Mayen, þaðan norður fyrir Ísland og kanna hugs- anlegar ferðir skipalesta og taka veður. Flugtak var áætlað klukkan 06:00 að morgni annars maí. Þennan morgun grandskoðaði Karl-Heinz Rein- ecke flugvélstjóri mótora og annað er tilheyrði starfi hans. Christian Doktoritsch fékk upplýsing- ar um áætlaða flugleið, flughæðir, stefnur og ann- að er kom siglingafræði við, á meðan Erich Hoppe loftskeytamaður fékk upplýsingar um hvaða bylgjulengdir skyldu notaðar og fór hann að því loknu yfir vopnabúnað vélarinnar. Laust eftir klukkan 06:00 lifnaði yfir Jumo 211 hreyflunum og yfirhlaðin rúmlega 10 tonna þung flugvélin brölti af stað og fór í loftið undir öruggri stjórn flugstjórans. Ennþá annað tilbreytingalítið, langt flug var hafið, í vonlausu stríði. Flogið var með norðvestlæga stefnu og í um 300 metra hæð, til að byrja með. Eftir fimm klukkustunda flug voru þeir staddir fyrir norðaustan Grímsey á leið heim til Bardufoss, þegar olíuþrýstingur á hægri hreyfli féll og byrjaði hann að hitna yfir eðlileg mörk. Í ljósi aðstæðna ákváðu þeir allir að nauðlenda flugvél sinni á Ís- landi og var stefnan tekin á Melrakkasléttu. Þá slepptu þeir aukaeldsneytistönkunum í hafið, en Reinecke flugvélstjóri ákvað í samráði við flug- stjórann að nota afl beggja hreyfla til að nálgast Ísland, en það létti álag flugmannsins við að hafa stjórn á flugvélinni, þrátt fyrir að sá hægri væri kominn á afar hættulegt stig og við það að bræða úr sér. Hávaðinn frá hreyflinum var óbærilegur, þeir heyrðu að legur voru farnar að gefa sig og spýttust reykur og eldglæringar út um útblást- ursrörið sem sneri að flugstjórnarklefanum, en annað eins rör var hægra megin, á sama mótor, en utan sjónmáls áhafnarinnar. Þeir voru í 30 metra hæð og flugu yfir þokubökkum og náðu landi við Geirsvík á Melrakkasléttu, þaðan var flogið framhjá Grjótnesi og í átt að bænum Leirhöfn. Josef lækkaði flugið og var búinn að koma auga á Leirhafnarvatnið, þar sem hann ætlaði að láta flugvélina niður. Félagar hans ráðlögðu honum frá því, vegna þess þeim þótti vatnið vera það grunnt, að flugvélin myndi ekki sökkva þar. Hélt hann þá áfram að Snartarstaðanúp, sneri vélinni við og flaug aftur nær fjöllunum að bænum Leirhöfn og ákvað að lenda í sjónum þar norðar. Lending á landi kom aldrei til greina, þrátt fyrir slétta sanda víðs vegar, vegna tæknibúnaðar um borð og sér- staklega ratsjárinnar sem flugvélin var útbúin. Hana vildu þeir ekki láta af hendi til bandamanna. Jósef flaug að Leirhafnarfjöllunum og lækkaði flugið í um 15–20 metra, setti loftskrúfurnar í fínan skurð og dró úr flughraða um leið og hann setti vængbörðin 25° niður. Eftir að hluta stjórnklefans hafði verið skotið í burtu, dró hann enn meira úr flughraða og ofreisti flugvélina yfir haffletinum. Stélið skall fyrst niður og féll vélin ofan á vængina í sjóinn. Lendingin var um hundrað metra frá landi, innan við svonefnda Bangsaþúfu við Hraunin á Melrakkasléttu. Það sauð í sjónum þegar heitir hreyflarnir snöggkólnuðu. Það var afskaplega erfitt að nauðlenda Junkers Ju 88 á vatni. Einungis tvær af tíu slíkum nauð- lendingum heppnuðust. Flugvélarnar áttu það til að kollsteypast og við það rotaðist áhöfnin og drukknaði. Þess vegna voru Junkers Ju 88 flug- menn, sem reynt höfðu slíkt og lending þeirra tek- ist, álitnir mjög færir flugmenn. Josef hafði aldrei áður reynt slíka lendingu, en hversu vel tókst til, ber færni hans sem flugmanni glöggt vitni. Fyrstir frá borði fóru Hoppe og Reinecke, enda flugstjórnarklefinn yfir þeim farinn burt í tvennu lagi. Þeir stungu sér í sjóinn og syntu til lands. Síð- ar komu þeir Doktoritsch og Nowinka. Þeir gengu eftir flugvélaskrokknum aftur að stélinu til að losa björgunarbát er þar var staðsettur, í sérstöku hólfi, en Nowinka stakk sér í sjóinn og synti að landi til félaga sinna skömmu síðar. Hann varð nánast aðframkominn af kulda og losti er hann náði fjörunni, enda búinn að vera undir miklu álagi, við að fljúga vélinni að landi og lenda henni í sjónum án þess að nokkur félaga hans slasaðist. Doktoritsch vildi hins vegar fara þurrum fótum til lands og það tókst honum í bát sonar bóndans í Nýhöfn sem kom og náði honum skömmu síðar úr uppblásnum gúmbát á hvolfi, nokkru áður en flug- vélin sökk á um 5–6 metra dýpi. Hann hafði þá skotið neyðarblysum látlaust í loftið. Margir urðu vitni að lendingu þýsku flugvélar- innar og eru greinargóðar og skýrar, munnlegar sem skriflegar heimildir til frá heimamönnum á bæjunum Leirhöfn og Nýhöfn um atvikið. Jóhann Helgason, bóndi í Leirhöfn, þá 19 ára, hélt ásamt föðurbróður sínum Sigurði Kristjáns- syni á hestum úr Leirhöfn á slysstað. Kristinn Kristjánsson, bóndi í Nýhöfn og bróðir Sigurðar, var að ganga frá rauðmaganetum, er hann varð vélarinnar var. Þegar hann sá hvert stefndi, sendi hann son sinn Kristján að bát er flaut í fjörunni og reri sá að flugvélinni um 2ja kílómetra leið, þá ný- lentri. Þar bjargaði hann Doktoritsch. Jóhann og Sigurður hittu þá Hoppe og Reinecke rennblauta og kalda í fjörunni. Þar höfðu þeir af- klæðst vattfóðruðum hlífðarfatnaði sínum. Þeir síðarnefndu afhentu frændunum handvopn sín, og bentu jafnframt á ósjálfbjarga félaga sinn í fjör- unni. Þeim var bent á að halda til bæja og þar sem Nýhafnarbærinn var sá eini í sjónmáli, héldu Þjóð- verjarnir þangað. Doktoritsch, sem kom í bát Kristjáns að ströndu og Nowinka héldu eftir að- hlynningu með Jóhanni og Sigurði á hestum til Leirhafnar. Aðhlynning fólst í því að Jóhann af- klæddi Josef Nowinka gegnblautum fatnaði hans og hafði við hann fataskipti. Klæddist hann sjálfur að einhverju leyti votum fatnaði flugmannsins. Jóhann hefur sagt að flugmennirnir hafi rifist á leiðinni til Leirhafnar. Í dag er staðfest að Doktor- itsch var að láta Nowinka vita hversu heimskulegt það hefði verið, ef hann hefði lent flugvélinni á Leirhafnarvatninu. En þá hefði flugvélin staðið upp úr vatninu að hálfu. Þegar heim á bæina var komið gengu heima- menn fumlaust í að færa mennina úr köldum o votum klæðunum, þurrka þeim og hátta í hlý rúm Þeim var jafnframt gefin heit máltíð og veittu annar viðurgjörningur. Föt þeirra voru þvegin o þurrkuð. Þegar heimamenn höfðu verið í sambandi sín milli og fengið staðfest hver hjá öðrum að þess óvæntu gestir væru við góða heilsu, rak Kristi bónda í Nýhöfn minni til bréfs frá Bretum, þa sem Íslendingum væri með öllu bannað að haf samband við Þjóðverja hér á landi. Honum þót reyndar lítið til þessara skilaboða koma, í ljó þeirrar staðreyndar að tveir þýskir herflugmen deildu rúmi hans og eiginkonunnar í svefnhe berginu þar á bæ. Símað var til Húsavíkur úr Lei höfn, enda var þar Landssímastöð og Bandaríkja mönnum þar gerð grein fyrir hvernig málum va háttað. Jafnframt var hringt til Raufarhafnar o breskum strandvörðum sem þar voru staðsett látnir vita. Bretarnir komu um kvöldið með bát sem flut stjórnarfulltrúa KNÞ af kaupfélagsfundi á Rau arhöfn til Kópaskers. En Bretarnir vissu lít hvernig standa bæri að málum og fengu tvo kaup félagsfulltrúanna til að hafa við sig fataskipti áðu en þeir héldu á bæina til fundar við þýsku áhöfnin ásamt túlki sínum, svo óákveðnir og hræddir vor þeir við þessari óvæntu heimsókn. Móðir Jóhanns Helgasonar í Leirhöfn, Andre P. Jónsdóttir, var verslunarskólagengin og kunn eitthvað fyrir sér í þýsku og ensku. Hún hélt al tíð fram, að einn úr flugáhöfninni væri læknanem frá Austurríki. Þar hafði hún að hluta rétt fyrir sé en eftirnafnið Doktoritsch sat alla tíð í huga henn ar en sá er austurrískur ríkisborgari, en ekki lækn ir. Eftir að Bretarnir færðu Þjóðverjana tvo ú Nýhöfn til Leirhafnar síðar og allir fengið kvöld kaffi ásamt meðlæti, héldu þeir á brott með bátn um sem flutti nú aftur til Raufarhafnar, kaup félagsfulltrúana og síðustu þýsku stríðsfangana Íslandi í heimsstyrjöldinni síðari. Þar voru þeir í einn dag, en sendir með strand ferðaskipi til Reykjavíkur, en sú ferð tók tvo dag Í höfuðborginni voru þeir afhentir Bandaríkja mönnum. Þeir dvöldu í herfangelsi á Kirkjusand þar sem nú er athafnasvæði Strætó. Þar fóru fram yfirheyrslur og af þeim teknar skriflegar skýrslu Eftir viku dvöl hér á landi voru þeir komnir loftið á ný, en þá í fjögurra hreyfla bandarísk herflugvél og allir á leið í stríðsfangabúðir í Banda ríkjunum. Þegar vestur um haf var komið, var Christia Doktoritsch sleppt eftir um einn mánuð og sendu heim til Austurríkis. Hinir voru eitt ár í fangabúð um í Fort G. Meade í Maryland. Þar unnu þre menningarnir á bændabýlum og í eldhúsum her ins. Eftir árið voru þeir sendir með skipi t Englands, og í varðhald Breta næstu tvö árin Fangabúðirnar voru Camp 259 í Leyland. Sveita störf og vegalagningar var starf þeirra til haust ins 1948, er þeim var sleppt úr haldi og sendir t Þýskalands. Þjóðverjarnir bera allir mikið lof á heimamen og segja móttökurnar í Nýhöfn og Leirhöfn aðdá E F T I R Þ Ó R Ð J Ó N S S O N Laust eftir hádegi 2. maí 1945, daginn sem Berlín féll, lenti síðasta þýska flugvélin hér á landi í heimsstyrjöldinni síðari. Eftir nauðlendinguna gafst áhöfnin upp fyrir íslenskum bændum og urðu Þjóðverjarnir þar með síðustu þýsku stríðsfangarnir hér á landi. Þetta er saga áhafnarinnar. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.