Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 13
SCHUBERT var búinn að vera hálfn-iðurdreginn og ólíkur sjálfum sér umtíma. Þegar ég spurði hann hvað væriað sagð’ann: „Ég segi þér það bráðum, og þá skilurðu mig!“ Svo var það dag einn í október 1827 að hann sagði við mig: „Komdu til Schobers í dag. Ég ætla syngja fyrir þig lagaflokk sem fær hárin á höfði þér til að rísa. Ég er mjög spenntur að heyra hvað þú segir um þessi lög. Þau hafa tekið meira á sjálfan mig en nokkur önnur lög sem ég hef samið.“ Hann söng sjálfur alla Vetrarferðina fyrir okkur með tilfinningaþrunginni röddu. Við botnuðum ekkert í dapurlegum hugblæ lag- anna, og Schober sagði að eina lagið sem hefði hrifið hann væri Linditréð. Þá sagði Schubert: „Þessir söngvar eru mér kærari en allir aðrir söngvar mínir, og þess er ekki langt að bíða að þið verðið hrifnir af þeim líka!“ Hann hafði rétt fyrir sér; það leið ekki á löngu þar til við vor- um orðnir uppnumdir af töfrum þessara dap- urlegu söngva. Engir söngvar eru fegurri en þessir, og þeir reyndust verða svanasöngur Schuberts.“ Þannig lýsti Josef von Spaun þeim tilfinn- ingalegu átökum, sem það kostaði tónskáldið Franz Schubert að koma frá sér síðasta söng- verki sínu, Vetrarferðinni. Von Spaun var góð- vinur tónskáldsins; sömuleiðis þriðji maðurinn sem nefndur var til sögunnar, Franz von Schober. Schober var ljóðskáld, einn af kær- ustu vinum Schuberts og orti ljóð eins og An die Musik, sem Schubert gerði ódauðlegt í samnefndu lagi sínu. Á Sunnudagsmatinée á morgun flytja hol- lenski bassabaritonsöngvarinn Hans Zomer og Gerrit Schuil píanóleikari Vetrarferðina í Ými í Skógarhlíð. Margir líta á Vetrarferð Schuberts við ljóð Wilhelms Müllers sem krúnudjásn ljóðasöngsins, og víst er að hún er enn eitt vin- sælasta söngverk allra tíma. Þeir Gerrit og Hans Zomer hafa margoft flutt Vetrarferðina saman á tónleikum, en þeir hafa einnig hljóð- ritað hana tvisvar á geisladisk – síðast nú í sumar. Örvænting og ástarsorg Stemmningin úti fyrir Ými á föstudags- morgni er eins og sviðsetning fyrir söngva Schuberts. Snjóhvít jörð og kuldi, en þó stillt og fallegt veður. Vetrarferðalangar í Öskju- hlíðinni keifa í mjöllinni, og er vísast rórra um hjartarætur en vetrarferðalangi Schuberts og Müllers. Ómur yndislegrar tónlistarinnar berst út á hlað; tónlistarmennirnir eru byrjaðir að æfa sig, en gefa sér þó tíma til að svara spurn- ingum blaðamanns, sem spyr Zomer að því hvers konar ferðalag Vetrarferðin sé. „Þetta er ferðalag manns í ástarsorg. Hann gengur ein- mana og örvæntingarfullur í kulda og snjó, og á endanum segist hann ekki komast lengra. Hann er ungur, en þegar snjórinn sest í hárið á honum gleðst hann yfir því að vera eins og gamall maður – gráhærður. En auðvitað bráðnar snjórinn og hann verður ungur á ný og skynjar örvæntingu sína og einsemd enn sterk- ar. Ég er viss um að Schubert hefur séð sjálfan sig í ljóðum Müllers.“ Gerrit Schuil segir að pí- anópartur verksins sé gríðarlega mikilvægur, þar sem hann setji stemmninguna fyrir hvert ljóð um sig. „Hlutverk píanóleikarans er því mjög mikilvægt. Það er líka mikilvægt að pí- anóleikarinn sé nákvæmur í tímasetningum og þögnum milli laga. Stundum krefst andrúms- loftið þess að það sé drjúg þögn á milli, annars staðar fer betur á því að næsta komi næstum „attacca“, eða strax á eftir; þetta ræðst af sam- hengi ljóðanna, og hefur gífurleg áhrif á heild- arsvip flutningsins. Það er mikil ánægja sem fylgir því fyrir píanista að leika þetta verk, jafnvel að leika það án söngsins. Þetta er stór- kostleg tónlist.“ Gerrit segist líta á Vetrarferð- ina sem eitt verk, en ekki 24 söngva. „Mér finnst þetta vera eitt stórt lag með 24 komm- um, og fegurðin í því er ólýsanleg.“ Þótt ljóðin lýsi miklum harmi, eru þeir félagar á því að það sé kannski einmitt hann sem hefur gert Vetrarferðina svo ástsæla. „Það þekkja allir þessar kenndir og þá tilfinningu að vera hafnað af þeim sem maður elskar; hver einasta mann- eskja upplifir þetta að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Vetrarferðalangur Schuberts og Müllers gengur út á ystu nöf, og það er þekkt í sálfræðinni að svona áföll geta hreinlega orðið fólki um megn, þannig að það fer yfir um. En guði sé lof fyrir að það á ekki við um okkur öll.“ Tónleikarnir í Ými hefjast kl. 16.00. Krúnudjásn ljóðasöngsins Morgunblaðið/Sverrir Gerrit Schuil og Hans Zomer flytja Vetrarferð Schuberts í Ými á morgun. Vetrarferðin eftir Schubert er eitt vinsælasta söngverk allra tíma. Þó fjallar það um sorg og dapurleika. BERG- ÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við Hans Zomer og Gerrit Schuil sem flytja verkið í Ými á morgun kl. 16. begga@mbl.is LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002 13 MIKLAR deilur hafa verið uppi meðal fræðimanna um þá áætlun stjórnenda Uffizi-safnsins í Flór- ens að láta hreinsa verk endur- reisnarlistamannsins Leonardo da Vinci af Vitringunum þremur. Nú hefur verið fallið frá öllum áætlun- um um hreinsun myndarinnar og telja andstæðingar hreinsunar- innar þá ákvörðun mikinn sigur, en rúmlega 30 sérfræðingar sem sérhæfa sig í list endurreisnartím- ans höfðu ritað nafn sitt á lista í mótmælaskyni. „Þetta er fyrsti sigur okkar,“ sagði James Beck, prófessor við Columbia-háskólann í New York, sem einnig stóð fyrir mótmælum gegn hreinsun Síðustu kvöldmáltíðar Leonardos og á freskum Michaelangelos í Sixt- ínsku kapellunni. Antonio Paolucci, stjórnarfor- maður safnsins, segir þó mótmæli listfræðinganna ráða minnstu um þessa ákvörðun. Athuganir for- varðarins Maurizio Seracini, hafi einfaldlega leitt í ljós að hún væri of viðkvæm til að það borgaði sig að taka þessa áhættu. „Með tilliti til þess sem við höf- um uppgötvað þá mundi ég útiloka alla meiriháttar hreinsun á verk- inu eins og er,“ sagði Seracini. Þótt hætt hafi verið við hreins- unina telur Seracini rannsóknir sínar hafa leitt ýmislegt athygl- isvert í ljós varðandi verkið. „Þetta var eins og að uppgötva nýtt og áður óþekkt verk eftir Leonardo,“ sagði hann og kvað skissur listamannsins undir mynd- inni mun yfirgripsmeiri en hann hefði gert sér grein fyrir áður. Undir myndinni sé í raun annað verk eftir Leonardo og sýni það menn reisa heiminn að nýju úr rústum þess gamla. Raulands-stofa undir skemmdum HÚS frá 13. öld, eitt stærsta og elsta hús Noregs frá miðaldatím- anum, liggur nú undir skemmdum að sögn dagblaðsins Aftenposten. Raulands-stofa, eins og húsið nefn- ist, heyrir undir norska þjóðminja- safnið, og kemur fjárhagsvandi safnsins í veg fyrir að unnt sé að sinna viðhaldi byggingarinnar sem skyldi. Eru safnayfirvöld og menningarmálaráðuneytið ekki sammála um hver beri ábyrgð á þessari stöðu. „Það hefur jafnan reynst ómögulegt að hljóta hljómgrunn fyrir viðhaldsvandamál Þjóð- minjasafnsins,“ sagði Erik Rud- eng, fyrrum safnstjóri. Að mati Stein Sægrov, deildarstjóra í norska menningarmálaráðuneyt- inu, ætti safnið sem fær rúmar 400 milljónir í fjárlögum hvers árs, hins vegar að geta sinnt viðhalds- málum sínum innan fjárlaga- rammans. Safnið hefði hlotið 70 milljón króna aukafjárveitingu 1995 og þeir peningar hefðu ein- mitt verið eyrnamerktir til við- haldsaðgerða. Slíka fjárveitingu hefði safnið síðan fengið árlega frá þeim tíma. Sægrov vildi þó ekki tjá sig um hvort safnayfirvöld hefðu átt að gera sér grein fyrir slæmu ásigkomulagi hússins fyrr. Rudeng telur húsið hins vegar ekki hafa sætt vanrækslu í stjórn- artíð sinn, sem lauk fyrir um einu og hálfu ári. „En við höfðum að venju fjöldann allan af verkefnum sem þarf að sinna og hluti þeirra kemur í gegnum menningar- málaráðuneytið. Það kemur mér engan veginn á óvart að fjárveit- ingin, sem hefur staðið í stað síð- astliðin ár, hafi ekki náð að mæta þörfunum,“ sagði Rudeng. Alls falla um 5.600 byggingar undir norsku söfnin og við- urkennir Sægrov að öll söfnin þurfi á auknum fjárveitingum að halda. Staða Þjóðminjasafnsins sé því ekki verri en annarra safna. Er lent Hætt við hreins- un á Leonardo Á LJÓÐATÓNLEIKUM Gerðubergs sem hefjast kl. 17 á morgun, sunnudag, og bera yfirskriftina „Meyja – móðir – drós...“ mun Ingveldur Ýr messósópransöngkona flytja Sígaunaljóð Brahms, frönsk kabarettlög og suður-evrópsk þjóðlög ásamt Richard Simm píanóleikara. Í yfirskrift tón- leikanna vísar Ingveldur til þriggja meginþema sem greina má kvenpersónur klassískra söngbók- mennta út frá. „Hér er í raun um að ræða hinar aldagömlu kvenlegu erkitípur söngbókmenntanna sem eru reyndar enn þá áberandi víða í menning- unni. Efnisskrá tónleikanna skiptist í þessi þrjú þemu. Í fyrsta hlutanum eru lög sem vísa til meyj- unnar og saklausa náttúrubarnsins, s.s. Sígauna- ljóð Brahms og suður-evrópsk þjóðög sem tón- skáldið Canteloupe safnaði saman. Þessi þjóðlög eru sungin á ítalsk-franskri mállýsku frá Auv- ergne-héraði sem töluð er af mjög fáum, en ég hef kynnt mér.“ Næst tekur við mæðrakaflinn þar sem Ingveld- ur syngur vögguljóð frá ýmsum löndum. „Ég mun m.a. syngja vögguljóð frá kreppuárunum í Þýska- landi eftir Bertolt Brecht. Þá syng ég nokkur ís- lensk vögguljóð og lýk þessum hluta efnisskrár- innar m.a. með þekktu vöggukvæði, „Litfríð og ljóshærð“, eftir Emil Thoroddsen. Að því búnu taka drósirnar við. Þar flyt ég lög um ýmsar vafa- samar og óstýrilátar konur. Ein er drykkfelld, önnur lauslát, sú þriðja stjórnsöm prímadonna. Lögin eru úr ýmsum áttum úr klassískri kabar- etttónlist. Ég flyt t.d. eitt bandarískt kabarettlag eftir William Bolcom, en einnig lög eftir Satie, Poulenc, Kurt Weill og Offenbach.“ Þemun komu í ljós eftir á Verkin sem Ingveldur syngur eru öll samin eftir 1800 og segir hún áherslur efnisskárinnar hafa mótast smám saman eftir að hún byrjaði að velja saman lög. „Þetta þrískipa form hjá mér þróaðist í raun út frá verkefnavalinu,“ segir Ingveldur. „Mig hafði lengi langað til þess að safna saman vöggu- ljóðum frá mismunandi löndum. Sjálf eignaðist ég barn fyrir nokkrum árum og fór þá að sjá þessi vögguljóð í dálítið öðru ljósi. Þegar ég hafði safnað saman þeim lögum sem mig langaði til að syngja á tónleikunum sá ég að komin var ákveðin heild, sem markaðist af þessum erkitípum. Kannski vildi ég á vissan hátt sýna að þessar þrjár „hliðar“ geta rúm- ast innan einnar og sömu manneskjunnar.“ Ingveldur Ýr er þekkt fyrir lifandi sviðsfram- komu og hefur hún fengið Harald Karlsson mynd- og hljóðhönnuð til liðs við sig í því skyni að brjóta upp hið hefðbundna ljóðatónleikaform. „Haraldur ætlar að lita tónleikana dálítið fyrir mig með gagn- virkri hljóð- og myndlist. Hann hefur hannað bún- að sem bregst við hljóði og varpar ólíkum myndum á vegg eftir breytilegri tónhæð. Hann hefur leikið sér mikið með samspil tónlistar og myndlistar með þessum hætti. Þannig vonast ég til að tónleikanir geti orðið bæði óvenjulegir og skemmtilegir,“ seg- ir Ingveldur að lokum. Kvenlegar erkitípur á ljóðatónleikum Morgunblaðið/Þorkell Sígaunaljóð Brahms, frönsk kabarettlög og suð- ur-evrópsk þjóðlög eru meðal þess sem Ingveld- ur Ýr messósópran og Richard Simm píanóleikari munu flytja á ljóðatónleikum Gerðubergs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.