Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 15
T
ITILL ljóðabókarinnar Pómó
heillar (Pomon luma eða Pomos
tjuskraft í sænskri þýðingu
Martin Eckwall) eftir finnska
skáldið Kari Aronpuro (1940) var
mér ráðgáta. Ég lét mér detta í
hug að Pómó væri lítill, fallegur
bær í Austurbotni? Eða töfrandi
kona frá Sómalíu eða finnskur tangódansari –
hann Pómó? En áður en lengra var haldið í
sögunni af Pómó eða hafinn upp ljóðabálkur
um hann/hana í fótspor meistara Þórbergs
sem orti um Tummu Kukku í Finnlandi forð-
um tíð fletti ég upp í skýringunum sem prent-
aðar eru aftan við ljóðasafnið og þar sagði að
„Pomo“ væri skammstöfun fyrir „postmod-
ernisma“ í Finnlandi eins og hér heima. Þvílík
vonbrigði!
Ljóðabókin sjálf skiptist í þrjá hluta sem
mætti kalla „einlægðir“, „fjarlægðir“, „líf
táknanna“ og loks „Notkvot“ eða nótur og til-
vitnanir. Ljóðin í fyrsta hluta bókarinnar
fjalla um hið nálæga og hversdagslega en fara
á flakk og lenda til Ástralíu í öðrum hlutanum
og enda inni í táknheimi sínum í þriðja hlut-
anum. Þetta eru lærð ljóð sem ekki hefur verið
auðvelt að þýða því að oft hefur það orðið svo
að þau ljóð verða bundnust máli sínu og menn-
ingu sem eindregnast hafna báðum í uppreisn
eða hálfkæringi sem verður kannski frumleg-
ur og skemmtilegur en alveg óþýðanlegur.
Þýðanlegt er hins vegar smásagnasafn
Kirsti Paltto (1947) Stolið (Suoláduvvan) sem
geymir fimmtán smásögur, mislangar og mis-
góðar. Paltto er „finnskur“ Sami og skrifar á
samísku. Í sögum sínum fléttar hún saman
glóandi pólitíska greiningu á menningu og
möguleikum Samaþjóðarinnar því að titill sög-
unnar vísar til þess að einhverju hefur verið
„stolið frá“ einhverjum og Kirsti Paltto vill
endurheimta það. Í sögum hennar er þó engin
dul dregin á að Samarnir eru sundraðir og
menningarkúgunin sem þeir hafa sætt hefur
að sjálfsögðu eyðilagt mikið af því sem eyði-
lagt verður. Í sögunum er pólitískri greiningu
fléttað saman við þjóðsögur og goðsögur, oft á
húmorískan hátt.
Handsprengjur
heilla ekki
Hin bókin sem Finnar leggja fram heitir
Marsípanhermaðurinn og er eftir finnlands-
sænska rithöfundinn Ullu Lenu Lundberg
(1947). Ulla Lena er frá Álandseyjum og bygg-
ir söguna af marsípanhermanninum á bréfum
úr eigu fjölskyldunnar.
Í sögunni segir frá skólastjórahjónunum
Leonard og Mörtu Kummel og börnum þeirra
sem eru: Peter, guðfræðistúdent, Fröy og
Göran sem eru menntaskólanemar og dótt-
urinni, Charlottu, sem er fjórtán ára fegurð-
ardís. Fjölskyldan býr í þorpi á suðurströnd
Finnlands. Báðir yngri synirnir eru kallaðir í
herþjónustu, fyrst berjast þeir í Vetrarstríð-
inu, 1939, og í beinu framhaldi af því í heims-
styrjöldinni síðari. Í stríðinu kemur í ljós hvað
býr í Fröy og Göran, styrkurinn kemur í ljós
hjá öðrum, veikleikarnir hjá hinum.
Göran er á leið heim í leyfi þegar hann verð-
ur fyrir því að pinninn hrekkur úr hand-
sprengju sem hann hefur verið að fikta við í
hugsunarleysi, hún springur í fanginu á hon-
um og hann ferst. Lýst er á áhrifamikinn hátt
hvernig sorgin og reiðin skiptast á í fjölskyldu
þessa elskaða sonar sem deyr í herþjónustu en
hvorki fyrir kúlum óvinar né á vígvellinum
heldur vegna klaufaskapar og kæruleysis.
Sorgin er líka blandin létti því að margt bendir
til að Göran eigi eftir að verða til vandræða
sjálfum sér og öðrum. Þessar blendnu tilfinn-
ingar skapa mikla sektarkennd og samband
foreldranna þolir það ekki.
Í sögu Ullu-Lenu Lundberg er lýst hliðum á
stríðinu sem sjaldan er talað um í stríðsbókum
eftir karla; lýst er bið eftir því að eitthvað ger-
ist, skorti á upplýsingum, leiðindum og firr-
ingu frá ástvinunum heima. Það er athyglis-
vert hvernig þessi saga Ullu Lenu kallast á við
stórmerkilega skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugs-
dóttur Yfir Ebrofljótið sem út kom hér fyrir
jól. Báðar bækurnar eru sögulegar skáldsögur
sem fjalla um stríðin á undan heimsstyrjöld-
inni síðari og lýsa raunverulegum bardögum
en það örlar hvergi á upphafningu né fegrun
og þá stendur aðeins eftir nístandi tilgangs-
leysi þess arna. Kannski eru þessar friðarsög-
ur viðbrögð við hryllingnum í fyrrverandi
Júgóslavíu og því sem virðist vera vaxandi
stríðsvilji hjá ríkjandi öflum.
Friðartímar?
Svíar leggja fram ljóðabókina Í dýrinu (I
djuret) eftir Evu Runefelt (1953), litla en
þunga ljóðabók um tímann og tilfinningarnar.
Eva Runefelt setur bragð ofar öllum öðrum
skilningarvitum, með bragðinu af elskhugan-
um og tilverunni vill hún dvelja í skynjun sinni
handan orða og raka. Ljóð eftir ljóð fjallar um
þrána eftir að stöðva tímann, vera í núinu og
renna saman við það. En þessi þrá finnst mér
ekki nema að litlu leyti endursköpuð í þessum
glæsilegu ljóðum, kannski eru þau of fáguð og
skorin í merkingu vaxtarræktarmanna, of
„rétt“ og of „ræktuð“.
Enginn gæti sakað skáldsögu Peter Kihl-
gård (1954) Þú hefur ekki rétt til að elska mig
ekki (Du har inte rätt at inte elska meg) um að
vera of fáguð eða rétthugsandi. Hvers konar
titill er þetta eiginlega á bókinni til að byrja
með? Allir vita að það er ekki hægt að skipa
fólki að elska. Og þó. Það er ætlast til að for-
eldrar elski börn sín. En enginn á eða elskar
Jóhannes, vandræðaunglinginn sem saga
Kihlgård segir frá. Hann er sautján ára, skap-
andi, ómótstæðilegur og óþolandi, fullur af
uppreisn og reiði en líka ást því að hann elskar
kennslukonuna sína af öllu sínu hatursfulla
hjarta. Hún er um þrítugt og enginn engill
heldur. Það er skemmst frá því að segja að þau
tvö flýja í „lánuðum“ bíl og sagan sem hefst á
tveimur dularfullum hryllingssenum breytist í
„road movie“ og þaðan yfir í býsna örvænting-
arfulla ástarsögu sem stefnir í bull en endar í
harmleik.
Kihlgård hefur sagt í viðtali að hann velji
tónlist við hverja sögu og þessi sé samin við
rokklag með þremur hljómum og lagið er
prentað í bókarlok. Ég er ekki viss um að það
sé merkilegt en þessi hráa og ofbeldisfulla
saga sest í blóðið á lesanda og tekur dag eða
tvo að jafna sig á henni. Þú hefur ekki rétt til
að elska mig ekki lýsir samskiptum ungs fólks
sem er misnotað, reitt, ofbeldissinnað og til-
finningahungrað og texti Kihlgård kallast á
við bækur Mikaels Torfasonar og það rudd-
araunsæi sem nú er augljóslega orðið nógu
viðurkennt til að tilnefnast til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs.
Öðruvísi stríð
Á friðardaginn 8. maí 1945 fer unglings-
skjátan Vera sem býr við Kirkjuveg í Osló upp
á þurrkloft til að sækja þvott fyrir mömmu
sína og ömmu. Maður smýgur út úr skugga,
ræðst að henni aftan frá og nauðgar henni
hrottalega. Níu þöglum mánuðum seinna fæð-
ir hún dreng sem er skírður Fred. Hann er
hálfbróðir sögumannsins Barnum í skáldsögu
Lars Saabye Christensen (1953) Hálfbróðir-
inn (Halvbroren). Af Fred stafar mikill ófriður
í sögunni þó að hann sé fjarverandi mestan
hluta hennar því að hann hverfur og kemur
fyrst aftur 28 árum síðar.
Í sögunni er uppvexti bræðranna á kalda-
stríðsárunum í Osló lýst. Eldri bróðirinn er
eins og persónugervingur þeirrar grimmdar
og sektar sem fylgdi í kjölfar stríðsins inn í
friðartímana. Yngri bróðirinn sem elst upp
með myrk augu Freds hvílandi á sér verður
misheppnaður handritshöfundur, alki sem
getur hvorki lifað með sjálfum sér né gert eitt-
hvað í sínum málum. Hann er hálfbróðir og
hálfur í öllu sem hann gerir. Fyrsta kvik-
myndahandritið hans heitir „Fitun“ og er svar
hans við Sulti eftir Knut Hamsun. En vaxandi
efnishyggja og velmegun allt í kringum hann
helst í hendur við vaxandi vansæld og öm-
urleika bæði í lífi hans og fjölskyldunnar.
Á sinn eigin sérstaka hátt tekst Saabye
Christensen að hefja sjálfskilning Barnum yf-
ir sjálfsvorkunnsemi og upp í þá vandfundnu
tragí-kómikk sem margir leita en fáir finna.
Mín vegna hefði hins vegar mátt beita hinum
fræga skurðarhníf á miðhluta þessarar 650
blaðsíðna bókar en sagan hefur slegið svo í
gegn í Noregi að þegar þetta er skrifað hefur
hún selst í 140 þúsund eintökum.
Svo mikið hefur smásagnasafn Hans Her-
bjørnsrud (1938) Við vitum svo mikið (Vi vet
så mye) varla selst en í þessu safni eru þrjár
langar smásögur sem gerast á landsbyggð-
inni, en lýsa áframhaldandi martröðum heims-
styrjaldarinnar og tilvistarkreppum sem orð-
aðar eru einfaldlega svo: Við vitum svo mikið.
Við skiljum svo lítið.
STRÍÐ OG FRIÐUR –
EF FRIÐ SKYLDI KALLA
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eiga fjörutíu
ára afmæli um þessar mundir og dómnefndin fundar
hér í Reykjavík um helgina. Á morgun kl. 14 verður
dagskrá þar sem dómnefndarmenn kynna norrænar
bókmenntir í Norræna húsinu. DAGNÝ
KRISTJÁNSDÓTTIR segir frá bókunum sem
tilnefndar voru af hálfu Finnlands, Samalands,
Svíþjóðar og Noregs til verðlaunanna 2002.
Kari Aronpuro
Eva Runefelt
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002 15
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrita-
sýning opin þri.–fös. kl. 14–16. Til
15.5.
Gallerí Skuggi: Guðmundur Tjörvi
Guðmundsson. Klefi: Guðbjörg Hlín
Guðmundsdóttir. Til 24.2.
Gallerí Sævars Karls: Helga Kristrún
Hjálmarsdóttir. Til 21.2.
Gerðuberg: Þýskar tískuljósmyndir,
1945–1995. Til 17.2.
Hafnarborg: Ásgeir Long. Inge Jen-
sen. Til 11.2.
Hallgrímskirkja: Þórður Hall. Til
20.2.
Hús málaranna, Eiðistorgi: Haukur
Dór og Einar Hákonarson. Til 1.3.
Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi:
Stólar Péturs B. Lútherssonar. Til
12.2.
i8, Klapparstíg 33: Helena Hietanen.
Til 2.3.
Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Ásrún
Tryggvadóttir. Til 16.2.
Listasafn Akureyrar: Íslensk mynd-
list 1965–2000. Til 24.2.
Listasafn ASÍ: Stólar Péturs – Stóla-
hönnun í 40 ár. Til 12.2. Ragna Sig-
urðardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Inga
Þórey Jóhannsdóttir. Til 17.2.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Úr eigu safnsins –
fjórar sýningar. Til 14.4.
Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn:
Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Bernd
Koberling. Til 3.3. Breiðholtið frá hug-
mynd að veruleika. Til 5.5.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir:
Níels Hafstein og Sólveig Aðalsteins-
dóttir. Til 24.2. Innsetning Hannesar
Lárussonar. Til 1.4. Jóhannes S. Kjar-
val. Til 31.5.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn-
legir kvistir. Til 5.5.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Guð-
mundur Ingólfsson Til 24.3.
Norræna húsið: Veflistarkonan Ann-
ette Holdensen. Til 17.2.
Þjóðarbókhlaða: Eygló Harðardóttir.
Til 8.3. Bækur og myndir 35 erlendra
höfunda. Til 17.2. Björg C. Þorláks-
son. Til 1.3.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Grensáskirkja: Kristín R. Sigurðar-
dóttir, Ildikó Varga og Clive Pollard.
Kl. 16.
Sunnudagur
Gerðuberg: Ingveldur Ýr og Richard
Simm. Kl. 16.
Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna. Daði Kolbeinsson. Kl. 17.
Salurinn: Kammertónleikar. Kl. 20.
Ýmir: Hans Zomer bassa-baríton,
Gerrit Schuil, píanó. Kl. 16.
Mánudagur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Myrkir músíkdagar. Tónlistardeild
Listaháskóla Íslands. Kl. 20.
Þriðjudagur
Íslenska óperan: Hulda Björk Garð-
arsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson,
Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Kl.
12:15.
Salurinn, Kópavogi: Arndís Halla Ás-
geirsdóttir, sópran, og Holger Grosch-
opp, píanó. Kl. 20.
Miðvikudagur
Norræna húsið: Guðrún Birgisdóttir,
Pétur Jónasson. Kl. 12:30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af
grjóti, sun., mið., fim. Syngjandi í
rigningunni, lau., fös. Anna Karenina,
fim. Hver er hræddur við Virginíu
Woolf?, sun., fim. Karíus og Baktus,
lau., sun.
Borgarleikhúsið: Boðorðin 9, fös.
Blíðfinnur, lau. Með vífið í lúkunum,
lau. Fyrst er að fæðast, sun., fös. Beð-
ið eftir Godot, sun., fös. Jón Gnarr,
fim. Píkusögur, lau. Gesturinn, lau.,
fös.
Íslenska óperan: Leikur á borði, fös.
Möguleikhúsið: Lóma , fös.
Skuggal., sun., mið. Völuspá, mið.
Ásgarður: Snúður og Snælda: Í lífsins
ólgusjó, Fugl í búri, mið., fös.
Nemendaleikhúsið: Íslands þúsund
ár, lau., þrið., fös.
Leikfélag Akureyrar: Slavar, lau., fös.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U