Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. FEBRÚAR 2002 3 N OKKUÐ er nú um liðið síðan höfundur þess- ara lína hefur rabbað um íslenska tungu, – málfar í fjölmiðlum, efni sem honum er einkar hugleikið. Nú er það svo, að ekki eru allir sammála um ágæti þess að gera athugasemdir við málfar fjölmiðla- manna og segja sem svo: Þetta er málið eins og það er talað í dag. Íslensk tunga verður að fá að breytast og þróast í friði fyrir íhaldssömum nöldurskjóðum. Gott og vel. Vissulega á málið að fá að þróast. En er okkur alveg sama hvernig það þróast? Ætli íslenskan hefði ekki þróast nokkuð langt í áttina til dönsku, ef ekki hefði verið spyrnt við fótum á nítjándu öldinni. Látum víti Norðmanna til varnaðar verða. (Ivar Eskeland segir í einum af pistlum sínum í bókinni Den Norske Folkesjæl, að það góða land Noregur heiti Noreg. Norge sé dönsk prentvilla!) Íslenskan þróast nú hratt í átt til ensk- unnar. Er það til dæmis af hinu góða og ekkert við það að athuga að þjóðkunnir menn, sem alloft heyrast í fjölmiðlum, geti ekki sagt heila setningu á íslensku heldur þurfi jafnan að skeyta inn enskum orðum vegna þess að þau eru þeim tamari á tungu en ís- lensku orðin? Nei, það er ekki af hinu góða. Deyi tungan, deyjum við sem þjóð. Áberandi málfarsbreyting um þessar mundir er fráhvarf frá beygingum, einu helsta sérkenni íslenskunnar: „Í tilefni að (svo!) opnun Keflavíkur- flugvallar sem nýtt markaðssvæði í bygg- ingu viðhalds og þjónustugeira …“ (Suð- urnesjatíðindi á Netinu 15. janúar.) „Þvottur sem ekki verður sóttur verður ráðstafað fyrir kostnaði.“ (Miði frá þvotta- húsi.) „Fasteignamati ríkisins hefur borist at- hugasemdir yðar …“ (Úr bréfi þessarar ríkisstofnunar frá 10. sept. 2001.) „Eru fyrirtækin byrjuð að blæða fyrir of hátt vaxtastig?“ (Ríkisútvarpið.) „Endanleg ákvörðun (um virkjun) hefur verið frestað.“ (Stöð 2.) „Leitt hefur verið líkum að því …“ (Rík- isútvarpið.) „Sendu vin jóladagatal …“ (Af heima- síðu Íslandsbanka á jólaföstu.) Aðeins meira um áhrif enskunnar: Líkamsræktarfólk notar enska orðið „fitness“ fullum fetum rétt eins og það sé góð og gild íslenska. Líkamsrækt og mál- rækt ættu að geta farið vel saman. Á jólaföstu mátti lesa á vísi.is: „Umferð- arljósin á Hringbrautinni eru úti og eitt- hvað um rafmagnstruflanir.“ Nú er það ekki frétt að umferðarljós séu úti. Þau eru öll utandyra. Leitt að hið ágæta orð götu- viti skyldi ekki ná að festast í sessi. En þegar fregnritari segir að „umferðarljósin séu úti“, og hann á væntanlega við að þau séu óvirk vegna rafmagnsleysis, þá er hann að nota orðalag úr ensku. Talandi um ljós. Fleyg er setningin sem Edward Grey, greifi af Fallodon, mælti er hann stóð við gluggann í breska utanrík- isráðuneytinu 4. ágúst 1914 og horfði á bæjarstarfsmenn slökkva götuljósin í St. James-garðinum: „The lamps are going out all over Europe; we shall not see them lit again in our lifetime.“ Væri sá sem sagði að umferðarljósin væru úti beðinn að þýða þessa setningu á íslensku, myndi hann væntanlega byrja si svona: „Lamp- arnir eru að fara út um um alla Evr- ópu …“ eða hvað? En visir.is gerir það ekki endasleppt. 18. janúar mátti þar lesa fyrirsögnina: „Sýna- tökur á grænmeti skipta um hendur.“ Fróðlegt væri að sjá hvernig þau skipti eiga sér stað. Í texta þeirrar fréttar sagði að sýnatökurnar væru „… á höndum mat- vælaeftirlits …“ Þeim sem skrifa fréttir í net-Vísi eru ekki aðeins mislagðar hendur heldur mikill vandi á höndum. Dæmin um ásókn enskunnar inn á lend- ur íslenskrar tungu eru auðvitað mýmörg, – alltof mörg. Á heimasíðu Símans var les- endum til skamms tíma boðið að búa til „hintspurningu“, ef þeir hefðu gleymt að- gangsorði sínu. Símanum til hróss hefur þetta nú verið lagfært. Nú er lesendum síðunnar boðið að leggja fram „vísbend- ingaspurningu“. Það er umhugsunarefni, alvarlegt um- hugsunarefni, fyrir þá sem unna íslenskri tungu, hvílíkt metnaðarleysi í málfars- legum efnum ríður húsum íslenskra fjöl- miðla. Sá sem þetta ritar hefur áður vikið að þessum málum í Lesbókarrabbi. Það skal þó enn einu sinni ítrekað að vissulega er margt góðra íslenskumanna starfandi bæði við blöð og ljósvakamiðla. Margt er þar vel sagt og skrifað, en hitt heldur áfram að stinga í augu og særa eyru, hversu margir bögubósar fá að fara sínu fram átölulaust að því er virðist. Fólk, sem er fyrir löngu búið að fylla subbukvótann sinn og ætti að vera horfið til annarra starfa. Það á að gera þá kröfu til þeirra sem skrifa fréttir og flytja fréttir að þeir hafi máltilfinningu og geti skrifað óbrenglaðan texta. Til dæmis ekki í þessa veru: „… komið var í veg fyrir hryðjuverka- árásir á sendiráðum Bandaríkjanna …“ (mbl.is.) „… lögreglan kölluð út vegna há- reysta …“ (visir.is.) „ …að þessari upphæð, sem send var til Þýskalands, væri saknað.“ (Ríkisútvarpið.) „Skólafólk greinir á um ágæti skólabún- inga og margir eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra.“ (Fréttablaðið.) Djúpt hugsað! Þetta er nú orðinn langur listi. Sparða- tíningur, segir líklega einhver. Vel má vera. En þögn er sama og samþykki og við eigum ekki að sitja þegjandi undir því að íslenskri tungu sé misþyrmt. MÁLFAR RABB E I Ð U R G U Ð N A S O N eidur@shaw.ca BERGSTEINN ÞORVALDSSON VÍSNAFLOKKUR (BROT) Kenndur er Kári fundinn kundur frægur Sölmundar, frá önduðum komst undan, eld tendra hérlendir, fyrir brennda bestu frændur bændur í helju sendi; bundinn Þorgeir vaðböndum brandinn sjö lét granda. Skarphéðinn þorpi þjóða þótti óblíður stríðu, sneið Höskuld af hauðri, háði víg á láði, hugmóð lét til leiðast lýð á stundum bíða; greiður hjó Gunnars bróður græða má ei þó blæði. Bergsteinn Þorvaldsson kallaður blindi var sautjándu aldar maður og tal- inn ættaður úr Mýrdal. Hann var farandskáld og sagður fátæktarmaður. Ljóðið er fengið af margmiðlunardiskinum Vefur Darraðar sem hefur að geyma texta eins elsta handrits Njálu og fjölda ljóða og myndskreytinga sem sprottið hafa af sögunni. Sagan endalausa kallar Pétur Gunnarsson grein sína um Njálu en þar fjallar hann um sannfræði hennar, höfundinn og efniviðinn. Hann seg- ir: „Við sem göngum inn í heim Njálu, 21 kynslóð í sjö aldir, hvort sem við nálgumst hana eins og safn eða göngumst persónum og atburðarás á hönd, á milli okkar og sög- unnar er alltaf þetta ósýnilega – hugur okk- ar sjálfra – sá skilningur sem við leggjum í söguna, hvernig við yrkjum hana. Þessi endalausi, ósýnilegi hugur sem fyllir í allar eyður og barnar flestar setningar.“ nefnist grein Atla Harðarsonar í greina- flokknum Heimspeki, til hvers? Þar segir Atli að ef heimspeki nútímans er ruglings- leg sé það líklega vegna þess að nútíminn þurfi á heimspeki að halda. Heimspeki nútímans Robert Nozick lést 23. janúar síðastliðinn en hann var einn áhrifamesti heimspekingur Bandaríkjanna. Kristján G. Arngrímsson fjallar um helsta rit Nozicks, Anarchy, State and Utopia, þar sem hugmynd hans um lágmarksríkið er sett fram. Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari opnar sýningu í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í dag. Á sýningunni er úrval mynda úr safni Guðmundar en hann hefur árum saman unnið að því að skrá ein- kenni Reykjavíkurborgar á stórar blaðfilm- ur. Einar Falur Ingólfsson ræðir við lista- manninn. FORSÍÐUMYNDIN er hluti myndarinnar Bláhornið frá 1989 eftir Guðmund Ingólfsson ljósmyndara. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 6 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.