Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 7 ur er eitthvað sem við getum ekki séð fyrir, koman er því ætíð óvænt. Misfrestunin nærist á margræðninni, hún er opin fyrir nýjum merk- ingarmöguleikum og þar með fyrir því sem er framandi. Derrida hefur bent á að tíminn, hinn afstæði tími, tími mannsins, falli aldrei fullkomlega saman í eina heild. Tíminn, það er tími manns- ins, er háður reynslu mannsins af honum og þar með tungumálinu. Hann hangir ekki full- komlega saman sem órofin heild. En vegna þessa eiginleika síns er hann einnig uppspretta möguleikanna. Það er innan hins afstæða tíma, sem er háður því sem Derrida nefnir misfrest- un, sem lýðræðið á sér tilvistarmöguleika. Hin afstæði tími er að þessu leyti andstæða raun- tímans vegna þess að rauntíminn er óháður manninum og þar með utan við stjórn hans. Rauntíminn er utan tungumálsins, utan mis- frestunarinnar. Þar af leiðandi hvetur rauntím- inn fólk til aðgerðarleysis, hann hvetur fólk til að sæta sig við ríkjandi ástand með þeim rök- um að það fái hvort sem er ekki breytt neinu. Það gefur auga leið að í samfélagi þar sem rauntíminn, tími tækninnar er upphafinn, þrí- fst lýðræðið illa. Seinkun í samskiptum er eitt af grundvall- arskilyrðum þess að maðurinn geti viðhaldið frelsi sínu. Maðurinn þarfnast seinkunar, hann þarfnast misfrestunar. Ef við gerum ekkert til þess að endurlífga þessa seinkun (en það get- um við gert, segir Virilio, með því að endur- vekja tungumálið), bíður okkar ekkert annað en hin mikla innilokun, án nokkurs lýðræðis og án réttlætis. Virilio óttast samskiptanet sam- tímans, hann hvetur fólk til að setjast niður, ræða saman, íhuga málin. Hann hvetur okkur til að hlusta hvert á annað, bera virðingu fyrir hvert öðru og síðast en ekki síst vera opin gagnvart því sem er framandi og þar með að njörva merkinguna ekki niður heldur leyfa henni að fljóta áfram. Á þann hátt verður lýð- ræðið mögulegt og á þann hátt skapast rúm fyrir réttlætið. Réttlætið er það markmið sem okkur ber að stefna að, jafnvel þó að við vitum að vegna mis- frestunarinnar, sem skapar rúm fyrir merk- inguna um leið og hún kemur í veg fyrir að hún verði endanleg, takist okkur aldrei að festa hendur á því. Réttlætið er ofan við tungumálið. Um leið og við reynum að þröngva því inn í ramma tungumálsins missum við sjónar á því. Réttlætið er á einhvern hátt utan við tungu- málið, rétt eins og mannsandlitið sem sífellt tjáir eitthvað án þess að færa það í orð. Um leið og við reynum að færa tjáningu mannsandlits- ins í orð takmörkum við það. Réttlætið er eitt mikilvægasta hugtakið í heimspeki Derrida. Réttlætið er hið eina sem ekki er unnt að afbyggja. Réttlætið er það sem knýr afbygginguna áfram og er þar með hug- sjón hennar. Ég vil ítreka í þessu sambandi að Derrida gerir skýran greinarmun á réttlætinu sjálfu og réttarkerfinu sem telur sig standa vörð um sjálft réttlætið. Réttarkerfið og lögin er unnt og jafnframt nauðsynlegt að afbyggja til þess að við missum ekki sjónar á sjálfu rétt- lætinu. [Sjá t.d. „The Villanova Roundatble: A conversation with Jacques Derrida,“ í John D. Caputo, Deconstruction in a nutshell: A con- versation with Jacques Derrida. Edited with a Commentary by John D. Caputo. Fordham University Press, 1997, bls. 18]. Derrida vísar gjarnan til franska heimspekingsins Emmanu- el Levinas í umfjöllun sinni um réttlætið. Levi- nas segir að réttlætið búi í reynslu okkar af öðrum. Samband okkar við þann sem er „ann- ar,“ við þann sem er framandi er kjarni réttlæt- isins, það er að segja svo lengi sem við leyfum þeim sem er „annar“ að vera áfram „framandi“; svo lengi sem við tökum á móti þeim sem er framandi á hans eigin forsendum. Hugmyndir taka á sig mynd í listaverkum Danski listfræðingurinn Mikkel Bogh vinnur út frá sömu réttlætishugmynd í grein sem hann skrifaði árið 2000 um bandaríska konseptlista- manninn Bruce Nauman. Í grein sinni sem nefnist „Andlit textans“ fjallar Bogh um notk- un tungumáls og skynjunar í verkum Bruce Naumans og sérstaklega verkinu Human nat- ure/Life Death/Knows Doesn’t Know sem er frá árinu 1883. Bogh beitir aðferðum afbygg- ingarinnar til að leggja áherslu á að merkingin í verkinu leysir sjálfa sig stöðugt upp eða eins og Bogh segir sjálfur: „Það er ekkert ákveðið skipulag, hér fær enginn valdastigi merkingar næði til að myndast.“ Þetta leiðir óneitanlega hugann að frægri setningu Jacques Derrida: „il n’y a pas de hors-texte“ sem vísar til þess að ein merking getur ekki krafist yfirráða yfir ann- arri. En það sem er einna áhugaverðast þegar maður skoðar verk Naumans í samhengi við kenningar Derrida um afbyggingu er það sem ekki er unnt að afbyggja, þ.e.a.s. réttlætið. Andlitið er í aðalhlutverki í verki Naumans Human nature/Life Death/Knows Doesn’t Know og það er í gegnum andlitð sem það legg- ur stöðugt áherslu á framandleika sinn. Að mati Emmanuel Levinas er andlitið tákn fyirr hið algjöra frelsi vegna þess að það er utan við skynreynslu okkar. Andlitið er hvorki vitund (subjekt) né viðfang (objekt). Það er í gegnum andlitið sem sá sem er „annar“, sá sem er fram- andi, birtist okkur fyrst og fremst. Þar af leið- andi má segja að áhersla Naumans á andlitið tengi hann við afbygginguna og réttlætið sem knýr hana áfram. Réttlætið er í þessum skiln- ingi meginviðfangsefni Bruce Naumans. Afbygging sem menningarfræðileg greining birtist einnig í grein eftir dönsku fræðimennina Rikke Rosenberg og Berti Anne Larsen sem nefnist „Passager“ og birtist árið 1998 í tíma- ritinu Passepartout. Greinin hefst á umfjöllun um eitt meginverk Walters Benjamins „Das Passagen Werk“ sem hann skrifaði á tíma- bilinu 1927–1940. Í því fjallar Benjamin um söguna, endurtekninguna, reynsluna og áfallið á heimspekilegan hátt og fléttar hugmyndum sínum saman við hugleiðingar um svokölluð „passage“ sem byggð voru í París á fyrri hluta 19. aldar. Um var að ræða gleryfirbyggð stræti sem tengdu ólíkar byggingar og hverfi borg- arinnar saman um leið og þau sköpuðu óljósa heild sem iðaði af mannlífi. Það sem einkum vakti áhuga Benjamins á þessum byggingum var hversu vel þær féllu að hinum aldargamla borgarlíkama í stað þess að rífa hann sundur eins og breiðstræti 19. aldar, sem nú eru eitt helsta einkenni Parísarborgar, gerðu. Þessar yfirbyggðu götur runnu saman við eldri stræti borgarinnar á þann hátt að erfitt var að greina upphaf þeirra og endi. Mörk þeirra voru óljós og margræðni og hreyfanleiki einkenndu tilvist þeirra. Benjamin fjallar um „Das Passagen“ sem einskonar draumasvæði, þ.e. svæði þar sem merkingin leysist upp og skapast í sífellu. Í nútímaorðræðu mætti því segja að þau ein- kennist af einskonar afbyggingu. Það ætti því ekki að koma á óvart að yf- irbyggðar byggingar, sem vísa til hinna draum- kenndu glerbygginga Parísar, eru gegnum- gangandi þema í þeim arkitektúr sem oft hefur verið talinn höfuðvígi póstmódernismans. Ég er að tala um skemmtigarðinn Parc de Villette sem er í norðurhluta Parísar og hannaður er af svissneska arkitektinum Bernard Tschumi. Við hönnun garðisns lagði Tschumi áherslu á að í honum væri enginn ákveðinn miðpunktur eða skipulögð svæði sem gengu út frá ákveðinni miðju. Þess í stað lagði hann áherslu á að skapa tengibyggingar og yfirbyggð göng sem gestir garðsins feta sig áfram eftir. Áhersla er lögð á að upplifun hvers einstaklings af garðinum sé einstök og að arkitektúrinn feli ekki í sér neina fasta merkingu heldur myndast merkingin og leysist upp um leið og gesturinn fetar sig áfram gegnum garðinn. Gesturinn, áhorfandinn, gegnir þar af leiðandi grundvallarhlutverki í arkitektúrnum og það er á hans valdi að gefa honum merkingu. Merkinginn er óljós og sann- leikur verksins leysist upp og skapast í sífellu þar sem áhorfandinn mætir verkinu. Það kem- ur ef til vill engum á óvart að Jacques Derrida vann náið með Tschumi að hönnunn garðsins og telst annar af hugmyndasmiðum hans. Derrida fjallar um hugmyndirnar á bakvið garðinn í greininni „Point de Folie – mainten- ant l’architecture“. Svipaðar hugmyndir koma fram í verkum rússneska listamannsins Ilya Kabakov. Verk Kabakovs Myndaalbúm móður minnar var sýnt á danska listasafninu Louisiana árið 1992 og vakti sterk viðbrögð þarlendra. Auk þess sem áðurnefndar fræðikonur fjalla um verk Kabakov í grein sinni „Passager“gerir menn- ingarfræðingurinn Mette Sandbye verk hans að umfjöllunarefni í nýjustu bók sinni Mindes- mærker: Tid og erindring i fotografiet sem kom út á síðsta ári. Verk Kabakovs er byggt upp sem gangur er minnir á gang í rússneskri íbúð sem einkennd- ist af því að fleiri en ein fjölskylda bjuggu í íbúðinni og deildu ganginum sem var þar af leiðandi svæði sem erfitt var að staðsetja, gangurinn var bæði hluti af einkalífinu og hinu opinbera lífi á meðan hann tilheyrði hvorugu þeirra. Á gangveggnum hangir vélritað bréf frá aldraðri móður til sonar sem skrifað var 1982 og felur í sér sögu þessarar konu. Hvort bréfið á sér stoð í raunveruleikanum liggur ekki ljóst fyrir. Sagan sem bréfið birtir er leidd áfram með úrklippum úr rússneskum blöðum, póst- kortum og ljósmyndum. Upplifunin sem áhorf- andinn verður fyrir gegnir mikilvægu hlutverki í verkinu þar sem verkið fær fyrst merkingu þegar áhorfandinn ferðast áfram í gegnum það og breytir þeirri líkamlegu og andlegu upplifun sem hann verður fyrir í reynslu. Réttlætið felst í þeirri virðingu sem áhorfandinn sýnir við- fangsefninu, hann neyðist til að horfast í augu við líf þessarar öldruðu konu og til þess að verkið öðlist merkingu í huga hans verður hann jafnframt að leitast við að skilja þær forsendur sem hún gengur út frá. Til þess að finna þann sannleika, það réttlæti sem verkið hefur fram að færa verður áhorfandinn að ferðast eftir ganginum með opnum huga. Hann býður gömlu konuna velkomna inn í líf sitt og reynsla hennar verður þar með hluti af reynslu hans. Ilya Kabakov tekst á við samtímann í verk- um sínum en vísar honum ekki á bug. Það má segja um þá alla þrjá Kabakov, Nauman og Tschumi að þeir hafi gert samtímann og þar með hið póstmóderníska ástand að meginvið- gangsefni sínu. Þeir vinna allir með afbyggingu í verkum sínum, og þá réttlætishugsjón sem knýr hana áfram. Verk þeirra einkennast ef til vill, eins og skrif margra þeirra sem kenndir hafa verið við póstmóderismann, öðru fremur af því að sannleikurinn sem þau fela í sér er sá sannleikur sem skapast og leysist upp í sífellu þegar áhorfandinn nálgast verkið. Sá sannleik- ur er ekki óhagganlegur en hann felur í sér réttlæti af þeirri ástæðu að hann krefst þess af áhorfandanum að hann taki á móti því sem er framandi með opnum huga og opni þar með fyrir nýja merkingarmöguleika, nýjan skilning og skoðanaskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu og eru þar af leiðandi forsenda lýð- ræðisins. Mynd/Andrés „Réttlætið er eitt mikilvægasta hugtakið í heimspeki Derrida. Réttlætið er hið eina sem ekki er unnt að afbyggja.“ Höfundur stundar framhaldsnám í menning- arfræðum við Kaupmannahafnarháskóla. „Rauntíminn er utan tungumálsins, utan mis- frestunarinnar. Þar af leið- andi hvetur rauntíminn fólk til aðgerðarleysis, hann hvetur fólk til að sætta sig við ríkjandi ástand með þeim rökum að það fái hvort sem er ekki breytt neinu.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.