Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 J ÖKLA hefur tvö kenninöfn, sem greina hana frá öðrum jökulsám, þ.e. Jökulsá á Brú og Jökulsá á Dal. Fyrra nafnið á einkum við efri hluta árinnar og var meira notað áður fyrr. Heima fyrir er hún nefnd Áin, Jökulsá eða Jökla. Það síðastnefnda er nú einnig orðið al- gengt út á við. Líklega dregur dalur- inn nafn af ánni, og áður var jafnan ritað Jök- ulsdalur. Jökla er talin fjórða mesta fljót landsins að vatnsmagni, næst á eftir Jökulsá á Fjöllum, Þjórsá og Ölfusá. Meðalrennsli við Hjarðarhaga, samkvæmt 35 ára mælingum, er 145 rúmmetrar á sekúndu. Meðalrennsli við ósinn er áætlað um 160–170 rm/sek. (sumir hafa áætlað mun hærri tölu), og ársrennsli um 3.400 gígalítrar. Meðal- rennsli við Brú er um 113 rm og um 90 rm ofan Kárahnjúka. Jökulvatnið er því rúmur helmingur af heildarrennsli árinnar neðantil. Í Jöklu eru gríðarlegar árstíðasveiflur, lágmarksrennsli við Brú er um 6 rm og mesta rennsli um 600 rm. Í mestu flóðum (1964 og 1977) hefur rennsli mælst yfir 1.000 rm/sek. Áin er 150 km löng og fellur um 600 m á þeirri vegalengd. Meðalhalli farvegs er því um 0,4%. Vatnasviðið er um 4.000 ferkm, þar af um fjórðungur undir jökli. Jökulsá við Háls Jökla kemur undan Brúarjökli austanverðum. Skammt frá upptökum bætist Jökulkvísl henni úr austri og Sauðá litlu neðar, en að vestan falla í hana jökulsárnar Gljúfrakvísl (Illakvísl) og Kringilsá, sem er allmikið vatnsfall, og í henni er Töfrafoss. Fyrstu 20 km fellur Jökla í grunnum dal, sem er nafnlaus, en er í raun efsti hluti Jökuldals. Í dalnum eru láréttir hjallar úr möl og leir, sem setja mjög mikinn svip á landslagið. Þeir eru leif- ar af mikilli uppfyllingu, sem myndaðist vegna gosefnastíflu við Kárahnjúka á síðustu ísöld, og eru taldir mjög merkilegar náttúruminjar. Austurhlíðin heitir Háls, og utantil í honum eru Lindur, volgar uppsprettur. Að vestan eru Kringilsárrani og Sauðafell. Við Lindur er lágur flúðfoss í Jöklu, og þaðan fellur áin í grunnu klettagili, með rauðleitu flikrubergi og stuðla- bergslögum. Síðan krókbeygir hún fyrir svokall- að Horn. Stuttu utar fellur Sauðá í hana úr vestri í miklum flúðum, og ofan við flúðirnar er Sauð- árfoss. Þegar Brúarjökull hleypur kemur mikið jökulvatn í Sauðá, en Kringilsá er þá lítil. Nú er Sauðá meinlaus og aðeins mjólkurlituð á sumrin. Gljúfrin miklu Utan við Sauðá tekur gil Jöklu smám saman að dýpka, og munar mestu að þar liggja þykkir mal- arhjallar meðfram því. Við Kárahnjúk fremri hefjast Gljúfrin miklu, sem áin fellur í næstu 7 km. Innst eru Dimmugljúfur, þröng og hrikaleg, eins og skorin með hnífi í gegnum berglögin, um 2,5 km á lengd, og allt að 150 m djúp, þá taka við Hafrahvammagljúfur, álíka löng, með um 200 m háu bjargi að austanverðu, en grónum hvömmum að vestan. Þetta eru einhver mestu gljúfur á Ís- landi og mikið náttúruundur, enda kemur þangað fjöldi ferðamanna. Kárahnjúkar liggja fast að gljúfrunum að aust- anverðu, en þeir eru hluti af eldgígaröð frá síð- asta jökulskeiði. Utan við Gljúfrin skerst Desj- arárgil til suðurs inn í hnjúkana, en það hefur Jökla myndað endur fyrir löngu. Eftir því fellur Desjará í Jöklu. Um Gljúfrin hefur ýmislegt verið skrifað og birt, og verður þeim ekki nánar lýst hér. (Sjá m.a. Morgunblaðið (aukablöð), 22. júní, og 20. ág. 1998; Gletting, 2–3. tbl. 2001 (Kárahnjúkablað) og bækling höfundar: Gengið með gljúfrunum miklu. Eg. 2001). Næstu 13 km rennur Jökla á eyrum. Vestur- hlíðin kallast Brúarskógur innantil, þó að skóg- urinn sé löngu eyddur, og ofan við hann er Skóg- arháls. Utan við Hálsinn fellur Reykjará (Laugarvallaá) úr vestri ofan í dalinn, og Þverá utan við Brú, báðar með nokkrum fossum, en að austan koma Hrafnkela (Hrafnkelsdalsá) og Hölkná, og nokkru utar Eyvindará. Allar eru þær nokkuð vatnsmiklar og leggja Jöklu til mikinn hluta af því bergvatni sem hún flytur til sjávar og er aðalvatn hennar á vetrum. Eyvindará fellur í djúpu og mjög sérstæðu klettagili, sem vel má kalla náttúruundur. Stuðlagilið Utan við Brú fellur Jökla aftur í gili, niður hjá Arnórsstöðum, um 25 km. Á köflum er þetta gil allt að 100 m djúpt, en alls staðar vítt að ofan, enda að mestu grafið í laus jarðlög, með mal- arabökkum eða grónum brekkum beggja vegna. Sums staðar eru ekki glögg skil milli gils og dals. Klettar eru aðeins í botni gilsins. Á um 500 m kafla við bæinn Grund er óvenju reglulegt og formfagurt stuðlaberg, beggja meg- in í gilinu. Þessi partur er stundum nefndur Stuð- lagilið, og má ótvírætt telja það með merkustu stuðlabergsstöðum á landinu. Yfirleitt eru stuðl- arnir þráðbeinir og lóðréttir, en sums staðar sveigjast þeir fagurlega eða mynda rósir (Stef- anía Karlsd., 1989). Utan við Hákonarstaði er gilið gróðurríkt, með birkihríslum á barmi klettagilsins, hvönn og blómgresi. Innan við Merki fellur í Jöklu Trega- gilsá (Tregla), í hrikalegu hamragili með háum fossi, og við það er tengd þjóðsaga. Frá Arnórsstöðum að Hauksstöðum, sem er um 25 km leið, rennur Jökla í grunnum og víðum farvegi, með malarbökkum, eða á eyrum. Gilsá fellur að vestan ofan í dalinn, í fögru klettagili, með fossum og skógi vöxnum hvömmum. Upp með því liggur Norðurlandsvegur, en þaðan sést lítið ofan í gilið. Milli Skjöldólfsstaða og Hvannár eru margar litlar þverár, með miklum fossaföll- um, sem vekja athygli ferðalanga. Mestu foss- arnir eru í Ystu-Rjúkandi og Staðará, báðir allt að 100 m á hæð. Hnefilsdalsá (Hnefla) kemur af Hnefilsdal, og Húsá af Húsárdal, en báðir liggja suðaustur í Fljótsdalsheiði. Steinboginn Hjá Hauksstöðum byrjar neðsta gil Jöklu, sem nær spölkorn út fyrir gömlu brúna hjá Brúarási, um 10 km vegalengd. Það er 5–20 m djúpt kletta- gil, allvítt innantil og með nokkrum klettahólm- um. Utan við Deildargil, sem fyrrum skipti hreppum, er vöxtulegur kjarrskógur vestan meg- in í gilinu. Við innanvert gilið eru Hauksstaðahól- ar eða að vestan og Giljahólar að austan, sér- kennilegir og áberandi malarhólar. Gilið og hólarnir eru á opinberri náttúruminjaskrá. Innan og neðan við bæinn Selland er mjó renna í botni gilsins, þar sem bergstuðull hefur skorðast og myndað brú. Er gengt þar yfir þegar minnst er í ánni, og einnig á stórgrýti nokkru innar. Stuttu utar heitir Steinbogi, þar sem berggangur sker gilið. Á þrönga bergstokkinum neðan við Brúarás hefur verið brú frá 16. öld a.m.k. Neðan við Fossvelli skiptir Jökla um ham. Fyrsta sprettinn hefur hún samt nokkurt aðhald, og þar falla í hana þverárnar Laxá, Fossá og Kaldá. Hjá Sleðbrjóti slær hún sér út og flæmist þaðan frá til ósa (um 15 km) um 1–2 km breiða aura á framburðarsléttunni miklu, sem hún hefur sjálf að mestu leyti myndað. Þarna leysist Jökla úr viðjum landslagsins og verður það ótamda náttúruafl sem eðli hennar stendur til. Af aurunum liggja margir gamlir farvegir yfir sléttuna til beggja handa, vestur í Fögruhlíðará og austur í Lagarfljót. Þeir eru nú flestir grónir, eða með kílum og tjörnum, enda koma fyrir- hleðslur í veg fyrir að áin nái að flæða í þá í vöxt- um, eins og hún gerði á fyrri tíð. Í innstu farveg- unum, Reiðhólakvísl að vestan, og Geirastaðakvísl að austan, rann töluvert sumar- vatn langt fram á 20. öld. Ennþá brýtur Jökla land á Eylendinu á báða bóga, þó einkum að aust- an. Hún er sýnilega ekki sátt við þetta mann- gerða aðhald. Að lokum sameinast þessar ólíku systur, Jökla og Lagarfljót, í einum ósi, þar sem þær hverfa í faðm Ægis. Fyrir kemur að ósinn stíflast á vetr- um, og geta þá orðið mikil flóð. Aur á færibandi Jökla er almennt talin aurugasta jökulsá Ís- lands. Vatni hennar er oft líkt við sementsvatn, sem flestir þekkja úr steypuvinnu. Þetta gerir ána erfiða til virkjunar, því öll lón í henni fyllast af aur á fáeinum öldum. Mælingar á síðustu áratugum hafa staðfest þetta. Meðalaurstyrkur að sumarlagi er talinn vera 1,5–3 grömm í lítra af vatni. (Aðeins um 150– 500 mg/l í Þjórsá). Meira en 80% aursins ber Jökla fram á tímabilinu júlí–sept. Á sumrin er aurstyrkur Jöklu oft 5–8 g/l, en á vetrum oftast ekki nema fáein mg/l. Útreiknað aurmagn Jöklu við Hjarðarhaga á árabilinu 1964–93 er um 7 milljónir tonna á ári að meðaltali. Mikill mismun- ur er á aurburði milli ára, bæði eftir veðráttu og hreyfingum í Brúarjökli, hæstu ársgildi eru um 18 milljónir tonna, árin 1964 og 1969. Erfitt er að mæla botnskrið í ánni, en það er talið verulegt að sumarlagi. Að því viðbættu má gera ráð fyrir að heildarframburður sé um 10 milljónir tonna á ári. Jökla er fossalaus að kalla, og sker sig að því leyti frá öðrum fljótum á Íslandi. Þó hafa líklega verið fossar í ánni fyrr á tímum. Sumir jarðfræð- ingar álíta að hinn mikli aurburður eigi þátt í eyð- ingu fossanna. Þegar klettarnir titra Af og til koma hlaup í Jöklu, og gerist það helst í tengslum við framhlaup Brúarjökuls. Mikil hlaup urðu á 17. öld, því að skv. heimildum tók brúna við Fossvelli af í hlaupum 1625 og 1696, en aldrei síðan. Síðsumars 1934 og 1939 var Jökla sjómikil og fórust menn af dráttum á henni í bæði skiptin. Mesta vatnsmagn sem mælst hefur í ánni var í ágúst 1977, um 1.120 rúmmetrar á sekúndu. Engin merki eru þó um hamfarahlaup af því tagi sem komið hafa í Jökulsá á Fjöllum, a.m.k. ekki eftir að ísöld lauk. Vegna straumþunga árinnar á Jökuldal leggur hana að jafnaði ekki fyrr en síðla vetrar og sums staðar er hún alltaf auð. Þó er oft góður ís á lygn- um hyljum. Úti á aurasvæðinu leggur ána oftast mun fyrr en uppi á dalnum, en varasamur getur ísinn þar verið. Þegar áin ryður sig myndast oft miklar hrannir og jakastíflur, sem berast fram með miklum gauragangi svo klettar titra næst henni. Litlar heimildir eru til um lífríki Jöklu. Í hinum straumþunga efri hluta er enginn sýnilegur botn- SEIÐUR JÖKLU Jökla er annað höfuðvatnsfall Héraðs, raunar það lengsta og vatnsmesta, en hitt er Lagarfljót. Þó bæði séu jökulvötn og falli í sama ós er varla hægt að hugsa sér ólíkari vatnsföll. Jökla fellur í stríðum og nánast samfelldum straumi, fossalaus, úlfgrá og auri hlaðin á sumrum, en Lagarfljót silast lygnt og ljósgrátt um nokk- ur stöðuvötn til sjávar. Jökla fellur ýmist í gljúfrum eða á aurum, en Lagarfljót getur af hvorugu státað. Jökla er óhemja, óútreiknanleg og seiðandi. Horft yfir Jökulsá á Brú þar sem hún r Málverk eftir Auguste Mayer af gömlu trébrúnni við Brúarás (Fossvöllum), sennilega máluð 1836 í leiðangri P. Gaimard um Ísland. E F T I R H E L G A H A L L G R Í M S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.