Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 13 VAN Gogh-safnið í Amsterdam hýsir þessa dagana sýningu á verkum þeirra Vincent Van Gogh og Paul Gauguin, en lista- mennirnir unnu saman í bænum Arles í Frakklandi í einar níu vikur árið 1888. Verkin á sýningunni eru feng- in að láni frá 52 listasöfnum og söfnurum og spanna þau þetta samstarfstímabil listamannanna. Fæst þessara verka hafa áður sést á sömu sýningu, en Van Gogh og Gauguin velja sér á þessum tíma gjarnan sömu fyr- irmyndirnar. Gauguin kom til Arles að beiðni Van Gogh, sem hvatti þennan vin sinn til að njóta með sér þess sem bærinn hefði upp á að bjóða. Samstarf þeirra og sambúð varð þó æ stormasamari eftir því sem á veturinn leið og eru sögulokin vel þekkt. Eftir ofsafengið rifrildi við Gauguin skar Van Gogh af sér eyrað og tveimur dögum síðar yfirgaf Gauguin Arles án þess að kveðja. Sýningin þykir gefa gott færi á að skoða verk listamannanna þar sem þau hanga hlið við hlið, auk þess sem hún þykir, að mati breska dagblaðsins Daily Tele- graph, veita einstakt tækifæri á að bera saman hinar þrjár út- gáfur sólblómamynda Van Gogh. Bjöllugangur á safninu BARNADEILD danska þjóð- minjasafnsins hefur undarfarið ár sætt árásum bjöllutegundar sem nagar sig í gegnum sýning- argripina. Erfiðlega hefur geng- ið að eitra fyrir bjöllunum sem til þessa hafa sigrast á öllum til- raunum til að fjarlægja þær frá þessum nýju heimkynnum sín- um. Skordýrasérfræðingar víða að úr heiminum hafa verið kall- aðir til án árangurs. Deildinni var lokað í lok febr- úar í fyrra vegna bjallnanna, en tveir sýningarsalir opnaðir aftur mánuði síðar. Frá þeim tíma hef- ur safnið verið lokað á meðan skordýraveiðarnar hafa staðið yfir og segir Berlingske Tidende safnayfirvöld nú ráðþrota. „Þetta er óþolandi. Við þolum þetta ekki lengur. Nú er svo komið að við verðum að grípa til róttækra aðgerða,“ segir Connie Hinsch, fornleifafræðingur og yfirmaður barnadeildarinnar. Þegar er búið að brjóta upp gólf- ið í miðaldahlutanum, fúaverja gólfið í eldhúsinu og frysta muni í þeirri von að hægt verði að út- rýma bjöllueggjunum en allt kemur fyrir ekki. Nútímalist í Palais de Tokyo FRANSKA ríkisstjórnin hefur látið endurskipuleggja Palais de Tokyo sem sýningarrými fyrir nútímalist. Að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times er hér um áhugaverða tilraun að ræða, en húsið var byggt á fjórða áratugnum. Á þeim tíma sem liðinn er hefur því aldrei fundist varanlegt hlutverk, en það hýsti nú síðast ljósmynda- safn. Í hópi þeirra 40 listamanna sem fengnir hafa verið til að eiga hlut í fyrstu sýningum safnsins, eru umdeild verk á borð við sjón- varpsskjái Wang Du, níu mold- arhólar Paola Pivi, sem sýning- argestir eiga að klöngrast yfir og myndbandsinnsetning Mélik Ohanian af eldfjallaeyju í ná- grenni Íslands. Að sögn talsmanns franska menningarmálaráðuneytisins er hugmyndin að baki Palais de Tokyo að vekja athygli á nútíma- listum í heild sinni í stað þess að einblína eingöngu á verk franskra listamanna. Van Gogh og Gauguin ERLENT ÆVINTÝRIÐ um Rauð-hettu og úlfinn þekkjaflestir, en líkt og meðöll ævintýri eru til af því fleiri en ein útgáfa. Sú sem Charlotte Böving, leikkona og leik- stjóri, studdist við í leikgerð sinni fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið er tals- vert lengri en sú útgáfa sem hvað víð- ast er að finna í sögubókum. „Sagan sem ég nota fyrir leikgerðina er göm- ul útgáfa ævintýrisins. Þar segir frá því hvernig veiðimaðurinn bjargar Rauðhettu og ömmu hennar úr maga úlfsins og drepur hann. En næsta dag kemur annar úlfur sem Rauð- hetta og amma hennar þurfa sjálfar að takast á við,“ segir Charlotte. Leikuppfærsla hennar á sögunni um Rauðhettu verður frumsýnd í dag og með helstu hlutverk fara þau Þórunn Erna Clausen, sem leikur Rauðhettu litlu, Björk Jakobsdóttir, sem bregður sér í gervi úlfsins, Björgvin Franz Gíslason, sem leikur veiðimanninn, og Jóhanna Jónas, sem túlkar ömmuna. Skógurinn hættulegi Í uppfærslunni hefur nýju lífi verið blásið í þetta gamla ævintýri. Per- sónurnar kunnuglegu syngja og dansa allt frá einföldum sönglögum til rokklaga og spænskra ljóða en viðfangsefnið er eftir sem áður hið sama. Glíma barnsins við hætturnar sem leynast í dimmum skóginum. „Mér fannst þessi gamla útgáfa af sögunni mun betri því þar lærir Rauðhetta að takast á við óttann og varast hætturnar í skóginum með því að nota skynsemina. Í þessari sögu táknar amman þá visku sem barnið þarf að læra að tileinka sér og gefur henni góð ráð í viðureigninni við seinni úlfinn. Sagan snýst líka meira um Rauðhettu sjálfa og hennar þroskasögu,“ segir Charlotte. „Því þegar maður skoðar öll þessi gömlu ævintýri sér maður ákveðna hluti sem koma þar fyrir aftur og aftur. Þar læra börn að horfast í augu við ógurlega hluti, eins og úlfa og dreka. Það er mjög nauðsynlegt fyrir börn að passa sig á úlfinum, því þau eiga eftir að mæta mörgum úlfum í líf- inu.“ Leikuppfærsla Charlotte leggur áherslu á þessar ógnir ævintýrisins og birtast þar ýmsir þættir sögunn- ar í nýju ljósi. Veiðimaðurinn er til dæmis ákaflega mikill listamaður í sér og hefur ferðast um sem trúba- dor. Hann virðist mun hræddari við úlfinn en Rauðhetta. „Það er vegna þess að hann veit að úlfurinn er hættulegur en Rauðhetta á ennþá eftir að læra það. Eitt af því sem sag- an segir okkur er að það sé allt í lagi að vera hræddur. Allir verða hrædd- ir, en fólk verður að læra að láta hræðsluna ekki taka yfir og þora að berjast við það sem hræðir mann. Þetta finnst mér mjög mikilvæg skilaboð í sögunni. En veiðimaður- inn er líka mjög næmur vegna þess að hann er listamaður. Rauðhetta er mjög listræn, en hún þarf að læra að hlusta betur á þá sem vilja hjálpa henni.“ Börn upptekin af úlfum – Nú er skógurinn oft mjög skuggalegur í leikritinu. Þurfa börn- in sem koma að sjá leikritið kannski að vera dálítið hugrökk til að þora að horfa? „Já, ég held það, því skóg- urinn á að vera hættulegur. Ég held nefnilega að börnin sæki í það að verða dálítið spennt og hrædd, og horfast í augu við það sem er hættu- legt. Við erum búin að halda nokkrar forsýningar á leikritinu fyrir börn á ólíkum aldri og hafa þau öll verið mjög spennt en samt ekki getað hætt að horfa. Kannski hjálpar það dálítið að veiðimaðurinn talar í upp- hafi leikritsins um hvernig það er að vera hræddur og að það sé allt í lagi. En það er eitthvað við úlfa sem lítil börn eru mjög heilluð af. Ég hef tek- ið eftir því hjá þriggja ára dóttur minni hvað hún er upptekin af úlfum og alls konar hættulegum hlutum. Það var því dálítið skemmtilegt að sjá á forsýningunum hvað leikskóla- börnin eru t.d. upptekin af úlfinum og Rauðhettu, en eldri börnunum fannst meira gaman að látunum í veiðimanninum og ömmunni.“ Erling Jóhannesson leikmynda- hönnuður á heiðurinn af skóginum skuggalega þar sem amma Rauð- hettu býr í litla húsinu sínu. Búninga hannaði Ásta Hafþórsdóttir og lýs- ingu annast Björn Kristjánsson. Charlotte bendir á að hópurinn sem stendur að sýningunni hafi unnið ná- ið saman við að búa til nokkurs kon- ar ævintýraheim á sviðinu í Hafnar- fjarðarleikhúsinu, þar sem ýmis hljóð, ljós og skuggar leika um. „Leikararnir spila sjálfir á hljóðfæri og lásu öll hljóðin sem berast úr skóginum sjálf inn á band. Þar bæt- ist líka við ein persóna sem er mamma Rauðhettu og Sóley Elías- dóttir leikur,“ segir Charlotte en sjálf semur Charlotte lögin í leikrit- inu en sérlegur ráðgjafi við tónlistar- stjórn er Pétur Grétarsson. Menntuð leikkona Charlott er fædd og uppalin í Dan- mörku og flutti hingað til lands fyrir hálfu öðru ári. Hún hefur náð stór- góðum tökum á íslenskunni þó svo að hún kvarti dálítið yfir flóknum beygingum. Leikritið og lagatextana samdi hún á dönsku og þýddi Þór- arinn Eldjárn handritið yfir á ís- lensku. Charlotte er menntuð leik- kona og hefur starfaði hjá Árósa- leikhúsinu og í ýmsum verkefnum í Kaupmannahöfn. Hún hefur getið sér gott orð sem leikkona í Dan- mörku, og vann m.a. til hinna eft- irsóttu Henkel-verðlauna árið 1996. Síðan Charlotte kom til Íslands hef- ur hún leikstýrt söngleiknum Kab- arett hjá leikfélagi Kvennaskólans, kennt við Listaháskólann og tekið að sér nokkur hlutverk. En hvernig stendur á því að Charlotte er komin hingað til lands og farin að leikstýra og semja? „Ég flutti hingað vegna þess að ég er gift Íslendingi, Bene- dikt Erlingssyni leikara, sem er núna að vinna hjá Borgarleikhúsinu. Þar sem ég hef ekki lært íslenskuna nógu vel er erfitt fyrir mig að starfa hér sem leikkona og því fór ég bara að semja og leikstýra í staðinn. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að vinna sýningu á borð við þessa, skapa þennan ævintýra- heim og móta hann með leikhópnum. Það verður síðan að koma í ljós hvert framhaldið verður,“ segir Charlotte að lokum. Ljósmynd/Hafnarfjarðarleikhúsið Rauðhetta þarf að læra að varast ýmislegt í hinum dimma skógi. Hér má sjá Þórunni Ernu Clausen í hlutverki Rauðhettu. „ÞAÐ ER ALLT Í LAGI AÐ VERA HRÆDDUR“ Gamla Bæjarútgerðin í Hafnarfirði hefur tekið á sig ævintýralega mynd, en í dag verður frumsýnt nýtt leikrit um Rauðhettu sem Charlotte Böving hefur skrifað fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við Charlotte, sem er jafnframt leikstjóri verksins. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.