Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 15 l i s t a s a f n k ó p a v o g s gerðarsafn, hamraborg 4 , kópavogi 9 . febrúar–3. mars 2002 opnunartímar: þriðjudagur–sunnudagur kl . 11–17 leiðsögn: guðbjörg kristjánsdóttir , forstöðumaður fimmtudagur, laugardagur og sunnudagur kl . 15 aðgangur ókeypis www.carnegieartaward.com áhersluþætti. Faðirinn hafði lagt áherslu á eldri meistara sem hann safnaði fyrstu tvo áratugi síðustu aldar, en sjálfur lagði hann megin- áherslu á landslagslist 19. og 20. aldar. Hér fóru feðgarnir eigin leiðir, ekki safnað samkvæmt ut- anaðkomandi reglum og skikkan, heldur eigin yfirsýn látin ráða ferðinni. Gerir safnið svo sér- stætt eins og öll einkasöfn sem eru afsprengi söfnunarástríðu og blóðrennslis en ekki til- lærðra kenninga. Hér voru á ferð menn sem öllu öðru fremur hugnaðist að þjóna ástríðu sinni, nýrri tíma hliðstæða var súkkulaðikóngurinn Emil Ludwig í Aachen sem safnaði aðallega nú- listaverkum, en einnig sósíalrealisma og þá einkum frá A-Þýskalandi Á síðustu árum hefur Carmen Thyssen-Bornemizsa, sem mun þriðja eiginkona barónsins, en þau giftust 1985, sjálf komið sér upp drjúgu safni og notið þar þekk- ingar og yfirsýnar eiginmannsins. Jafnframt hefur hún staðið dyggilega við hlið hans og á stóran þátt í að uppfylla þá framtíðarsýn bar- ónsins að koma öllum verkunum í heild sinni á einn stað og aðgengileg almenningi. Minnugur þess hvernig fór fyrir verkum föðurins var það takmarkið, og lengi vel ráðgerði hann að byggja við Villa Favorita í Lugano og í því skyni var efnt til alþjóðlegrar samkeppni sem enski arki- tektinn James Stirling vann. En hugmyndin fékk ekki nægilegan meðbyr svo að ekki reynd- ist mögulegt að framkvæma hana, en í millitíð- inni streymdu að ýmsar uppástungur og tilboð frá Englandi, Þýskalandi og Spáni. Hið mik- ilvægasta var þó staðsetningin og er tillaga kom um framtíðarstað þess í Villa Hermosa-höllinni í Madrid og að auki í heimalandi eiginkonunnar var hann fundinn. Höllin getur svo ekki verið betur staðsett þar sem hún rís gegnt Prado- safninu og í nágrenni núlistasafns Soffíu drottn- ingar; Museo Reina Sofia. Gamla Prado-safnið, eitt óviðjafnanlegasta listasafn í heimi, hefur þannig fengið góða nágranna enda nefna menn nú þrenninguna gullna þríhyrninginn í Madrid. Hinn 20. desember 1988 var undirritaður samningur við spánska ríkið þess efnis að 775 mikilvægsustu verkin yrðu lánuð til tíu ára og sýnd í Villa Hermosa, en einnig að hluta í Pedr- ables-klaustrinu í Barselóna. Og um leið var komið á laggirnar stofnun sem skyldi leggja lín- urnar um vöxt og viðgang safnsins sem báðir aðilar stæðu að. Næstu ár fóru í að aðlaga höll- ina hinu nýja hlutverki, sem þýddi algjöra upp- stokkun innra rýmisins og hér var arkitektinn Rafael Moneo kallaður til leiks ásamt tilsjón- armanninum Manuel Pita Andrade. Safnið var svo formlega opnað 8. október 1992 að viðstödd- um konungshjónunum. Í millitíðinni höfðu farið fram viðræður þess efnis að spánska ríkið yf- irtæki safnið, og samningur þess eðlis að safn Thyssen Bornemizsa skyldi um alla framtíð tengjast Spáni var undirritaður 3 ágúst 1993. Hér fóru einhverjir fjármunir á milli, en mik- ilvægast var að spánska ríkið skuldbatt sig til að hlú að yfirbragði þess og sérstöðu og hafa það jafnan aðgengilegt almenningi. Þá lá þegar á borðinu að festa kaup á tveim byggingum er liggja að villunni, sem nú hefur verið gengið frá, eru í endurgerð og ráð gert fyrir að komist í gangnið haustið 2003. Landslagsmyndasýningin í Bonn var mikil lifun og algjör hátíð fyrir hinn fágaða menning- arlega blæ sem streymdi frá veggjunum. Afar vel upp sett til skoðunar þannig að hvergi greip eitt málverk inn í annað og mikil áhersla lögð á andrúmið í sölunum, sem voru hólfaðir niður með milliveggjum og þó hvergi þröngt um þau. Katalógan, sem ég hef sótt þessar heimildir í, vel hönnuð, stór falleg og skilvirk, en litgrein- ingu áfátt í hinum dekkri myndum, nær ekki hinum dýpri svörtu tónum, sem kemur í veg fyr- ir að mögulegt sé að yfirfæra þær sómasamlega á síður dagblaðs og myndavalið hér því ekki hnitmiðað. Mér varð strax starsýnt á málverk eftir ameríska málara sem ég þekkti ekki, en féllu þó sem sjálfsagður hlutur inn í hóp evr- ópska samtíðarmanna eins og Courbert, Corot, Constable, Daubigny o.fl. Þetta var alveg nýtt fyrir mig og það var ekki fyrr en seinna er ég las ritgerðir í katalógunni, að ég uppgötvaði að hinn glúrni safnari hafði opnað augu landa þeirra fyrir stærð nokkurra málara til hliðar. Claude Monet (1840–1926): Hlákuveður í Vétheuil 1881, olía á léreft, 60 x 100 sm. MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Libia Pérez de Sil- es de Castro og Ólafur Árni Ólafsson. Til 2.3. Gallerí Skuggi: Guðmundur Tjörvi Guð- mundsson, Guðbjörg Hlín Guðmunds- dóttir. Til 24.2. Gallerí Sævars Karls: Helga Kristrún Hjálmarsdóttir. Til 21.2. Gerðarsafn: Carnegie Art Award 2001. Til 3.3. Gerðuberg: Þýskar tískuljósmyndir, 1945–1995. Til 17.2. Hallgrímsk.: Þórður Hall. Til 20.2. Hús málaranna, Eiðist.: Haukur Dór og Einar Hákonarson. Til 1.3. i8, Klapparstíg 33: Helena Hietanen. Til 2.3. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Ásrún Tryggvadóttir. Til 16.2. Langholtskirkja: Kristján Davíðsson og Ásgerður Búadóttir. Til 23.4. Listasafn Akureyrar: Íslensk myndlist 1965–000. Til 24.2. Ásmundarsalur: Ragna Sigurðardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Inga Þórey Jó- hannsdóttir. Til 17.2. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–7. Listasafn Íslands: Úr eigu safnsins – fjórar sýningar. Til 14.4. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Byggt yfir hugsjónir, Breiðholt. Til 5.5. Bernd Koberling. Til 3.3. Kjarvalsstaðir: Innsetning Hannesar Lárussonar. Til 1.4. Níels Hafstein og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Til 24.2. Úr Kjarvalssafni. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kynleg- ir kvistir. Til 5.5. Ljósmyndasafn Rvíkur: Guðmundur Ingólfsson. Til 24.3. Norræna húsið: Veflistarkonan Annette Holdensen. Til 17.2. Verk úr Norræna vatnslitasafninu. Til 24.3. Straumur, Hafnarfirði: Bjarki Reyr Ás- mundsson og Arsineh Houspian – ljós- myndir. Til 3.3. Þjóðarbókhl.: Bækur og myndir 35 er- lendra höfunda. Til 17.2. Björg C. Þor- láksson. Til 1.3. Gerla. Til 8.3. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.- umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Gerðuberg: Tónþing með Atla Heimi Sveinssyni. Kl. 13.30. Langholtskirkja: Listaflétta Langholts- kirkju. Kl. 17. Sunnudagur Hlégarður, Mosbæ: Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Bergþór Pálsson, Óskar Péturs- son, Sigrún Eðvaldsdóttir og Veislutríó- ið. Kl. 17. Laugarneskirkja: Gerður Bolladóttir, Berglind María Tómasdóttir, og Júl- íanna Rún Indriðad. Kl. 20. Sunnudagur Salurinn: Tónleikaspjall. Þorkell Sigur- björnssonar. Kammerhópur Salarins. Kl. 16.30. Hafnarborg: Karlakórinn Þrestir. Kl. 16. Mánudagur Listasafn Íslands: Martial Nardeau, Guðrún S. Birgisdóttir og Snorri Sigfús Birgisson. Kl. 20. Hafnarborg: Sjá sunnud. Kl. 20. Þriðjudagur Íslenska óperan: Sesselja Kristjánsd., Ólafur Kjartan Sigurðarson, Ólafur Vignir Albertsson. Kl. 12.15. Miðvikudagur Norræna húsið: Ármann Helgason, klar- inett. Kl. 12.30. Fimmtudagur Háskólab.: SÍ. Örn Magnússon píanó. Stj.: Bernharður Wilkinson. Kl. 19.30. Salurinn: Kristinn Sigmundsson, Gunn- ar Guðbjörnsson, Jónas Ingimundarson. Kl. 20. Föstudagur Salurinn: Sjá laugardag. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Cyrano, lau. Anna Karen- ina, sun., fim., fös. Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, sun., fim., fös. Með fulla vasa af grjóti, sun., fim., fös. Karíus og Baktus. Borgarleikhúsið: Boðorðin 9, mið., fim. Blíðfinnur, sun. Með vífið í lúkunum, lau., fös. Fyrst er að fæðast, sun. Godot, lau. Jón Gnarr, fös. Píkusögur, lau., fös. Gesturinn, lau. Íslenski dansflokkurinn: Through Nan- a’s eyes, Lore, sun. Ísl. óperan: Leikur á borði, lau. Hafnarfjarðarleikh.: Rauðhetta og úlf- urinn, lau. frums. Sun., fim. Möguleikhúsið v. Hlemm: Prumpuhóll- inn, sun. frums. Þrið. Lóma, sun., þrið., fös. Skuggal., alla daga. Völuspá, mán., þrið., mið., fim. Nemendaleikhúsið: Íslands þúsund ár, lau., þrið., fim. Leikfélag Akureyrar: Slavar, lau. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.