Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. FEBRÚAR 2002 MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðu-berg hefur á undanförnum árumstaðið fyrir Sjónþingum og Rit-þingum, þar sem listamenn hafa verið kynntir á nýstárlegan hátt. Í dag kl. 13.30 er komið að fyrsta Tónþingi Gerðubergs, en það er haldið í samvinnu við tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands, Myrka músíkdaga. Fyrsti gestur Tónþings í Gerðubergi verður Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Þingstjóri verður Hildur Helga Sigurðardóttir blaða- maður, en spyrlar verða þeir Guðni Franzson tónlistarmaður og Guðmundur Emilsson tón- listarráðunautur. Tónþinginu er ætlað að veita innsýn í lífshlaup og feril Atla Heimis, en hann er löngu þjóðþekktur fyrir fjölbreytta tónlist sína, bæði í formi stórra hljómsveitarverka og einleiksverka, ópera, raftónsmíða og hugljúfr- ar leikhústónlistar. Atli er eitt fjölhæfasta og afkastamesta tónskáld Íslendinga. Þrjár lotur með löngufrímínútum Á Tónþinginu verða flutt brot úr verkum Atla auk þess sem búast má við fjörugum um- ræðum. „Í fyrsta lagi verður fjallað um mig,“ segir Atli, „það verður lifandi flutningur, þrjú stutt verk, og tóndæmi verða einnig tekin af plötum, og loks verða umræður. Þingið verður í þremur lotum, með tveimur kaffihléum, og hver lota er eins og kennslustund að lengd en kaffið eins og löngufrímínúturnar.“ Atli segir stjórnandann, Hildi Helgu, rögg- sama, en þó hefur honum ekki tekist að kom- ast að því að hverju hún ætlar að spyrja hann. „Hún er með tvo mjög erfiða spyrjendur með sér, sem gjörþekkja veikleika mína, og þeir eru vísir til alls, en hún verður að stjórna þess- um þremur erfiðu herramönnum,“ segir Atli, og Hildur Helga bætir við: „Við þrjú ætlum líka að hittast til að plotta og hann fær ekkert að vita fyrr en á laugardaginn.“ Atli Heimir segist alltaf hafa talað um músík á skiljanlegu máli, og því ætti allur almenningur að geta notið spjallsins. Meðal verkanna sem flutt verða er lag Atla við ljóð eftir Kára Stefáns- son. „Kári er mikill ljóðamaður og mjög vel lesinn í amerískri ljóðlist. Hann á nú ekki langt að sækja hæfileikana, og ég held að ljóð- listin sé stór þáttur í hans andlega lífi ásamt vísindunum.“ Erfitt að tala um tónlist án tóndæma „Tónlistin sem hljómar á Tónþinginu verður eins og vörður á leiðinni gegnum feril Atla,“ segir Hildur Helga, og Atli bætir við: „Það er líka erfitt að tala um músík án þess að hafa hljómandi dæmi, svo maður viti um hvað er verið að ræða. Dæmin sem við tökum verða stutt, en til þess fallin að fólk skilji hvað við er- um að meina. Án þeirra vitum við ekkert um hvað er að ræða.“ Tónlistarmenn sem koma fram á Tón- þinginu eru Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari, Jónas Ingimundarson píanóleikari, Ólafur Kjartan Sigurðarson söngvari og Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari, auk Þórs Tulinius leik- ara og Atla sjálfs. Atli Heimir Sveinsson nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lagði stund á tónsmíðar í Köln á árunum 1959– 62. Að námi loknu tók hann til óspilltra mál- anna víða í íslensku tónlistarlífi: sem kennari, útvarpsmaður, stjórnandi, skipuleggjandi og tónskáld. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og var m.a. formaður Tón- skáldafélags Íslands 1972–1983. Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónlist af fjölbreyttu tagi, fyrir leikhús, útvarp, sjónvarp, óperusvið og tónleikasali. Hann hefur samið einleiks- konserta, hljómsveitarverk, óperur, kammer- músík, einleiksverk og söngtónlist. Árið 1976 hlaut Atli Heimir Sveinsson Tónskáldaverð- laun Norðurlandaráðs fyrir flautukonsert sinn. Hann er meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni. Verk hans hafa verið flutt víða um heim. Tónþing um Atla Heimi Sveinsson í Gerðubergi „ERFIÐIR SPYRL- AR EN RÖGG- SAMUR STJÓRNANDI“ Morgunblaðið/Þorkell Álfrún Guðrúnardóttir, deildarstjóri listadeildar Gerðubergs, Guðni Franzson spyrill, Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Hildur Helga Sigurðardóttir sem stjórnar fyrsta Tónþinginu í Gerðubergi. KARLAKÓRINN Þrestir fagnar níutíuára afmæli sínu 19. febrúar næstkom-andi. Af því tilefni efnir kórinn til af-mælisdagskrár í tónum, myndum og orðum í Hafnarborg um helgina. Tvennir tón- leikar verða haldnir, á morgun kl. 16 og á mánudag kl. 20, en í dag verður opnuð sýning á munum og myndum úr sögu Þrasta, meðal annars fyrstu myndinni sem tekin var af kór- félögum. Stendur hún fram á mánudag. Auk Þrasta og eldri Þrasta koma fram á tónleik- unum einsöngvararnir Þorgeir J. Andrésson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Píanóleikari verð- ur Hólmfríður Sigurðardóttir. Ókeypis er inn. „Við verðum í miklu hátíðarskapi um helgina, enda tilefni til,“ segir Halldór Hall- dórsson formaður Þrasta. „Verið er að leggja síðustu hönd á geislaplötu með söng kórsins, fyrstu plötuna í 25 ár, og munum við fyrst og fremst syngja efni af henni á tónleikunum. Sí- gild karlakóralög, flest íslensk. Og að sjálf- sögðu syngjum við eingöngu á íslensku.“ Þrestir eru elsti karlakór á Íslandi. Stofn- aður 19. febrúar 1912 í barnaskólahúsinu við Suðurgötu í Hafnarfirði að tillögu Friðriks Bjarnasonar tónskálds og kennara. Æfingar hófust strax og fyrsti samsöngur Þrasta var haldinn á skírdag, 4. apríl 1912, í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði. „Eins og gengur og gerist í starfi og leik fé- lagasamtaka á borð við Þresti, koma fyrir hæð- ir og lægðir, en þó er engum blöðum um það að fletta að félagsstarf Þrasta telst óslitið frá stofndegi,“ segir Halldór. „Margar góðar hend- ur hafa komið að því í tímans rás, söngmenn og kórstjórar, sem of langt væri að telja upp hér, en þó ber að geta að Friðrik stjórnaði kórnum allt til 1924, en þá tók Sigurður Þórðarson við. Hann stofnaði svo Karlakór Reykjavíkur, en hann fagnaði sjötíu og fimm ára afmæli sínu á síðasta ári.“ Kórinn er í framför Halldór segir kórstarfið standa í miklum blóma um þessar mundir. „Kórinn er í framför og er fær um að takast á hendur metnaðarfull verkefni. Það er ekki síst frábærum stjórnanda okkar, Jóni Kristni Cortez, að þakka. Það er líka að fjölga jafnt og þétt í kórnum, við erum á bilinu sextíu til sjötíu á æfingum, og getum ekki annað en litið björtum augum til fram- tíðar.“ Þrestir hyggjast fagna afmælinu með ýms- um hætti á árinu. Í lok apríl verða vortónleikar í Hafnarfirði en að þeim loknum tekur kórinn þátt í Sæluviku í Skagafirði í byrjun maí. „Það er tími til kominn að kenna Skagfirðingum að syngja,“ segir Halldór og hlær. Dagana 14.–16. júní koma nokkrir karlakór- ar frá Norðurlöndunum í heimsókn til Hafnar- fjarðar, þeirra á meðal Orphei Drängar frá Sví- þjóð, einn allra fremsti karlakór heims, að áliti Halldórs. Mun hann halda tvenna tónleika í Hallgrímskirkju. „Kórarnir efna eflaust einnig saman til tónlistarveislu í Hafnarfirði einhvern þessara daga.“ Í ágúst er fyrirhuguð söngferð til Prag og í september er ráðgert að karlakór frá Péturs- borg sæki Þresti heim. Fengu flygil að gjöf „Það má vera að starf Karlakórsins Þrasta hafi ekki alltaf verið áberandi á lands- og heimsvísu, en þó hefur alla tíð ríkt þar heil- brigður metnaður og félagsandi. Kórnum hefur með söng sínum í níu áratugi tekist að létta lund og það hefur komið hvað eftir annað í ljós með velvild og áhuga velunnara kórsins. Heilu fjölskyldur söngmanna hafa svo komið að veg- ferð Þrasta og sýnt kórnum þakklæti sitt með ýmsum hætti,“ segir Halldór. Í desember síðastliðnum færði Hulda Þór- isdóttir, ekkja Stefáns Jónssonar fyrrverandi forstjóra og forseta bæjarstjórnar í Hafnar- firði, sem lést í október í fyrra, kórnum nýjan flygil að gjöf í minningu eiginmanns síns. „Þar með er skotið styrkum stoðum undir framtíð- arstarf kórsins.“ Stefán Jónsson söng með Þröstum um margra áratuga skeið og var formaður kórsins í tíu ár. Á meðal núverandi söngmanna Þrasta eru sonur og sonarsonur Stefáns. Morgunblaðið/Þorkell Félagar í Karlakórnum Þröstum á æfingu fyrir af- mælishátíðina í Hafnarborg.HEFUR TEKIST AÐ LÉTTA LUND Karlakórinn Þrestir fagnar níutíu ára afmæli sínu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.