Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 3 U MRÆÐAN um það hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusamband- inu sýnir að það er að mörgu að huga áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Umræðan er tilfinningaþrungin eins og í öðrum ríkjum þar sem tekist er á um tengslin við ESB. Sá misskilingur var algengur að það að ræða kosti og galla aðildar að ESB þýddi að Ís- land gengi að lokum í sambandið. Það er ekkert sem styður þá kenningu hvorki hér á landi né erlendis. Ríki Evrópu hafa kosið ólíkar leiðir hvað varðar tengsl við ESB og eru líkleg til þess að gera það í framtíðinni. Norðmenn hafa til dæmis í yfir 40 ár rætt um Evrópusambandsaðild en ætíð komist að þeirri niðurstöðu að ganga ekki í sambandið. Aðildarríki ESB taka einnig mismunandi mikinn þátt í Evrópusamrunanum eins og dæmin um aðild að evrunni og Schengen sýna. Þó að umræðan um hugsanlega aðild Ís- lands að ESB sé á byrjunarstigi hafa lands- menn nokkrum sinnum áður rætt hvernig haga beri tengslum við ríki Evrópu frá því að samrunaþróunin hófst á 6. áratugnum. Það má segja að það megi skipta umræðunni um þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum í sjö lotur. Fyrsta lota Evrópuumræðunnar fór fram hér á landi þegar Íslendingar tóku þátt í um- ræðum innan Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu (OEEC) um að koma á fríverslunar- bandalagi í Vestur-Evrópu árin 1957 og 1958. Það varð hins vegar ekkert úr fyr- irhuguðu fríverslunarsvæði þó að segja megi að niðurstaðan hafi verið sú að nokkur ríki stofnuðu EFTA í kjölfar viðræðnanna. Það sem einkum var hins vegar talið valda því að Ísland gat ekki tekið fullan þátt í fyrirhug- uðu fríverslunarbandalagi voru mál sem tengdust landbúnaði og iðnaði, viðskipti við lönd Austur-Evrópu, tekjur af tollum og uppbygging stóriðju auk þess sem fríversl- un náði ekki yfir sjávarafurðir. Önnur lota Evrópuumræðunnar áttu sér stað í upphafi 7. áratugarins þegar umtals- verð umræða fór fram meðan stjórnmála- manna og forsvarsmanna atvinnulífsins um það hvort sækja ætti um aðild að ESB. Á tímabili virðist þó nokkur hópur hafa verið á þeirri skoðun að sækja bæri um aðild en eft- ir könnunarviðræður við ráðamenn ríkja ESB og höfnun de Gaulle Frakklands- forseta á aðild Bretlands að ESB, sem þýddi í raun útilokun Danmerkur, Noregs og Ír- lands frá sambandinu, var komist að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi sækja um aðild að svo stöddu. Efnahagsaðstæður, sem voru allt aðrar hér en í nágrannaríkjunum, og sú sérstaða sem smæð landsins var talin valda stuðluðu einnig að þessari niðurstöðu. Þriðja lota Evrópuumræðunnar átti sér stað í lok 7. áratugarins þegar tekist var á um aðild Íslands að EFTA. Miklar og heitar umræður áttu sér stað um aðildina og ásak- anir um framsal á fullveldi og glötun sjálf- stæðis voru ekki óalgengar í sölum Alþingis. EFTA-aðildin var m.a. studd þeim rökum að með henni yrði greiðari aðgangur fyrir sjáv- arafurðir á markaði EFTA-ríkjanna auk þess sem aðildin var talin opna fyrir mögu- leika á hagstæðum fríverslunarsamningi við ESB. Ísland gekk í EFTA árið 1970 og í kjölfarið var gerður fríverslunarsamningur sem tók gildi að loknu þorskastríðinu við Breta árið 1976. Fjórða lota Evrópuumræðunnar átti sér stað í kjölfar samningaviðræðna EFTA- ríkjanna við ESB um myndum Evrópska efnahagssvæðisins. Umræðan náði hámarki að loknum samningaviðræðum í upphafi 9. áratugarins. Tekist var hatrammlega á um samninginn á Alþingi og kjósendur tóku virkan þátt í umræðunni með blaðaskrifum, þátttöku í samtökum gegn aðild að EES og undirskriftasöfnun. Forsvarsmenn hags- munasamtaka atvinnurekenda og launafólks tóku einnig virkan þátt í umræðunni með formlegum yfirlýsingum um kosti og galla aðildar að EES. Það má segja að fimmta lota Evrópu- umræðunnar hafi hafist þegar Alþýðuflokk- urinn setti það á stefnuskrá að sækja um að- ild að ESB árið 1994. Forsvarsmenn flokksins gerðu tilraun til að nýta sér stefn- una flokknum til framdráttar í kosningunum ári síðar en klofningur flokksins, með stofn- un Þjóðvaka, og umræða um spillingarmál gerðu honum erfitt fyrir. Þrennt varð þess einkum valdandi að þessi lota Evrópu- umræðunnar lognaðist út af. Í fyrsta lagi mistókst Alþýðuflokknum að nýta málið sér til framdráttar í kosningum. Í öðru lagi höfnuðu Norðmenn aðild að ESB sem tryggði framtíð EES-samningsins og gaf andstæðingum Evrópusambandsaðildar byr í seglin. Í þriðja lagi kvað Sjálfstæðisflokk- urinn upp úr um það í stefnuskrá sinni árið 1996 að ekki ætti að sækja um aðild að ESB. Flokkurinn hafði fylgt þeirri stefnu fram að þessu gagnvart aðild að ESB mætti kalla „að bíða og sjá til“ en tók nú af skarið. Þessi afdráttarlausa stefna flokksins þaggaði nið- ur í mörgum sjálfstæðismönnum sem fram til þessa höfðu talað fyrir aðild að ESB. Umræðan um aðild að Schengen má telja til sjöttu lotu Evrópuumræðunnar. Umræð- an var þó mun minni hér á landi en t.d. í Noregi þar sem þjóðfélagsumræðan snerist að verulegu leyti um aðildina að Schengen. Þátttaka okkar í Schengen-samstarfinu þýð- ir að Ísland tekur virkan þátt í Evrópusam- vinnu á sviði lögreglu- og dómsmála sem til þessa hafa verið talin einhver viðkvæmustu málin hvað varðar framsal á fullveldi til stofnana ESB. Á þessu sviði hefur Ísland gengið lengra í samvinnuþróuninni en tvö aðildarríki ESB, Bretland og Írland, sem eru ekki aðilar að Schengen-samstarfinu. Í dag stöndum við frammi fyrir sjöundu lotu þeirrar umræðu hvernig Ísland eigi að bregðast við samrunaþróuninni í Evrópu. Nú snýst spurningin um það sama og hún gerði fyrir fjórum áratugum: Á Ísland að sækja um aðild að ESB? Hvað umræðan mun vara lengi að þessu sinni er nær ógjörn- ingur að spá um og enn erfiðara er að segja til um hver niðurstaða hennar verður. Hvaða afstöðu Samfylkingin og Framsókn- arflokkurinn taka í haust gagnvart aðildar- umsókn mun líklega ráða miklu um þetta. Evrópumálin hafa margoft verið á dag- skrá íslenskra stjórnmála. Umfang Evrópu- umræðunnar á hverjum tímapunkti fyrir sig hefur verið mismunandi allt eftir því hversu miklir hagsmunir eru í húfi hverju sinni og hvernig pólitískir vindar blása þá stundina. Niðurstaða umræðunnar hefur einnig verið mismunandi allt frá því að hafna frekari þátttöku í samvinnu ríkja Evrópu til þess að stíga skref í átt að nánari samvinnu. Það er ekkert nýtt að landsmenn standi frammi fyrir því að taka afstöðu til þess hvernig við eigum að haga samskiptum okkar við okkar næstu nágranna. SJÖUNDA LOTA EVRÓPUUM- RÆÐUNNAR RABB B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N baldurt@hi.is THEODORA THORODDSEN MITT VAR STARFIÐ Mitt var starfið hér í heim heita og kalda daga að skeina krakka og kemba þeim og keppast við að staga. Eg þráði að leika lausu við sem lamb um grænan haga, en þeim eru ekki gefin grið, sem götin eiga að staga. Langaði mig að lesa blóm um langa og bjarta daga, en þörfin kvað með þrumuróm: „Þér er nær að staga.“ Heimurinn átti harðan dóm að hengja á mína snaga, og hvað eg væri kostatóm og kjörin til að staga. Kom hel með kutann sinn og korti mína daga, eg held það verði hlutur minn í helvíti að staga. Theodora Thoroddssen (1863–1954) er þekktust fyrir þulur sínar en í öllum verkum sínum fjallar hún um stöðu kvenna. Ljóðið að ofan birtist í Mánaðarritinu árið 1914. FORSÍÐUMYNDIN Úr borgarlífinu/Ljósmynd Ásdís Ásgeirsdóttir LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 9 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI Grand Guignol var franskt leikhús sem var stofnað árið 1897 og aðallega þekkt fyrir ofbeldisfullar og blóðugar leiksýningar. Roald Eyvinds- son rifjar upp sögu þessa óvenjulega leik- húss sem fékk áhorfendur til þess að kasta upp og falla í yfirlið. A.J.P. Taylor var einn umdeildasti sagnfræðingur sam- tíðar sinnar. Hann skrifaði 29 bækur og tók virkan þátt í stjórnmálabaráttu sjötta og sjöunda áratugarins auk þess að lýsa skoðunum sínum á flestum hlutum í mý- mörgum blaðagreinum og viðtölum. Jón Þ. Þór segir frá manninum. Arkitektúr í Düsseldorf er til umfjöllunar í grein eftir Jón Thor Gíslason. Í greininni segir frá nýjum mið- bæjarkjarna við höfn borgarinnar þar sem kunnir arkitektar á borð við Frank O. Gehry og Claude Vasconi kynna verk sín. Eyktamörk á Íslandi eru umfjöllunarefni greinar eftir Pál Berg- þórsson. Áður en stundaklukkur komu til sögunnar og reyndar lengur miðaði alþýða manna á Íslandi tíma dagsins við það hve- nær sólin var yfir tilteknum hæðum, skörð- um, vörðum og öðrum kennileitum. Þessi kennileiti voru kölluð eyktamörk eða dags- mörk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.