Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 7
þeim að ýmsum málefnum heimalanda þeirra,
og varð brátt viðurkenndur sérfræðingur í sögu
Mið-Evrópu. Um þau efni skrifaði hann sitt-
hvað eftir þetta, en þó ekkert meiriháttar rit.
Árið 1945 kom út yfirlitsverk um sögu Þýska-
lands á 19. og 20. öld, The Course of German
History: A Survey of the Development of
Germany Since 1815, og 1955 ævisaga járn-
kanslarans, Ottós von Bismarck. Inn á milli
skrifaði Taylor bók, sem mikla athygli vakti og
má teljast höfuðverk hans um sögu alþjóða-
stjórnmála, The Struggle for Mastery in Eur-
ope, 1848–1918. Næstu árin gaf hann út ýmis
rit, en 1961 kom út bók hans um upphaf og or-
sakir síðari heimsstyrjaldarinnar, The Origins
of the Second World War, og mun óhætt að full-
yrða, að sjaldan eða aldrei hafi sagnfræðirit
vakið jafnharðvítugar deilur. Ein meginkenn-
ing Taylors var sú, að styrjöldin hafi brotist út
fyrir mistök, sem Bretar og Frakkar hefðu átt
jafnmikla sök á og Þjóðverjar. Jafnframt hélt
hann því fram, að Hitler hefði hreint ekki ætlað
sér að hefja styrjöldina, a.m.k. ekki árið 1939 og
ekki gegn Bretum og Frökkum.
Þessi boðskapur gekk þvert á viðteknar
skoðanir í flestum löndum og viðbrögðin létu
ekki á sér standa. Virtir fræðimenn í Bretlandi,
Bandaríkjunum og Vestur-Þýskalandi urðu
ókvæða við og gengu sumir svo langt að ásaka
Taylor um að reyna að firra Hitler ábyrgð á
ófriðnum. Hann varðist hins vegar fimlega og
úr urðu fjörlegar deilur. Þær standa að vissu
leyti enn, þótt Taylor sjálfur sé löngu allur, og
nú á dögum munu fáir fræðimenn, sem vilja láta
taka sig alvarlega, voga sér að skrifa um upphaf
og rætur síðari heimsstyrjaldar án þess að
kynna sér bók Taylors og taka afstöðu til rök-
semda hans.
Eftir þetta sneri Taylor sér einkum að enskri
sögu og árið 1965 kom út höfuðrit hans á þeim
vettvangi, English History, 1914–1945. Hún
var síðasta bindið í ritröð Oxford University
Press um sögu Englands og munu flestir á einu
máli um að hún sé ein allra besta bók höfund-
arins.
A.J.P. Taylor var ákaflega umdeildur sagn-
fræðingur, svo ekki sé meira sagt. Enginn frýði
honum vits eða þekkingar og öllum bar saman
um mikla hæfileika hans sem rithöfundar.
Hann hafði hins vegar gaman af því að halda
fram skoðunum, sem hann vissi að færu fyrir
brjóstið á mörgum, var oft frumlegur í hugsun
og sá aðrar hliðar á flestum málum en aðrir.
Margir samtímamenn hans og starfsbræður
voru innilega ósammála skoðunum hans og stíl,
og einstaka menn sökuðu hann jafnvel um fúsk.
Eftir því sem árin hafa liðið, hefur virðing hans
aukist, rit hans og kenningar (hann taldi sig
reyndar engar kenningar hafa, hann væri að-
eins að segja söguna eins og hún var) eru sífellt
til umræðu. Má í því viðfangi geta þess, að á
næstliðnu ári kom út vönduð fræðileg ævisaga
hans og er titill hennar vel við hæfi: Trouble-
maker (friðarspillir). Þá var marshefti tímarits-
ins The International History Review á þessu
ári helgað umfjöllun um Taylor og fræði-
mennsku hans.
Í ævisögunni nýju segir Kathleen Burk, að
Taylor hafi „hugsanlega“ verið mestur fræði-
maður þeirra, sem fjallað hafa um sögu alþjóða-
stjórnmála á 20. öld. Hann hafi hins vegar tví-
mælalaust verið vinsælastur og þekktastur
allra breskra sagnfræðinga á öldinni. Það átti
hann að þakka hressilegum stíl og frásagnar-
máta. Hann var afbragðs sögumaður – uppá-
haldssagnfræðingar hans voru Gibbon og
Macaulay – var fundvís á hnyttnar athuga-
semdir og kunni að skrifa stíl, sem allir skildu. Í
sjónvarpsfyrirlestrum og blaðagreinum náði
hann vel til almennings, en framganga hans á
þeim vettvangi aflaði honum einnig öfundar og
óvildarmanna, sem sumir hverjir litu á hann
sem hálfgildings skemmtimann. Leikur ekki á
tveim tungum, að blaðaskrifin og sjónvarps-
vinnan ollu miklu um hve umdeildur var. Þar
vann hann hins vegar merkilegt brautryðjenda-
starf, átti mikinn þátt í því að auka áhuga al-
mennings á sögu og nú á dögum sækjast sagn-
fræðingar í hinum enskumælandi heimi eftir því
að komast í sjónvarpið.
Engin bóka Taylors hefur enn komið út á ís-
lensku og hefur hann þó löngum notið vinsælda
meðal sagnfræðinga hérlendis, ekki síst þeirra
sem vel kunna að meta hressilega framsetningu
og góðan stíl. Nú er hins vegar unnið að þýðingu
The Origins of the Second World War og mun
hún koma út á næsta ári.
A.J.P. Taylor lést 7. september árið 1990 og
hafði þá þjáðst af Parkinsonsveiki um nokkurra
ára skeið.
Helstu heimildir
Burk, K.: Troublemaker. The Life and History of A.J.P.
Taylor. Yale University Press. New Haven og London
2000.
Sisman, A.: A.J.P. Taylor. A Biography. Mandarin.
London 1995.
Taylor, A.J.P.: A Personal History. Hamish Hamilton.
London 1983.
The International History Review XXIII, 1: March 2001.
Auk þessa ýmis rit Taylors önnur en sjálfsævisagan, sem
getið er hér að framan.
Höfundur er sagnfræðingur.
Er nú munur á afmæli og ámæli?
Næstum enginn. Með hóflegu flámæli
er ámælisvert
ef ekkert er birt
til að afmæli komist í hámæli.
Ef magn væri meira en gæði
mætti nú yrkja kvæði.
Nú er vetur úr bæ
eins og vant er í maí
og vorgyðjan svífur í bræði.
Limgerður námsmær á Laugum
var á laugardagskvöldum með draugum.
„Þeir gera allt sem ég vil
því þeir eru ekki til
og taka mann þannig á taugum.“
„Ég var eins og vera ber,“
mælti Vera. En ekki hver?
„Fæst má nú gera!“
Og fyrr má nú vera
en vera eins og Vera ber.
„Mér er víst skapað að skilja,“
mælti skammfeilin hringalilja.
„Enda skil ég þig
ef þú skilur við mig
og skil þá við sjálf ef menn vilja.“
Hannes Pétursson var norðanlands
á Sjávarborg þegar á honum
þurfti að halda í Reykjavík.
„Ég verð hér þegar heimurinn ferst,“
kvað Hannes, og ekki sem verst.
En hann meinti ekki hér,
heldur hvar sem hann er.
Þá hefur nú annað eins gerzt.
Það var frísklegur poulet frit
í feiti à la Kentucky
sem hóf sig á loft
með hávaða, og oft
unz hann hvarf upp í þartilgert ský.
Frú Hervör dró hest í vagni
og hneig svo niður með lagni.
Hestinum brá
því honum lá á.
Hann hóstaði, en ekki að gagni.
Dr. Gíslína prestur í Geit-
dal var geðprúð og dálítið feit
og með sígildan smekk.
Hún tók sæng sína og gekk
fram af öllum í sinni sveit.
Ingibjörg hreppstjóri á Ósum
hafði ofnæmi fyrir fjósum
og hataði pakk.
Hún duflaði og drakk
og dansaði. Mest á rósum.
Séra Magnús og Móna Lísa,
hans maddama er frómir prísa,
lögðust bæði í kör,
hún með brosið á vör
sem er bannsettur vandi að lýsa.
Séra Sigurður ómagi á Seylu
hafði sérkennilega veilu:
hann talaði lágt
en hugsaði hátt.
Það heyrðist, og vakti deilu.
Af því limran er svona í laginu
er hún laglegri en allt af því taginu.
Og hún leikur oss grátt
þótt hún hafi ekki hátt.
Svo hættir hún alveg á slaginu.
Þegar vér erum fullnuma í faginu.
Tvær af þessum limrum birtust í Morgunblaðinu vorið
1980 með teikningum eftir Valtý Pétursson listmálara
(Hannesarvísan og lokalimran). Fáeinar aðrar hafa birzt
á víð og dreif, og enn aðrar ekki fyrr en núna.
HVENÆR ERUM VÉR
FULLNUMA Í FAGINU?
HANDA KRISTJÁNI KARLSSYNI
— IL MIGLIOR FABBRO — 26TA JANÚAR 2002
„Af því limran er svona í laginu“.
Höfundur er prófessor í heimspeki
við Háskóla Íslands.
E F T I R Þ O R S T E I N G Y L FA S O N – T E I K N I N G A R E F T I R VA LT Ý P É T U R S S O N