Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002
F
RANSKA leikhúsið Grand Guig-
nol, sem var og er aðallega þekkt
fyrir ofbeldisfullar og blóðugar
leiksýningar, var stofnað árið
1897 af Oscar Méténier við Chap-
tel-götu í Montmartre, sem er nú
þekkt listamannahverfi en hýsti
áður krár og vændishús. Mété-
nier, sem áður gegndi stöðu ritara hjá lögreglu-
varðstjóra Parísarborgar, var leikhúslífinu ekki
ókunnur því hann var einn stofnenda Théatre
Libre. Leikhúsið var staðsett í húsakynnum
gamals klausturs og niður úr lofti þess héngu
útskornir englar, sem Méténier lét afskipta-
lausa því hann taldi þá magna upp drungaleg
áhrif hússins ásamt gotneskum byggingarstíl.
Sumir leikhússgesta þóttust jafnvel enn
heyra í bænahaldi nunna í gegnum öskrin og
hávaðann sem fram fóru á sviðinu. Það jók einn-
ig á kynngimögnuð áhrifin að salurinn var svo
dimmur og þröngur að sumum áhorfendum leið
hreinlega eins og þeir væru staddir í fangaklefa.
Einn gagnrýnenda komst svo að orði að áhorf-
andi á fremsta bekk gæti hæglega heilsað leik-
urunum um leið og hann teygði fæturna að boxi
hvíslarans. Fólk af öllum stéttum, dagfarsprúð-
ir og löghlýðnir borgarar, dreif hvaðanæva að
úr heiminum til að borga sig inn á ofbeldisverk
Grand Guignol, og háttsettir menn og konur
fóru ekki varhluta af blóðgusunum sem gengu
yfir áhorfendur.
2. Heitar og kaldar sturtur
Oscar Méténier var við stjórnvöl Grand Guig-
nol í aðeins eitt ár. Á þeim stutta tíma sem hann
kom nálægt rekstri leikhússins náði hann hins
vegar að móta leikskrá sem tryggði því vinsæld-
ir og flestir eftirmenn hans kusu að fylgja.
Formúlan var þannig uppbyggð að gamanleikir
og sakamálaleikrit voru sýnd til skiptis, en
Méténier líkti þeim við „heitar og kaldar sturt-
ur“ sem var ætlað að magna hvor aðra upp.
Dæmigerð leiksýning hófst þannig yfirleitt með
leikriti sem einkenndist af aulafyndni, því næst
tók við léttvægt drama, síðan gamanleikur,
hrollvekja og henni lauk með farsa.
Leikritum var reglulega skipt út fyrir nýrra
efni en sum þeirra, t.d. Ungfrú Fifi (Oscar
Méténier, 1897), sem fjallar um unga franska
gleðikonu sem verður hetja fyrir að drepa þýsk-
an hermann, voru sýnd fyrir fullu húsi svo vik-
um skipti. Aðdráttarafl Grand Guignol var þó
helst fólgið í sakamálaleikritunum, en Mété-
nier, sem var liðtækur handritahöfundur, hafði
sérhæft sig í svokölluðum rosse-leikritum,
þ.e.a.s. raunsæisleikritum sem byggðu á glæpa-
fréttum úr dagblöðunum, sem nutu mikilla vin-
sælda, enda í fullu samræmi við vinsældir nat-
úralisma í Frakklandi um þær mundir.
3. Samfélagsleg
bannhelgi brotin
Þegar Méténier lét af störfum árið 1898 tók
Max Maurey við rekstri Grand Guignol en hann
hefur oft verið kallaður sannur faðir hryllings-
leikhússins. Í hans huga var Grand Guignol
vettvangur þar sem brjóta átti öll bönn sam-
félagsins. Ef segja má að Méténier hafi lagt
áherslu á raunsæi í leikritum sínum hafði Mau-
rey engan áhuga á slíku. Það er þó ekki þar með
sagt að hann hafi hafnað öllum aðferðum Mété-
niers, því hann festi formúluna „heitar og kald-
ar sturtur“ í sessi sem hann nefndi „hlátur og
tár“. Hann lét hins vegar semja lengri gam-
anleiki og hrollvekjur sem voru sýnd til skiptis á
kvöldin, þannig að tengsl hláturs og líkams-
hryllings voru alltaf sterk í leikhúsinu.
Hinar kaldhæðnislegu samfélagsádeilur
Météniers, þ.e. sakamálaleikritin, rötuðu frekar
í gamanleikina en í hrollvekjurnar. Leikritin
einkenndust frekar af sálfræðilegri spennu en
samfélagslegri og menningarlegri siðfágun
Météniers. Öllum ráðum var beitt til að æsa
áhorfendur upp úr öllu valdi að hræðilegum
endalokunum, jafnvel þótt þeir köstuðu upp af
viðbjóði eða féllu í yfirlið. Í einni sögu á leik-
húsgestur að hafa beðið um lækni því liðið hefði
yfir eiginkonu sína, en Maurey þá svarað því um
hæl að það væri því miður ógerningur því lækn-
irinn væri líka meðvitundarlaus. Hvort einhver
fótur er fyrir þessari sögu eða hvort hér hafi
einfaldlega verið um að ræða auglýsingabrellu
af hálfu aðstandenda leikhússins skal hins veg-
ar ósagt látið.
4. Þversnið af dauðanum
Hafi hins vegar einhver borið ábyrgð á því al-
þjóðlega orðspori sem fór af Grand Guignol var
það leikritaskáldið og fræðimaðurinn André de
Lorde, sem var þekktur um ævidaga sína sem
„prins ógnarinnar“. De Lorde var vægast sagt
atorkusamur listamaður því hann samdi rúm-
lega hundrað hryllingsleikrit í samvinnu við
lækna og rithöfunda á tímabilinu 1901–1926.
Hann var fyrsta leikritaskáldið til að staðsetja
verk sín inni á skurðstofum og geðveikrahæl-
um, enda mikill áhugamaður um sálfræði og þá
einkum glæpasálfræði.
De Lorde hafði einstaklega gott lag með að
semja leikfléttu þar sem spennan stigmagnast
annað hvort þar til hún nær hámarki í lokin eða
hún nálgast óhjákvæmileg endalok. Fyrrnefnda
leikfléttan minnir því um margt á dæmigerð
sakamálaleikrit en hin síðarnefnda á nútíma-
tryllinn. Leikritið Kerfi Doktors Gouldron og
Prófessors Plume (André de Lorde, 1903)
fjallar t.d. um tvo blaðamenn sem kynna sér
starfsemi geðveikrahælis og uppgötva sér til
mikillar skelfingar að vistmennirnir hafa tekið
við stjórninni. Blaðamennirnir lenda í lífsháska
en berst þó hjálp í tæka tíð. Forstöðumaður
hælisins finnst hins vegar myrtur og limlestur á
hroðalegan hátt í lokin.
Hafi leikrit Météniers átt að gefa þversnið af
daglegu lífi gáfu verk De Lorde frekar „þver-
snið af dauðanum“, eins og einn gagnrýnanda
kaus að kalla þau. Samstarf Maury og de Lorde
gerði Grand Guignol að einum eftirsóttasta fé-
lagsviðburði Parísar þrátt fyrir skefjalaust of-
beldi, sem olli oft talsverðu fjaðrafoki enda
kannski ekki að ósekju. T.d. segir leikritið Hóp-
reið í vitanum (Léopold Marchand, 1956) af
tveimur bræðrum sem eiga samfarir við vænd-
iskonur í vita. Á meðan á kynsvallinu stendur
fer rafmagnið af og bátur ferst. Annar bróð-
urinn telur stuld annarrar gleðikonunnar á
helgigrip orsök hörmunganna og sker hana því
á háls. Þegar bræðurnir uppgötva síðan að móð-
ir þeirra var um borð í bátnum brenna þeir hina
vændiskonuna til bana.
5. Tæknibrellur og
tilkomumiklar sviðsmyndir
Þegar Maurey settist í helgan stein árið 1915
tók Camille Choisy við rekstri Grand Guignol
ásamt félaga sínum Charles Zibell. Rétt eins og
Maurey hélt hann sig við einþáttunga sem voru
reyndar farnir að dala í vinsældum um það leyti
ásamt symbolisma. Ýmislegt breyttist þó undir
stjórn Choisy, þ.á.m. söguþráður leikritanna,
sem hafði áður alltaf verið bundinn ákveðnu
raunsæi, a.m.k. út í aðra röndina. Natúralism-
inn var hins vegar fyrir löngu orðinn óvinsæll í
Frakklandi sem og annars staðar svo að skáld-
skapurinn varð veruleikanum yfirsterkari fyrir
tilstilli Choisy. Sviðsmyndin varð einnig sífellt
tilkomumeiri og fantasíukenndari og að sama
skapi kostnaðarsamari.
Leikstíll leikaranna, sem hafði líka einkennst
af ákveðnu raunsæi, varð sömuleiðis ýktari og
litskrúðugri og minnti þannig e.t.v. meira á
brúðuleikhúsið sem nafn Grand Guignol var
dregið af. Ekki var nóg með að þeir þyrftu að
leika með æðisgengnum tilþrifum heldur urðu
þeir að kunna ýmsar sviðsbrellur s.s. að láta
sápufroðu leka úr munnvikum sínum lékju þeir
óða geðsjúklinga eða gerviblóð sprautast úr
sárum væru þeim veittir alvarlegir líkams-
áverkar. Í því samhengi skipti tímasetning öllu
máli, því ef leikari fór t.d. of hratt með staka línu
eða framkvæmdi leikbrellu á vitlausum hraða
gat það eyðilagt fimmtán til tuttugu mínútna
vinnu sem hafði farið í að byggja upp spennuna.
Þannig urðu tæknibrellur nýjasta aðdráttarafl
Grand Guignol í tíð Choisy og mælikvarði á það
hvort sýning taldist vel heppnuð eða ekki.
6. Heldur bragðdauf dagskrá
Þegar Charles Zibell, félagi Camille Choisy,
hafði nánast misst aleiguna vegna stríðsins og
verðbólgunnar sem því fylgdi seldi hann Jack
Jouvin hlut sinn árið 1926. Samstarf þeirra Jou-
vins og Choisy gekk hins vegar brösulega og því
yfirgaf hinn síðarnefndi Grand Guignol þremur
árum síðar og opnaði sitt eigið leihús. Jouvin
breytti um áherslur í leikritunum með því að
minnka allt líkamlegt ofbeldi og einblíndi þess í
stað á sálfræðilegar og kynferðislegar ógnir.
Andlegt ofbeldi, samkynhneigð, móðursýki og
sálfræðileg spenna urðu helstu viðfangsefni
þessara verka
Leikritin, sem Jouvin skrifaði mörg hver
sjálfur undir ýmsum dulnefnum, snerust hins
vegar enn sem fyrr um gæpi og rannsóknarstof-
ur. Kynlífsfarsarnir voru teknir af dagskrá og
gamanleikirnir, þ.e. „heitu sturturnar“, hættu
að vera klúrir og urðu fyrir vikið bragðdaufir.
Sú breyting varð einnig á stefnu leikhússins að
dagskrá kvöldsins var helguð einu minni til að
gera hana heilsteyptari og því einn leikritahöf-
undur fenginn til að skrifa hana, en áður hafði
það fallið í skaut nokkura handritshöfunda. Það
er ekki nema von að Grand Guignol hafi misst
aðdráttarafl sitt á fjórða áratugnum, þegar
blóðið og kynlífið vantaði. Því er kannski líka
um að kenna að á sama tíma ruddi Hollywood-
HOLDIÐ ER TORVELT AÐ
TEMJA: UM HRYLLINGSLEIK-
HÚSIÐ GRAND GUIGNOL
„Öllum ráðum var beitt til að æsa áhorfendur upp úr
öllu valdi að hræðilegum endalokunum, jafnvel þótt
þeir köstuðu upp af viðbjóði eða féllu í yfirlið. Í einni
sögu á leikhúsgestur að hafa beðið um lækni því liðið
hefði yfir eiginkonu sína, en Maurey þá svarað því
um hæl að það væri því miður ógerningur því
læknirinn væri líka meðvitundarlaus.“
E F T I R R O A L D E Y V I N D S S O N
Grand Guignol var stofnað árið 1897 af Oscar Méténier við Chaptel-götu í Montmartre.