Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 11 meiri en 12 stundir, fjórar þriggja tíma eyktir frá kl. 6 að morgni til 6 að kvöldi, eftir sóltíma. Þessu mundu tilheyra fræðileg eyktamörk ef svo má kalla þau, kl. 3, 6, 9 og 12 fh og 3, 6, 9 og 12 eh, og þau eru sýnd á geislalínunum á mynd- inni. En að sumrinu hér norður frá er hægt að flýta öllum fræðilegum eyktamörkum á tíma- bilinu frá kl. 6 fh til 6 eh um eina stund, eins og örvarnar benda til, en náttmálum kl. 9 eh um tvær stundir. Þá nýtist sumarbirtan vel, klukkustund er bætt við vinnudaginn að morgni og annarri að kvöldi, og sólin verður jafn hátt á lofti við náttmál og rismál eins og ráða má af myndinni. Á bak við þetta er sama hugsun og sumartímann sem er notaður í mörgum löndum og reyndar allt árið hér á landi. Af þessu verður ljóst hvað sólskífan var mik- ið þarfaþing. Eftir henni var hægt að smíða nýjar og með þær var hægt að fara milli bæja í mörgum sveitum og velja eyktamörk í skyndi, ef aðeins var fyrst fundið út hvar hásuður væri á hverjum stað. Það gátu skynsamir menn með því að mæla sólarhæð einu sinni fyrir hádegi, til dæmis með skugganum af lóðréttum staur, og finna hvenær hún var jafn mikil eftir hádegi, en marka suður mitt á milli. Þannig skýrist það að allgott samræmi sýnist vera milli eyktamarka um land allt eftir þeim rannsóknum að dæma sem hér hefur verið sagt frá og að bilið milli eyktamarka er mun meira um hádaginn en á kvöldin og morgnana. Alls gætu eyktamörkin verið átta á sólar- hringnum, svo að auk þeirra sem hér hafa verið talin væru miðnætti og síðan ótta þremur tím- um síðar. En það kemur fram í Ferðabók Egg- erts og Bjarna og í grein Þorkels að þessara tveggja eyktamarka sé mjög sjaldan gætt. Eyktamörkin hafa því að líkindum afmarkað vinnudaginn á sumrin, bjartasta hluta sólar- hringsins, og verið eingöngu notuð frá miðjum morgni (rismálum) til náttmála þegar fólk gekk til hvílu. Fróðlegt er að bera þessar niðurstöður sam- an við reynsluna af því þegar símaklukkan svo- nefnda kom til sögunnar með íslenska staðal- tímann sem er sá sami um allt land, ólíkt sóltímanum sem breytist með lengdargráðun- um. Þegar fólk í sveitum landsins fékk sér klukkur á nítjándu öld voru þær eðlilega stilltar í samræmi við eyktamörkin. Um leið og vitn- eskja barst um staðaltímann á landinu, fyrst og fremst með símanum en síðar útvarpinu, kom í ljós að klukkurnar á bæjunum voru oft einni stund fljótari en símaklukkan, og reyndar hálf- um öðrum tíma á vestanverðu landinu. Þetta kölluðu menn búmannsklukkur og kunnu betur við þær en nýja siðinn. Sumir höfðu jafnvel klukkuna sína tveimur tímum á undan stað- altímanum. Þetta var vel þekkt í Borgarfirði á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þetta kemur heim við þær rannsóknir eyktamarka sem hér hefur verið getið. Því má bæta við að Uno von Troil kom til Ís- lands árið 1772 og segir frá eyktamörkum í bók sinni, Bréf frá Íslandi, án þess að geta nánar um rannsóknir sínar eða annarra á því efni. Umsögn hans er mjög svipuð og Eggerts og Bjarna, enda jós hann mjög af þeim brunni sem Ferðabók þeirra var. Sá er þó munurinn að Uno von Troil taldi miðjan morgun vera klukk- an 5 í stað 41/2 til 5 og hádegi klukkan 11 í stað 101/2 til 11. Þetta breytir þó litlu. Það gæti líka stafað af ónákvæmni eða einföldun í endur- sögn, og er því sniðgengið hér á undan. Árin 1814-15 ferðaðist svo Ebenezer Hend- erson um Ísland og minnist á tímareikning Ís- lendinga í sinni ferðabók. Hann segir athuga- semdalaust að eyktamörk séu með jöfnu millibili, og á þá líklega við tíma fremur en sól- arátt, enda telur hann eyktamörkin sett klukk- an 2, 5, 8 og 11 fyrir og eftir hádegi, eftir „ensk- um tíma“. Þó nefnir hann að í grennd við kaupstaðina séu eyktamörkin nær „okkar tíma“, en ekki getur hann um neina sérstöðu náttmála. Ef rétt er skilið er þetta í allgóðu samræmi við þær ályktanir sem hér hafa verið dregnar, að við setningu eyktamarka hafi oft- ast verið notuð eins konar búmannsklukka, um það bil klukkustund of fljót. En gráðubilið milli eyktamarka ætti þá að hafa verið haft misjafnt til þess að milli þeirra yrðu því sem næst 3 klukkustundir. Í Kristinrétti Grágásar er merkileg heimild sem bendir til þess að eyktarstaður sé 52,5 gráður fyrir vestan hásuður. Þessi eyktarstað- ur er sýndur á teikningunni og ekki munar nema þremur gráðum á honum og því eykta- marki nóns sem teikningin sýnir. Þarna skeik- ar aðeins því að á miðju landinu er sólin að jafn- aði yfir þessum eyktarstað klukkan 3 eftir hádegi um miðjan ágúst, en ekki mánuð frá sumarsólstöðum eins og sýnist eiga öllu betur við sólskífuna frá Stóruborg. Þegar á allt er litið sýna eyktamörkin að ýmsir menn á miðöldum hafa sennilega haft þekkingu á samhengi tíma og sólargangs sem er aðeins á færi fárra annarra en sérfræðinga nú á dögum. Þessi vitneskja fróðustu manna hefur svo skilað sér til flestra byggðra bóla í landinu þegar eyktamörk voru valin og löguð eftir búhyggindum. Eyktarstaður og vetrarbyrjun Auk heimildarinnar úr Grágás er eyktar- staður nefndur í Grænlendinga sögu og Snorra-Eddu þar sem skýrt er frá skiptingu ársins í fjórar árstíðir, haust, vetur, vor og sum- ar: Frá jafndægri er haust til þess er sól sest í eyktarstað. Þá er vetur til jafndægris. Þá er vor til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Nálægt jafndægri á vori fóru snjóalög oftast að minnka vegna vaxandi sólbráðar, um far- daga hófst búskaparárið, og nærri jafndægrum á hausti hófst sláturtíð en heyskap lauk. Allar eru þessar skilgreiningar skiljanlegar og ein- hlítar. Hér er klipið framan og aftan af sum- armisseri og aftan af vetrarmisseri til þess að koma fyrir hausti og vori með þeim störfum og veðurlagi sem þeim tilheyra. Til samræmis er því eðlilegt að álykta að haustið hafi verið látið ná eitthvað fram á vetrarmisserið. Það er með öðrum orðum ólíklegt að árstíð vetrarins hafi hafist um leið og eiginlegt vetrarmisseri, enda hefði árstíð haustsins þá ekki verið nema einn mánuður. Þá er komið að þessari merkilegu umsögn að vetrarbyrjun hafi verið þegar sól settist í eykt- arstað. Beinast liggur við að ætla að átt sé við hina fræðilegu skilgreiningu eyktarstaðar í Grágás, 52,5 gráðum fyrir vestan hásuður. Ef vetrarárstíðin ætti hins vegar að byrja um leið og vetrarmisserið yrði eyktarstaður að vera um 65 gráðum fyrir vestan hásuður. Til þess sýnast ekki rök, enda yrði haustið þá ekki nema einn mánuður. Ekki er heldur líklegt að þessi vetr- arbyrjun sé á Klemensmessu 23. nóvember eins og Þorkell Þorkelsson taldi hugsanlegt út frá tímatali kirkjunnar, því að þá mætti eykt- arstaður ekki vera meira en 33 gráðum fyrir vestan hásuður. En sé eyktarstaður 52,5 gráður vestur af suðri eins og greint er frá í Grágás, væri þessi byrjun vetrar sem einnar af fjórum árstíðum á tímabilinu 3. til 9. nóvember á landinu eftir nýja stíl, og það virðist í allgóðu samræmi við bú- skaparhætti og veðurfar. Þetta er á milli allra- heilagramessu 1. nóvember og Marteinsmessu 10. nóvember, en ýmislegt bendir til að ekki seinna hafi menn verið að ljúka haustverkum og hefja vetrarstörf. Um 10. nóvember er hit- inn í meðalári á Íslandi að síga niður fyrir frost- mark við yfirborð jarðar, og þá er gott að hafa lokið þeim haustverkum að bera fjóshaug á völl og dytta að húsum. Hrútum átti að halda frá ánum fyrir Marteinsmessu og til þess þurfti oft fyrstu vetrarsmölunina, ella gátu kollóttir lambhrútar leynst innan um ærnar. Með þeirri smölun hófst vetrarhirðing sauðfjár. Slátrun var haustverk, og í lok hennar þegar matar- birgðir voru hvað ríkulegastar var stundum haldin svonefnd sviðamessa, en hún var ýmist tengd við vetrarbyrjun eða allraheilagramessu. Eftir þessa forðasöfnun var bændum ætlað á allraheilagramessu að gefa fátækum sem svar- aði einum kvöldverði hjúa sinna, en þurfa- mannatíund og aðrar gjafir til fátækra átti að inna af hendi fyrir Marteinsmessu. Því er ekki óeðlilegt að vetur sem ein af hinum fjórum árs- tíðum hefjist snemma í nóvember að okkar tímatali þegar eiginlegum hauststörfum er lok- ið og annir vetrarins teknar við. Það bendir til samræmis milli heimildar Grágásar og Snorra- Eddu um eyktarstað. Með þessu móti verða árstíðirnar mislangar, haustið einn og hálfur mánuður og má varla styttra vera, vorið tveir og hálfur, sumarið þrír og hálfur og veturinn fjórir og hálfur. Þessu ráða búnaðarhættir og veðurfar. Sumar og vet- ur eru hvort um sig með áþekka veðráttu í lang- an tíma, en haust og vor eru verulegar hita- breytingar að verða frá upphafi til loka árstíðarinnar sem hlýtur þá að verða tiltölulega stutt. Eyktarstaður í Leifsbúðum Í Grænlendinga sögu er sólargangi lýst svo þar sem Leifur Eiríksson hafði vetursetu í Leifsbúðum. Sól hafði þar eyktarstað og dagmálastað í skammdegi. Orðið hafði hefur hér væntanlega merk- inguna náði. Þetta má því skilja svo að sól hafi sest í eyktarstað 52,5 gráður fyrir vestan suður og þá auðvitað komið upp jafn langt fyrir aust- an suður ef ekki skyggðu fjöll. Þegar ég heim- sótti Leifsbúðir í ĹAnse aux Meadows á Ný- fundnalandi gekk ég stuttan spöl þaðan suður á klapparholt sem var nógu hátt til þess að sól mátti sjá við láréttan sjóndeildarhring bæði í dagmálastað og eyktarstað, eins og líka má ráða af kortum. Ef með skammdegi er átt við sex vikna tímabil um vetrarsólstöður, má reikna út frá þessu að hnattbreidd staðarins hafi verið 51 og hálf gráða, rétt eins og hnatt- breidd norrænu rústanna sem Helge Ingstad fann. Varla er hægt að krefjast nákvæmari lausnar á þeirri staðsetningu. Samanlagt eru heimildirnar um eyktamörk, sólskífu og skilgreiningu eyktarstaðar til vitnis um góða þekkingu miðaldamanna á gangi sólar. Höfundur er veðurfræðingur. Hvað er geðshræringin viðbjóður? SVAR: Þegar leitað er í huganum að einhverju sem vekur viðbjóð kemur okkur líklega fyrst í hug það sem lyktar illa eða er vont á bragðið. Ef við veltum þessu eilítið betur fyrir okkur vekur það ef til vill líka viðbjóð með okkur að fólk hegði sér ósiðlega eða jafnvel að það hafi til- teknar skoðanir. Rannsóknir fræðimanna hafa nýlega beinst að geðshræringunni viðbjóði. Margir halda því fram að hjá mönnum gegni viðbjóður veigameira hlutverki en einvörðungu því að hjálpa þeim að forðast skemmdan eða óætan mat sem hann gerði líklega upphaflega. Sálfræðingurinn Rozin, sem einna mest hefur rannsakað viðbjóð, fullyrðir að enda þótt viðbjóður eigi sér fyrirrennara í öðrum dýrum sé hann sú eina af sex til sjö grunngeðshræringum sem um- breytist gersamlega hjá manninum. Kjarni viðbjóðs hjá mönnum virðist vera löngun til að losna við það sem maður hefur innbyrt í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu, stundum fylgja dæmigerð svipbrigði, flökurleiki, aukin munnvatnsmyndun og svo framvegis. Darwin var einna fyrstur til að benda á að viðbjóður gegni því hlutverki hjá dýrum og mönnum að forðast óæti. Í samræmi við þetta kemur fyrir svokall- aður „gaping response“ hjá dýrum, eða að gapa eins og þau séu að fara að kasta upp. Þetta eru viðbrögð, til að mynda úlfa og fálkategunda, gagnvart æti sem dýrin eru ekki vön að leggja sér til kjafts eða fæðu sem getur valdið maga- veiki. Svo virðist vera að hjá nýfæddum börnum megi finna fyrrnefndan „gaping response“ eða gapsvörun við bragðsterkum efnum. Þetta eru hins vegar tölfræðileg tengsl en ekki óumflýj- anleg. Rozin heldur því fram að það sé fyrst í kring- um 4–8 ára aldur sem tengsl viðbjóðs við óbragð rofni. Rozin og samstarfsmenn hafa rannsakað hvers vegna fólk telur eitthvað vera „smitað“ eða viðbjóðslegt. Mat fólks á því virðist ekki ætíð vera það sem kalla mætti skynsamlegt. Flestum finnst til dæmis ógeðslegt að borða kökusneið ef einhver sem þeir kunna illa við hefur gætt sér á henni. Á sama hátt er fólki illa við að drekka drykk sem könguló hefur legið í. Þessi viðbrögð breytast lítt þótt fæðan sé full- komlega sótthreinsuð og þeir séu fullvissaðir um það. Einnig virðist flestum vera meinilla við að borða til dæmis súkkulaði sem lítur út eins og hundaskítur. Fólk finnur líka til viðbjóðs gagnvart eigin munnvatni um leið og það er komið úr líkamanum. Sá viðbjóður sem við finn- um til þegar við hugsum okkur að ganga í fötum af ákveðnu fólki sýnir hversu mjög geðshrær- ingin getur fjarlægst lykt eða bragð. Viðbjóður kemur fram bæði ef um er að ræða föt af ein- hverjum sem átt hefur við veikindi að stríða (eyðni), orðið fyrir slysi (tekinn af fótur) eða framið afbrot (einkum morð, nauðgun og svo framvegis). Það breytir engu þótt fötin séu þvegin og því er erfitt að skilja þetta sem við- bjóð fyrir líkamsvessum. Athyglisvert er hvern- ig ýmsir menningarheimar hafa bróderað í kringum viðbjóð og sett um hann flóknar regl- ur. Hér má nefna sem dæmi hindúa og stétta- kerfi þeirra með hina óhreinu og ósnertanlegu á botninum. Mjög skýrar reglur eru einnig meðal Gyðinga og múslíma um það hvaða fæða sé hrein og óhrein. Þá eru konur óhreinar meðan þær hafa á klæðum og í vissan tíma eftir barns- burð. Rozin setur fram þá tilgátu að það sem minnir okkur á tengsl manna og dýra veki við- bjóð. Það sem er dýrslegt er um leið viðbjóðs- legt. Þess vegna verði til reglur um át, kynlíf og svo framvegis sem miði að því að greina hér á milli. Fólk hefur mismikla tilhneigingu til að finna til viðbjóðs. Viðbjóðsnæmi er þess vegna einstaklingsbundin. Fylgni er á milli þess að finna til viðbjóðs gagnvart fæðu, rottum, sifja- spellum og svo framvegis. Atriði í mælingum á viðbjóðsnæmi (e. disgust sensitivity) varða til dæmis að borða uppáhaldssúpuna sína úr hundaskál, að borða uppáhaldskökuna sína eftir að þjónninn hefur bitið í hana, hlandlykt úti á götu, að sjá einhvern stinga sig óvart á öngli, eða að klæðast peysu sem Hitler hefur átt. Vísi viðbjóðs virðist mega finna víða í dýraríkinu sem og hjá ungabörnum. Geðshræringin um- breytist hins vegar með tímanum hjá mönnum og verður önnur en hún upphaflega var. Það sem ræsir hana er þá oft óhlutbundið í meira lagi. Settar hafa verið fram hugmyndir um að leiða megi aðrar geðshræringar svo sem fyr- irlitningu af viðbjóði. Þá hafa nýlega komið fram tilgátur um þátt viðbjóðs í geðrænum vandkvæðum og geðröskunum af ýmsu tagi. Jakob Smári, prófessor í sálfræði við HÍ. Hvers vegna hnerrar maður? SVAR: Hnerri er ósjálfrátt viðbragð við ertingu slímhúðar í nefinu. Ýmislegt getur valdið ert- ingu í nefi, til dæmis veirusýkingar í önd- unarfærum, agnir sem valda ofnæmisvið- brögðum, reykur, mengun, ilmvötn og kalt loft. Verði slímhúð í nefi fyrir ertingu berast boð til heila sem svarar með boði til vöðva um öfluga útöndun sem á að þeyta því sem ertingunni olli út úr öndunarveginum. Fjöldi vöðva kemur við sögu þegar hnerrað er, til dæmis magavöðvar, brjóstvöðvar, vöðvar sem stjórna raddböndum og vöðvar aftan í hálsi og í höfði. Vöðvar í augn- lokum taka einnig þátt í hnerranum og ósjálfráð viðbrögð þeirra valda því að augu okkar lokast á meðan við hnerrum. Allt að 20–25% fólks hnerr- ar þegar það kemur snögglega í skært ljós. Þetta fyrirbæri kallast á fræðimáli photic sneeze reflex. Svo virðist sem hnerri sem við- bragð við björtu ljósi sé á einhvern hátt tengdur erfðum og að fólk af hvíta kynþættinum sé við- kvæmara fyrir þessu en aðrir. Ástæður þess að skært ljós veldur hnerra eru ekki fullkomlega ljósar og eru ýmsar kenningar um orsakir þess. Margir sérfræðingar hallast að því að um sé að ræða einhvers konar „samslátt“ í taugaboðum, það er að segja að þegar taugaboð berast á milli augna og heila við aukið ljósmagn (sem leiðir til samdráttar augasteinanna) berist af ein- hverjum orsökum boð til heila um að koma af stað hnerra. Þuríður Þorbjarnardóttir líffræðingur og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir landfræðingur. HVAÐ ER GEÐS- HRÆRINGIN VIÐBJÓÐUR? Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vís- indavefnum að undanförnu má nefna: Hvað er kynímynd, hvernig virkar Drake-jafnan og hvað getur hvíldarpúls orðið hægur? VÍSINDI „Fylgni er á milli þess að finna til viðbjóðs gagnvart fæðu, rottum, sifjaspellum og svo framvegis. “ Morgunblaðið/Arnaldur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.