Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 ÁRÁSIRNAR á Bandaríkin 11. september 2001 hafa orðið mörg- um tilefni til bókaskrifa, en nú tæpu ári eftir atburðinn hafa hundruð bóka sem tengjast árás- unum verið gefnar út. Við síðustu leit hjá netbókasölunni Amazon- .com þegar sett var inn dagsetn- ingin 9/11 fundust 911 titlar. Saga slökkviliðsmannanna sem fórust í World Trade Centre og farþega flugvélanna hafa orðið tilefni skrifa, sjónarvottar og íbú- ar New York borgar hafa sagt sína sögu og fjölmiðlar, fræði- menn og jafnvel George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafa veitt sínar söguskýringar á viðburð- unum, en sá síðastnefndi ritaði innganginn að ljósmyndabókinni The American Spirit: Meeting the Challenge of September 11. Fyrir og eftir Í FLOKKI þeirra bóka þar sem farið er út í útskýringar á áhrif- um utanríkisstefnu Bandaríkj- anna og ástæðum hryðjuverk- anna má nefna rit Phyllis Bennis og Noam Chomsky Before and After: US Foreign Policy and the September 11th Crisis. En bókin tekur á hlutverki utanríkisstefnu Bandaríkjanna og löngum að- draganda árásanna. Hér er ekki einungis kafað djúpt í stjórn- arástand Mið-Austurlanda held- ur er það sett í samhengi við ýms- ar fyrri og einhliða aðgerðir Bandaríkjamanna. Á léttari nótum HÓPUR teiknimyndasagnahöf- unda, m.a. Will Eisner, John McCrae og Alan Moore, hefur þá sent frá sér tveggja binda verk þar sem árásirnar og eftirleikur þeirra eru séðar með augum teiknarans. Bækurnar 9–11: September 11th, 2001 (Stories to Remember) þykja þó ekki síður en hefðbundnari ritverk reyna að draga fram það flókna ástand sem skapast í kjölfar árásanna og mannlegu hliðina sem því fylgir. Dagurinn sem heimurinn skókst FRÁ útgáfufélagi BBC- fréttastofunnar var gefin út bók- in The Day That Shook the World, en með bókinni leitast fréttamenn BBC við að draga fram skýringu á aðdraganda og eftirleik árásanna. Alls taka 15 fréttamenn fréttastofunnar að sér að skýra vissa þætti árásanna s.s. breytt pólitískt landslag í kjölfar árásanna, trúarlegar ástæður, efnahagsástand land- anna og þá ólíku menningu sem skilur þessa heima að. Þótt bókin sé gefin út af útgáfufélagi BBC mun allur hagnaður af sölu henn- ar hins vegar vera gefinn til líkn- arfélaga sem vinna að því að bæta þann skaða sem árásirnar ollu. Saga slökkviliðs- mannsins BANDARÍSKI slökkviliðsmað- urinn Richard Picciotto, var einn þeira er fór fyrir hópi slökkviliðs- mannanna sem unnu að því að- stoða fólk við að komast niður úr brennandi turnunum. Picciotto, sem einnig starfaði að björgunar- aðgerðum er sprengja sprakk í bílageymslu undir turnunum 1993, hefur sent frá sér bókina Last Man Down: The Fireman’s Story. Í henni lýsir Picciotto upp- lifun slökkviliðsmannanna af björgunaraðgerðunum, falli turnanna og síðast en ekki síst hvernig hann og nokkrir félagar hans náðu að grafa sig út úr rúst- um bygginganna eftir fallið. ERLENDAR BÆKUR Hundruð bóka í kjölfar árásannaÉ G GET ekki varist því að brosa þessi síðkvöld í miðri viku sem ég er á ferðinni í bílnum mínum um borgina með útvarpið stillt á Bylgjuna. Stundum hlæ ég meira að segja upphátt, einn með sjálf- um mér, þótt ég viti mæta vel að til þess sé tæplega ætlast. Að vísu gefur Bylgjan sig út fyrir að vera brosandi útvarp – þar ræður hressileikinn ríkj- um mestan hluta dagsins – en þessir síðkvölds- þættir eru í öðrum og alvarlegri anda. Við hljóð- nemann situr þrautreyndur miðill og felst dagskrárgerðin í því að hlustendur hringja til hans í þeim tilgangi að komast í samband við framliðna ættingja og vini. Yfirleitt líður ekki á löngu þar til miðillinn segist hafa orðið var við einhvern fyrir handan, hann kannar varfærn- islega hvort sá sem hringdi kannist við viðkom- andi og flytur síðan skilaboðin á mill lífs og lið- inna. Þættir af þessum toga eiga sér langa hefð hér á landi. Þegar á árdögum Ríkisútvarpsins, upp úr 1930, voru haldnir miðilsfundir í útvarpssal undir stjórn Láru Ágústsdóttur. Jónas Þor- bergsson, þáverandi útvarpsstjóri, var yfirlýstur spíritisti og taldi þetta kjörið útvarpsefni. Á þessum tíma þótti í sjálfu sér stórmerkilegt að hægt væri að senda tal og tónlist eftir öldum ljósvakans landshornanna á milli og í raun var það aðeins tilbrigði við sama stef að framlengja sambandið yfir í annan heim. Lára miðill var, frá þeim sjónarhóli, spíritískt viðtæki inni í útvarps- viðtækjum landsmanna. En hvað er það við miðilssambandið á Bylgj- unni sem kallar fram bros á vörum mínum? Ekki er það vantrúin. Líkt og stór hluti þjóð- arinnar bý ég að persónulegri reynslu sem veld- ur því að ég útiloka ekki að hægt sé að ná sam- bandi við látna einstaklinga. Nei, það er fremur hin einkennilega tegund fjölmiðlunar sem þarna á sér stað sem vekur mér kæti. Raunin er sú að samtal miðilsins við þann sem hringir hverju sinni á í sjálfu sér ekkert erindi við aðra en þá sjálfa. Ólíkt því sem á sér stað þegar sálfræð- ingar eða hjúkrunarfræðingar svara spurning- um hlustenda, til að mynda um þunglyndi og kynlíf, eru þær upplýsingar sem þarna er miðlað yfirleitt svo óljósar eða persónubundnar að eng- inn annar en hlustandinn á línunni getur mögu- lega haft not af þeim. „Hefurðu einhvern tímann verið viðloðandi byggingar? Hann segir að þú þurfir að fara varlega í þessu sem þú ert að gera sem snertir með einhvern hátt byggingar. Átt- arðu þig á því?“ Við hin sem leggjum eyrun að viðtækjunum stöndum fyrir utan þetta sam- band, við erum einfaldlega áheyrendur að einka- samtali sem kemur okkur ekkert við. Það sem er athyglisverðast við þessa dag- skrárgerð er sú staðreynd að gagnvart hinum almenna hlustanda gengur hún ekki út á góðar kveðjur og ráð að handan heldur það hvort mið- illinn sé vanda sínum vaxinn. Hvert nýtt símtal er líkt og spennandi áskorun sem gæti hvort- tveggja fært sönnur á miðilshæfileika mannsins við hljóðnemann (og jafnvel ódauðleika sálar- innar) eða afhjúpað hann sem skussa eða svika- hrapp. Miðillinn sjálfur er að þessu leyti hið raunverulega viðfangsefni þáttanna. Þau tvöföldu boðskipti sem þarna skerast – annars vegar á milli lifenda og dauðra og hins vegar á milli miðilisins og hlustenda – kitla af einhverjum ástæðum hláturtaugarnar þegar ég ek um borgina í hauströkkrinu. Mér finnst ég skynja, betur en nokkru sinni fyrr að bandaríski fræðimaðurinn Marshall McLuhan hafði á réttu að standa þegar hann lýsti fjölmiðlum samtím- ans með orðunum: „The medium is the message.“ FJÖLMIÐLAR FRAMLIÐNA ÞJÓÐARSÁLIN Mér finnst ég skynja, betur en nokkru sinni fyrr, að banda- ríski fræðimaðurinn Marshall McLuhan hafði á réttu að standa þegar hann lýsti fjölmiðlum samtímans með orðunum: The medium is the message. J Ó N K A R L H E L G A S O N ÉG skal borga þér vel fyrir, Vigdís, við höfum alltaf borgað vel fyrir okkur, börnin hennar mömmu, sagði þessi mann- eskja sem ég þekkti alls ekki neitt frekar en móður hennar sem hafði verið feikna hús- freyja og ævinlega bakað öll sín brauð sjálf, gert við öll föt, þvegið á bretti, tekið á öllum vandamálum um leið og þau komu upp, rifið kjaft í kirkju ef henni ofbauð ruglið í prestinum og líka þegar hún hafði eitt- hvað til málanna að leggja. Já, móðir konunnar sem hringdi í mig var sönn íslensk kona sem vílaði ekkert fyrir sér, skilurðu það, ól manni sínum 8 börn og kom þeim öllum til manns þótt þau hjónin ættu ekki alltaf nóg fyrir sig að leggja og þyrftu stundum að fara svöng að sofa. En þrátt fyrir ýmsar raunir var hún alltaf sterk og jákvæð og þegar maður er svoleiðis, Vigdís mín, þá er smáhungur ekkert atriði, ég er lifandi vitni um það og ég hef alltaf verið feit. Og svo var mamma henn- ar líka alltaf vel til höfð og í heimasaumuðum kjólum, yf- irleitt rósóttum, og hún var allt- af afar kurteis og talaði svo fal- lega íslensku að þegar þingmennirnir komu að sunnan til að kenna þeim að kjósa rétt þá hrukku þeir í kút út af gull- aldarmálinu sem rann frá þess- ari stoltu sveitakellingu. Og svo talaði hún líka dönsku einsog herforingi og kunni að herma eftir Bjarna Ben, Elvis Presley og Marilyn Monroe, ekkert smásvið sem röddin spannaði í henni mömmu, breiðara en í mörgum heimsfrægum, góða mín. Hún vildi líka gera öllum gott enda luku allir upp einum munni um það að hún væri ekki bara skemmtilegt og fjörugt góðmenni heldur gáfuð líka. Kunni til dæmis reiðinnar býsn af þjóðsögum utanbókar og líka kaflann í Njálu um það þegar Hallgerður lék sér þriggja vetra á gólfinu heima hjá sér og Hrútur kom í heim- sókn og sá strax að stelpukvik- indið var með þjófsaugu. Enda kom það á daginn, ekki satt, Vigdís, kom það ekki á daginn með helvítið hana Hallgerði? Vigdís Grímsdóttir www.jpv.is SÖNN ÍSLENSK KONA Morgunblaðið/Kristinn Óskýrari, óskýrari, óskýrari. IÞað var viðbúið að atburðirnir ellefta sept-ember myndu kveikja nýjar hugsanir meðal fólks, jafnvel breyta heimsmynd þess. Á árinu sem liðið er síðan atburðirnir urðu hefur verið rætt og ritað um þá af miklum móð. Ef dagsetn- ingunni 9/11 er slegið inn á leitarvélar bóka- verslana á Netinu kemur gríðarlegur fjöldi bóka upp, bækur sem greina ástæður atburðanna, af- leiðingar þeirra, eða segja frá þessum ör- lagaríka degi í máli og myndum. Sagt er frá nokkrum þessara bóka í dálkinum um erlendar bækur á þessari síðu. En þrátt fyrir alla þessa úrvinnslu er varla hægt að gera ráð fyrir að við munum öðlast mikinn skilning á því sem gerðist og breytingunum sem orðið hafa í kjölfarið fyrr en fjarlægðin er orðin meiri. IISumir héldu því fram að sögunni hefði lokiðmeð falli múrsins árið 1989. Franski fræði- maðurinn Jean Baudrillard gekk kannski lengst af öllum, eins og hans er von og vísa, og talaði um „verkfall atburðanna“, að ekkert gerðist lengur enda væri samtíminn upptekinn af því að endurtaka og endurframleiða gamla atburði, gamlar hugsjónir frá „sögulegum“ tíma. Að hans mati hófst sagan hins vegar að nýju ellefta sept- ember, þá varð fyrsti atburðurinn í langan tíma sem breytti heiminum, sem setti spurningamerki við hnattvæðinguna sem meginafl samtímans. Verkfallinu væri með öðrum orðum aflýst. IIIEitt af því sem virðist hafa breyst eftir ell-efta september er trúin á hnattvæðinguna. Svo virtist sem flestir væru sammála um að lok kalda stríðsins hefðu þýtt sigur hugmyndafræði hins frjálsa markaðar og lýðræðisins en ellefti september virðist hafa opnað augu manna fyrir því að þetta var tálsýn, það hafi engin ein hug- myndafræði lagt undir sig heiminn og það muni sennilega aldrei gerast. Hrun tvíburaturnanna var kannski táknrænt um þetta; það boðaði ef til vill hrun hinnar einföldu heimsmyndar sem virtist standa styrkum fótum í miðju hinnar vestrænu menningar – og í rústunum end- urspeglast óreiðan sem við höfum hingað til horft fram hjá. En kannski hefur ekki eins mikið breyst og við höldum. Í forvitnilegri grein eftir Manhatt- anbúann, skáldið og þýðandann Eliot Weinberg- er segir að Bandaríkjamenn hafi verið gagn- teknir af því að lýsa því hvernig ellefti september hafi breytt þeim. Hann segir að orðið „við“ um Bandaríkjamenn hafi hins vegar alltaf verið al- gerlega ónothæf alhæfing. Bandaríkjamenn séu þjóð sem sé svo ólík innbyrðis að hún eigi nán- ast ekkert sameiginlegt nema áhuga á neyslu og skyndibitafæði en það eigi þeir hins vegar einnig sameiginlegt með flestum ef ekki öllum öðrum vestrænum þjóðum og þótt víðar væri leitað. Í raun sé það svo að orðið „amerískur“ sé merk- ingarlaust nema þegar það er notað um stefnu bandarískra stjórnvalda; frávikin séu of mörg. IVEn þetta er ekkert nýtt, að mati Weinber-ger, Bandaríkjamenn hafa alltaf verið inn- byrðis ólíkir og það hefur ekkert breyst eftir ell- efta september. Það sem vekur þvert á móti athygli Weinbergers er að þjóðin virðist lítið sem ekkert hafa breyst eftir þessa hræðilegu atburði. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.