Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 7 sem segir: „það berk út / úr orðhofi / mærðar timbr / máli laufgað.“ Þetta virðist vera til- vísun í sögu Biblíunnar um teinungana sem laufguðust inni í tjaldinu þar sem sáttmáls- örkin er geymd og ég rakti áðan. Og það bendir til þess að það sé verið að nota sögur úr Gamla testamentinu á sama hátt og kvæð- in nota sögur úr heiðni. Þetta gefur til kynna að Sonatorrek sé eftir kristinn mann eða mann sem er mjög vel heima í Biblíunni.“ Egils saga sem yfirbótarverk Í rannsóknum sínum hefur Torfi rannsak- að birtingarmynd sjálfsverunnar í Eglu og leitt getum að því að hún sé verk meðvitaðs höfundar. Í framhaldi hefur hann sett fram þá tilgátu að Egla standi í sambandi við iðr- unarguðfræði og yfirbótarhugsun á ritunar- tíma en kirkjan tók þá að gera mun meiri kröfur en áður til leikmanna um að þeir gengju til prests og skriftuðu einu sinni á ári. „Franski fræðimaðurinn Michel Foucault talar um það í frægri bók sinni um sögu kyn- ferðisins að mikið kirkjuþing í Lateran árið 1215 hafi markað tímamót í þessu tilliti. Páf- inn sem þá var, Innócentíus þriðji, var mjög stjórnsamur og talað er um stjórnartíð hans sem gullöld páfadóms. Á þessu kirkjuþingi voru margar afdrifaríkar ákvarðanir teknar, meðal annars var rannsóknarréttinum komið á. Enn fremur var öllum kristnum mönnum gert skylt að játa syndir sínar fyrir presti einu sinni á ári. Foucault talar um að þetta hafi verið ólýsanlega ströng krafa. Menn þurftu að leggja sál sína í dóm kirkjunnar. Þetta var hrein og bein valdbeiting. Það var verið að neyða fólk til að segja sannleikann um sjálft sig. Í Eglu er sögð saga um mann sem drýgir þá synd að girnast eiginkonu náunga síns og refsinguna sem kemur fyrir þessa synd en það sem mér þótti áhugavert er að þessi saga liggur undir niðri í verkinu, hún er ekki sögð berum orðum, hún er falin en jafnframt er vakin athygli á henni með ýmiss konar tákn- um og vísunum sem hafa verið skiljanleg þeim sem vanir voru Biblíutúlkun en einnig vel heima í skáldskaparhefð dróttkvæða. Mér þótti líka áhugavert að mjög margir fræðimenn höfðu fært rök fyrir því að Snorri Sturluson væri höfundur Eglu og ég ákvað að lesa hina duldu sögu saman við ævi Snorra. Í ljós kom að það er ýmislegt í ævi Snorra sem gæti bent til þess að hann vildi segja þessa sögu með þessum hætti. Í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar er sagt frá því þegar Sturla Sighvatsson, bróð- ursonur Snorra, gengur að eiga Sólveigu Sæ- mundardóttur. Við þessa frétt varð Snorri mjög fár og menn veltu því fyrir sér hvort hann hafi haft aðrar fyrirætlanir. Hugsan- lega hafði hann ætlað sér að eignast þessa konu sjálfur. Sólveig hefur mjög áþekka stöðu gagnvart Snorra og Ásgerður hefur gagnvart Agli í Egils sögu. Sólveig er erfingi Oddaverja og í æðum hennar rennur kon- unglegt blóð. Sama gildir um Ásgerði sem er „tiginborin fram í ættir“ eins og segir í sög- unni. Það er því spenna milli Snorra og bróð- ur hans Sighvats og bróðursonarins Sturlu vegna þessa. Það verða mjög hatrömm átök á milli þeirra í kjölfarið. Snorri nær erfðagoð- orði þeirra bræðra af Sturlu og Sturla grun- ar Snorra um að bera ábyrgð á tilræði við sig í Sauðafellsför. Að lokum ráðast Sighvatur og Sturla inn í veldi Snorra 1236 og hann flýr til Noregs og kemur ekki aftur fyrr en eftir fall þeirra feðga á Örlygsstöðum 1238. Hér eru samsvaranir við sögu Egils að því leyti að hatrömm átök eru milli bræðra og þau snúast í senn um kvonfang og föðurarf. Auk þess missir Snorri son af slysförum, Jón Murta, eins og Egill missir Böðvar. Og allt gerist þetta um svipað leyti. Aðförin að Sturlu er 1229 og Jón Murti deyr 1231. Á sama tíma er verið að koma inn í íslensk kirkjulög ákvæð- um um að allir eigi að skrifta einu sinni á ári. En fleira kemur til því jafnframt eru sett ákvæði um að „leyfa beri leynda skrift fyrir leyndan löst“ eins og það er orðað í íslenskri kirkjutilskipan frá 1223. Það þýðir að menn megi skrifta í leynd eða undir fjögur augu en ekki opinberlega. Í ljósi þessa finnst mér koma til greina að Egla hafi verið samin sem yfirbótarverk, hún hafi verið leynd skrift Snorra fyrir að hafa viljað bróðurson sinn feigan og girnst konu hans. Mér þykir þrennt styrkja þessa tilgátu. Í fyrsta lagi hefði þetta verið mjög í anda Snorra, eins fremsta skálds samtíma síns, að „yrkja fólgið“, eins og hann orðaði það sjálf- ur í Eddu sinni. Og í öðru lagi vitum við um fáa í samtíma hans sem hefðu verið færir um að vinna á jafn skapandi hátt úr þeirri fjöl- þættu þekkingu sem færa má sterk rök fyrir að Egluhöfundur hafi búið yfir. Í þriðja lagi má finna dæmi þess að Snorri taki pólitískar ákvarðanir í ljósi trúarlegra viðhorfa. Á föst- unni fyrir páska árið 1236 fréttist af miklum liðsöfnuði Sighvats og Sturlu og að þeir ætli að fara að Snorra. Liði er safnað í Borg- arfirði til varnar Snorra en Snorri tekur það ekki í mál að berjast við bróður sinn vegna þess að stórhátíð er í nánd, eins og segir í Ís- lendinga sögu. Oftast hefur þessi atburður verið túlkaður þannig að Snorri hafi verið lít- ill bardagamaður og jafnvel hálfgerð bleyða. En í raun og veru er enginn fótur fyrir þeirri túlkun. Það liggur beinna við að taka orð hans trúanleg, að hann hafi ekki viljað leggja sál sína í hættu með því að fara gegn bróður sínum á stórhátíð. Hann kýs síðan frekar að hörfa þegar Sighvatur og Sturla ráðast inn í Borgarfjörðinn á pálmasunnudag 1236. Þórð- ur, þriðji bróðirinn, ríður þá til móts við Sig- hvat og átelur hann harðlega fyrir að ráðast að bróður sínum á þessum tíma. Það sé synd- samlegt og einkar óvarlegt fyrir Sighvat vegna þess að hann sé orðinn gamall maður og þurfi því að huga að því sem hann geri, synd geti svipt hann himnaríkisdvöl nái hann ekki að iðrast hennar og bæta fyrir hana fyr- ir andlátið.“ Uppruni Íslendinga sagna Og hér erum við aftur komin að sögu sjálfsverunnar, segir Torfi. „Foucault talar einmitt um það hvað aukin áhersla á að leikir jafnt sem lærðir skyldu játa syndir sínar fyrir skriftaföður hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun þess sem kalla mætti hina vestrænu sjálfsveru. Öllum kristnum mönnum er að sjálfsögðu skylt að bera umhyggju fyrir sál sinni eða sjálfi. En hér er gerð krafa um nákvæma sjálfsskoðun jafnframt því sem nauðsynlegt er að gera grein fyrir þessu sjálfi fyrir öðrum. „Játn- ingakvöðin“ eins og Foucault kallar það er þar með orðin að hluta af okkur sjálfum. Reyndar má sjá hennar víða stað enn þann dag í dag í nútímamenningunni og í afstöðu okkar til okkar sjálfra. Niðurstöður mínar um að þegar gæti áhrifa frá þessum breytingum í ritun Egils sögu hljóta að vekja áleitnar spurningar um eðli og uppruna Íslendinga sagna. Ekki síst ef við göngum út frá því að Egla hafi verið fyrsta Íslendinga sagan, eins og Jónas Krist- jánsson hefur leitt getum að. Aldur handrita og rittengsl benda til þess að ritun Íslend- inga sagna hefjist í kjölfar þess að ritaðar voru sögur af norrænum konungum hér á landi. Það var ekki undarlegt að Íslendingar tækju sér fyrir hendur að festa á skinn fróð- leik um þessa konunga, jafnvel þótt þeir væru ekki orðnir þegnar Noregskonungs þegar rit eins og Heimskringla er sett sam- an. Þeir áttu mikið undir konungi, m.a. vegna verslunarhagsmuna, auk þess sem töluverð tengsl voru milli íslenskrar höfðingjastéttar og þeirrar norsku. Það sem er sérstakt við Íslendinga sögur er að þar eru það allt í einu íslenskir menn sem eru í miðju frásagnarinnar en ekki nor- rænir konungar. Þótt margt sé líkt með kon- unga sögum og Íslendinga sögum, ekki síst Egils sögu, var það skref í nýja átt að semja sögur sem gerðust á Íslandi og fjölluðu um Íslendinga. Við skiljum ekki ennþá hvers vegna það skref var stigið. Ég held að rann- sóknir mínar á Egils sögu geti lagt þó nokk- uð nýtt fram til lausnar á þeirri gátu. Í stað þess að líta svo á að sögurnar séu fyrst og fremst afrakstur innlendrar hefðar sem teygir rætur sínar aftur í fjarlæga fortíð og endurspegli samfélag sem er lítt mótað af þeim öflum og hræringum sem eru virk í Evrópu samtímans tel ég að sögurnar séu af- urð samfélags sem varð fyrir djúpstæðum áhrifum frá þeim breytingum sem urðu á vestrænni menningu á þessum árum. Við getum ekki skilið Íslendinga sögurnar nema við skiljum þau öfl sem voru virk í lífi þeirra sem skrifuðu þær og þær voru skrifaðar fyr- ir. Kennivald kristninnar var eitt af þessum öflum og náði langt inn í sjálfsvitund þeirra sem uppi voru á þessum tíma. En þótt Egils saga kunni að hafa verið samin sem yfirbót fyrir syndir höfundarins og sé jafnvel leynd skrift hans þýðir það ekki að höfundurinn sé að beygja sig að öllu leyti undir vald kristn- innar. Það sem er áhugavert við söguna er að í henni má einnig greina viðnám gegn þessari valdbeitingu. Sagan er langt frá því að vera kristilegt siðbótarrit, eins og allir sem lesið hafa söguna vita. Frekar væri hægt að lýsa henni sem viðbrögðum sterkrar sjálfsvitund- ar við siðrænu valdboði kirkjunnar. Höfund- ur tjáir þessi viðbrögð með skáldaðri frásögn um heiðna fornskáldið Egil Skalla-Grímsson. Hugsanlega var hann einhvern tímann til en við þekkjum fyrst og fremst sköpunarverk Egluhöfundar. Að sjálfsögðu er ekki hægt að yfirfæra nið- urstöður mínar beint yfir á allar Íslendinga sögur en þær ættu að vera hvatning til þess að skoða þær á nýjan hátt, til að leggja meiri áherslu á að skilja þær út frá fagurfræðilegri og vitsmunalegri afstöðu til texta úr samtíma þeirra og í víðara skilningi út frá hugarheimi höfunda þeirra og félagslegum veruleika. Hvorttveggja er mótað af ýmsum öflum, þar með talið kristni.“ Morgunblaðið/KristinnTorfi Tulinius throstur@mbl.is „Í stað þess að líta svo á að sögurnar séu fyrst og fremst af- rakstur innlendrar hefðar sem teygir rætur sínar aftur í fjarlæga fortíð og endurspegli samfélag sem er lítt mótað af þeim öflum og hrær- ingum sem eru virk í Evrópu samtímans tel ég að sögurnar séu afurð samfélags sem varð fyrir djúpstæð- um áhrifum frá þeim breytingum sem urðu á vestrænni menn- ingu á þessum árum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.