Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Síða 8
B
LAÐAMAÐURINN og rithöfund-
urinn, Stefan Kanfer, skrifar
grein í nýjasta hefti hins virta
bandaríska tímarits City Journal
um Noam Chomsky og bók hans
9/11 sem inniheldur viðtöl tekin
við hann fyrstu vikurnar eftir at-
burðina þennan sögulega og ógn-
þrungna dag. Fyrirsögn greinarinnar er „Amer-
ica’s Dumbest Intellectual“ eða Heimskasti
gáfumaður Ameríku og gefur ágæta mynd af
þeim viðtökum sem bók Chomskys hefur fengið í
Bandaríkjunum en í henni setur hann fram harða
gagnrýni á utanríkisstefnu bandarískra stjórn-
valda og segir meðal annars þetta valdamesta ríki
heims jafnframt vera „leiðandi í ógnarstarfsemi“
(„a leading terrorist state“).
Noam Chomsky hefur löngum verið þversum í
bandarísku þjóðlífi. Hann hefur verið prófessor í
málvísindum við Massachusetts Institute of
Technology (MIT) frá árinu 1955 en rannsóknir
hans hafa ekki síður snúist um þjóðfélagsmál og
stjórnmál en leyndardóma tungumálsins. Stund-
um hafa þessi svið þó skarast enda er tungumálið
ein skýrasta birtingarmynd valds og valdbeiting-
ar samkvæmt kenningum Chomskys og fleiri.
Eins og svo mörgum þykir Stefan Kanfer
Chomsky hins vegar vera kominn langt út fyrir
sérsvið sitt þegar hann skrifar um stjórnmál og
sakar hann um að nota frægð sína til þess að
koma skoðunum sínum um alla skapaða hluti á
framfæri en Chomsky er samkvæmt því sem seg-
ir í grein Kanfers sá höfundur samtímans sem oft-
ast er vitnað til og í áttunda sæti yfir þá höfunda
mannkynssögunnar sem mest er vitnað til. Og
auðvitað telur Kanfer málfræðinginn ekki hafa
nokkurt vit á stjórnmálum og hvað þá utanrík-
isstefnu Bandaríkjanna og kallar bók hans „sví-
virðilegt brot gegn öllu velsæmi og móðgun við
íbúa New York“.
Skrif Chomskys og Kanfers eru í sjálfu sér eðli-
leg skoðanaskipti. Fljótlega eftir ellefta septem-
ber fór hins vegar að bera á umræðu um að slík
skoðanaskipti væru ekki nægilega mikil í Banda-
ríkjunum; þar gætti nánast skoðanakúgunar sem
kæfði í fæðingu alla gagnrýni á borð við þá sem
Chomsky setti fram. Talað var um að stæk þjóð-
ernishyggja hefði blossað upp meðal Bandaríkja-
manna og jafnvel stærstu og áhrifamestu fjöl-
miðlar þeirra héldu fram einhliða boðskap um
ástæður og eftirleik atburðanna ellefta septem-
ber. Þessar skoðanir komu ekki síst fram í evr-
ópskum fjölmiðlum og meðal rithöfunda og
menntamanna utan Bandaríkjanna. Og þótt þeim
hafi mátt finna stað í helstu fjölmiðlum landsins,
þar sem aftur var farið að nota orðalag á borð við
það sem tíðkaðist á tímum „óamerísku nefndar-
innar“, þá var myndin mjög einfölduð eins og
myndin af Bandaríkjunum er oft.
Vorhefti breska bókmenntatímaritsins Granta
(77:2002) ber yfirskriftina: „What we Think of
America“, eða: Álit okkar á Ameríku. Í heftinu
lýsa 24 rithöfundar, fræðimen og fjölmiðlamenn
hvaðanæva úr heiminum viðhorfum sínum til Am-
eríku. Uppátækið segir sitt um stöðu Bandaríkj-
anna. Og ef það ætti að draga einhverja eina nið-
urstöðu af greinunum væri hún helst sú að
Bandaríkin væru miðlæg í heimsmynd samtím-
ans. Ef til vill er það rétt sem sagt er í einni
mynda þýska kvikmyndaleikstjórans Wim Wend-
ers að hugskot okkar séu bandarískar nýlendur.
Og ef til vill mætti taka undir orð eins af grein-
arhöfundum Granta, Írans Fintans O’Tool, um að
Ameríka sé jörðin sem við öll stöndum á. Grein-
arnar leiða þó einnig í ljós að afstaðan til miðj-
unnar er, eins og oft, ákaflega mismunandi. Hér
verður stiklað á stóru í þessum hnýsilega greina-
flokki.
Evrópumenn hörðustu gagnrýnendurnir
Það kann að koma á óvart að hörðustu gagn-
rýnendur Bandaríkjanna úr þessum hópi höfunda
eru Evrópumenn. Það staðfestir togstreituna sem
sumir höfundarnir tala um að ríki á milli hinnar
gömlu miðju og hinnar nýju. Það má raunar halda
því fram að allt frá því snemma á síðustu öld hafi
ein helsta íþrótt evrópskra menntamanna og rit-
höfunda verið að gagnrýna Ameríku og þá ekki
síst menningu hennar sem þeir hafa talið hrein-
ustu lágkúru.
Eins og Þjóðverjinn Hans Magnus Enzensber-
ger bendir á gaus þessi andúð Evrópuelítunnar á
bandarískri menningu, hugarfari og einnig
stjórnarfari upp með enn meiri krafti í kjölfar Ví-
etnamstríðsins. Hin svokallaða 68-kynslóð, sem
hafði raunar alist upp með Hollywood-myndum
og rokki og tekið hinni áhyggjulausu heimsmynd
þeirra fagnandi, gerði Bandaríkin og það sem þau
stóðu fyrir að einum af helstu ásteytingarsteinum
sínum. Og það ekki að ástæðulausu, að mati En-
zensberger, það kom í ljós að á bak við sakleys-
islegt og glaðlegt yfirbragð menningariðnaðarins
leyndist harður veruleiki, einræðistilburðir víða í
veröldinni, tvöfalt siðgæði og undarlegur átrún-
aður á vopn og dauðarefsingar á heimaslóðum.
Enzensberger segir að í gagnrýni 68-kynslóð-
arinnar hafi oft verið einblínt um of á hin menn-
ingarlegu áhrif Bandaríkjanna. Menn hafi verið
uppteknari af Coca-Cola en Pinochet, skyndibita-
mat en My Lai. Hin amerísku menningaráhrif
hafi hins vegar aldrei orðið svo mikil sem menn
hafi óttast. Þvert á móti hafi Evrópa sífellt orðið
Evrópulegri og Bandaríkin fjarlægari. Í hans
huga hafi framandleiki Bandaríkjanna aukist eft-
ir því sem hann vissi meira um þau. Og þótt Evr-
ópumenn borðuðu að mörgu leyti sama matinn og
Bandaríkjamenn og keyptu hann í sams konar
verslunarmiðstöðvum færi því fjarri að hugmynd-
ir þeirra um sjálfa sig og heiminn væru hinar
sömu. Sem betur fer, segir Enzensberger. Hann
kveðst fagna frávikunum en gerir það þó með
háðstón. Hann viðurkennir að aldrei verði hægt
að skilja til fullnustu þetta skrýtna þjóðfélag sem
líti til dæmis svo á að vindlingar séu hættulegri
mönnum en hríðskotabyssur og útlönd séu eitt-
hvað sem ekki þurfi að skipta sér af nema þau geri
sprengjuárás. Bandaríkin verði alltaf heimur út af
fyrir sig, „aðdáunarverður, þakkarverður og
undraverður.“
Hættulegasta ríki sem til hefur verið
Breski rithöfundurinn James Hamilton-Patt-
erson talar í þessum sama hæðnistón er hann seg-
ir furðulegt að aldrei skuli neinn af hinum gáfuðu
og skynsömu menntamönnum, sem hann segir
varla þverfótað fyrir í Bandaríkjunum, hafa
rambað inn í Hvíta húsið. Á slíkum glósum hafa
Evrópumenn klifað í heila öld og þykir kannski
ekkert tiltökumál lengur.
Landi Hamilton-Pattersons, Harold Pinter,
setur fram öllu alvarlegri og harðari gagnrýni.
Pinter segir Bandaríkin hættulegasta ríki sem til
hafi verið, hrokafullt, áhugalaust, fullt fyrirlitn-
inar á alþjóðalögum og það umgangist Sameinuðu
þjóðirnar eins og því sýnist. Bandaríkin hafi sagt
sig úr lögum við umheiminn og séu í raun hið eig-
inlega útlagaríki („rogue state“), en þau séu vel að
merkja útlagaríki með tröllaukinn hernaðar- og
efnahagslegan mátt. Pinter þylur dæmi máli sínu
til stuðnings og segir svo að í ljósi þessarar með-
vituðu útlagastefnu hafi Bandaríkin lýst yfir stríði
gegn heiminum: „Þau skilja einungis eitt tungu-
mál – sprengjur og dauða.“
John Gray, prófessor við London School of
Economics, tekur í sama streng og Enzensberger
og segir ómögulegt að átta sig á Bandaríkjunum
og tilraunir til að setja þau öll undir einn hatt séu
AMERÍKA EFTIR EL
„Hann telur að klisjurnar margtuggnu hafi allar verið rangar en jafnframt heldur hann því fram a
„Þeir hafi hins vegar komist að því að þeir séu eins og allir aðrir, berskjaldaðir fyrir öfund og hefnd
og sprengjum sem springa á götuhornum.“ (Doris Lessing)
Í vorhefti breska bókmenntatímaritsins Granta lýsa 24
rithöfundar, fræðimenn og fjölmiðlamenn hvaðanæva
úr heiminum viðhorfum sínum til Bandaríkjanna.
ÞRÖSTUR HELGASON gluggar í greinarnar sem
varpa upp þverstæðukenndri mynd af stórveldinu.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002