Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Síða 9
dæmdar til að mistakast. Doris Lessing leyfir sér
hins vegar að setja fram nokkrar alhæfingar,
reyndar með þeim fyrirvara að bandarísk þjóð sé
langt í frá einsleit. Hún segir Bandaríkjamenn
hafa álíka lítið mótstöðuafl gegn hugmyndum eða
tískubylgjum og lítil einangruð samfélög hafi
gegn mislingum og kíghósta. Það sé eins og fár-
viðri gangi yfir með reglulegu millibili og hrifsi
allt lauslegt með sér. Gleypt sé við öllu hugsunar-
laust. Allt sé ýkt og öfgakennt. Þannig hafi kalda
stríðið hvergi verið kaldara á Vesturlöndum. Og
hin kórrétta hugsun („political Correctness“),
sem hafi til að byrja með verið leið til að afhjúpa
fordóma í kennslubókum og öðrum opinberum
textum, hafi fljótlega farið úr böndunum og orðið
að dellukenndum ofsóknum. Með sama lagi séu
viðbrögð Bandaríkjamanna við atburðunum ell-
efta september – þótt vissulega hafi þeir verið
hræðilegir. Yfir Bandaríkin gangi þjóðernisæði
sem minni á seinni heimsstyrjöldina. Lessing
þykir sem Bandaríkjamenn sjái sjálfa sig sem ein-
staka, eina, misskilda, umkringda og þeir líti á alla
gagnrýni sem svik. Þeir hafi hins vegar einungis
fengið að kenna á því að þeir séu eins og allir aðr-
ir, berskjaldaðir fyrir öfund og hefnd og sprengj-
um sem springa á götuhornum.
Klisjunum andmælt og frelsið lofað
Viðhorf Evrópumannanna í Granta til Ameríku
eru þó ekki öll á einn veg. Franski rithöfundurinn,
Benoît Duteurtre, andmælir klisjunum sem evr-
ópskir menntamenn hafa étið upp hver eftir öðr-
um í áratugi. Amerískri alþýðumenningu hafi þar
verið stillt upp sem andstæðu evrópskrar há-
menningar. Og nú eftir atburðina ellefta septem-
ber segir Duteurtre að aftur sé farið að tala um
heimsvaldastefnu Bandaríkjanna eins og vinstri-
menn gerðu forðum. Hann segist ekki hafa á móti
því að Bandaríkin séu gagnrýnd. Hann óttist hins
vegar að meðal landa sinna gæti óæskilegrar
þjóðernishyggju er þeir láti sem þeir geti sett sig
á háan hest gagnvart Bandaríkjamönnum, til
dæmis í mannréttindamálum. Sú þverstæðu-
kennda þróun hafi orðið að vinstrimenn, sem áður
hafi verið einarðir alþjóðasinnar, hafi nú breyst í
heimóttarlega þjóðernissinna sem þyki betra að
veifa röngu tré en öngvu. Telur Duteurtre aug-
ljóst að Evrópubúa skorti sjálfsgagnrýni sem
hann finni hins vegar í hugsun Bandaríkjamanna.
Tékkneski rithöfundurinn Ivan Klíma hefur
aðra afstöðu til Bandaríkjanna en flestir hinna
evrópsku höfunda í Granta en hann segir að sem
fyrrum austantjaldsmaður dái hann enn hið opna
og frjálsa bandaríska þjóðfélag. Hann segir þó að
frelsið geti haft þverstæðukenndar afleiðingar í
för með sér og ein af þeim sé hinn taumlausi
menningariðnaður þar sem efnishyggja, ofbeld-
isdýrkun og klám vaði uppi.
Tvístígandi frammi fyrir risanum
Flestir af höfundunum 24 eiga það sameigin-
legt að bera mjög blendnar tilfinningar til Banda-
ríkjanna. Sílebúinn Ariel Dorfman segir undar-
lega sögu um það. Hann situr við sundlaug og
skammt frá honum sefur bandarísk móðir lítils
drengs sem leikur sér á bakkanum. Drengurinn
er ærslafullur og fer í taugarnar á Dorfman sem
þykir agaleysi barnsins dæmigert fyrir Banda-
ríkjamenn. Þetta var á sjöunda áratugnum þegar
allar hugsanir og gjörðir manna voru litaðar póli-
tík og þegar drengurinn dettur á bólakaf ofan í
laugina hikar Dorfman. Móðirin sefur og verður
einskis vör og á meðan sekúndurnar tifa finnur
hann enga hvöt hjá sér til þess að hlaupa til og
bjarga barninu. Dorfman segist raunar ekki geta
fullyrt nú að þessar sekúndur á sundlaugarbakk-
anum hafi honum verið nákvæmlega sama um
drenginn. Hugsanlega sé minni hans litað því sem
átti eftir að gerast seinna er Bandaríkin áttu þátt í
að steypa af stalli lýðræðislega kjörinni ríkis-
stjórn í Síle og útvega Kontraskæruliðum í Ník-
aragúa vopn og þjálfa dauðasveitirnar í El Salva-
dor. Hann heldur þó að hann hafi verið haldinn
djúpstæðri reiði gagnvart Bandaríkjamönnum
vegna þess hvernig ástandið var í landi hans og
nágrannalöndunum. Eftir þetta augnablikshik
stakk Dorfman sér á eftir drengnum, dró hann
upp á bakkann og blés í hann lífinu. Við það vakn-
aði móðirin sem reyndist vera djassgeggjari eins
og Dorfman og hin ágætasta manneskja. Dorf-
man segir að sér hafi síðan oft orðið hugsað til
þess hversu auðvelt sé að kenna stórveldinu, sem
vissulega getur haft gríðarleg áhrif til góðs eða
ills, um allt sem aflaga fer í stað þess að horfa í
eigin barm. Og það óttist hann einna helst nú að
menn gleymi í eitt augnablik hinum mannlega
samnefnara okkar allra, rétt eins og hann gerði á
sundlaugarbakkanum forðum.
Kínverska ljóðskáldið Yang Lian er einnig tví-
stígandi eftir að hafa reynt bæði alræðið í heima-
landi sínu og lýðræðið í Bandaríkjunum. Banda-
rískur starfsbróðir hans spurði hann hvort hann
vildi ekki taka afganga með sér heim í poka eftir
að þeir höfðu snætt saman á kínverskum veit-
ingastað. Þetta kom Lian algerlega í opna skjöldu
enda hafði honum aldrei dottið annað eins í hug.
Starfsbróðir hans fullvissaði hann hins vegar um
að ef þeir væru staddir í Bandaríkjunum myndi
ljóðskáld ekki víla það fyrir sér að taka með sér
afgangana. Þegar Lian kom til Bandaríkjanna
nokkrum árum síðar komst hann að því að ljóð-
skáld ættu ekki alltaf sjö dagana sæla í vestrinu.
Hann þurfti að hafa sig allan við til að geta greitt
húsaleiguna, keypt mat, lyf, bjórglas. Í Kína hafði
hann lifað við ofurvald hugmyndafræðinnar. Þar
hafði hann borðað sinn daglega samfélagslega
skammt af hrísgrjónum og einungis þurft að berj-
ast fyrir sjálfstæði sínu og sjálfsmynd. Í Banda-
ríkjunum komst hann í kynni við ofurvald pening-
anna.
Indverski sagnfræðingurinn Ramachandra
Guha er einnig á báðum áttum en kemst að þeirri
niðurstöðu að Bandaríkjamenn séu í senn miklir
lýðræðissinnar og heimsvaldasinnar. Þeir beri
djúpa virðingu fyrir vinnu einstaklinganna og
framlagi þeirra til samfélagsins en vanvirði marg-
ar þær skyldur sem lagðar séu þeim sjálfum á
herðar í alþjóðasamfélaginu. Guha telur þessa
þverstæðukenndu þjóð einstaka í mannkynssög-
unni.
Vondur heimur
Það er engin óvissa í afstöðu egypska rithöf-
undarins Ahdaf Soueif. Þrátt fyrir að hafa mótast
af amerískum menningaráhrifum í æsku og á
ungdómsárum, eins og svo margir þessara höf-
unda, þá hefur hún nú fengið sig fullsadda af yf-
irgangi stórveldisins. Hún segir að áhrif og að-
gerðir Bandaríkjanna í heiminum hafi orðið
ósmekklegri með ári hverju síðustu ár. „Og það er
ófyrirgefanlegt að allt er þetta gert undir merkj-
um „frelsis“, „lýðræðis“ og „friðar“,“ segir Soueif,
og bætir við: „Í augnablikinu eru Bandaríkja-
menn ráðandi í heiminum og þetta virðist vondur
heimur.“
Soueif ræðir hlut Bandaríkjanna í deilum Ísr-
aels og Palistínumanna og telur það ekki endilega
rétt að þar séu þeir undir áhrifum og þrýstingi frá
valdamiklum gyðingum í Bandaríkjunum. Skýr-
ingin er ef til vill djúpstæðari, segir hún. Banda-
ríkin eru tiltölulega ung þjóð sem varð til er hópur
hvítra Evrópumanna „fundu“ land og „numu“
það, burt séð frá því að þar var fólk þá þegar.
„Kannski er hrifning Bandaríkjamanna af Ísrael
af sama toga og hrifning foreldris sem fylgist með
barni sínu fara í fótspor þess.“
Ný sjálfsmynd
Ein helsta niðurstaða greinanna 24 er sú að
sennilega hættir flestum til að draga upp of ein-
falda mynd af Bandaríkjunum. Kannski er það
rétt sem John Gray segir í grein sinni að mik-
ilvægast sé að hafa það í huga að það verði aldrei
komist til botns í þessari þjóð. Hann telur að klisj-
urnar margtuggnu hafi allar verið rangar en jafn-
framt heldur hann því fram að sjálfsmynd Banda-
ríkjanna sé að breytast í kjölfar atburðanna
ellefta september. Bandaríkjamenn gátu litið svo
á að hugmyndafræði þeirra um hinn frjálsa mark-
að og lýðræði hefði orðið ofan á með lokum kalda
stríðsins. Að mati Gray var það hins vegar rangur
skilningur að þessi hugmyndafræði væri í kjölfar-
ið að leggja undir sig heiminn, ekki aðeins vegna
þess að stór hluti heimsins styddist ekki við hana
heldur einnig vegna þess að hún hafi aldrei verið
ríkjandi í Bandaríkjunum sjálfum, þar hafi menn
frekar aðhyllst verndarstefnu og ríkisafskipti,
ekki síst þegar harðnaði á dalnum. Eftir at-
burðina ellefta september segir Gray að enginn
ímyndi sér lengur að amerísk gildi muni breiðast
út um heim allan. Það sé ný staða fyrir Ameríku
og hún muni hafa áhrif á nýja sjálfsmynd hennar.
LLEFTA SEPTEMBER
ð sjálfsmynd Bandaríkjanna sé að breytast í kjölfar atburðanna ellefta september.“ (John Gray)
Morgunblaðið/Einar Falur
„Yfir Bandaríkin gangi þjóðernisæði sem minni á seinni heimsstyrjöldina.“ (Doris Lessing)
„Pinter segir að í ljósi þessarar meðvituðu útlagastefnu hafi Bandaríkin lýst yfir stríði gegn heim-
inum: „Þau skilja einungis eitt tungumál – sprengjur og dauða.““
throstur@mbl.is
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 9