Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.2002, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 2002 A LLT frá dögum Constables og Turners hafa Englend- ingar staðið framarlega í nýsköpun myndlistar, þótt ekki hafi þeir jafnaðarlega markaðssett hana af jafn miklum ákafa og Frakkar, og á nýrri tímum Banda- ríkjamenn. Framganginn geta þeir um margt þakkað hve frábær málari Sir Josuah Reyn- olds (1723–1792), fyrsti forstöðumaður Kon- unglega fagurlistaskólans var. Skólinn hefur lifað á færni hans og frægð frá stofnun 1768, og þrátt fyrir seinni tíma íhaldssemi líkt og gerðist um fleiri listakademíur má telja und- irstöðuna réttlega fundna. Frá því París, móð- urborg framsækinna myndlista í 100 ár, missti forustuna á seinni helmingi síðustu aldar hef- ur margt verið að koma í ljós úr fortíð sem áð- ur var hulið. Ekki síst á norðlægari slóðum þar sem margir hverjir voru fullkomlega blindaðir af franskri rökfræði. Ekkert vont um hana hér, en öll einsýni er dæmd til að lifa sig fái hún ekki staðist, einkum ef hún byggist í og með á því að gera minna en skyldi úr framlagi annarra. Parísarskólinn gerði sig sekan og gerir að hluta enn, um að snúa blinda auganu að þróuninni utan landamæra Frakk- lands. Skýrasta dæmið sem að okkur Norður- landabúum snýr, er að þegar þeir féllust fyrir nokkrum árum loks á að kynna Edvard Munch með veglegri sýningu á Orsay- safn- inu, þótti þeim meginveigurinn liggja í því að fram kæmu áhrif sinna manna, líkt og Piss- arro, á list Munchs sem skeði á þroskaárum hans, annars voru þeir ekki til viðtals. Hvað þá að fram mætti koma, að stórmeistarar franskrar myndlistar, Matisse og Picasso, leit- uðu í smiðju Munchs sem fullþroska lista- manns! Mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu, en ekki skyldi það minnka hársbreidd aðdáun okkar á hinum mörgu meisturum þeirra eða franskri menningu yfirleitt. Hér er rökræða í víðu samhengi farsælust og varð ég áþreifanlega var við það er ég las úrval neð- anmálsgreina ameríska listsögufræðingsins Clement Greenbergs, sem hann reit sumar hverjar svo snemma sem 1947, og tók amer- íska list rækilega á beinið fyrir undirlægjuhátt við franska myndlist. Var þá í raun að leggja grunn að því að amerískir myndlistarmenn hrifsuðu til sín frumkvæðið, bókina var ég með í farteskinu og gluggaði í á hverju kvöldi. Eftir allar ferðirnar á hraðbrautum Hol- lands og Belgíu, var mikill léttir að setjast í hraðlestina til Lundúna síðdegis og geta í ró- legheitum virt fyrir sér landslagið beggja vegna í ljósaskiptum. Við blasti fjölþætt gróð- urlendi er tók nokkrum stakkaskiptum eftir að lestin dreif sig upp úr göngunum Eng- landsmegin. Aðalviðburður sumarsins í Lund- únum var vitaskuld hin mikla framkvæmd Matisse/ Picasso á Tate Modern, Bankside, og þangað var haldið í bítið morguninn eftir, skeði við upphaf síðustu vikunnar er hún var opin allan sólarhringin. Um sýninguna hefur óvenjumikið verið fjallað í íslenzkum fjölmiðl- um, þótt engin alvarleg krufning hafi farið fram og þar sem henni er lokið verður síður lagt í slíkt að sinni. Hún var einstæður við- burður og hallaði á hvorugan í þessum sam- anburði, þótt aðdáendur beggja hafi með jafn miklum rétti getað haldið því fram, að sinn maður gerði lítið úr hinum. En á svo grunn- færan hátt skal framkvæmdin ekki afgreidd, heldur huga að þeim lærdómi sem mögulegt er af slíkum samanburði að draga. Þó tilefni að vísa til og minna á, að það var Matisse sem benti Picasso á list frumstæðra á mannfræði- safninu í París, sem reyndist svo örlagaríkt fyrir framþróun módernismans. Fram kom, að þeir voru nánari en margur hugði, um leið keppinautar, og eins og Picasso orðaði það nokkurn veginn: þegar annar hver okkar hverfur af sjónarviðinu getur hinn ekki rök- rætt við neinn um listina lengur! Segir meira en löng útlistan. Lánaðist að skoða sýninguna áður en salirnir fylltust en er ég yfirgaf hana var orðið erfitt að skoða verkin í manngrúan- um, eyddi svo til öllum deginum á safninu, en um sali þess var stöðugur straumur fólks, sem er eðlilegasta mál jafn vel og búið er að hinu viðamikla yfirliti samtímalistar. Sjálf skráin á Matisse/ Picasso-sýninguna slíkur heljardoðr- antur að ég sá marga hætta við að kaupa hana enda martröð í allar ferðatöskur. Stóð lengi hikandi við hlið bláókunnugrar róðu sem einn- ig var að fletta í henni í bókabúð safnsins og má segja að við höfum hætt við kaupin á sama augnabliki, litum hvort á annað og hristum mæðulega höfuðið! Hin mikla Páls kirkja er í beinni línu frá Tate hinum megin við Themsá, og viturlegt að ljúka heimsókn á safnið með skoðun hennar og minnast við sögu Brezka heimsveldisins, annað hrein goðgá. Yfir eina göngubrú að fara og á björtum degi svíkur út- sýnið engan. Yfirlitssýningin á verkum hins áttræða Lu- cien Freud á Tate Brittain, Millbank, stendur enn yfir, og fram til 22. september. Um hann hef ég nýlega fjallað í Lesbók og hef litlu við að bæta, nema því hve myndverkin vinna mik- ið á augliti til auglitis. Málarinn stendur full- komlega fyrir sínu, sem fremstur meðal jafn- ingja á sínu sérsviði, ásamt þeim Leon Kossoff (f. 1926) og Frank Auerbach (f. 1935), allir brezkir fram í fingurgóma. Mannfjöldinn engu minni en á Matisse/Picasso-sýningunni og sýningarskráin viðráðanlegri þótt stór og dig- ur sé, gekk enda út eins og heitar lummur. Má vera ljóst að Freud hefur unnið hug og hjörtu landa sinna og er jafnframt orðinn einn af stórmeisturum samtímalistarinnar. Því til áréttingar skal þess getið í framhjáhlaupi, að lítil mynd af dóttur hans, Annabel, máluð 1972 var slegin á 714.730. 000, dollara á uppboði hjá Shotheby’s í júnímánuði, tvöfalt yfir mati. Sal- laklárt að engilsaxar eru sér nú meðvitandi um vægi sitt í heimslistinni og gildi markaðs- setningar myndlistar, þannig mun fjárveiting til Tate nema 30. milljónum punda árlega. Í kjallarasölum safnsins reyndist vera önnur sýning og hvalreki fyrir alla þá sem hafa áhuga á vatnslitatækninni og þróun hennar í Englandi. Um að ræða æviverk Thomas Girt- in (1775–1802), öllum þáttum vinnuferlis hans við gerð vatnslitamynda og málmætinga. Litið til þess að maðurinn varð einungis 25 ára, er umfang afkasta hans og rannsókna með mikl- um ólíkindum. Var þó aldrei að flýta sér, heið- arlegri og vandaðri vinnubrögð getur naum- ast, enda sagði Turner, sem var einn af líkmönnunum sem báru hann til grafar: „Ef Tom Girtin hefði ekki lifað hefði mig dagað uppi.“ Allt sem þessi maður gerði var svo full- komlega laust við sýndarmennsku og grunn áhrifabrögð að við fátt að jafna á hans sér- sviði, nema helst verk Constables og Turners sem báðir urðu fyrir áhrifum af honum. Á sínu stutta æviskeiði hafði hann einnig tíma til að rannsaka liti og reif þá sjálfur, áhrifamátt þeirra og blæbrigði, einnig undirlagið þ.e. pappírinn, sem hann valdi af mikilli vandfýsi, allt eftir því hvaða ljósbrigðum hann vildi ná fram. Þá er þetta maðurinn sem umbylti vatnslitatækninni með því að hafna undir- málningu og bar litinn beint á sérstakan gul- leitan pappír sem drakk hann í sig. Girtin telst landslagmálari í víðum skilningi, því hann málaði einnig hús, fólk, dýr og skip, sem sagt allt sem fyrir augu bar og er hér alveg sér- stakur fyrir hin fáguðu og nákvæmu vinnu- brögð. Með ólíkindum lærdómsrík og gefandi sýning sem margir voru auðsjánlega snortnir af, ekki einungis myndunum heldur einnig hinum merkilegu rannsóknum á litum og pappír. Hin árlega sumarsýning á Konunglega fag- urlistaskólanum (Royal Academy), sem ég var sérstaklega kominn til að skoða, reyndist að vonum hin fjölþættasta, aðsóknin ekki aðeins mikil þá mig bar að, heldur rauðir miðar um allar trissur á alls kyns myndverkum. Þetta mikla og skilvirka samsafn og uppstokkun á því sem er að gerast í myndlist og arkitektúr, ekki þröngum geira né sérstökum aldurshópi heldur í víðum skilningi, er nokkuð sem við hér á klakanum hefðum mikinn ávinning af að LUNDÚNIR Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Dulwich Picture Gallery, hannað af Sir John Soane, lauk upp dyrum sínum 1817. Elsta listasafn Englands opið almenningi. Engilsaxar liggja ekki á liði sínu um listmiðlun og líkast til hefur höfuðborg brezka samveldisins sjaldan haft upp á jafn margt bitastætt að bjóða á sjónlistasviði og nú í sumar. Þetta varð BRAGA ÁSGEIRSSYNI fljótlega ljóst og þakkaði sínum sæla að hafa tekið Parísarborg af dagskránni í Brussel og haldið beint til Lundúna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.