Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 2002 5 laust par á brúðkaupsreisu hafna á tyrknesku hóteli sem í reynd var hóruhús. Farsinn var færður upp í vinnustofu málara. Sjálfur fór höf- undurinn með eitt af hlutverkunum og meðal skellihlæjandi áhorfenda sátu bæði Flaubert og Zola. Á frægu landsetri sínu nokkra tugi kílómetra fyrir utan París hafði Émile Zola (1840–1902) – herskár fyrirliði hinna ungu hersveita bók- menntanna – fyrir sið að gera könnun á liðsafla sínum. Kvöld nokkurt urðu hann og fimm dyggir skjaldsveinar ásáttir um að gefa út smá- sagnasafn og hafa fransk-þýska stríðið að sam- eiginlegu yrkisefni. Þegar Maupassant las upp söguna ‘Boule de suif’ (Fituperlan) – napra háðsádeilu á hræsni föðurlandsvina og borg- aralega skinhelgi – risu viðstaddir úr sætum og klöppuðu höfundi lof í lófa. Bréfritarinn Flaubert var líka heillaður. ‘Ég flýti mér að segja að Fituperlan sé meistara- verk, ungi maður! Þessi stutta frásögn á langt líf fyrir höndum, því máttu treysta.’ Óneitanlega hefur sá spádómur ræst. Einsog í skemmtigarði Þegar stíflulokurnar, sem lengi höfðu svign- að, brustu um síðir, fossuðu smásögur Mau- passants fram í hundraðatali einsog vatnsfall í leysingum. Þær urðu allar til á tíu svimandi skömmum árum, þegar hann gaf sér líka tíma til að semja sex skáldsögur og þrjár ferðabæk- ur. Skáldsögurnar voru ekki eins markvissar eða þéttar í sér og smásögurnar, nema sú fjórða, Pierre et Jean (1888), sem markaði eins- konar fráhvarf frá natúralisma til sálfræðilegr- ar könnunar. ‘Ég steig inní lífið einsog leiftur og á eftir að kveðja það í stórslysi,’ sagði Maupassant við eitt tækifæri. Á áratug innblástursins var það eldingarleiftrið sem lýsti upp nálega gervallt samfélagið. Hvarvetna virðist höfundurinn vera heimavanur. Við kynnumst nískum smá- borgurum og stásslegum yfirstéttarhórum, hnýttum bóndadurgum og velmegandi gósseig- endum, kaldranalegum kauphallarbröskurum og örsnauðum afgreiðslustúlkum, kvennabós- um með nelliku í hnappagatinu og kokkáluðum eiginmönnum með skammbyssu við gagnaug- að, prestum í sálarnauð og ekki síst hundleið- um hefðardömum sem hafa glæsileg víxlspor að tómstundaiðju löng og þreyjulaus síðdegin. Nokkrar af litsterkustu smásögum Mau- passants vekja þá tilfinningu að maður sé að troðast og stimpast í hávaðasömum skemmti- garði. Efni þeirra er iðulega sótt í marglitt og gustmikið líf alþýðunnar kringum strendurnar á Signubökkum. Sportróður var ein af vinsæl- ustu íþróttagreinum þeirrar tíðar og einn hinna áköfu ræðara hefur vafalaust verið hinn vöðva- mikli starfsmaður flotamálaráðuneytisins. Sól- stöfuð ævintýrin á fljótinu höfðu iðulega í för með sér að hann kynntist léttúðugum stúlkum sem gjarna fylgdu honum inná fljótandi verts- hús með danspalli sem nefndist Froskafenið og var mikið sótt af impressjónistum. Á áttunda áratugnum hafði Flaubert, sem var lítið gefið um líkamsæfingar, tekið ástsjúk- an ræðarann og dansfíflið til föðurlegra bæna: ‘Til starfa, blygðunarlausi ungi maður! Til blekbyttunar, siðlausi höfundur!’ En á níunda áratugnum var Maupassant sjálfur orðinn meistari sem með ofsakenndri ákefð dýfði pennanum í blekbyttuna. Lesend- um hans fjölgaði óðfluga og tekjur hans af rit- störfum urðu konunglegar. Hann hafði ekki einungis ráð á að kaupa ástkæra úthafssnekkj- una, heldur lét líka reisa sumarhús í Étretat bernskuáranna og eignaðist dýra íbúð í París. Þessi síðarnefndi bústaður hefur greinilega verið búinn sérkennilegum húsgögnum. Að minnstakosti lætur hinn vandfýsni Edmond de Goncourt (1822–96) skína í hneykslun sína með þessari dagbókarfærslu: ‘Heimili sem hæfir vestur-indískum melludólgi.’ Kannski var gamla samkvæmisljónið bara öfundsjúkt! Sem kvennagull gat Goncourt hvað sem öðru leið ekki með nokkru móti jafnað sér við Maupassant, sem með vaxandi frægð var þess umkominn að ganga inná gafl hjá stórlát- asta fólki. Þannig fékk hann aðgang – og eftil- vill enn nánari viðtökur – hjá Geneviève Straus, sem var ein af fyrirmyndum hertogafrúarinnar fögru og andríku, de Guermantes, í snilldar- verki Marcels Prousts, Í leit að glötuðum tíma. Kynlífshungur metsöluhöfundarins magnaðist í réttu hlutfalli við orðspor hans sem táldrægs grodda. Ástarævintýrin eru talin hafa verið umþaðbil jafnmörg og smásögurnar sem hann samdi: kringum þrjúhundruð! En þær upplýs- ingar koma að vísu úr minnisgreinum þjónsins sem gefnar voru út að honum látnum. Hins- vegar hafði þessi ástríðufulli elskhugi lítinn eða engan áhuga á hjónabandi. Hann lét hafa þetta eftir sér: ‘Í hjónabandi skiptast á illt skap á daginn og illur daunn á nóttinni.’ Margur mundi sennilega hyllast til að saka Maupassant um karlrembu. Samt er eftirtekt- arvert hversu oft hann dregur upp myndir af sjálfstæðum konum. Í Bel-ami er Madeleine Forestier til dæmis sérlega heillandi kona, í senn spaugsöm og fluggáfuð, svöl og æsandi. Að sönnu lætur hún um síðir undan fagurgala ófyrirleitinnar söguhetjunnar, en hún gerir það á eigin forsendum: ‘Ég vil vera frjáls, fullkom- lega frjáls í því sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem ég kem eða fer; ævinlega eiga mitt óskoraða frelsi. Ég gengst ekki undir neins- konar eftirlit, enga afbrýði, enga gagnrýni á framkomu mína. Ég skuldbind mig, því lofa ég, til að varpa aldrei rýrð á manninn sem ég hef gifst, gera hann fyrirlitlegan eða hjákátlegan. En þá er líka áríðandi að þessi maður líti á mig sem jafningja.’ Vanlíðan í París Á níunda áratugnum varð eitt mesta fjár- málahrun í sögu þriðja lýðveldisins. Það átti sér stað í sambandi við nýlendubrask Jules Ferrys forseta sem Rothschild-bankaveldið notfærði sér í skæðri moldvörpubaráttu við nýstofnaðan risabanka, sem fyrir sitt leyti brenndi til ösku sparifé tugþúsunda miðstéttarfólks. Þetta fjár- málahneyksli endurspeglast í skáldsögunni Bel-ami (1885) þarsem pólitískir refskákmenn ganga í óheilagt bandalag við samviskulausa peningaspekúlanta og siðspillta blaðamenn: þrenning sem ekki er með öllu óþekkt á seinni tímum! En Maupassant var ekki á sama hátt og Zola ástríðufullur og harðskeyttur samfélagsgagn- rýnir. Gagnvart smáskítlegum og lítilsigldum leikbrúðum viðskiptalífsins fann hann til sívax- andi klígju. Honum leið yfirleitt bölvanlega í stórborginni: ‘Ég er nokkurskonar nútímaleg- ur Pan, sem París er að aflífa.’ Æ oftar kaus hann að snúa baki við götugný og mannmergð borgarinnar og leggja upp í langar siglingar meðfram ströndum Miðjarð- arhafs. Hann fór gjarna í land á einhverri eyju, kleif uppeftir grænum fjallshlíðum og náði tindinum móður og másandi, en fullur ákafa og eldmóðs. Í ferðabók gat hann – einsog seinni- tíðar Pan – skráð trúarjátningu sína gagntek- inn gleði. Þá varð hann náttúruguðinn sem ‘elskar himininn einsog fugl, skóginn einsog úlfur og klettana einsog steingeit.’ Kvalinn í spennitreyju En þessi ævintýri, sem virtust svo björt og heillandi, voru yfirskyggð stemningu myrkra og ógnvænna fyrirboða. Óhjákvæmileg enda- lokin voru handan næsta höfða. Maupassant var kunnugt um ættlæga geð- veilu og hafði aukþess á unga aldri smitast af sýfilis. Með sama vægðarleysi og alnæmi nú- tímans átti sjúkdómurinn eftir að brjóta niður líkamsþrekið og herja á heilann með æ grimmi- legra hætti. Fyrirboðar endanlegs áfalls tóku yfir mörg ár lífs og listar. ‘Le Horla’ er mar- traðarsaga um einfara sem að hætti Strind- bergs – en á undan honum – telur sér vera refs- að af æðri máttarvöldum og ofsóttan af tvífara sínum. Þessi ósýnilegi gestur – sem er þó svo hryllilega kunnuglegur – dylst kannski í sál- arfylgsnum sögumanns sem rekur atburða- rásina í fyrstu persónu. Drýsillinn vill ræna hann sálinni og hnuplar reyndar mynd hans úr speglinum. Stormhviður sinnisveikinnar blása um hann. Brotsjóir snúa stýri skynseminnar úr hendi farmannsins. Maupassant heyr tilvistarlegt sálarstríð, fær æ tíðari og ofsafengnari reiði- köst. Ofskynjanir bylgjast um hann. Hann reynir að skera sig á háls. Þá er farið með hann – í janúar 1892 – á spít- ala í skelfilega friðsælli höll frá 18du öld. Þar er hann þráfaldlega kvalinn í spennitreyju. Hon- um finnst hann vera mótaður í salt. Hann sleik- ir veggina á klefa sínum. Um síðir gefur Maupassant upp sína lang- hrjáðu önd í júlí 1893. Lífshamingja þráttfyrir allt Í lengstu lög hefur „hryggi tarfurinn frá Normandí“ – einsog einn vinanna nefndi hann – neitað að láta hornin síga. Áhrifamikið er að lesa einhverja síðustu smásögu meistarans, ‘Fluguna’, sem ljómar af lífshamingu, þó hún sé samin undir lokin. Sögumaður beinir sjónum að löngu liðnum sumardögum æskunnar. Hann minnist sín í gervi skrifstofuþræls sem tekur sér frí frá pappírsrykinu og verður glaðbeittur og hlát- urmildur ræðari á Signu. ‘Hvað það var einfalt og fagurt og erfitt að lifa þannig milli kontórsins í París og fljótsins við Argentueil! Um tíu ára skeið var Signa mín mikla ástríða, öllu öðru yfirsterkari. Æ, þetta fagra, lygna, síbreytilega og daunilla fljót, fullt af tíbrá og skít… Og gönguferðir á blómlegum ströndum, vinir mínir froskarnir sem sátu og létu sig dreyma með magann uppíloft á blaði nykurrósar, stáss- legar og fagrar vatnaliljurnar innanum hávaxið grasið sem sviplega vöktu mér bakvið pílviðinn vitrun um japanskan tréskurð þegar bláþyrill flaug upp fyrir framan mig einsog blá eldtunga. En hvað þetta var mér alltsaman einstaklega kært.’ Íslenskar þýðingar Hérlendis átti Maupassant umtalsverðum vinsældum að fagna á fyrri hluta liðinnar aldar. Meðal smásagnaþýðenda voru Hannes Haf- stein (‘Í tunglsljósi’), Björn Jónsson (‘Ríkis- bylting’ og ‘Úlfurinn’), Friðrik J. Bergmann (‘Kjörsonurinn’), Eiríkur V. Albertsson (20 smásögur, 1946), R.M. Jónsson (‘Höndin’), Davíð Sch. Thorsteinsson (‘Ókindin í eyranu á honum Frigga í Fagradal’), Magnús Ásgeirs- son (‘Vakað yfir líki Schopenhauers’), Kristján Albertsson (‘Boitelle’) og Guðjón Ármann Eyj- ólfsson (‘Tveir vinir’). Síðastnefndu sögurnar birtust 1984 og 1999. Aðeins ein af skáldsög- unum var íslenskuð, Bel-Ami (1949) í þýðingu Hersteins Pálssonar. Í Frakklandi er Mau- passant enn á dagskrá. Undir aldarlok komu meðal annars út Mont-Oriol (1990), Contes étr- anges (1991), Romans (1991), Pierre et Jean (1992), Chroniques (1993) og Choses et autres: choix de chroniques littéraires et mondaines (1993). Heimildir Francis Steegmûller: Maupassant, Lion in the Path, 1949. Edward Sullivan: Maupassant, the Novelist, 1954. André Vidal: Guy de Maupassant et l’art de roman, 1954. Heimasíða Landsbókasafns. La Grenouillere (Froskafenið) eftir Claude Monet. Hingað leitaði Maupassant gjarna þegar hann flúði leiðindi flotamálaráðuneytisins. MAUPASSANTS Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.