Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 2002 9 þakinu og klæða gaflinn síðan með bárujárni.“ Þessi afstaða Manfreðs endurspeglast í sum- arhúsi sem byggt var við Álftavatn 1964. Um það hús birtist grein í dönsku fagtímariti, í máli og myndum, þar sem höfundur greinarinnar líkir húsinu við verönd þar sem hægt sé að fylgjast með gangi sólarinnar. Með teikningunni af bragganum vildi Manfreð fella húsið inn í landið en tekur hér þveröfuga afstöðu. Hann lyftir hús- inu upp af landinu, þannig að landið fengi að halda sér, vegna þess að þarna var kjarr sem hann segist ekki hafa viljað skemma. Í sumarhúsinu við Álftavatn er eldstæði sem er þungamiðjan í húsinu og var dálítið öðruvísi en áður hafði þekkst. Það er frístandandi. Manfreð segir að fátt finnist sér skemmtilegra en að hanna eldstæði og stiga. „Hvað þetta eldstæði varðar, þá halda stálvírar því uppi og þegar það var sett upp á sínum tíma var hægt að hækka það og lækka.“ Riffluð steypa Eitt af þekktustu húsum Manfreðs er án efa Mávanes 4, sem byggt var 1964, og hafa leikir sem lærðir dáðst mikið að því húsi. Mávanes 4 þykir óvenju heilsteypt verk. Garður og hús renna saman í eina heild. Manfreð viðurkennir að í því megi sjá japönsk áhrif. „Eigandi hússins hafði tengsl við Japan og það var kannski ástæð- an fyrir því að hugmyndir okkar fóru saman. Ástæðan fyrir því að svo vel tókst til með þetta hús er sú að ég, eigandinn og smiður hússins átt- um góða samvinnu.“ Við hönnun hússins brýtur Manfreð upp þyngd steypunnar með því að lyfta upp þakinu, þ.e.a.s. hann teiknar glugga meðfram á milli þaks og veggja til þess að hleypta birtunni inn, svo það er lýsing inn í húsið allan hringinn. Á veggnum sem snýr að götunni er hins vegar ekki annar gluggi. „Hugmyndin var sú að íbúar hússins sætu ekki inni í stofu til sýnis frá götunni og því opnast hún betur í átt að garðinum,“ segir Manfreð. Og þeg- ar rætt er um óvenjulega notkun á steypunni í húsinu, til dæmis með því að ráka hana – sem síð- ar átti eftir að sjást aftur og aftur í hönnun Man- freðs – segir hann: „Ég vil líta á steypu sem nátt- úrulegt byggingarefni. Steypu má forma á svo margan hátt. Þetta er bara ein aðferðin.“ Ljóti andarunginn Annað og gerólíkt íbúðarhús hannaði Manfreð fyrir Kristján Davíðsson listmálara í Barðavog- inum árið 1967. „Fljótlega eftir að þetta hús reis heyrði ég að í hverfinu gengi það undir heitinu „ljóti andarung- inn,“ sem ég var ákaflega sáttur við,“ segir Man- freð, „en húsið reis í góðri samvinnu við þau hjón- in, Kristján og Svanhildi, og sjálfur formaði Kristján þau listaverk sem eru í útveggjum. Þak- ið opnar sig til suðurs og norðurs. Hugmyndin var sú að hægt væri að stjórna birtunni eftir því hvernig hún þyrfti að koma inn í húsið, vegna þess að það skiptist í vinnustofu málarans og íbúðarhús.“ Þegar Manfreð er spurður hvort þarna gangi ekki braggaformið aftur, svarar hann af sinni sérstæðu glettni: „Jú, það er eitthvað bogið við þetta,“ og bætir svo við: „Ég hef alltaf verið hrif- inn af braggaforminu.“ Bent var á að mörg af sterkustu einkennum Manfreðs megi sjá í húsinu við Barðavog. Það er einfalt og hagkvæmt og sérstaðan liggur í upp- byggingu hússins. Húsið er tiltölulega lokað út að götunni, mjóar gluggaræmur liggja milli þaks og veggja til þess að hleypa birtunni inn. Þetta er mjög góð lausn sem Manfreð átti síðar eftir að nota í lestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Seðlabanki við Fríkirkjuveg Árið 1968 var efnt til samkeppni um tillögu að Seðlabankahúsi. Hugmyndir voru uppi um að jafna við jörðu húsið sem stendur við Fríkirkju- veg 11 og reisa Seðlabankahúsið þar. Hugmynd- in kallaði fram hörð mótmæli í borginni og eins og ljóst má vera varð sú staðsetning ekki ofan á. Samkeppnin fór þó fram. Þótt tillaga Manfreðs hafi ekki unnið þykir hún skemmtilegur vitnis- burður um hugmyndir hans á þessum tíma. Seðlabankinn var hugsaður sem skrín utan um verðmæti, veggir úr grásteini og vatn í kring – eins konar virkiskonsept. Birtunni átti að hleypa í gegnum þakið og þegar tillagan er borin saman við Þjóðarbókhlöðuna er þar margt skylt. Skóli í norðlenskum dal Stóru-Tjarnarskóla frá árinu 1969 vann Man- freð í samvinnu við Þorvald S. Þorvaldsson. Þar sem ljóst var að skólinn yrði rekinn sem hótel á sumrin óskuðu þeir félagar eftir því að fá að taka tillit til þess, en ekki fékkst leyfi til þess frá ráðu- neytinu. Manfreð segir að tvennt hafi ráðið ferð- inni við hönnun skólans: „Annars vegar þurfti byggingin að vera einföld og hagkvæm, hins veg- ar þurfti lita- og efnisval að vera í samræmi við hinn norðlenska dal.“ Húsið stendur þvert í dalnum og garðurinn opnar sig á móti sól í suðurátt. Utan um garðinn hverfast svo skólastofuálma, heimavist og íbúð- arálma kennara. Á milli álmanna eru innkoman í skólann, leikfimis- og fundarsalur. Við aðaldyrn- ar er síðan listaverk sem Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var fenginn til þess að vinna. „Það þurfti að hafa hraðar hendur,“ segir Manfreð. „Það var farið að slá upp veggjum og enginn tími gafst til þess að halda samkeppni meðal myndlistarmanna um verkið. Ég leitaði til þeirra fjögurra sveitarstjóra sem stóðu að skól- anum eftir leyfi til þess að fá Sigurjón til verksins og það var samþykkt. Því miður vill oft verða svo að of seint er farið að huga að listskreytingum á byggingar hér. Mottóið hefur löngum verið að fyrst þurfi að koma upp húsinu og nóg sé að velta listaverkinu fyrir sér seinna. Hvað Stóru-Tjarn- arskóla varðar, þá þurfti að fella listaverkið í steypumótið að framhlið hússins.“ En hvað fannst heimamönnum um listaverkið? „Það féll mönnum ekkert vel í geð fyrst eftir að það kom í ljós. Ég man eftir einum bónda sem fussaði yfir því til að byrja með – en kom svo til mín nokkrum vikum seinna og sagðist hafa farið að skoða það og væri búinn að átta sig á því. Hann sagðist sjá „móður til vinstri í því, sem hélt á barni sem hún kastaði síðan út í skólakerfið.““ Skríni utan um dýrgripi Hönnun og bygging Þjóðarbókhlöðunnar stóð frá 1972–1996. Manfreð kom að undirbúnings- vinnunni ásamt félaga sínum Þorvaldi S. Þor- valdssyni og fleirum. Fljótlega spunnust miklar deilur um það hvort ætti að halda samkeppni um húsið eða ekki og þeir Manfreð og Þorvaldur lentu á milli steins og sleggju í þeirri deilu. Á endanum var ákveðið að þeir skyldu hanna húsið og unnu þeir saman að því til 1984, þegar Þor- valdur hvarf til annarra starfa. „Við hönnun hússins þurfti að líta til margra þátta,“ segir Manfreð. „Í forsögn var ekki mælt fyrir um í hvaða gæðaflokk húsið skyldi sett, en einn mikilvægasti þáttur undirbúnings að góðu bókasafni er forsögn. Þar er fest á blað nákvæm lýsing á bókasafninu, skipting þess í deildir, þjónusta við gesti og svo framvegis. Það var aðeins beðið um ódýrt og gott bóka- safn – en það átti að hýsa mestu dýrgripi þjóð- arinnar. Þegar Manfreð er spurður hvort ekki hafi verið erfitt að samræma þetta tvennt, svarar hann: „Jú, en það gaf okkur líka visst frelsi.“ Í bæklingi sem Manfreð hefur ritað um Þjóð- arbókhlöðuna og ber heitið: „Þjóðarbókhlaðan frá sjónarhóli arkitekts,“ segir hann meðal ann- ars: „Þar sem húsið er stórt, eða um 2500 fer- metrar að grunnfleti, nánast ferningur, um 50 metrar á kant, er reynt sjónrænt að draga úr stærð þess með ýmsu móti, svo sem með turnum við austur- og vesturhlið, inndregnum gluggum á annarri hæð og rauðum gljáandi álskjöldum á efri hæðum. Álskildirnir gefa húsinu blæ létt- leika og ákveðna hrynjandi. Neðstu hæð hússins má líkja við pall sem hinn rauði hluti hússins rís upp af. Húsið, með turnum og gluggarifum og brú yfir síki, ber nokkurn virkissvip. Umhverfis það er veggur hlaðinn úr hraunhellum. Hraunveggur- inn ver bókasafnið fyrir hávaða og óróa frá bíla- umferð, og síkið hindrar að menn leggist á glugga eða krotað sé á veggi. Innan hraunveggjar er landið skálformað, grasi gróið. Húsið stendur neðst í skálinni, ná- lægt hálfum metra neðar en nærliggjandi götur. Þetta hefur tvíþættan tilgang: „Annars vegar að halda svipaðri hæð á húsinu og á nærliggjandi íbúðarblokkum, hins vegar að fækka stigaþrep- um við inngöngu, þar sem aðalinngangur er á annarri hæð hússins. Komið er nánast inn í mitt safnið, en þar með verða gönguleiðir innan dyra styttri en ella og lyftunotkun safngesta lítil. Eitt þúsund ljóshvolf Á Sjónþinginu var Manfreð spurður sérstak- lega um hin svokölluðu „hengiloft“ sem eru í Þjóðarbókhlöðunni og setja sterkan svip á um- hverfið innandyra. „Hengiloftin eru gerð úr ljós- hvolfum sem eru um eitt þúsund alls í húsinu,“ segir hann. „Ljósgjafinn er efst í hverju ljós- hvolfi, sérhannaður og íslensk smíði. Styrkur raf- lýsingar er hinn sami alls staðar. Hvert ljóshvolf er í reynd einn stór „lampi“, um sex fermetrar að stærð. Þau gefa þessum stóru loftum meiri fjöl- breytni og ljósaspil en slétt loft gera. Við lesborð gefur ljóshvolfið tilfinningu fyrir afmörkuðu rými, maður situr þarna undir sínu „þaki“, í sínu sérstaka lesrými. Síðan eru þessi hengiloft smíð- uð úr stáli og í þeim eru allar rafmagnslagnir. Það er því auðvelt að komast að lögnunum. Lögun loftsins hjálpar líka til við hljóðdeyf- ingu, en það var sérstaklega hugað að henni í safninu. Til dæmis er hljóðísogsflötur mun stærri en í sléttu lofti. Stálplöturnar eru gataðar, en ofan á plötunum liggur hljóðísogsdúkur. Auk þessa eru gólf á almennum svæðum lögð teppa- flísum. Manfreð segir húsið vel einangrað með tilliti til hávaða frá bílum og flugvélum. Útveggir og þak- plata eru steinsteypt og gluggar flestir litlir. En þótt gaman væri að dvelja lengi við að velta fyrir sér öllum smáatriðunum sem arkitektinn þurfti að hugsa út í, samkvæmt mottói sínu um að Guð sé í smáatriðunum, er ekki svigrúm hér til þess að fara í saumana á þeim. Lesendum skal hins vegar bent á að í Gerðarsafni stendur yfir ákaf- lega skemmtileg sýning á ljósmyndum Guð- mundar Ingólfssonar á verkum Manfreðs Vil- hjálmssonar og hér skal slá botninn í sjónþingið með tilvitnun í skrif Manfreðs um efnisval í Þjóð- arbókhlöðuna: „Með efnis- og litavali, lýsingu, hljóðdeyfingu og ekki síst vönduðum og stíl- hreinum húsgögnum var stefnt að því að skapa hlýlegt, róandi og gott vinnuandrými í bókasafn- inu. Bækur, blóm og listaverk gefa safninu lit. Gólf, loft og veggir eru í rólegum ljósum litum. Út- veggir eru klæddir með aski og húsgögn flest eru úr sama viði.“ Og ekki má gleyma því að húsið er á Íslandi. Vegna jarðskjálftahættu eru bókahillur bolt- aðar niður í gólf. erkstæði sem sérhæfði sig í yfirbyggingum á bíla. Inngangurinn í Stóru-Tjarnarskóla með listaverki eftir Sigurjón Ólafsson. Við hönnun Þjóðarbókhlöðu skipti staðsetning og nálægar byggingar miklu máli í efnis- og litavali. Við Stóru-Tjarnarskóla var tekið mið af þeim norðlenska dal sem hann stendur í. Garður og hús renna saman í eina heild við Mávanes 4, sem er eitt af þekktustu húsum Manfreðs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.