Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 Hestur þinn þræðir horfna fjallaslóð hamar þinn dynur – líkt og fyrr á tíðum hefillinn fágar – þinn hugur orð í ljóð en hafið bíður þess að ljúki smíðum Huldufar úr sævi ber í sýn Syngur í hamri – undir höggum stríðum Erindi þess er brýnt. Og beint í vör er báti stefnt með orðsending til þín Þar liggur haf – og hylur mönnum svör eyfirsk birtan … með undarlegum tónum Þú leggur frá þér hamar, hefur för hiklaust gengur veginn niðrað sjónum akkerið híft og huldufarið lætur í ljósaskiptum út – til hafs og nætur. VALGARÐ EGILSSON Höfundur er læknir. KVEÐJA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.