Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 11
Er óæskilegt að neyta samtímis
ávaxta og grænmetis?
SVAR:
Ekkert hefur komið fram sem rökstyður
vísindalega að óæskilegt sé að neyta ávaxta og
grænmetis samtímis. Reyndar er það svo að
meltingarfæri mannsins eru hönnuð til að
melta margvíslega fæðu samtímis og ættu því
að geta melt grænmeti og ávexti samtímis,
rétt eins og kjöt og kartöflur. Ennfremur eru
grænmeti og ávextir hvor um sig fjölbreyttur
flokkur matvæla og ekki er alltaf ljóst hvort
matvæli heyrir til ávaxta eða grænmetis og því
gæti verið vandasamt að skilgreina nákvæm-
lega hvaða fæðutegundir ekki mætti borða
saman, ætti kenningin við rök að styðjast.
Eins og önnur matvæli, samanstanda græn-
meti og ávextir af fjölmörgum efnasam-
böndum, þar á meðal næringarefnunum sem
okkur eru lífsnauðsynleg. Næringarefni þessi
eru flest hin sömu í þessum afurðum, eins og í
öðrum matvælum, en í mismunandi hlutföllum
þó, eftir því hvaða matvæli eiga í hlut. Næring-
arefnin og önnur efnasambönd í matvælum
geta haft áhrif hvert á annað á ýmsa vegu, til
dæmis geta þau haft áhrif á frásog hvers ann-
ars úr þörmum. Út frá þessu mætti kannski
rökstyðja að ekki sé heppilegt að neyta afurð-
ar sem inniheldur efni A, sem hefur áhrif á frá-
sog efnis B úr annarri afurð, það er að ekki
ætti að neyta þessara matvæla saman. Hins
vegar getur alveg eins verið að bæði efnin
komi fyrir í sömu fæðutegundinni og því
gagnslaust að reyna að koma í veg fyrir þessi
neikvæðu áhrif.
Annars er samspil næringarefna og annarra
efnasambanda í fæðunni flókið, og líklega
myndi æra óstöðugan að reyna að gera sér
grein fyrir og taka tillit til áhrifa þeirra hvert á
annað í hverri máltíð. Enda hafa nýlegar rann-
sóknir sýnt að innbyrðis áhrif næringarefna
hvert á annað skipta ekki svo miklu máli í
heildarmataræði, heldur er mikilvægast að
mataræði sé sem fjölbreyttast og innihaldi
matvæli úr öllum fæðuflokkum í hæfilegum
hlutföllum.
Björn Sigurður Gunnarsson,
matvæla- og næringarfræðingur
á Rannsóknastofu í næringarfræði.
Af hverju takast kappakstursbílar
ekki á loft þegar þeir eru komnir á
fulla ferð?
SVAR:
Það er auðvitað rétt að kappakstursbílar
takast ekki á loft á sléttri braut eins og venju-
legar flugvélar. Þetta er aðallega vegna þess
að kappakstursbílar eru ekki flugvélar og ekki
hannaðir til þess að fljúga!
Flugvélar takast á loft þegar þær hafa náð
ákveðnum hraða miðað við loftið í kring. Þá
hefur myndast meiri þrýstingur neðan á
vængi flugvélarinnar en ofan á þá, og þannig
verður til lyftikraftur á vélina sem getur orðið
meiri en þyngdarkrafturinn á hana.
Kappakstursbílar eru ekki með vængi og
því myndast ekki sams konar lyftikraftur á þá
og á flugvélar á ferð. Þeir eru ekki heldur með
hreyfil sem verkar á loftið í kring, né breyti-
legt stél eða flapa. Þegar þeir takast á loft (af
öðrum orsökum) hafa menn því enga stjórn á
þeim og þeir haga sér þá eins og hver annar
kasthlutur, það er hlutur sem hreyfist ein-
göngu undir áhrifum þyngdarkrafts og ef til
vill loftmótstöðu.
Kappakstursbílar og aðrir bílar geta sem sé
tekist á loft, til dæmis þegar brautin sem ekið
er eftir er ójöfn með tilteknum hætti, það er að
segja þegar hallinn fram á við eykst of ört mið-
að við hraða bílsins. Þetta getur gerst til dæm-
is þegar bíll fer fram af brekkubrún eða þegar
veruleg ójafna verður á vegi hans.
Ef menn vildu væri hægt að gera kappakst-
ursbíla líkari flugvélum þannig að þeir hefðu
tilhneigingu til að takast á loft eða að minnsta
kosti til að léttast á veginum. Slíkir bílar
mundu hins vegar láta verr að stjórn og því er
slík hönnun væntanlega ekki æskileg. Raun-
verulegir kappakstursbílar sýnast vera gerðir
til að þrýstast niður á veginn frekar en hitt.
Þorsteinn Vilhjálmsson,
prófessor í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ.
Í hverju felst hollusta
hákarlalýsis?
SVAR:
Hollusta hákarlalýsis felst í mjög óvenju-
legri samsetningu þess, ef miðað er við flest
annað fiskilýsi. Hákarlalýsi inniheldur minna
af omega-3 fitusýrum en til dæmis þorskalýsi.
Það hefur því ekki þá eiginleika sem rekja má
til þeirra. En hákarlalýsið inniheldur tvenns
konar önnur efnasambönd, sem gefa því sér-
stakt gildi. Þessi sambönd eru skvalen (squal-
ene) og alkylglýseról.
Skvalen er efni, sem finnst aðallega í há-
karlalýsi (20–60% af lýsinu), en einnig í ólífu-
olíu, þótt í miklu minni mæli sé. Skvalen (og
skvalan, framleitt úr skvaleni) hefur verið not-
að í snyrtivörur eins og til dæmis húðkrem.
Skvalen hefur einnig verið sett í hylki eða
perlur og þannig verið tekið inn. Áhrif þess
eru ekki alveg þekkt. Þó hefur efnið verið
bendlað við styrkingu ónæmiskerfisins, lækk-
un kólesteróls og þríglyseríða í blóði, og um-
talsverð áhrif sem andoxunarefni. Rannsóknir
á virkni skvalens á krabbameinsfrumur eru í
gangi.
Alkylglyseról eru efni náskyld þríglyser-
íðum, en nógu frábrugðin samt til þess að hafa
mjög sérstaka eiginleika. Þessi efni eru í mikl-
um mæli í hákarlalýsi. Þau finnast einnig í
móðurmjólk, og þess vegna hafa þau verið
skoðuð í sambandi við styrkingu ónæmiskerf-
isins. Sænskir læknar hafa lengi notað þessi
efni til að hjálpa krabbameinssjúklingum að
takast á við geisla- eða lyfjameðferð. Reynsla
þeirra er sú, að alkylglyseról geti dregið úr
þeim aukaverkunum, sem meðferðin hefur oft
í för með sér. Líkt og með skvalenið eru rann-
sóknir í gangi á alkylglyserólum og vafalaust
munu koma fram áhugaverðar niðurstöður úr
þeim.
Hákarlalýsi var áður fyrr mjög auðugt af A-
vítamíni. Nú er það fjarlægt úr lýsinu til að
halda neyslu A-vítamíns innan eðlilegra
marka. Hákarlalýsi verður að hreinsa vel áður
en þess er neytt. Hákarlinn er efst í fæðukeðj-
unni og þess vegna safnast í hann ýmis óæski-
leg efni sem verður að fjarlægja til þess að
valda neytendum ekki skaða.
Hákarlalýsi er ekki heppilegur omega-3
fitusýrugjafi. Þorskalýsið er miklu betra að
því leyti. En hákarlalýsið inniheldur skvalen
og alkylglyseról, tvö mjög sérstök efna-
sambönd sem hafa hugsanlega mikla þýðingu.
Jón Ögmundsson, gæðastjóri hjá Lýsi.
ER ÓÆSKILEGT
AÐ NEYTA SAM-
TÍMIS ÁVAXTA OG
GRÆNMETIS?
Hvaða eldfjall hefur gosið oftast, hafa eplaedik-
stöflur áhrif á fitubrennslu og hvað stjórnar lit á
hægðum og þvagi fólks? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum
hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum.
VÍSINDI
S
Á kvittur kemur upp öðru
hverju að Norðmenn álíti að
Snorri Sturluson hafi verið
norskur. Síðast var það fullyrt í
greinarstúfi á blaðsíðu tvö í
Lesbók Morgunblaðsins á
laugardaginn var. Þar segir:
„Norðmenn hafa hingað til
eignað sér Snorra Sturluson með furðulegum
hætti þrátt fyrir að eiga ekkert tilkall til hans
enda var hann íslenskur að þjóðerni og skrifaði
á íslensku. Íslendingar hafa látið þetta yfir sig
ganga enda ekki viljað ganga í berhögg við
„frændur“ sína í austurvegi á grundvelli
frændsemi og vináttu þjóðanna á milli. Norð-
menn hafa af einhverjum ástæðum ekki fundið
hjá sér hvöt til að rækta frændsemina með
þeim hætti að virða þjóðerni Snorra og láta
hann í friði og hampa eigin skáldum frá síðari
tímum. Þar er kannski skýringin fólgin, að
engin eru nafnþekkt frá miðöldum í Noregi og
síðfengið sjálfstæði Norðmanna varð þeim til-
efni til að endurskapa eigin bókmenntasögu
með þeim heimóttarlega hætti sem raun ber
vitni hvað Snorra snertir.“
Þarna gætir furðulegrar vanþekkingar sem
hæfir ekki Lesbók Morgunblaðsins. Í fyrsta
lagi hafa Norðmenn aldrei haldið því fram op-
inberlega að Snorri Sturluson hafi verið norsk-
ur. Þeir hafa þvert á móti viðurkennt íslenskt
þjóðerni hans með því að gefa Íslendingum
styttu þá sem stendur fyrir framan héraðs-
skólahúsið í Reykholti og á að tákna Snorra.
Og fyrir fáeinum árum styrktu þeir byggingu
Snorrastofu með myndarlegu frjárframlagi.
Í norskum alfræðibókum stendur að Snorri
Sturluson hafi verið íslenskur sagnaskrifari og
þannig er hann kynntur í norskum námsbók-
um. Sjálfur hef ég ferðast víða um Noreg og
rætt við fjölda Norðmanna um Snorra og kon-
ungasögurnar og ekki orðið var við annað en
hann sé almennt álitinn Íslendingur. Í fyrra
innti ég Jon Gunnar Jørgensen, prófessor við
háskólann í Ósló og doktor í Heimskringlu, eft-
ir því hvað Norðmenn segðu um þjóðerni
Snorra. Hann var fljótur til svars og sagði að
sú lífseiga þjóðsaga sem hefði lengi gengið á
Íslandi, að Norðmenn teldu Snorra norskan,
ætti ekki við nein rök að styðjast, Norðmenn
vissu almennt að hann hefði verið Íslendingur.
Vissulega hafa Norðmenn gert sig seka um
að eigna sér Leif Eiríksson og vera má að
vegna vankunnáttu hafi einhverjir Norðmenn
einhvern tímann álitið Snorra norskan. Það
væri raunar ekki undarlegt því einn aðaltil-
gangurinn með útgáfu Heimskringlu í Noregi
á 19. öld, þegar frelsisbarátta Norðmanna
gegn yfirráðum Svía stóð sem hæst, var að
stuðla að aukinni þjóðernistilfinningu Norð-
manna og tilfinningu fyrir því að norska þjóðin
ætti sér sögu, en eins og allir ættu að vita er í
Heimskringlu sögð saga Noregskonunga. Um
svipað leyti notuðu Íslendingar fornsögurnar
til að efla andann í baráttunni fyrir frelsi sínu
undan veldi Dana. Við áttum Íslendingasög-
urnar en Norðmenn höfðu ekki annað en verk
Snorra Sturlusonar. Það var allur heimóttar-
skapurinn. Og víst áttu Norðmenn sín skáld.
Snorri nefnir mörg þeirra í Heimskringlu:
Þjóðólf frá Hvini, Eyvind skáldaspilli, Þor-
björn hornklofa og Glúm Geirason, svo ein-
hverjir séu nefndir.
Norðmenn hafa vissulega sýnt Snorra
Sturlusyni og verkum hans töluverðan sóma.
Heimskringla var fyrst þýdd og gefin út í Nor-
egi árið 1663, svo 1757, 1838 og 1859. Síðast-
nefnda útgáfan var endurútgefin 1881. Næst
gáfu Norðmenn út Heimskringlu á árunum
1893–1897, þá í þýðingu Gustavs Storm, sem
var einn af helstu Heimskringlufræðingum
þess tíma, en við þýðinguna studdist hann við
textarannsóknir Finns Jónssonar, prófessors
af Íslandi. Bókina myndskreytti myndlistar-
maðurinn Erik Werenskiold og útgáfan var öll
hin vandaðasta og glæsilegasta. En hún var
dýr og ekki seldust nema um tíu þúsund ein-
tök. Úr varð að norska Stórþingið styrkti út-
gáfuna og Heimskringla, eða Snorri eins og
hún nefnist, var gefin út enn á ný árið 1900 og
kölluð „þjóðarútgáfan“. Upplagið var 100 þús-
und eintök, 70 þúsund voru á bókmáli og 30
þúsund á nýnorsku, og verðið var við allra
hæfi. Talið er að um þriðjungur heimila lands-
ins hafi eignast þessa útgáfu Heimskringlu.
Lesbókin ber Norðmenn röngum sökum,
þeir hafa aldrei ásælst Snorra. En því miður
virðast allmargir Íslendingar hafa undarlega
neikvæða afstöðu til Norðmanna og telja sér
skylt að vera með sífelld hnýfilyrði í þeirra
garð. En það er ekki gott að byggja afstöðu
sína til heillar þjóðar á þjóðsögum. Mín reynsla
er hins vegar sú að Norðmenn beri almennt
mikinn hlýhug til Íslendinga og taki okkur sem
kærum nágrönnum og frændum.
LESBÓKIN BER
NORÐMENN
RÖNGUM SÖKUM
H ö f u n d u r e r b l a ð a m a ð u r o g
r i t h ö f u n d u r.
E F T I R
Þ O R G R Í M G E S T S S O N
ÉG klikkaðist. Já. Jahérna. Það er þessi húmor
sem er nauðsynlegur.
Algjörlega. Húmorinn er brú. Ég klikkaðist, ég
sturlaðist, ég bilaðist, ég veiktist á geði, og ég
tek þetta mjög hátíðlega, þetta er svo hátíðlegt.
Ég set geðsjúklinginn á stall og færi honum
fórnir. Dýrka hann. Það má ekki snerta hann.
Það má ekki segja frá honum, ég er með hann í
leyndum afkima sálarinnar, já, og skelf og nötra
ef það á að snerta þennan geðsjúkling, afhverju
er hann svona heilagur, af því að hann ræður,
ræður lífi mínu, einsog guð ræður lífi sumra,
hann vill ekki stíga niður og verða sýnilegur,
hann er minn einkaguð í leyndu hugskoti mínu,
ég já, eldur brennur úr augum hans, hann skelf-
ur og nötrar, æðir áfram, hann talar tóma
þvælu, hann heimtar sífellt stærri fórnir, stærra
musteri, meiri leynd, hann tryllist ef það á að
segja frá honum, þá virkilega tryllist hann, ekki
segja frá, æpir hann linnulaust allan daginn.
ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR
Höfundur er rithöfundur.
HIN MIKLA LEYND