Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 Þ ÓTT SIGURÐUR Guðmundsson sé á ferð og flugi út um allan heim, væri klisja að segja að hann sé heimshornaflakkari. Hann er fyrst og fremst einn þeirra fáu einstaklinga sem eru alstaðar og hvergi heima. Hann hefur gengið þvert á mörk þjóð- ernis, menningarlegs mismunar og flests þess sem bindur fólk við heimahagana og gerir það „heimskt“ – í upprunalegri merkingu þess orðs. Orðið heimsborgari myndi þó tæpast lýsa honum heldur, hefur þá upphöfnu merk- ingu er hæfir honum illa. Ef til vill er honum best lýst með þeim orðum sem Ilona Anhava, sýningarstjóri Gallerie Anhava í Finnlandi, hafði um verk hans í tilefni af sýningu hans þar á síðasta ári; „list hans ber merki hans sjálfs – merki manns sem er opinskár, ein- staklega fyndinn, vel gefinn og örlátur. Þau lyfta anda manns, gefa hugarfluginu lausan tauminn og vekja með manni ánægju“. „Ég fór á föstudaginn frá Kína eftir að hafa sett upp tvær sýningar þar. Fyrst í Peking og síðan í Suður-Kína þar sem ég setti upp sýn- ingu með 28 ungum listamönnum frá sextán löndum í menningarmiðstöð þeirri sem konan mín Ineke stýrir þar,“ útskýrir Sigurður, á meðan hann setur ketilinn yfir. „Þaðan lá leið mín til Amsterdam og áfram til Noregs til að opna sýningu í Riis-galleríinu og síðan aftur til fundarhalds í Hollandi áður en ég kom hingað til Íslands til að opna sýningu hjá henni Eddu Jónsdóttur í i8, fimmtudaginn 17. október.“ Upptalning er þó ekki tæmandi því 1. október var opnuð sýning í Sainsbury Centre for Vis- ual Arts, við East Anglia-háskólann í Norwich, en þar eru verk Sigurðar til sýnis ásamt verk- um fleiri heimsfrægra listamanna á borð við Anthony Gormley, Tony Cragg og Anish Kapoor. Á sunnudaginn verður að auki frum- sýnd ný heimildarmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar, Möhöguleikar, um Sigurð, og í næstu viku verður sett upp verk sem hann hef- ur unnið fyrir Barnaspítala Hringsins. Sigurð- ur situr því ekki auðum höndum. Við sitjum að morgni dags yfir tebolla, döðl- um, súkkulaði og vínberjum heima hjá Sigurði í Reykjavík, og spjöllum um konfektmola. Molana hefur hann verið að sýna víða um heim undanfarna mánuði. Smjörþefinn af þeim má þó fyrst finna hér á Íslandi á sýningunni í i8 – í margvíslegum gerðum. Eitthvað höfum við minnst á landleysi hans í því óvenjulega lífi sem hann lifir en augljóst er á svarinu að það hentar honum vel. „Eins og þú veist kannski á ég fjögur heimili eða jafnvel fimm. En hvað landleysi mínu viðkemur, er ég nú yfirleitt á leiðinni heim til mín þegar ég flýg eitthvert – að undanskildu næsta ferðalagi mínu sem er til Argentínu en þar ætla ég að vinna með ungum listamönnum, setja upp sýningu fyrir þá og eiga við þá samræður. En líkamlega séð er ég alltaf á leiðinni heim, þótt ég sé ósköp heim- ilislaus andlega séð. Þú spyrð mig hvort ég búi þá í listinni,“ seg- ir Sigurður. „Ég er ekki frá því að listamenn búi yfirleitt í list sinni, eins og trúað fólk í trú sinni. Maður hittir kristinn mann í Kína, en hann hefur ekkert vit á landinu. Hann er bara inní Nýja testamentinu, er með svarta bók og veiðir sálir, sem fólki í Kína finnst mjög skrítið – það er Búddatrúar. En þótt ég búi í listinni er það hins vegar mikið atriði fyrir mig að vera ekki hluti af neinu valdakerfi. Ég hrærist ekki í æðri menningu – það er svo margt annað sem hægt er að gera heldur en vera fastur í því kerfi. Heimurinn þar fyrir utan er miklu áhugaverðari, þótt ég elski reyndar háleitar og fagrar listir líka. Enda felur elítan að sjálf- sögðu listir og listamenn í sér.“ Tjáir viðhorf, en býr ekki til hluti Verk Sigurðar hafa borið þessari andúð hans á valdakerfum og kennisetningum vitni, en hann hefur verið óhræddur við að deila á flest það sem talið er heilagt, innan listheims- ins sem utan, og beitir iðulega afhelgun til að hreyfa við áhorfandanum. „Í gegnum tíðina hef ég kallað verkin mín „einbirni, blindgötu og rafhlöður“ í viðtölum,“ útskýrir hann, „en ég hef aldrei kallað þau vegvísi. Stundum þeg- ar ég hef verið montinn af einhverjum verkum, þá hef ég sagt að þau væru gluggi eða dyr inn í miklu stærra rými heldur en format gluggans eða dyranna býður upp á. Þá kemst maður í gegnum verkið inn í annan og stærri veru- leika.“ Af orðum hans má ráða að það er sá veru- leiki sem skiptir máli í listsköpuninni, en ekki verkið sjálft sem er einungis leið til að miðla því sem byggist á innsæi eða tilfinningum. Það kemur því ekkert á óvart er Sigurður segist alltaf hafa verið ótrúr öllum tjáningarmátum og listmiðlum, hann finnur sig knúinn til að söðla stöðugt um. „Mér finnst gott að skapa um leið og ég geng inn í nýjan tjáningarmáta. Ég hef alltaf verið æstur í að skapa inn í eitthvað sem ég þarf að læra. Þegar ég er búinn að læra það að mínu viti, fer að koma einhver hefð í vinnuna – mín eigin hefð – og hún virkar ekki vel á mig sem skapanda, þótt ég beri fulla virðingu fyrir henni í vinnu annarra listamanna. Hvað verkin mín varðar má eiginlega segja að mér finnist að það listaverk sem út úr vinnunni kemur, hvort sem það er bók, lítill performans, mál- verk, skúlptúr, filma eða eitthvað annað, þurfi að vera þess eðlis að manni takist að halda í ákveðið viðhorf. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt hjá nútímalistamönnum að vinna í mörgum miðlum en maður verður að gera sér grein fyr- ir því í myndlistinni að vinnan felst í því að tjá viðhorf en ekki því að búa til hluti.“ Eins og kemur fram í textanum List, inni- hald og ást, sem Sigurður samdi og birtist í sýningarskránni fyrir sýninguna í i8, tengir hann þessa hugsun því sem líkja mætti við andlegt landleysi. Hann segir öllum mönnum hollt að búa utan heimalands síns um tíma, „til þess að fatta hvort þeir eru Evrópumenn, Ís- lendingar eða Húnvetningar. Kannski eigum við seinna meir, þegar við förum að ferðast um í geimnum, eftir að uppgötva að við erum Jarð- arbúar,“ segir Sigurður og skellihlær, „ekki hef ég upplifað það að vera Jarðarbúi, en það hlýtur að vera mjög skemmtileg tilfinning. En ég hef sem sagt alltaf átt í svolitlu rifrildi við formin, ekki bara í listum heldur líka í líf- inu, þótt ég álíti mig ekki formlausan mann. Ég bý til mín eigin form, líka lífsformin. Þetta er kannski einhver heimtufrekja, að finnast maður ekki passa alveg inn í þann stakk sem manni er sniðinn. En þótt hann sé sniðinn af besta klæðskera hámenningarinnar er kannski ennþá dálítið þröngt um axlirnar, eða buxurnar of víðar. Heimilishald hjá mér fellur einnig undir þetta. Mér finnst ég ekki eiga neitt sérstakt heimili þótt ég eigi fjögur eða fimm, sem reyndar eru öll mjög heimilisleg. Heimili mín eru mér frekar athvörf. Ég er heldur ekki mjög upptekinn af þjóð- erni mínu, þótt ég sé mjög hrifinn af mörgum stöðum og finnist ég eiga heima víða. Ég er bú- inn að vera í fjörutíu ár meira og minna með útlendingum, auk auðvitað Íslendinga, en get ekki sagt að ég finni fyrir þessari sameign sem einhver ein þjóð á. Að sjálfsögðu er ég þó montinn af Íslendingum þegar þeir standa sig vel,“ segir Sigurður brosandi, „en þá er ég að monta mig af einstaklingum, sem eru landar mínir þegar það hentar mér. Það er mín per- sónulega hentistefna,“ bætir hann við og hlær. Hættulegt og leiðinlegt að vera í hjörð „Ég hef sem sagt enga tilfinningu fyrir þjóð- fánum eða vegabréfum og mér finnst þjóð- arsálir yfirleitt leiðinlegar. Þegar ég sé hversu auðvelt er að stýra þjóðunum, t.d. með fjöl- miðlatækni, þá hugsa ég alltaf með mér að það sé nú ekki gott að vera með í þeirri hjörð. Það er hættulegt og leiðinlegt. Auðvitað hef ég þó talað við fullt af gáfuðu fólki um stríð, fólk sem var í Júgóslavíu og stóð á bak við Milosevic, við Tyrki sem stutt hafa morð á Kúrdum og RIFRILDI VIÐ FORMIN Þótt hann sé heimilislaus andlega séð þá er sama hvert hann flýgur, hann er nánast alltaf á leiðinni heim. Sigurður Guð- mundsson er einn örfárra íslenskra myndlistar- manna sem lifa og hrær- ast í hinum alþjóðlega listheimi, er með vinnu- stofur í fjórum löndum og svo margar sýningar í gangi að erfitt er að henda reiður á ferðum hans. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR ræddi við hann um konfektmola og heiminn að baki orðanna í tilefni af opnun sýningar hans í i8 næst- komandi fimmtudag. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður með verkið Kirsuber í fanginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.