Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 F ÁIR íslenskir bókmenntafræð- ingar hafa sérhæft sig í rann- sóknum á ljóðlist en Eysteinn Þorvaldsson er einn þeirra. Þekktasta verk Eysteins á því sviði er sennilega rit hans, At- ómskáldin (1980), þar sem hann fjallar um upphaf módernismans í íslenskri ljóðagerð. Eysteinn hefur einnig gefið út ritið Ljóðalærdómur (1988) þar sem hann fjallar um skólaljóð og ljóðakennslu en hann hefur verið prófessor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands í aldarfjórðung. Og nú er komið út mikið rit sem inniheldur valdar greinar, fyrirlestra og erindi Eysteins um ís- lenska ljóðlist á liðinni öld en það nefnist Ljóðaþing. Blaðamaður ræddi við Eystein um þróun íslenskrar ljóðlistar síðustu öld en spurði hann þó fyrst að því hvers vegna það hafi verið svo hljótt um ljóðskáld í bók- menntaumræðunni hérlendis. „Ég held að fjölmiðlar ráði þar nokkru um,“ segir Eysteinn. „Að vísu er sumum þessara skálda ekki sérlega annt um að komast í sviðs- ljós fjölmiðlanna en því er heldur ekki að neita að umræðan snýst öllu meira um skáldsögur. Blöðum og tímaritum sem fjalla um ljóðlist hefur líka stórlega fækkað á síðustu árum.“ Mörgum þykir líka erfiðara að skrifa um ljóð en prósa. „Já, það er rétt. Ljóðið er huglægt og gjarnan hlaðið tilfinningum. Túlkunin er því vandasöm og svo er ljóðformið oft margbrotið og virðist því óaðgengilegra en prósinn.“ Einn ágætur ljóðrýnandi segir líka að mörg ljóð segi sig alveg sjálf, það þurfi ekkert að skrifa um þau. „Menn hafa sagt eitthvað þessu líkt um all- ar listgreinar en rannsóknarþörf mannsins verður ekki stöðvuð. Mörg ljóð virðast liggja ljós fyrir en lesandinn er þó aldrei alveg hlut- laus, hann túlkar alltaf eitthvað og heldur þannig áfram með ljóðið. En ljóð eru misjöfn eins og þau eru mörg.“ Hvað þykir sjálfum þér áhugaverðast við ljóðrýni? Þú hefur fengist mikið við módern- ískan skáldskap sem þykir torræður. „Löngunin til að skilja og túlka er flestum innborin. Já, mér þykir áhugavert að eiga við ljóð sem eru torræð. Það getur brugðið til beggja vona með niðurstöðu túlkunarinnar og stundum hefur maður bara óljósan grun um það hvað ljóðið fjallar um. Ljóð þurfa ekki að gera meira en að vekja grun.“ Formbylting – viðhorfsbylting Í Ljóðaþingi má segja að saga íslenskrar ljóðlistar á síðustu öld sé rakin í grófum drátt- um. Sú saga einkennist af talsverðum átökum sem snerust ekki síst um ljóðformið. Um miðja öldina hófu íslensk ljóðskáld að yrkja óbundið, eins og kallað er, órímað og stundum án stuðlasetningar. Þetta var kallað formbylt- ing og hefðarsinnar brugðust ókvæða við og töldu það ekki ljóð sem ekki hafði rím og stuðla. Andófinu gegn rímleysinu hefur aldrei linnt alveg og, líkt og Eysteinn rekur í einni greina sinna, má heyra sama tóninn í skrifum manna eins og Jónasi frá Hriflu í Tímanum á fimmta áratugnum, Gunnars Benediktssonar í Þjóðviljanum árið 1954, Benjamíns Eiríksson- ar í Vísi 1981 og nú síðast í skrifum óljóða- mannsins Guðmundar Guðmundarsonar í Morgunblaðinu frá 1986 til þessa dags svo að segja. „Þessir menn halda uppi andófi af sama meiði,“ segir Eysteinn. „Jónas kemur fram með þau sjónarmið á fimmta áratugnum að á bak við þessa breytingu á ljóðforminu séu er- lend spillingaröfl sem séu líka hættuleg ís- lenskri pólitík. Í kjölfarið sigla margir menn sem skrifuðu í sama dúr, notuðu sömu rök- semdir og gjarnan sama myndmálið, töluðu til dæmis um úrkynjun, undanrennu, rassbögur, riðukveðskap, atómbull og tískulús. Og Guð- mundur Guðmundarson hefur haldið þessu andófi áfram síðustu ár og kallað óbundin ljóð óljóð.“ Það vekur samt athygli að þessi svokallaða formbylting verður ekki fyrr en um miðja öld- ina og íslenskur kveðskapur er satt að segja fremur litlaus á fyrri hluta tuttugustu aldar þótt finna megi stöku tilraunir til nýjunga. Var hefð nítjándu aldarinnar svo þung hér á landi að menn komust ekki undan henni fyrr? „Hefðin sem festist á nítjándu öldinni í tengslum við sjálfstæðisbaráttuna var mjög sterk og það er sú hefð sem menn vilja við- halda þegar verið er að andæfa nýbreytninni. Þeir sem heimta rím í ljóðin virðast hafa gleymt því að elstu kvæði hefðarinnar, eddu- kvæðin, eru rímlaus. Ég býst við að róman- tíska hefðin hafi verið svona sterk vegna þess að hún var svo nátengd sjálfstæðisbaráttunni og þjóðernishyggjunni.“ Heldurðu að þetta hafi þá snúist um sjálfs- mynd þjóðarinnar að halda í rímið og stuðl- ana? „Já, að einhverju leyti. Ættjarðarkvæðin voru pólitísk baráttukvæði. Það þurfti að stappa stálinu í landsmenn og skapa ímynd hins þjóðholla Íslendings sem átti sér bak- hjarl í hetjum af konungakyni og bókmennta- arfi sem var nánast heilagur.“ En tengdist formbyltingin um miðja öldina þá ekki því að Íslendingar voru orðnir sjálf- stæð þjóð og kveðskapur nítjándu aldarinnar og sjálfstæðisbaráttunnar hafði ekki lengur neina skírskotun? „Maður hefði getað haldið að þessi pólitíski kveðskapur sem tengdist sjálfstæðisbarátt- unni hefði lokið sínu hlutverki 1918 þegar Ís- land fékk fullveldi en þá var þetta orðin svo sterk hefð að krafan stóð enn um að skáldin teldu kraft í þjóð sína og efldu baráttuþrek hennar. En síðan kom heimsstyrjöldin síðari og það er meðal annars reynslan af henni sem breytir kveðskapnum og þeir nýju hugmyndastraum- ar sem fylgdu í kjölfarið. Ungu skáldin töldu gömlu skáldskaparaðferðina úrelta og sættu sig ekki við hana. Það hefur alltaf verið talað um formbyltingu en það verður ekki síður við- horfsbreyting. Við sjáum það til dæmis hjá Steini Steinari. Viðhorf hans ganga alveg í berhögg við baráttuboðskap þjóðernisljóð- anna og viðtekin uppeldisviðhorf. Steinn segir að lífið sé án takmarks og tilgangs. Það varð gengisfall á göfugum hugsjónum með stríðinu og skáldin beindu sjónum meira inn á við. Þau hættu ekki að fjalla um ytra umhverfi sitt en þau gerðu það ekki með neinum stóryrðum.“ Er íslenskur módernismi séríslenskur? „Já, það er ekki nokkur vafi. Steinn Stein- arr hefur sennilega komist í snertingu við er- lend rit tilvistarstefnunnar en tilvistarspeki hans virðist þó að mörgu leyti heimasmíðuð. Atómskáldin svokölluðu tóku síðan talsvert mið af Steini en skoðuðu líka erlendan samtíð- arskáldskap. Síðan kemur fram mjög öflug kynslóð skálda þar sem voru Matthías Jo- hannessen, Þorsteinn frá Hamri, Hannes Pét- ursson og fleiri, sem héldu áfram að þróa ljóð- málið. Það varð auðvitað ekki aftur snúið en í kveðskap þessara skálda verður hins vegar ákaflega áhugaverð samþætting alþjóðlegs módernisma og íslenskrar hefðar. Þessi skáld voru óneitanlega módernistar en þau not- færðu sér hið hefðbundna form, ljóðstafi og jafnvel rím og það höfðu atómskáldin einnig gert þegar þeim bauð svo við að horfa.“ Heftandi hefð Eldri skáld höfðu reyndar fundið sterkt fyr- ir þessum árekstri hefðar og nýjunga. Eins og þú rekur í einni greina þinna þá virðist Jó- hann Jónsson finna fyrir því að íslensk menn- ing fylgist ekki með, sé ekki í takt við erlenda strauma og í bréfaskiptum þeirra Gunnars Gunnarssonar kemur fram að þeim finnist þeir heftir af hefð nítjándu aldarinnar. „Jóhann er alin upp í hefðinni og þegar hann kemur til Þýskalands um tvítugt þá ólga þar nýir straumar sem hann getur þó ekki al- mennilega fellt sig við. Hann finnur samt að gamla menningin er að fjara út. Þetta hamlar honum áreiðanlega. Hann finnur að hann nær ekki utan um það sem er að gerast. Hann var sjálfur alltaf að reyna að skrifa skáldsögu en tókst það aldrei, kannski vegna þess að hann fann sig ekki í tímanum, en mörg ljóða hans sýna að honum fannst þörf á endurnýjun í ljóðagerðinni.“ Ungu skáldin í kreppu Svo virðist sem menn hafi átt talsvert erfitt með að átta sig á því hvað hefur verið að ger- ast í ljóðlistinni síðustu áratugi. Umræðan hefur verið ákaflega varfærin, mun varfærn- ari en þegar rætt hefur verið um skáldsöguna. „Já, það verður erfiðara að átta sig á hlut- unum eftir því sem þeir eru nær okkur í tíma. Línurnar eru samt nokkuð skýrar. Um og upp úr 1970 komu nýraunsæismenn fram á sjón- arsviðið með þjóðfélagslegan skáldskap sem var opnari og hávaðasamari en sá móderníski. Um 1980 hverfa menn svo aftur á vit einhvers konar hugsæis og hafa haldið sig nokkuð á þeirri braut síðan, að minnsta kosti hefur ekki orðið neitt afturhvarf til nýraunsæis. Hin yngstu skáld yrkja heldur ekki lengur mikil andófsljóð gegn félagslegu óréttlæti og öðru slíku. Þau yrkja um hversdagsleikann og einkalífið. Mér þykir vanta ástríðu í þennan kveðskap, skaphita, afstöðu en kannski er slíkt ekki lengur í tíðarandanum. Sjálfsagt eru það framfarirnar og velmegunin sem hafa þessi áhrif á ljóðlistina, en enginn yrkir gott ljóð nema honum liggi eitthvað á hjarta. Skáldin hafa kannski ekki yfir miklu að kvarta í tilverunni. Og ég vil heldur ekki kvarta yfir skáldunum og þá allra síst þeim ungu. Þau yrkja auðvitað eins og þeim sýnist þótt mér finnist að textinn mætti oft vera beittari.“ Er ljóðformið hugsanlega staðnað? Nær það ekki að fylgja tímanum? Menn hafa reyndar lengi haldið því fram að ljóðið sé dautt. Halldór Laxness gerði það árið 1931. „Ljóðið er þrengra form en skáldsagan og því kannski erfiðara, en slíkt ætti að auka metnað ungra höfunda og svo ætti líka að vera hægt að breyta ljóðforminu. Mér sýnast yngstu skáldin vera í einhverri kreppu hvað þetta varðar, þau virðast ekki sjá nægilega möguleika á því að þróa ljóðformið áfram. Þau gera margt vel en það vantar meira af mann- legu lífi og ástríðu í kveðskap þeirra. Ég held að það sé enginn skortur á dramatískum um- fjöllunarefnum.“ Finnurðu þessa ástríðu í erlendum sam- tímakveðskap? „Nei, mér þykir líka vera ládeyða í honum og þá á ég við yngstu kynslóðina. En auðvitað er varasamt að fullyrða mikið um það nýjasta í skáldskap. Maður veit aldrei nákvæmlega hvert stefnir.“ Skólaljóðin verða að höfða til barna Stundum er sagt að maður verði að þekkja þá hefð vel sem maður ætlar að gera uppreisn gegn eða breyta. Hugsanlega er vanþekking ástæðan fyrir því að ungu skáldin sjá ekki margar leiðir út úr því fari sem ljóðið er komið í. Þú hefur unnið að því í mörg ár að kenna fólki að kenna börnum að lesa ljóð og njóta. Á hvað hefurðu lagt áherslu í þeirri kennslu? „Skólarnir hafa alltaf haft mikil áhrif á þró- un ljóðlistarinnar og ekki síst áhuga fólks á ljóðum. Ef illa tekst til í skólum við ljóðalestur getur það haft þau áhrif að einstaklingar forð- ist ljóð það sem eftir er ævinnar. Skólaljóðin sem hafa verið gefin út hafa löngum verið ákaflega íhaldssöm. Allt fram undir lok síð- ustu aldar voru þau uppfull af nítjánduald- arkveðskap en sáralítið var af samtímaskáld- skap í þeim. Ég hef í kennslu minni lagt megináherslu á að það skipti mestu máli að velja réttu textana fyrir börn að lesa. Ef við erum ekki með réttu textana, sem laða börn að ljóðalestri, skiptir engu máli hversu góðar kennsluaðferðir við notum. En þetta hefur að verulegu leyti mistekist í skólunum þótt brag- arbót hafi verið gerð á síðustu árum. Síðan er spurning hvernig við aukum áhug- ann á ljóðalestri sem er yfirlýst markmið skólayfirvalda. Lengi tíðkaðist að láta börn læra ljóð utanbókar og lítil sem engin áhersla var lögð á að útskýra fyrir þeim hvað ljóðin þýddu. Þetta voru iðulega ættjarðarljóð og önnur ljóð frá nítjándu öld með þungu og framandi orðfæri fyrir börnin. Með því að velja ljóð sem höfða til barna, bæði efnislega og málfarslega, má vekja áhuga þeirra. Það er til nóg af slíkum textum þótt það séu ekki endilega úrvalsljóð þjóðarinnar. Ljóðakennsla snýst ekki um að láta börnin læra utan að ljóð sem okkur fullorðna fólkinu þykir sómi af að þau kunni. Það er misskilningurinn sem við höfum þurft að glíma við.“ VANTAR ÁSTRÍÐU Í LJÓÐ ÞEIRRA YNGSTU Eysteinn Þorvaldsson hefur skrifað manna mest um íslenska ljóðlist á undanförnum áratugum. Nýlega kom út mikið safn greina hans um ljóðlist er nefnist Ljóðaþing. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Eystein um þróun ljóðlistar á síðustu öld, stöðu ljóðsins um þessar mundir og ljóðkennslu. Eysteinn segir ungu skáldin í kreppu og ljóð þeirra skorta ástríðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eysteinn Þorvaldsson throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.