Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002
ÚT er komin í enskri þýðingu
bókin After Nature (Að nátt-
úrunni lokinni) en hún er fyrsta
skáldverk þýska
rithöfundarins
W.G. Sebalds,
sem lést sviplega
í janúar á þessu
ári. Sebald sendi
frá sér nokkrar
skáldsögur sem
skipuðu honum í
röð fremstu rit-
höfunda 20. ald-
ar, en skáldsaga hans Austerlitz
kom út í október árið 2001. Þar,
líkt og í öðrum skáldsögum sín-
um, nýtir höfundurinn sér nýja
möguleika í stíl og formi, en bak-
svið sögunnar er hin myrka saga
Evrópu á síðustu öld.
Fyrsta skáldverk höfundarins
sem nú kemur út í enskri þýð-
ingu Michaels Hamburgers heit-
ir á frummálinu Nach der Natur.
Ein Elementargedicht og kom út
árið 1988. Þar eru heimspeki-
legar hugleiðingar þriggja
manna, endurreisnarmálarans
Matthias Grünewalds, landkönn-
uðarins Georgs Stellers og höf-
undarins sjálfs settar í skáldlegt
samhengi. Í bókinni koma fram
mörg af þeim minnum sem höf-
undurinn kannar nánar í síðari
skáldverkum sínum.
Sebald var þýskur gyðingur
sem flutti ungur til Bretlands.
Hann bjó lengst af í Norwich í
Englandi þar sem hann gegndi
stöðu prófessors við University
of East Anglia.
Xingjian og saga Kína
Í september kom út í enskri þýð-
ingu skáldsagan One Man’s Bible
(Eins manns Bibilía) eftir kín-
verska nóbelsverðlaunahafann
Gao Xingjian. Skáldsagan er
þýdd úr frönsku og heitir á
frummálinu Le Livre d’un
homme seul. Höfundurinn er
fæddur í austurhluta Kína árið
1940 en er í dag franskur rík-
isborgari. Hann skrifar á
frönsku og hefur unnið sem rit-
höfundur, þýðandi, leikskáld,
leikstjóri, gagnrýnandi og
myndlistarmaður. Fyrsta skáld-
saga Xigjians, La Montage de
l’Âme (Soul Mountain/Sálna-
fjall), vakti gríðarlega athygli og
ávann honum nóbelsverðlaunin
árið 2000. Þar setur höfund-
urinn æskuminningar sínar í al-
þýðulýðveldinu Kína í skáldlegt
samhengi. Í Sálnabiblíunni vinn-
ur höfundurinn áfram á ævi-
sögulegum nótum en þar er les-
andinn settur inn í angist
aðalsöguhetju bókarinnar á tím-
um menningarbyltingarinnar í
Kína.
Skrautleg ævi Peters Sellers
Út er komin ný ævisaga um
breska kvikmyndaleikarann Pet-
er Sellers. Nefnist hún Mr.
Strangelove: A Biography of
Peter Sellers (Hr. Strangelove:
Ævisaga Peters Sellers) og er
eftir kvikmyndafræðinginn Ed
Sikov. Sá hefur áður sent frá sér
bækur m.a. um leikstjórann Billy
Wilder og um „Screwball“-
gamanmyndaformið. Bók Sikovs
um Peter Sellers er byggð á tals-
verðum rannsóknum og gefur að
sögn útgefenda djúpa innsýn í
stutta og viðburðaríka ævi snill-
ingsins Peters Sellers. Rakin eru
einmanaleg æskuár Sellers,
fjallað er um upphaf ferils hans
og tengsl leikarans við stjörnur
á borð við Alec Guinnes, Sophiu
Loren og Shirely MacLaine. Þá
er fjallað ítarlega um samstarf
Sellers og leikstjóra á borð við
Stanley Kubric, Billy Wilder og
Blake Edwards.
ERLENDAR
BÆKUR
Fyrsta skáld-
verk Sebalds
W.G. Sebald
H
LJÓMSVEITIN The Prod-
igy, sem eitt sinn heiðraði
íslenska aðdáendur með
nærveru sinni, er fræg fyrir
að fara sínar eigin leiðir í
tónlist og myndbandsgerð.
Langeygir aðdáendur sveit-
arinnar glöddust um daginn
þegar hún gaf loksins út nýtt lag eftir langa
þögn. Lagið heitir „Baby’s got a Temper“ og
myndbandið er afar óvenjulegt og ögrandi eins
og Prodigy er von og vísa.
Í myndbandinu koma hljómsveitarmeðlimir
akandi, klæddir borgaralegum fötum, sköll-
óttir og kallalegir. Þeir koma að stóru plani,
fara inn í hrörlegt hús og setjast fyrir framan
spegla í búningsherbergi. Annars staðar í hús-
inu er fjós og þar sitja ljóshærðar, föngulegar
og berbrjósta stúlkur á mjaltastólum og
mjólka þrýstin júgur kúnna í litlar flöskur.
Feit, illgjörn kona gengur um með staf og lem-
ur stúlkurnar áfram ef henni finnst þær slá
slöku við við mjaltirnar. Konan safnar flösk-
unum saman í trog sem hún fer með í sölulúgu,
lýðurinn grípur flöskurnar og svolgrar mjólk-
ina. Hljómsveitarmeðlimir umbreytast fyrir
framan speglana, skipta um föt, setja upp hár-
kollur og mála sig í kringum augun. Þeir
storma fram á sviðið og upphefja söng og
hljóðfæraslátt, rytjulegir rafpönkarar af guðs
náð. Nokkrar kúnna slíta sig lausar af bás-
unum, flykkjast í áhorfendastæðin og æða
trylltar fram og aftur. Stúlkurnar halda áfram
igy þótti á sínum tíma svo gróft að bannað var
að sýna það á bresku sjónvarps- og tónlist-
arrásinni MTV. Hér á landi er nýja mynd-
bandið „Baby’s got a Temper“ sýnt í PoppTíví
frá morgni til kvölds, á barnatíma jafnt sem
fréttatíma, auðvitað ásamt fleiri „klúrum“ tón-
listarmyndböndum. Skyldi koma að því einn
góðan veðurdag að tónlistarmyndbönd verði
flokkuð eftir innihaldi, líkt og í MTV, svo við-
kvæmar sálir og börn geti forðast ofbeldisfull
og klámfengin myndbönd? Það er löngu orðið
tímabært.
En er myndband Prodigy bara enn ein birt-
ingarmynd hins frjálsa kláms á fjölmiðlaöld? Á
Radíó X var á dögunum skemmtileg umræða
um áðurgreint myndband og túlkun þess. Um-
breyting hljómsveitarmeðlima táknar eilíft
streð listamannanna við að uppfylla útlits- og
ímyndarkröfur markaðarins. Kýrnar eru tón-
listin sem mjólkuð er endalaust til að anna
græðgislegri eftirspurn. Með mjaltastúlkunum
brjóstgóðu er verið að hæðast að hamslausri
nektar- og líkamsdýrkuninni í tónlistargeir-
anum. Þegar öll kurl koma til grafar gerir
myndband Prodigy botnlaust grín öllum klisj-
unum, listamönnunum, aðdáendunum / áhorf-
endunum og tónlistariðnaðinum í heild. Því er
sjaldnast svo farið að tónlistarmyndbönd séu
svo djúp og vitsmunaleg og gleðiefni þegar það
gerist. Það þarf Undrabarnið til.
að mjólka bleika spenana í nærmynd undir
dynjandi tónlistinni, mjólkin spýtist út fyrir
flöskurnar, upp í munninn á þeim og á ber
brjóstin. Fólkið verður æ æstara í mjólkina,
stúlkurnar hafa varla undan og hvítar,
krampakenndar mjólkurgusurnar standa í sí-
fellu fram úr þrútnum spenunum. Brátt er
mjólkin á þrotum og lagið á enda, hljómsveitin
afklæðist gervinu, strunsar framhjá óðum
lýðnum og ekur á brott. Eftir standa nokkrir
þambarar á ruslaralegu planinu og strjúka af
sér mjólkurskeggið.
Það sem helst hefur vakið umtal í mynd-
bandinu eru kynferðislegar tilvísanir sem
varla fara á milli mála. Eitt myndbanda Prod-
FJÖLMIÐLAR
KLÚRAR KÝR
S k y l d i k o m a a ð þ v í
e i n n g ó ð a n v e ð u r d a g
a ð t ó n l i s t a r m y n d b ö n d
v e r ð i f l o k k u ð e f t i r
i n n i h a l d i , l í k t o g í
M T V, s v o v i ð k v æ m a r
s á l i r o g b ö r n g e t i
f o r ð a s t o f b e l d i s f u l l
o g k l á m f e n g i n m y n d -
b ö n d ?
S T E I N U N N I N G A
Ó T TA R S D Ó T T I R
móður mína. Núna eru það hins veg-
ar karlar sem eru til skoðunar. Í aðal-
hlutverkinu er Javier Camara. Hann
leikur hinn feimna Benigno sem elsk-
ar stúlku í dái. Þetta er sérkennileg
manngerð en þrátt fyrir að flestir
áhorfendur hljóti að líta á hann sem
pervert hljótum við um leið að hafa
samúð með honum. Þessi saga reyn-
ist vera eins konar Þyrnirósarsaga
frá sjónarhorni prinsins sem tekst að
lokum að vekja Þyrnirós úr dái.
Nema að aðferðin er svo ýkt að hún
ætti að ganga framaf mörgum. [...]
Semsé: Pínulítið öðruvísi Almodov-
ar en ögrandi þó að vanda og í
myndinni eru atriði sem gefa þeim
svakalegustu (t.d. þessu í Kiku forð-
um daga) ekkert eftir. Hraðinn er að-
eins minni en venjulega og það kost-
ar meira átak að hafa hluttekningu
með Benigno en t.d. Manuelu úr Allt
um móður mína. En eftir stendur eft-
irminnileg mynd sem enginn ætti að
missa af.
Ármann Jakobsson
Múrinn
www.murinn.is
JÁ, mér finnst Pedro Almodovar æð-
islegur. Eins og öllum öðrum. Missi
ekki af honum. En í mestu uppáhaldi
hjá mér eru þessar myndir: Konur á
barmi taugaáfalls, Bittu mig, elskaðu
mig og Allt um móður mína. Kika var
líka fín. Og nýja myndin er ekki
slæm heldur þó að hún sé ekki ein af
þessum bestu. Hún er aðeins hægari
og ekki jafnfyndin og sumar en þó er
í henni allt sem einkennir myndir
snillingsins: Þrár og perversjónir, til-
finningaflóð og sorgir, sérkennileg
en heillandi lógík og furðuleg samtöl.
Hér er sögð saga tveggja sam-
banda. Önnur sagan snýst um
blaðamann sem hrífst af konu sem er
nautabani en missir hana svo í
hringnum – eða hafði hann misst
hana áður? Á spítalanum þar sem
hún liggur í dái kynnist hann öðrum
manni sem hefur hjúkrað stúlku í dái
í mörg ár og kemst að því að hjúkr-
unarmaðurinn hafði dáð stúlkuna
áður í fjarlægð en hefur nú ákveðið
að helga líf sitt því að hjúkra henni.
Venjulega hafa konur borið uppi
myndir Almodovars, ekki síst Allt um
Morgunblaðið/Kristinn
Tvíhöfða þurs.
ÖÐRUVÍSI
ALMODOVAR
I Talsverðar umræður um hlutverk skáldsögunnar ísamtímanum hafa spunnist í kringum réttarhöldin
yfir franska rithöfundinum Michel Houellebecq sem
kærður hefur verið fyrir níð um íslam. Eins og sagt
er frá í grein í Lesbók í dag er Houellebecq sakaður
um að hafa látið niðrandi orð falla í viðtölum við
frönsk tímarit um íslam og auk þess hefur að-
alpersónan í nýjustu skáldsögunni hans ímugust á
múslimum. Salman Rushdie hefur nú komið Hou-
ellebecq til varnar eins og sagt er frá í greininni en í
Frakklandi hafa menn skipst í tvær fylkingar með og
á móti. Umræðan annarsstaðar hefur og verið tals-
verð, til dæmis var nýlega skrifuð áhugaverð grein í
breskt blað þar sem hanskinn er tekinn upp fyrir Ho-
uellebecq, ekki aðeins vegna góðs málstaðar heldur
ekki síður vegna þess að hann hafi vakið athygli á
því hvað skáldsagan sé lítils megnug í hinni sam-
félagslegu umræðu.
IIGreinina, sem birtist í The Observer 22. sept-ember, skrifar Mary Riddell. Hún kvartar mikið
undan því hvað breska skáldsagan sé í litlum
tengslum við breska pólitík og taki yfirleitt lítinn þátt
skáldsagnahöfunda á málþingi um bresku skáldsög-
una hér á landi fyrir skömmu var til dæmis bent á að
íslenska skáldsagan hafi skirrst við að fjalla um fjöl-
menningarsamfélagið og vandamál sem því tengjast.
Eysteinn Þorvaldsson segir svo í viðtali í Lesbók í dag
að sér þyki vanta ástríðu í kveðskap yngstu ljóðskáld-
anna hér og einnig skaphita og afstöðu. Hann segir
slíkt kannski ekki lengur í tíðarandanum en enginn
yrki gott ljóð nema honum liggi eitthvað á hjarta.
IV Það væri fráleitt að gera þá kröfu að rithöf-undar tækju afstöðu til samfélagsmála í skáld-
skap sínum eða að þeir tækju ákveðin vandamál til
umfjöllunar. Það væri tímaskekkja. Það er hins veg-
ar áhugavert að leiða hugann að því hvernig skáld-
skap er verið að skrifa um þessar mundir, hvernig
hann er skrifaður, um hvað og hvers vegna. Eysteinn
segir að ljóð ungra skálda fjalli nú ekki um félagslegt
óréttlæti heldur um hversdaginn og einkalífið. Smá-
smuguleg sjálfsskoðun hefur og verið áberandi við-
fangsefni skáldsögunnar síðustu ár. Segir það ef til
vill meira um ríkjandi ástand en við viljum vera
láta?
í samfélagsumræðunni. Hún rifjar upp að Söngvar
satans eftir Salman Rushdie sé síðasta skáldsagan
sem hafi blandað sér í stjórnmálalega umræðu. Upp
á síðkastið hafi vart verið minnst á pólitík og skáld-
skap í sama mund nema hvað vangaveltur hafi verið
uppi um það hvort Bridget Jones sé íhaldsmaður.
Riddell segir enn fremur að breskar skáldsögur dragi
ekki upp breiða samfélagsmynd eins og bandarískir
höfundar á borð við Don DeLillo, Jonathan Franzen
og Jane Smiley hafi gert í nýlegum skáldsögum. Þetta
sé einnig það sem Houellebecq sé að glíma við í um-
deildum skáldsögum sínum, Öreindunum og þeirri
nýjustu, Platforme. Riddell telur að honum hafi ekki
tekist neitt sérstaklega vel upp og þegar upp sé staðið
sé hinn raunverulegi skandall hvað skáldsagan er
bitlaus.
IIIUmræðan um samfélagslegt hlutverk skáldsög-unnar og skáldskapar yfirleitt er ekki ný af nál-
inni. Krafan um að rithöfundar taki afstöðu til sam-
félagsmála í skrifum sínum hefur þó verið mishávær.
Um þessar mundir heyrist hún úr ýmsum áttum,
einnig hérlendis. Í umræðum íslenskra og breskra
NEÐANMÁLS