Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 2002 NÝJASTA skáldsaga rithöfund- arins Michael Faber, The Crim- son Petal and the White (Rauða krónublaðið og hið hvíta), hefur vakið mikla athygli og hlotið mik- ið lof gagnrýnenda að und- anförnu. Í skáldsögunni sem einn gagnrýnandi lýsti sem fyrstu merku nítjándu aldar skáldsögu tuttugustu og fyrstu aldarinnar, fetar höfundurinn hefðarslóðir George Eliot og Charles Dickens. Sagan á sér stað í London á ní- unda áratugi nítjándu aldar. Þar segir af vændiskonunni Sugar sem ratar af „óheillaslóð“ sinni í faðm auðugs kaupsýslumanns. En þó svo að líkami Sugar sé þar með risinn úr öskustónni berst hún við að hefja sálina þaðan. Í umsögn um bókina segir að þótt höfundur vísi í efniviði sterklega til borgarskáldskapar 19. aldar skáldsagnahöfunda, skapi hann sitt eigið tungumál. Frásögnin á sér stað á mörgum sviðum og fjallar á breiðan hátt um sam- félagslega lagskiptingu, tvískinn- ung, gæfumenn og ógæfumenn Viktoríutímans í Bretlandi. Michael Faber er fæddur í Hol- landi og uppalinn í Ástralíu. Frá árinu 1993 hefur hann búið í Skotlandi og fengist við skriftir. Hann hefur áður sent frá sér smásagnasafnið Some Rain Must Fall og bókina Under the Skin. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og unnið til verðlauna. Bush bak við tjöldin Pulizer-verðlaunahafinn og blaðamaðurinn Bob Woodward hefur sent frá sér bók sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu í Bandaríkjunum, en þar fjallar höfundur um forsetatíð George W. Bush. Bókin nefnist Bush at War: Inside the Bush White House (Bush í stríði: Innan vegga Hvíta húss Bush). Hefur Wood- ward fylgt Bush eftir frá því að hörmungarnar dundu yfir 11. september 2001 og fengið aðgang að mörgum lokuðum fundum og persónulegum stundum er forset- inn hefur átt á þessum tíma. Sam- kvæmt bókarlýsingu veitir Wood- ward því innsýn í hlið stjórnsýslustarfa forsetans og ráðgjáfa hans sem annars er hul- in. Bob Woodward varð ásamt blaðamanninum Carl Bernstein til þess að afhjúpa Watergate- hneykslið á síðum Wasington Post, en þeir gáfu síðar út bók um aðdraganda afhjúpunarinnar. Samfélagsrýnirinn Elton Breski rithöfundurinn Ben Elton hefur sent frá sér nýja skáldsögu er nefnist High Society (Hástétt). Þar fjallar Elton um bresk sam- félag í samtímanum á óvæginn og ýktan hátt sem varpar ljósi á mögulega þróun þess á næstu ár- um. Beinir hann þar einkum sjón- um að glæpum og dreifingu eitur- lyfja í heiminum. Ben Elton á að baki feril sem rithöfundur og gamanleikari. Í síðanefndu greininni hefur Elton komið fram sem uppistandari og leikið í þáttaröðum á borð við „Blackadder“. Sem rithöfundur hefur Elton sent frá sér bæði leik- rit og skáldögur, þrjú leikverka hans hafa verið sett upp í West End og orðið gríðarvinsæl, þ.e. Gasping, Silly Cow og Popcorn. Meðal skáldsagna Elton eru Grid- lock, Popcorn og Dead Famous. ERLENDAR BÆKUR Michael Faber vekur athygli George W. Bush P RÓFKJÖR stjórnmálaflokkanna hafa staðið yfir undanfarnar vikur og af því tilefni hafa birst í Morg- unblaðinu ófáar greinar um ágæti einstakra frambjóðenda. Lengd þessara greina er takmörkuð, rétt eins og lengdin á hinum svoköll- uðu „hinstu kveðjum“ sem nýver- ið tóku að birtast í blaðinu ásamt hinum hefð- bundnu minningargreinum. Enda þótt þetta efni sé á svipuðum stað í blaðinu er sá munur að greinar um frambjóðendur eru skreyttar með mynd af viðkomandi höfundi á meðan mynd af hinum látna er birt með minningargreinunum. Ég tók mig til í vikunni og las af handahófi sextíu framboðsgreinar sem birtust á tímabilinu 15. október til 25. nóvember. Tilgangurinn var að uppgötva bragfræði þessa knappa bók- menntaforms og kanna hvaða einkunnir höf- undar völdu viðfangsefnum sínum. Eins og við mátti búast eru flestar greinarnar steyptar í sama mót sem hægt er að skipta í þrjár ein- ingar eða braglínur: A. Staðreyndir um prófkjör, flokk eða fram- bjóðanda (prófkjör flokksins stendur fyrir dyr- um, flokkurinn þarf sterkan lista, Y sækist eftir tilteknu sæti). B. Mat á frambjóðanda (Y hefur tiltekna reynslu, eiginleika, stefnumál eða skoðanir) C. Hvatning til lesanda (styðjum Y í Xta sæti, veitum Y brautargengi, ég hvet þátttakendur til að kjósa Y). Í flestum greinanna er uppbyggingin eins og hér hefur verið lýst (ABC), í nokkrum greinum er röðinni hnikað til (BAC), og í stöku tilviki er fyrsta liðnum sleppt (BC). Algengast er að kjarninn í C sé jafnframt notaður sem fyrirsögn ( Y í Xta sæti ) en það er líka til í dæminu að kjarni B gegni því hlutverki ( Fulltrúi sjó- manna, Farsæll maður í lífi og starfi ). Grátlega lítið er um óvænt tilþrif í máli og stíl. Í þessum sextíu greinum fann ég um sjötíu jákvæð lýsingarorð sem gefa hugmynd um hvaða eiginleika höfundar telji að íslenskir stjórnmálamenn samtímans eigi að vera búnir. Fjörutíu af þessum lýsingarorðum komu aðeins einu sinni fyrir (m.a. heiðarlegur, ráðvandur, al- þýðlegur, hrokalaus, greindur, þolinmóður, gáf- aður, hugrakkur, ábyrgur og vandvirkur ). Ell- efu lýsingarorð komu fyrir tvisvar (s.s. einlægur, þróttmikill, áræðinn og farsæll ), fjög- ur lýsingarorð komu fyrir þrisvar ( réttlátur, hæfileikaríkur, traustur og vandaður ) og tvö komu fyrir fjórum sinnum (dugmikill og ungur). Í fjórum tilvikum voru frambjóðendur einnig lofaðir fyrir festu . Loks brá orðunum duglegur og réttsýnn fimm sinnum fyrir í þessum grein- um. Algengast var hins vegar að frambjóðendum væri annaðhvort hrósað fyrir reynslu og þekk- ingu (t.d. á sínu starfsviði eða sviði stjórnmál- anna) eða fyrir að vera kraftmiklir og öflugir. Orðið öflugur var notað í ellefu af þessum sjötíu greinum og orðin kraftur og kraftmikill samtals tíu sinnum. Þessi orð, sem undantekningarlítið birtust í greinum karlmanna um karlmenn, eru reyndar einnig algeng í íslenskum bílaauglýs- ingum. Í ljósi núverandi stóriðjustefnu stjórn- valda er mögulegt að túlka þessa niðurstöðu svo að íslenskir stjórnmálamenn þurfi helst að hafa sömu eiginleika og fjórhjóladrifnir fjallajeppar, tilbúnir að tæta og trylla um hálendið. Það er vonandi oftúlkun. Fróðlegt væri að vita hvort framboðsgrein- arnar í Morgunblaðinu hafi áhrif á úrslitin í prófkjörum flokkanna. Sjálfan grunar mig að fæstir lesendur blaðsins lesi þessar greinar og að þeir sem líti á þær á annað borð láti sér yf- irleitt nægja að tengja saman mynd af viðkom- andi höfundi við nafn þess frambjóðenda sem mælt er með. Form þessara greina mætti því ef til vill verða enn knappara. Ég held, eftir sem áður, að þær séu jafnólíklegar til að tryggja frambjóðendum örugg sæti á listum og minn- ingargreinar eru til að tryggja þeim látnu vist á himnum. PÓLITÍSK BRAGFRÆÐI Í ljósi núverandi stóriðjustefnu stjórnvalda er mögulegt að túlka þessa niðurstöðu svo að ís- lenskir stjórnmálamenn þurfi helst að hafa sömu eiginleika og fjórhjóladrifnir fjallajeppar, til- búnir að tæta og trylla um há- lendið. J Ó N K A R L H E L G A S O N FJÖLMIÐLAR Þegar ég vann að útgáfu bókarinnar Kraftbirtingarhljómur Guðdómsins, þar sem meðal annars voru birt dag- bókarbrot Magnúsar Hj. Magn- ússonar sem var fyrirmynd Ólafs Kárasonar Ljósvíkings í Heimsljósi Halldórs Kiljans Laxness, rak á fjörur mínar mörg skemmtileg orð og orða- sambönd sem Magnúsi voru töm. Magnús greindi til dæmis frá því að í mörgum verðbúðum í Bolungarvík hefðu fanggæslur ráðið ríkjum, en þær konur sem gegndu því hlutverki gættu forðans og deildu honum út á meðal vermanna. Þegar ég rakst á þessa frásögn Magnúsar heimfærði ég hana strax upp á nútíma- samfélagið. Fanggæslur er nefnilega að finna í hverri byggingu stofnana og skóla þessa lands. Þær hafa tekið sér það hlutverk að standa vörð um menningararfinn og deila honum út á meðal þegnanna eftir settum reglum. Ég einsetti mér að forðast þetta hlut- verk því ég þóttist sjá að það myndi fljótlega snúast upp í fanggæslu van- ans. Fræðimenn falla oft í þá gryfju að telja það hlutverk sitt að standa vörð um „viðurkenndar“ vinnuaðferð- ir og hugmyndir, og berjast gegn ný- breytni sem verður á vegi þeirra. Hún ógnar skipulagi og hefðbundnum reglum akademíunnar. Það er eitt af mikilvægustu verk- efnum háskólasamfélagsins að koma í veg fyrir að fanggæsla vanans verði viðvarandi ástand. Fræðimenn hafa haft mismunandi ástæður til að bregða sér í þetta hlutverk en þeir hafa margir snúist öndverðir gegn fyr- irbærum eins og kvennasögu, kynja- sögu, gagnrýnum hugmyndum um þjóðernið, póstmódernisma, einsögu og fleira. Fanggæslurnar halda oft á lofti merki nývæðingarinnar og telja að allar gjörðir okkar verði að miða til framfara, að við verðum að leitast við að safna að okkur sem mestri þekk- ingu, því þannig náum við að bæta líf okkar og stöðu. Sú hugmyndafræði gerir ráð fyrir að við munum að lok- um, þegar grein eins og sagnræðin hefur náð þeim þroska, skilja til hlítar sögu okkar og fortíð. Einvæðing sög- unnar, og álíka loftfimleikar, eru ógn við slíka hugmyndafræði. Framlag þess háttar rannsókna getur aldrei orðið innlegg í safn til sögu landsins. Sigurður Gylfi Magnússon Skírnir Morgunblaðið/Golli Bók með kók um jólin. FANGGÆSLA VANANS IHvað eru góðar bókmenntir? Sennilega hefurhver lesandi sitt svar við þessari spurningu. Og það er rétt svar. Og kannski einmitt þess vegna á spurningin fullkomlega rétt á sér. Það kunna þó að vera til einhver almenn einkenni sem bækur verða að búa yfir til þess að teljast góðar. Steinunn Sig- urðardóttir segir í svari við þessari spurningu í Les- bók í dag að bækur verði til dæmis að vera fyndnar til þess að henni finnist þær góðar. En hvað skyldi Íslendingum almennt þykja góðar bókmenntir? Hverslags bækur kaupa Íslendingar til dæmis? II Bóksölulistar sem birtir eru í Morgunblaðinugefa mjög forvitnilega mynd af bókmenntasmekk Íslendinga, þótt ekki segi þeir söguna alla. Þeir leiða ef til vill fyrst og fremst í ljós að það er árs- tíðabundið hvernig bækur Íslendingar kaupa. Í jan- úar er Almanak Háskólans söluhæst og þegar líður fram á vor taka fermingarbækur að seljast (orða- bækur, Sálmabók íslensku kirkjunnar, Passíusálm- arnir, jafnvel Biblían, en einnig ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar), á sumrin seljast ferða-, veiði-, ljósmynda- og garðabækur. Sjálfshjálparbækur eru einnig vinsælar á sumrin og reyndar fram á haust en þegar komið er fram í nóvember fer áhrifa jóla- bókaflóðsins að gæta á sölulistum og þá er von á ýmsu. III Auðvitað er varasamt að draga mjög afdrátt-arlausar ályktanir um bókmenntasmekk þjóð- arinnar af þessum listum, að minnsta kosti er ólík- legt að þær bækur sem þjóðin kaupir til fermingargjafa endurspegli smekk enda hvorki öruggt að kaupandinn hafi lesið viðkomandi bók né að þiggjandinn muni lesa hana. Það má þó ef til vill draga einhverja ályktun af því að tvenns konar bækur eru langalgengastar í tíu efstu sætunum á sölulistunum sem birtir hafa verið á þessu ári en það eru annars vegar sakamálasögur og hins vegar barnabækur. Í flokki sakamálasagna eru bækur Arnalds Indriðasonar algengastar en í flokki barnabóka er úrvalið mun meira og engin ein bók sem sker sig úr. Hugsanlega er þetta til merkis um að Íslendingar séu duglegir að halda bókum að börnum sínum en þetta þarf hvorki að vera staðfest- ing á því að þeir lesi fyrir börn sín né að þau lesi sjálf. Og sennilega má lesa úr þessu mikinn áhuga þjóðarinnar á spennusögum, og þá einkum íslensk- um sögum af því tagi, og raunar sérstaklega sögum Arnaldar Indriðasonar. IV Umfram allt eru sölulistar þó fyrst og fremstheimild um það hvaða bækur Íslendingar kaupa en ekki hvaða bækur þeir lesa. Bóksala fer að stórum hluta fram fyrir jól og þá eru bækur að- allega keyptar til gjafa. Ef til vill sýna sölulistarnir sem birtir eru þessar vikurnar frekar hvernig bæk- ur Íslendingar halda að þeir lesi en hitt hvaða bæk- ur þeir lesa í raun því jólabækur eru yfirleitt keypt- ar ólesnar. Ef til vill sýna listarnir best hvaða bækur voru mest auglýstar, hvaða bækur voru mest í um- ræðunni. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.